Hvað var fyrrum bankaráðsmaður Landsbankans að gera í stjórn FME????

Ég er ekki vanur að blogga stuttar færslur við fréttir, en ég verð að vekja athygli á þessu. Kjartan Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrum stjórnarmaður í bankaráði Landsbanka Íslands, þegar sá var í eigu Björgúlfana, var varamaður í stjórn FME. Hvað var hann að gera þar? Hver skipaði hann þarna? Hvaða upplýsingar hafði hann aðgang að? Eru þetta ekki greinilegir hagsmuna-árekstrar? Sátu bankaráðsmenn úr öðrum bönkum í stjórn FME?

Og svona í leiðinni, hvers vegna á Jónas að fá yfir 20 milljóna kr. starfslokasamning? 

Svör óskast.


mbl.is Jónas hættir 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha þetta er bara lýsandi dæmi um hvernig sjálfstektin grefur um sig í öllum kimum þjóðlífsins.. krumlan heldur fast !!

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 19:32

2 identicon

Þetta heitir siðblinda og er frekar regla en undantekning í embættismannakerfinu á Íslandi.  Þetta lýðst hvergi annarsstaðar í heiminum.   Ég held að á síðustu dögum séum við Íslendingar komnir framúr Simbabwe í spillingarmálum og þannig orðið spiltasta land í heimi, án tillits til höfðatölu. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er ekki fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Fyrir síðuritara vill svo til að þetta er alnafni hans. Upphrópanirnar eru því eiginlega bara ...???

Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: AK-72

....bull í mér ef rétt reynist, Haukur.

Maður er bara svo vanur klíkuskap hinna innmúruðu og innvígðu, að eins og íslenskt samfélag er, þá dettur manni ekki til hugar um að neinn annan sé að ræða en Kjartan hin eina og sanna.

Veistu annars eitthvað meir um þennan nafna hans, svona til staðfestingar?

AK-72, 25.1.2009 kl. 21:26

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér fannst Haukur ekkert skemmtilegur núna .. hitt var miklu skemmtilegra..

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 21:55

6 identicon

Er ekki Jónas að fá SKAMMAR _VERÐ_ LAUN ?

Spillingin er svo ókapleg að ég segi eins og Pálmi í Spaugstofunni :Það væri gott að vera smáhorn í Danmörku !

Íslendingur getur ekki verið stoltur af þassu .

Kristín (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:07

7 Smámynd: AK-72

Já, Óskar. Haukur er bara ekkert skemmtielgur núna enda er ég búinn að berja hausnum aðeins í vegginn fyrir að vera svona fljótfær og taka smá "fact check" áður. Áminning til manns, um að gera það næst.

Hitt hefði þó verið mun skemmtilegar ef rétt hefði reynst, og meir í átt við hvernig stjórnkerfið og allt sem komið hefur í ljós síðustu mánuði. Allt það versta hefur renst satt, klíkuskapurinn veirð mun verri en maður bjóst við og samsæriskenningar hafa reynst sannleikur.

AK-72, 25.1.2009 kl. 22:22

8 identicon

Eru þetta ekki bara lög. Eftir ákveðinn tíma í starfi hjá því openbera, eiga menn rétt á svokölluðum biðlaunum í einhverja x mánuði. Þessi lög má að ósekju endurskoða.

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:23

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ef ég man rétt er þetta sami Kjartan Gunnarsson (rauðhaus) og var í Fjárfestingarfélaginu fyrir mörgum árum. Mig minnir að hann sé viðskiptafræðingur.

Ég hefði svo sem líka verið til í að velta mér með ykkur upp úr samsærinu og biðst áfsökunar á því að vera partýspillir.

Haukur Nikulásson, 26.1.2009 kl. 00:35

10 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Ég veit það frá innsta hring að nánast allir núverandi starfsmenn FME hafa sótt um hjá bönkunum og fjölmargir fyrrverandi starfsmenn FME hafa verið og voru ráðnir til bankanna á sínum tíma - eitthvað sem hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt. Hvernig er hægt að ætlast til þess að starfsmaður rannsaki eitthvað hugsanlega ólöglegt hjá aðila sem þessi sami starfsmaður er með atvinnuumsókn hjá?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 26.1.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 123042

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband