Pólitískar hreinsanir í bönkunum

'i gær heyrði ég það frá innanbbúðarmanni í Landsbankanum að andrúmsloftið þar væri þrúgandi. Margir eru reiðir ríkinu og telja að bankanum hefði vel verið hægt að bjarga, fólk grætur á göngunum og sorgin yfir komandi atvinnuleysi félaga sinna nístir þá sem halda vinnunni, að beinum.

En eitt er óhugnanlegt og ömurlegt. Eitt af því sem er notað til grundvallar hverjir fái að halda vinnuni, eru pólitískar skoðanir viðkomandi og réttlætiskennd. Þannig eru víst þeir sem vilja leita réttar síns hjá verkalýðsfelögum reknir med det samme, og einnig þeir sem teljast til "vinstri" í skoðunum. Menn sem eru "bláir" halda vinnunni og einnig þeir sem eru passívir og hafa ekki þorað að tjá skoðanir sínar.

Mig rámar eins og að það hafi verið talað um af hálfu formanns Sjálfstæðisflokksins að þjóðin ætti að sameinast, sýna samstöðu og samheldni. Ekki get ég séð að Sjálfstæðisflokkurinn sé að ýta undir það með því að grípa til ofsókna vegna skoðanna, í þessum hörmungum sem yfir okkur dynja. 

En svona er það, Sjálfstæðsiflokkurinn, þessi mikli "frelsis"-flokkur telur víst að það megi bara vera ein rétt skoðun og McCarthy-ismi sé leyfileg vinnuaðferð. Hvar er frelsið til skoðana og tjáningar þegar kemur að andstæðum sjónarmiðum?

Óafsakanlegt.


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er einhver blár lengur?  Eru ekki allir vaknaðir?  Annars trúi ég varla að skoðanir ráði því hver heldur vinnu og hver ekki.  Gaf einhver fyrirskipun um það?

Hólmdís Hjartardóttir, 11.10.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er ótrúlegt ef rétt reynist.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.10.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: AK-72

Hólmdís: Því miður virðast ekki allir vaknaðir og halda að þeir séu staddir annars staðar í sögunni eða um 1950 í BNA. En miðað við heimildana, þá er þetta nokkuð sem yfirmenn þar á bæ, hafa til hliðsjónar, að þegar kemur að því að velja fólk sem er ekki "ómissandi", þá skipta pólitískar skoðanir máli. Mér finnst þetta lykta þannig að einhverskonar veiðileyfi hafi verið gefið útað ofanverðu og þá bendir það á flokkinn. Ef ekki þá á að reka alla þá yfirmenn sem hafa sammælst um þetta, og það strax.

Ég vona og hvet þá sem lenda í þessu vegna skoðanna sinna, að hafasamband við fjölmiðla. Svona hlutir eiga að koma fram í sviðsljósið opinberlega.

AK-72, 11.10.2008 kl. 13:29

4 identicon

Nei þetta var víst ekki svona eins og þú segir.  Það er starfsfólk í innanlandsdeildum sem heldur vinnunni en aðrir eins og t.d. í verðbréfadeildum og öðru voru látnir fara.  Ég þekki t.d. einn mjög bláan með ágætis sambönd í sjálfstæðisflokknum sem var látinn fara.  Ef það væri einhver klíka í gangi hefði hann pottþétt verið áfram.  En þeir sem eftir eru núna eru samt óöruggir með vinnuna sína.

Ekki vera með svona fullyrðingar út í loftið sem eiga ekki við nein rök að styðjast og eru bara til þess fallin að skapa hatur og óhamingju mitt í erfiðum tímum.

Lára (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:05

5 Smámynd: Neddi

Þessar fullyrðingar eiga við rök að styðjast. Ég heyrði þessa sömu sögu frá þessum sama innanbúðarmanni.

Ég get staðfest það hvað hann sagði.

Neddi, 11.10.2008 kl. 15:08

6 Smámynd: AK-72

Lára, það má vera að ég haf farið fullgeyst með að þetta séu samantekin ráð eða dagskipun að ofan EN það eru allavega yfirmenn þarna, sem eru að nýta sér tækifærið og reka fóllk vegna "rangra" skoðanna fyrst og fremst. Slíka yfirmenn á að henda út hið snarasta og það í hafsauga.

Og varðandi það að ég eigi ekki að segja frá svona því það sé til þess fallið að skapa hatur og óhamingju, þá er þetta hlutur sem alls ekki á að þaga yfir, þegar menn misbeita valdi sínu til skoðanakúgunar. Þögnin yfir svona er besti vinur McCarthy-ista sem stunda þetta. Finnst þér virkilega að það eigi að þegja yfir svona framferði?

Ég er allavega foxillur yfir þessu.

AK-72, 11.10.2008 kl. 15:29

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ef þetta er rétt og satt á að láta fjölmiðla í málið.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.10.2008 kl. 17:16

8 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fundið fyrir neinu, ennþá. Það á eflaust eftir að breytast ef maður trúir því sem manni er sagt. Nú ganga í garð erfiðir tímar glymur í hausnum á manni úr öllum áttum, en við eigum bjarta framtíð er alltaf hnýtt við í lokin eftir dómsdagsspárnar.

Ég vill ekki kenna neinum um því þetta er flókið mál, mér finnst barnalegt að halda því fram að handfylli af mönnum, þ.e. útrásarstrákarnir okkar séu um að kenna. Hér hefur heil þjóð gengið af göflunum í sukki og óhófi. Það eru þeir sem keyptu jeppa án þess að hafa efni á honum, þeir sem þurftu að stækka við sig húsnæði, án þess að hafa efni á því sem eru að væla hvað mest nú þegar þessi hreinsun á sér stað. Hvar var fjármálaeftirlitið? Ég hef það frá fyrstu hendi að það var bara alls ekki í stakk búið að eiga við þessi skrímsli sem bankarnir bvoru orðnir. Af hverju? Komon þú þarft ekki nema líta á hvar þeir eru til húsa, fyrir ofan Quznos. Say no more nudge nudge. Hver ber ábyrgð, ábyrgð verandi lykilorðið, á eftirlitinu... svona mætti lengi telja. Ég er þeirrar skoðunar að við getum ekki verið að benda á einhverja fáa, það tóku ALLIR þátt í þessu rugli, sumir vissu bara ekki betur og hinir græddu á þeim. En það sem við getum gert er að brjóta Íslenska hefð og draga fólk til ábyrgðar!

Ábyrgð! Útrásarstrákarnir okkar borguðu sér þvílíkar upphæðir í laun að sumir komust inn á lista yfir ríkustu menn heims... Aðrir urðu bara menn ársins. Þegar þeir voru gagnrýndir fyrir, fengum við að heyra hversu gríðalega ábyrgð þessir pésar báru. Hvar er þessi ábyrgð núna?
Þeir eru búnir að fá greitt fyrir að bera ábyrgð, nú er komið að skuldadögum!

Það þarf að endurhanna stjórnkerfið, Íslenskt "lýðræði" er löngu hætt að virka, flokkapólitík og valdabrölt er búið að kosta okkur allt of mikið. s.b. Ruglið í Ráðhúsinu. Allt of mikið að fólki á þingi í dag sem hefur aldrei migið í saltan sjó og er ekki í neinum tengslum við okkur, fólkið sem borgar launin þeirra. Einhverjir einfeldingar sem koma beint úr föðurhúsunum eða beint úr háskólapólitík inn á þing. Það þarf að reka þau öll með tölu.

Setja saman vinnuhóp sem samanstendur af heimspekingum og listamönnum, nesta þau upp og láta þau labba laugarveginn og koma ekki heim fyrr en þau eru tilbúin með nýtt stjórnarskipulag.

Lifið heil ágætu landar.
Herbert Sveinbjörnsson 

Hebbi (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:22

9 identicon

Djöfull trúi ég Sjálfstæðismönnum til þess að haga sér svona. Þetta eru mennirnir sem akitera fyrir frelsi en bara frelsi síns sjálfs og vina sinna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hreiðrað um sig í öllu stjórnkerfinu og hagar sér virkilega ógeðslega. Þetta er spillingarflokkur nr. 1 á Íslandi og þeir sem ekki sjá það eru blindir á báðum.

Valsól (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:38

10 Smámynd: Neddi

Það er greinilegt að hinn viti borni maður er ekki að skilja hvað þessi bloggfærsla er um. Þetta snýst ekki um það að bankamenn séu að missa vinnuna. Það var óhjákvæmilegt. Þetta snýst um það að verið er að nota tækifærið til að losna við menn með rangar skoðanir. Menn sem að eru erfiðir því þeir voga sér að leita réttar síns og vilja að lögbundin réttindi séu virt.

Það að bankamálaráðherra sé Samfylkingarmaður kemur þessu ekki við. það er ekki hann sem að fer í bankana og handtýnir þá sem að eru látnir fara. Það eru yfirmenn í bankanum sem að gera það. Og þeir fara líklega eftir fyrirmælum þeirra sem að sjá um rekstur bankanna í dag, þ.e. skilanefndar. Hvernig eru pólitískar skoðanir þeirra sem að sitja í skilanefndunum? 

Auðvitað eiga byggingaverkamenn um sárt að binda um þessar mundir eins og reyndar öll þjóðin. En við meigum ekki gleyma því að stór hluti af þeim byggingarverkamönnum sem að hafa misst vinnuna undanfarið eru erlendir verkamenn sem að hafa haldið heim á leið eftir að fór að harðna á dalnum eins og við var búist. Þess vegna hefur atvinnuleysi hér á landi ekki farið á flug í öllum þessum hremmingum.

Reyndar hef ég verið að heyra sögur af örvæntingarfullum útlendingum sem hingað komu til að vinna og sendu allt sitt lausafé heim til fjölskyldnanna. Þessir menn eiga svo ekki fyrir flugmiðanum heim núna, hafa jafnvel ekki rétt á bótum og reyna nú hvað sem er til að öngla saman fyrir flugmiðanum. Það er náttúrulega skelfilegt að þetta skuli vera að gerast hér í dag.

Neddi, 12.10.2008 kl. 10:19

11 Smámynd: AK-72

Vel mætl Hebbi, vel mælt.

Jurgen: ég tel það engan veginn sæmandi að fólk sé rekið eða "hreinsað" í burtu vegna pólitískra skoðana. Það er til heiðarlegt og vammlaust fólk sem er andstætt manni sjálfum í pólitík og þó að það hafi ólíka skoðun á því hvernig á að gera hlutina, þá er það yfirleitt sami kjarninn, það vill gera landið að góðu samfélagi. Aftur á móti er það fláráða, spillta fólki sem misnotar vald sitt, sem á að losa sig við úr kerfinu og m.a. þessir yfirmenn hjá LÍ, sem eru að misnota vald sitt .

HVBM: Þú mátt kalla þetta tilfinningaklám ef þú vilt, en ekki er það ætlun mín, heldur er ég reiður yfir því að samviskualusir óþokkar með standpínu yfir valdi sínu, skuli notfæra sér þessar hörmungar til að refsa fólki fyrir skoðanir þess með brottrekstri. Er það ásættanlegt að þínu mati?

Ég held svo að þeir brottreknu muni ekki eiga létt verk fyrir hendi að fá vinnu út á menntun sína, nema þá helst verkfræðingar. Það verður nefnilega offramboð af hagfræðingum, viðskiptafræðingum og lögfræðingum, ekki bara hér heldur einnig annars staðar í heiminum. Ef þetta fólk hefur ekki annan bakgrunn t.d. iðnnám, þá verður það að kyngja stolti sínu og taka því sem býðst. 

AK-72, 12.10.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123082

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband