Hversvegna fer ég út að mótmæla stjórnvöldum?

Fyrir nokkrum vikum síðan þá byrjaði góður vinur minn að mæta á fullu að mótmæla, með fjölskyldu sinni. Ástæðan fyrir því að hann loksins kom, var að honum var tilkynnt um uppsögn í miðju fæðingarorlofi, af vinnuveitenda sínum RÚV. Það vantaði víst fyrir bensíni á jeppann hans Páls Magnússonar. Miðað við aðstæður hans og fjölskyldu þá má reikna með að framtíðin hér á landi verði mjög erfið fyrir þau, þar sem ætlunin er að gera ekkert varðandi verðtrygginguna og stefnan virðist vera á að keyra heimilin í þrot, ólíkt auðmönnnunum sem fá að halda sínum eigum og kaupa á gjafverði aftur.

En þetta er ekki sá eini sem er að lenda í erfiðleikum úr mínum vina- og fjölskylduhópi. Margir eru að taka á launaskerðingu, miklar hækkanir lána og uppsagnir í sama pakkann. Annar vinur minn stendur í þeim sporum að hann er nýbúinn með nám, var byrjaður að búast við því að geta lifað þokkalegu lífi loksisn með sína fimm manna fjölskyldu í íbúð sem hæfði þeim. Staðan í dag er sú, að hann hefur vinnu fram á vor, verðtryggingin sér til þess að það gæti farið svo að heimili hans er í hættu og ekkert hefur verið gert sem gæti aðstoða hann í þessum erfiðleikum, aðeins frestun skulda á meðan auðmenn, bankamenn og stjórnmálamenn fá sínar felldar niður. Nú í dag er fjölsklyda hans ásamt mjög mörgum af mínum vinum að hugsa um að flytja úr landi til frambúðar og einnig ég sjálfur.

Þessi tvö ofangreind dæmi eru aðeins brot af því sem gengur á hjá mér og mínum, en við eigum ýmislegt sameiginlegt þegar kemur að því hversvegna við mætum niður á Austurvöll og tökum virkan þátt í baráttunni þar sem og annars staðar. Við erum sammála um að samfélagssáttmálinn hafi verið rofin, okkar traust og trú á þá sem áttu að vernda almenning er dautt, traustið var myrt af auðmönnunum, bankamönnunum, embættismönnum og stjórnmálamönnunum. Við viljum breytingar, við viljum réttlæti, og við viljum að menn axli ábyrgð. En hefur það verið gert?

Ef við lítum yfir síðustu mánuði, þá virðist aðeins að menn hafi sætt ábyrgð í Kaupþingi og örfáir aðilar í Landsbankanum og látnir taka pokann sinn auk örfárra hluta í viðbót sem snúa að bönkunum. En þeir sem bera höfuðábyrgð gagnvart almenning, þeir sem áttu að hugsa um að vernda okkur fyrir óheiðarleika og tryggja að þjóðin nyti verndar, tellja það nægja að slíkt sé aðeins gert í kosningum og flokksdindlarnir sem settir voru fullkomlega vanhæfir í embætti, eigi að njóta verndar þrátt fyrir öll sín afglöp og jafnvel vísvitandi skaðleg athæfi.

Skoðum nú dæmin sem snúa að stjórnsýslunni, þingi og ríkistjórn frá því að ég skrifaði færsluna Tveir mánuðir af ábyrgðarleysi í desember. 

  •  Stjórnendur FME sem áttu að fylgjast með og skoða hvort eitthvað óeðlilegt hafi veirð í gangi, sitja enn þrátt fyrir að hafa brugðist öllum skyldum sínum. Hafa ekki þurft að sýna ábyrgð, heldur fengið aukin völd.
  • Þingmaður sem sat í stjórn Glitnis Sjóða, situr enn, þrátt fyrir að það hafi verið ýmislegt vafasamt þar. Grunur um að 11 milljörðum hafi verið dælt í Sjóð 9 til að bjarga honum, hefur ekki enn veirð afsannaður.
  • Ráðuneytstjóri sem grunaður er um að hafa nýtt sér upplýsingar, til að losa sig við hlutabréf í Landsbankanum, situr sem fastast og hefur yfirlýst traust ráðherra. Engin rannsókn hefur farið fram á athæfi hans, heldur er slegið skjaldborg í kringum hann.
  • Seðlabankastjóri gasprar og lætur allskonar rugl út úr sér í viðtölum sem valda titringi á alþjóðavísu og er hugsanelg orsök að þriðji bankinn fór í þrot. Enga ábyrgð hefur viðkomandi þurft að sýna heldur fær að sitja sem fastast ásamt vanhæfri stjórn Seðlabankans, sem hefur tekið stórskaðlegar ákvarðanir á borð við hringl með stýrivaxtahækkanir, lækkaða bindiskylda til handa bönkunum og fleira sem hefur átt sinn þátt í að skapa aðstæður fyrir þetta þjóðargjaldþrot.
  • Ráðherrar sem virtust hafa haft pata af og vitað um hvert stefndi, sitja sem fastast og vilja ekki víkja. Ábyrgð þeirra felst nefnilega í því að fá launaseðilinn en ekki að víkja til að leyfa hæfari mönnum og ótengdum mistökunum að taka við.
  • Þingmenn sem áttu að veita ráðherrum aðhald, sinna eftirliti og setja lög til varnar því að svona færi, brugðust algjörlega og létu flokksskírteinið og ráðherraræðið vísa sér leið. Enginn þeirra hefur sýnt manndóm og sagt af sér.

Nú rúmum einum og hálfum mánuði seinna hefur ekkert gerst innan stjórnmálanna stjórnsýslunnar í átt til ábyrgðar, heldur er aðeins ríghaldið í valdið og reynt að verja þá sem axla ættu hana, með öllum ráðum. En meira hefur komið upp á yfirborðið sem sýnir manni það, að við búum frekar í Dýrabæ eða undir stjórnvöl fólks sem skilur ekki að almenningur borði ekki kökur, þegar brauðið er búið. Tökum nokkur dæmi:

  • Byrjað var að vara við efnahagshruninu fyrri part síðasta árs en það hundsað af ráðamönnum sem fengið höfðu skýrslu hagfræðingsins Buiters í hendurnar.
  •  St. Jósefs-spítali er lagður niður og ætlunin er að flytja hann til Reykjanesbæjar, þar sem fyrsta skref í einakvinavæðingu heilbrigðiskerfsins verður sett af stað. Við skurðborðin þar bíða auðmenn eftir þessari nýju tekjulind í boði ríkistjórnar.
  • Við niðurskurð á fjárlögum er gengið nálægt ýmislegri grunnþjónustu. Á sama tíma er aukið fé til stjórnmálaflokkana og haldið áfram að dæla peningum í gæluverkefni á við hátæknisjúkrahús sem ekki er sjáanlegt að verði hægt að reka nokkurn tímann.
  • Eftirlaun þingmanna var örlítið breytt en samt er enn viðhaldið mismunun í kerfinu, af þeim sömu og settu eftirlaunakerfi þingmanna á.
  • Neitað er að taka upp hátekjuskatt eða grípa til aðgerða gegn auðmönnum sem hafa með svívirðlegu framferði sínu, átt sinn þátt í efnahagshruninu.
  • Eftir stórar yfirlýsingar um að farið yrði í máli við breska ríkið vegna hryðjuverkalaganna, hættir íslenska ríkið við og talar um að það svari ekki kostnaði, sem nær rétt svo að fara yfir framlag ríkisins til stjórnmalaflokka.
  • Skýrslur endurskoðenda um bankanna fyrir FME, eru ekki birtar heldur farið með sem leyniskjöl.
  • Seðlabankastjóri segist opinberlega, vita hversvegna hryðjuverkalögin voru sett en þegar gengið er að honum, þá ber hann fyrir sig bankaleynd og fær að sleppa undan því að svara.
  • Eftir fögur orð um að erlendir aðilar myndu sjá um rannsókn á hruninu svo niðurstaðan verði trúverðug, er skyndilega kvæðum vent í kross og innlendir aðilar látnir sjá um rannsókn og hvítþvottanefnd sett á laggirnar. Tengsl viðskiptalífs og stjórnmálalflokka á ekki að rannsaka.

Þetta er bara hluti af því sem manni hefur flogið í hug um hluti sem eru í gangi í kerfinu. Ýmislegt fleira er hægt að taka til en þessi dæmi næjga til áminningar um ástæður til að mótmæla stjórnvöldum. Í dag eru það nefnilega þau sem standa í vegi fyrir réttlæti og ábyrgð, því þau hafa sett sig í veg fyrir það að eitthvað sé gert í átt til þess að menn axli ábyrgð, lögum verði komið yfir menn, eignir auðmanna verði frystar og hafa velt skaðanum yfir á alemnning fyrst og fremst, ekki stjórnmálastéttina, auðmannastéttina og aðra þá sem bera ábyrgð.

Hversvegna fer ég út að mótmæla stjórnvöldum? Svarið er einfalt: öll þessi upptalning gerir það því mér og mínu fólki ofbýður allt þetta. Þó mótmæli ég það fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, því að ef ég stend ekki upp og reyni að gera mitt til að breyta í átt til réttlætis, ábyrgðar og endursköpun trausts sem getur ekki orðið án fyrrgreindra þátta, þá get ég ekki horfst i augun við sjálfan mig í spegli.

Og ef það tekst ekki, þá reyndi ég þó að hafa áhrif og brást því ekki sjálfum mér eða vinum mínum sem manneskja. Auk þess hef ég aðra valkosti ef krafan um breytingar mistekts, til að sýna skoðun mína á því rotna samfélagi sem við búum í.

Icelandair, Iceland Express eða Norræna, aðra leið.

 

 

 


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill,

En ég er alveg sammála þér, ég held að margir hverjir séu orðnir verulega þreyttir á ástandinu heima og því lausnin að flytja til annars lands. Sjálfur bý ég í Danmörku og ég er ekki á leiðinni heim ef ástandið heldur svona áfram.
Ég hef heyrt samskonar hljóð í öðrum Íslendingum sem búa hérna, fólki finnst einfaldlega ekki þess vert að búa á Íslandi lengur.

Á Íslandi þarf unga fólkið að klóra sig útúr vandræðum sem aðrir sköpuðu, get ekki séð að það sé réttlátt.

Ég vill að risaeðlunum í ríkisstjórn verði fleygt burt.

Sölvi Guðbrandsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:38

2 identicon

Er algjörlega sammála þér.

Orðatiltækið " Greiddar skuldir eru glatað fé " er svo sannanlega komið í sinni réttu mynd núna.

Er er með bíl á íslensku láni 1,1 milljón og taldi mig vera að reyna að vera varkár. hef borgað í 1 ár 440 þúsund, en lánið er núna í 1,28 milljónir vegna verðbólgu. hvert fóru afborganirnar ??

Ætti ekki lánið að greiðast niður en ekki fara upp, það hélt ég ?? 

Það er eitthvað peningasvarthol í gangi sem enginn nema þeir sem græða skilja !!!!!! 

Er verulega vondur yfir þessu og skil ekki hlutina á bakvið þetta rugl.

Er búinn að setja íbúð á sölu og ef fyrir " Slysni " selst er ég farinn út samdægurs, bý í blokkaríbúð

svo á aðeins meiri möguelika heldur en dýrt einbýlishús á að selja. " VONANDI " 

Þorgeir R Valsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: Geimveran

Heyr heyr félagi!

Við eigum að mótmæla óréttlæti hvar sem við sjáum það.

Það er borgaraleg skylda okkar!

Hvort sem það er óréttlæti á hendur eins eða fárra eins og einelti í skóla eða óréttlæti á hendur stórra hópa eins og kynþáttamisrétti eða það að rústa landinu okkur og sýna enga iðrun.

Ef við virkilega getum litið í hina áttina þegar við sjáum slæma hluti gerast þá eigum við ekki skilið að vera þegnar í samfélagi manna.

Geimveran, 24.1.2009 kl. 21:02

4 Smámynd: Neddi

Ólíkt svo mörgum öðrum hugsum við ekki bara um eigið rassgat og því förum við og mótmælum óréttlætinu.

Neddi, 24.1.2009 kl. 22:00

5 identicon

Takk fyrir athyglisverðan og magnaðan pistil.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir frábæran pistil. Sammála hverju orði.

Ég bý erlendis. Eftir hrun vildi ég ekkert meira en að koma heim og taka þátt í endurbyggingunni, en fjórum mánuðum síðar sé ég ennþá engar breytingar, svo ég held bara áfram að rolast hérna í útlandinu. Ef einhver kemur hingað til Hollands er sá eða sú velkomin í kaffi.

Villi Asgeirsson, 25.1.2009 kl. 05:17

7 identicon

Krafan um afsögn ríkisstjórnar, stjórn FME og Seðlabanka er orðin svolítið þreytt.  Af hverju er aldrei krafist í mótmælum að fjárglæframenn og auðmenn verði sóttir til saka? 

Eru mótmælendur virkilega að slá skjaldborg um auðmenn og fjárglæframenn?

Vinur þeirra smáu (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband