Tillögur "þingmanna-arms" séð með sjónarhóli fyrrum félagsmanns XO

Þegar ég gekk út úr Borgarahreyfingunni eftir hið illræmda bréf Margrét Tryggva, þá kvaddi ég með þeim orðum að byltingin hefði ekki étið börnin sín, börnin hefðu étið byltinguna. Þessi orð komu mér aftur upp í huga þegar ég las tillögur svokallaðs "þingmanna-arms" í hreyfingunni, um framtíðarskipulag Borgarahreyfingarinnar. Ég varð nefnilega undrandi á þeim og eiginlega fannst talsvert í þeim furðulegt og jafnvel ólýðræðislegt líkt og ég orðaði í athugasemd á síðu Gunnars Waage, eins af höfundum þessa plaggs. Reyndar fór það ekki vel í Gunnar því hann í snarhasti lokaði fyrir athugasemdir, sagði að þetta yrði rætt bara á laugardaginn og eyddi svo öllum framkomnum athugasemdum um þessar tillögur. Greinilega ekki mikið gefinn fyrir opnar umræður eða gagnrýni, nokkuð sem fær mig til að skrifa eftirfarandi athugasemdir hér á bloggið mitt.

Nú ætla ég ekki að neita því að það má finna ágæta punkta í þessum tillögum og held að reynsla manns af því hvernig farið hefur fyrir Borgarahreyfingunni að þegar á reyndi, að skipulagið vantaði og strúktur og valddreifing var ekki nákvæmlega útfærð auk þess sem þingmennirnir byrjuðu að haga sér eins og ríki í ríkinu að manni fannst, þ.e. hundsuðu félagsmenn og töldu að grasrótin væru þjónar sínar en ekki að þeir væru þjónar grasrótarinnar og fóru eftir samþykktum félagsfunds eftir hentisemi sv sem að stofna sérfélag um þingflokkinn í andstöðu við samþykkt félagsfunds. Þetta háttalag átti sinn þátt í erjum þeimsem geisað hafa en nóg um það enda tillögurnar aðalmálið.

Nú veit ég ekki hvernig þessar tillögur voru samsettar eða hvernig menn unnu þetta en þær finnst mér bera vott um að annarsvegar að þær séu settar fram ekki endilega í besta hug, þ.e. að reiðin yfir því að einhverjir aðrir hafi boðið sig fram eða komið með skipulag sem ekki er þóknanlegt þinghópnum, hafi látið fólk teyma sig út í fen þarna og ekki horft til aðvörunarorða sem beint var til Björgvins G. um daginn: Fólk á ekki að semja lög í reiði. Þo gæti verið asi þar á ferð því ég á erfitt með að trúa að vissir einstaklingar sem þarna eru, séu að gera þetta af slíkum hug.

En hvað með það, það sem ég sé stórlega að þessu er hvernig framsetningin er á öllum valdastrúktúr og valddreifingu. Fyrir það fyrsta þá er valdastrúkturinn þannig að þinghópurinn stendur einn og sér fyrir utan allt nema að hann á að fylgja eftir stefnunni og mæta á fund einu sinni í mánuði. Fyrir það fær hann fastafulltrúa í stjórninni hjá hreyfingunni sem virðist eiga fyrst og fremst að vera kaffidrykkjuklúbbur nema að þeir tveir vinsælustu fá að gera það í tvö ár samfleytt og tveir óvinsælli stjórnarmenn þurfa að rölta út og hleypa öðrum að, og með það eina hlutverk að ráða framkvæmdastjóra og tala um hvort hann sé að standa sig í vinnuni eða ekki. Þetta geldir eiginelga algjörlega tilgang þess að hafa stjórn því stjórn í öllum hreyfingum, félögum og flokkum hefur nefnilega ávallt þann tilgang að sjá um ákvarðanatökur í umboð félagsmana um hluti sem þarf ekki að  boða til sérstakra félagsfunda um og er nokkurskonar framlenging á grasrót hreyfinga. 

En það sem er einng athyglisvert og umhugsunarvert eru völd framkvæmdastjóra. Þau eru nefnilega gríðarleg völd fyrir eina manneskju og í raun virka eins og forstjóri fyrirtækis í besta falli eða eiginlega sem algjör einræðisherra yfir starfi hans. Hann hefur allan rekstur í höndum sér, hann þarf bara að skila tillögum að fjárhagsáætlun til stjórnar sem hún samþykkir og ber ábyrgð á EN stjórnin má samt ekki taka neinar fjárhagslegar ákvarðanir aðrar. Það er jú framkvæmdastjjórinn sem hefur allt það á sinni könnu. Hann ræður algjörlega yfir grasrótarstarfinu og hefur það í hendi sér hverjir fá framgengt að koma af stað vinnu í málum eða öðru og í raun er enginn hemill á honum þar sem ef stjórnin getur ekki komist að niðurstöðu um störf hans þá getur það dregist á langinn að sparka honum. Stjórnin þarf nefnilega að ræða sig á niðurstöðu og ef hún getur það ekki á einum fundi þá er ákvörðunartöku frestað þar til á næsta fundi.

Framkvæmdastjórinn er einnig talsmaður hreyfingarinnar út á við en það sem er einnig athyglisvert að samkvæmt þessu er framkvæmdastjórinn eini maðurinn sem má ekki greiða atkvæði um neitt innan hreyfingarinnar, ólíkt öðrum íbúum landsins sem virðast allir eiga geta tölt inn al landsfund og lagt jafnvel hreyfinguna niður ef þeim sýnist. Sé fyrir mér Framsóknarflokkinn smala 300 Pólverjum á landsfund og segja bara hreint út:"Njet XO" 

En já landsfundurinn og allt það er líka skrítið allt. Þar virðist nefnilega vera eini vettvangur grasrótarinnar til að hafa áhrif á starf allt, stefnu og samþykktir. Jú, grasrótin má hitta þingmenn einu sinni í mánuði en þeir eru ekki bundnir því að hlusta á grasrótina, hvað þá að hitta hana meira en þörf krefur líkt og sumarið eftir kosningar og svo fundur sem ég kom sem gestur á nýverið eftir brotthvarf mitt úr hreyfingunni. Grasrótin getur svo sem unnið að ýmsu starfi, stundað kjaftagang og fengið að vera með en hún hefur bara þessi völd: mæta á landsfund, breyta samþykktum og leggja niður hreyfinguna. Að öðru leyti, ekkert, nada, nothing. Hún getur svo sem reynt að knýja fram auka-landsfund, þ.e.a.s. ef tveir í stjórninni meika ekki að taka ákvörðun um hvort framkvæmdastjórinn sé slæmur í starfi en nota bene, til þess þarf 7% af KJÓSENDUM hreyfingarinnar eða um 1000 manns miðað við kosningar. Það eru fleiri en skráðir eru í hreyfinguna sem eru víst um 600 sem leiðir mig að öðru atriði sem er fáránlegt í augum mínum.

Það á að hætta að halda félagatal sérstaklega....öhm, hætta að halda félagatal? Hvernig geta menn þekkt styrk hennar? Hvernig geta menn virkjað innra starf almennilega án vissu um fjölda félagsmanna? Hvernig geta menn fengið félagsmenn? Að kasta félagatalinu er glapræði þegar kemur að innra starfi grasrótar ef þú ætlar að reyna að virkja fólk því þá ertu bara með einvherja örfáa í kollinum en enga vissu um hverjir hafa áhuga á að starfa innan hreyfingarinnar. Það gæti þó verið skiljanlegt að það skipti engu máli svo sem lengur ef grasrót er hvort sem er ætlað að vera einhver klappkór fyrir þinghópinn sem er efst á valdapýramídanum en virðist ekki geta veitt honum aðhald á neinn hátt, hvað þá stjórninni sem þinghópurinn getur auðveldlega drottnað yfir ef þeirra fólk nær tökum þar.

Einhvernveginn finnst mér þegar litið er yfir þessar tillögur að þær skapi fleiri vandamál en þær eiga að leysa, búi til erfiðan grundvöll þegar kemur að því að hlúa að innra starfi og færir völdin yfir á hendur of fárra og jafnvel opnar fyrir hálfgert einræði eins manns sem hefur einnig peningamálin á sinni könnu. Ég get svo engan veginn séð að þetta leysi vandamál Borgarahreyfingarinnar sem eru ekki bara skipulagsmál og samstarfsörðugleikar milli þinghóps, stjórnar og grasrótar heldur muni eingöngu auka þau vandamál og gera allt starf verra þrátt fyrir að þarna megi finna ljósa punkta(renni e.t.v. síðar yfir þá) sem yfirskyggðir eru af þessum stóru göllum.

Ég held að þessi lagabreyting yrði hreyfingunni að aldurstilla og ég held að það sé betri grundvöllur til að skapa sterkari hreyfingu sé út frá tillögum þeim sem málefnahópur hefur verið að hnoða saman í allt sumar. Svo játa ég að það vekur eiginlega virkilega furðu að sjá sum nöfn á bak við þessa tillögu, þó sérstaklega Heimssýnar-hjónakornin Gunnar og Lísu sem hafa svoleiðsi djöflast á öllum þeim með allskonar aðfinnslum og skítkasti, þeim sem dirfast til að lýsa óánægju sinni með þinghópinn og sérstaklega gegn því fólki sem tilheyrir 12-menningunum sem ég hef haft reynslu af því að vinna með sumum hverjum. Sjálfur hef ég ekkert yfir þeim 12-menningum(eða þeim sem ég þekki þar) að kvarta og vona innilega að þau nái ásamt öðru ágætu fólki(allavega Baldvin þinghópsmegin og svo þeir sem eru á milli) að rífa hreyfinguna upp úr því að verða mestu stjórnmálamistök íslenskrar sögu(fyrir utan Davíð Oddson) og gera hana að því sem stefnt var að: heiðarlega hreyfingu sem ætlaði að breyta hlutunum. Stórt til orða tekið en því mður satt þar sem líklegt er að hryllingurinn sem gengið hefur yfir hreyfinguna með rýtingasetti Björns Inga, hefur líkklegast skilað því að lítil framboð munu eiga erfitt uppdráttar næstu 30-50 árin.

Hvað varðar þessar tillögur í heild sinni, þá lýsi ég frati á þær sem fyrrum Borgarahreyfingarmaður og tel þær einfaldlega stórgallaðar og jafnvel stórhættulegar lýðræði innan hreyfingarinar.


mbl.is Borgarahreyfingin sem grasrótarafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Tek undir hvert einasta orð!

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 10.9.2009 kl. 01:39

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Æ, en leiðinlegt. En við erum greinilega í grunninn ósammála um það að hreyfingin eigi að hafa eitthvað boðvald yfir þingmönnunum, það finnst mér ekki.

Mánaðarlegur fundur með grasrótinni að lágmarki er hins vegar í hugmyndinni mikið meira en bara "að leyfa grasrótinni að stunda kjaftagang". Sterk samskipti við grasrótina eru til þess að styrkja tengslin og auka líkurnar á því að stefnumál beggja aðila, séu áfram á svipuðum nótum.

Ég kom líka að gerð hinna tillagnanna að samþykktum sem liggja fyrir landsfundi. Þær eru mjög lýðræðislegar, en algerlega enn einn stjórnamálaflokkurinn fyrir utan það eitt að hreyfingin ætli að leggja sig niður. Eftir að hafa velt því mikið fyrir mér finnst mér hættan á því að landsfundur einfaldlega hætti einhvern tímann við það að leggja sig niður of mikil og vildi því taka þátt í að koma fram með aðrar einfaldari tillögur.

Ósammála þér með framkvæmdastjórann líka, hugmyndin er einmitt að hann hafi ekkert vald í raun, bara mikla ábyrgð og bregðist hann henni er fljótlegt og auðvelt að einfaldlega reka hann.

Baldvin Jónsson, 10.9.2009 kl. 01:40

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

En já, svona ps. Þetta var unnið á stuttum tíma, það er rétt hjá þér. En byggt á hugmyndum að stórum hluta frá Daða, sem eru búnar að vera lengi í mótun.

Baldvin Jónsson, 10.9.2009 kl. 01:42

4 Smámynd: AK-72

Ein athugasemd frá mér og það er varðandi blogg Gunnars Waage. Hann hefur opnað fyrir athugasemdir aftur svo það sé komið á hreint. Skil ekki hversvegna hann lokaði en það er hans mál.

Svara öðru síðar, þarf að sofa aðeins á þessu Baldvín áður en ég svara þér. Maður þarf víst að vinna á morgun.

AK-72, 10.9.2009 kl. 01:45

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hlakka ekki til landsfundarins á laugardaginn kemur, ég hef ekki blandað mér í erjur armanna tveggja.  Ég ætla samt að mæta á landsfundinn og skoða vel minn hug til Borgarahreyfingarinnar, og hvort ég segi mig úr henni eftir landsfundinn.  Ég þoli ekki rifrildi, og erjur.  Ég vil að fólk sem málefnalegt og heiðarlegt og segi sína meiningu alltaf.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.9.2009 kl. 01:48

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Aggi, endilega gagnrýndu líka hér: http://www.borgarahreyfingin.is/2009/09/09/fleiri-tillogur-a%c3%b0-sam%c3%beykktum-borgarahreyfingarinnar/

Jóna Kolbrún, ég er ekki í örmum neins nema vonandi frúarinnar fljótlega (ef ég fer að asnast í bælið). Ég vil berjast fyrir því að Borgarahreyfingin sé áfram til með armana opna. Ég er hins vegar ekkert viss um að það þurfi allir þar að vera vinir til að það sé hægt. Við þurfum bara að koma á skipulagi sem að allir geta sætt sig við að starfa eftir.

Baldvin Jónsson, 10.9.2009 kl. 01:54

7 Smámynd: Dúa

Amen

Dúa, 10.9.2009 kl. 02:14

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Baldvin reit;

Ég kom líka að gerð hinna tillagnanna að samþykktum sem liggja fyrir landsfundi. Þær eru mjög lýðræðislegar, en algerlega enn einn stjórnamálaflokkurinn fyrir utan það eitt að hreyfingin ætli að leggja sig niður.

Að leggja sig niður er merkilegasta og best skilgreinda og nærtækasta markmið Borgarahreyfingarinnar úr því sem komið er. Vona að þessar samþykktir stuðli eindregið að því að það markmið náist sem fyrst. - 

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.9.2009 kl. 03:09

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Henni virðist hafa tekist það fyrr en til stóð...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 07:55

10 Smámynd: Ásthildur Jónsdóttir

Ég las þessar tillögur yfir og mér sýnist þær einna helst tryggja áframhaldandi erjur og samskiptaleysi.  Ég sé ekki hvernig hreyfingin á að vera starfhæf verði þetta samþykkt.  Þau kynna þetta sem grasrótartillögur en grasrótin hefur nákvæmlega ekkert vægi.  Hún fær bara að hitta þingmenn mánaðarlega en það er alveg óljóst hver tilgangurinn með þeim fundum á að vera. 

Ásthildur Jónsdóttir, 10.9.2009 kl. 08:22

11 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég hef oft heyrt liðsmenn borgarahreyfingarinnar hafa margt gott til málanna að leggja.

T. d. Herbert, Þór, Þráinn, Margréti.

Þessi hópur var með málflutning, gagnrýni og stefnu í einhverjum málum. Reyndar ekki öllum, sem er slæmt.

Þið hafa haldið sinni stefnu á lofti á Alþingi og í umræðunni síðan og það aigið þið að gera.

Hættið að rífast innbyrðis.  Notið lýðræðið til að ákveða ykkar leikreglur.

Greiðið atkvæði eftir ykkar skoðun stefnu og sannfæringu á Alþingi, og látið aldrei aftur hlæja að ykkur með vindhana vinnubrögðum. Í einu af fáum málum sem þið göfðuð skilgreinda stefnu, þá greidduð þið atkvæði á móti henni!  Borgarahreyfingin lagðist allt í einu á sveif með íhaldinu, kannski til að reyna ða koma sjálfstæðisflokkunum aftur til valda í íslensku samfélagi. 

Biðjið Þráinn afsökunar á meiðyrðum um hann.

Í Guðanna bænum verið þið sjálf á þingi og standið saman um hugsjónir og stefnumið.

Annars eruð þið að svíkja kjósendur ykkar, þeas enn frekar en orðið er.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.9.2009 kl. 08:36

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þennan góða pistil ég segi bara eins og Dúa; Amen enda litlu við að bæta.

Ég þekki ágætlega til grasrótarstarfs og þessar tillögur Gunnars Waage og félaga eiga afskaplega lítið skylt við þá tegund af starfsemi.

Þess vegna er nærri því brjálæðislega fyndið að þessi hópur skuli nota þetta hugtak í svo miklum mæli.

Sama með lýðræðishugsunina.

Þór Saari, Gunnar Waage og fleiri taka út athugasemdir, loka bloggum sínum, opna þau aftur sennilega eftir að hafa áttað sig á að ritskoðunartilburðir eru ekki að slá í gegn, en hugur þeirra til opinnar umræðu er ljós.

Aumingja, vesalings BH, megi hún hvíla í friði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2009 kl. 09:54

13 identicon

!!Stefnumál beggja aðila!! ?????????????????????

           'Arni Hó

'Arni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:55

14 Smámynd: AK-72

Baddi, við erum ósammála um þetta með aðhald að þingmönnum. Ég er reyndar ekki á því að það eigi að ganga það langt í aðhaldi að það brjóti gegn stjórnarskrá eða rétti þeira til skoðanafrelsis en aftur á móti þurfa þingmenn aðhald frá hreyfingunni á einn eða annan hát því þeir starfa í nafni hennar og það sem þeir gera inn á þingi, speglast yfir félagsmenn alla. Þeir þurfa að bera ábyrgð á einhvern hátt gagnvart félagsmönnum hreyfingarinnar og þeir mega ekki vera stikkfrí "wild cards" án nokkuar ábyrgðar. Það er svo mikið "gamla Ísland" að fólk geti hagað sér eins og asnar nn á þingi eða jafnvel verr, án nokkurs aðhalds eða ábyrgðar. Það sama gildir um stjórn, hún þarf aðhald frá félagsmönum

Hvað varðar svo stjórnina þá er eitt enn sem böggar mig og böggar mig mjög mikið í þessu. Stjórninni er ætlað að bera ábyrgð á fjárreiðum hreyfingarinnar án þess að hafa mikið um það að segja í því einstaklega litla og þrönga valdsviði sem hún hefur. Ég vet ekki hvernig það er með aðra en mér finsnt þetta gríðarleg ábyrgð sem er verið að fara fram á og ekki beint til þess fallið að fólk vilji taka þátt í stjórnunarstörfum. Gerum okkur grein fyrir því líka að bera ábyrgð á fjárreiðum er líka eitthvað sem getur haft saknæmar afleiðingar. 

Læt þetta nægja í bili, en tek það fram svo vegna óskar Baldvins um að tjá mig inn á heimasíðu xo um þetta, þá geri ég það ekki efitr ábeindingu um að hið minnsta í tveimur tilfellum hafi athugasemdir veirð látnar hverfa. Ég vill því frekar tjá mig hér þar sem ég hef málfrelsi til þess en ekki einvhersstaðar þar sem er stunduð ritskoðun á skoðunum andsnúnum ákveðnum aðilum. Slíkt á fátt sameiginlegt við gegnsæi og lýðræðisleg skoðanaskipti.

AK-72, 10.9.2009 kl. 10:02

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vil benda fólki á 2 atriði. Verksvið framkvæmdarstjóra er mikið en vald hans er lítið sem ekkert. Stjórn ræður hann og fylgist með verkum hans. Sé hann ekki að standa sig getur stjórn fengið utanaðkomandi aðila til að meta hæfi hans. Hann hefur ekki atkvæðarétt. Hvaða vald eruð þið að tala um.

Allir ársreikningar eru undirritaðir af stjórn. Stjórn ber í öllum tilvikum ábyrgð á fjármálum hlutafélags, félags, hreyfingar eða hvers sem er. Endurskoðandi fer yfir ársreikninga en gerir ekki breytingar - stjórn verður ALLTAF að framkvæma og bera ábyrgð á breytingum sé henni bent á að eitthvað mætti betur fara.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 10:28

16 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þarftu ekki að fara að taka afstöðu til þess hvort þú ætlir að taka þátt í þessum samtökum eða ekki? Þú talar ekki eins og maður sem er hættur í þessum samtökum.

Héðinn Björnsson, 10.9.2009 kl. 10:56

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Héðinn... spurning hvort Aggi er ekki í jafnmiklum rétti til að tjá sig um hreyfinguna eins og samfylkingarkona, sjálfstæðismaður og þjóðernisrembingskall hafa rétt til að semja samþykktir?

Heiða B. Heiðars, 10.9.2009 kl. 11:03

18 Smámynd: AK-72

Það má vel vera Héðinn, það má vel vera. Segi fyrir mitt leyti þó að neistinn hafi dáið með bréfi Margrétar Tryggva þá ber maður samt ákveðnar taugar ennþá til þessa félagsskapar og finnst aðeins sárt að horfa upp á þetta. Gat því ekki á mér setið í gær þegar ég sa þessar tillögur birtar að blanda mér inn í þetta, sérstaklega eftir að Gunnar W. skrúfaði fyrir athugasemdir.

Lísa, framkvæmdastjórinn hefur talsvert vald þó að stjórnin sem getur tekið allt að þrjá mánuði að ná fram niðurstöðu í málum miðað við tillöguna, hafi eftirltishlutverk. Hann hefur peningamálin á sinni könnu, hann sér um allt grasrótarstarf og skipulagningu þess, hann er PR-fultrúi og hefur vald til að ráða og reka mannskap og stýra allri vinnu innan hreyfingarinnar. Það ena sem hann hefur ekki er atkæðisréttur á félagsfundum eða lanfdsfundi sem virðist vera eina von grasrótar til að taka þátt. Well, excuse me, maðurinn, sérstaklega ef hann er í náðinni hjá stjórninni og þnghóp getur einfaldlega hagað sér nokkurn veginn eins og hann vill.

AK-72, 10.9.2009 kl. 11:05

19 Smámynd: Ásthildur Jónsdóttir

Lísa stjórnin hefur aðeins eitt hlutverk samkvæmt þessum tillögum og það er að meta starf framkvæmdastjóra.  Hann á að stjórna hópum og vera talsmaður þeirra út á við, ráðstafa fjármunum og sjá um öll samskipti innan hreyfingarinnar og fyrir hennar hönd.   Stjórnin ber ábyrgð á ársreikningum en hefur ekkert að segja með hvernig peningunum er ráðstafað.  Grasrótin hefur engan talsmann annan en framkvæmdastjórann og mér sýnist hún heldur ekki hafa nokkurt vægi innan hreyfingarinnar.  Mér finnst þetta vægast sagt skrýtnar tillögur, sérstaklega hvað lítið er gert úr starfi og ályktunum félagsmanna.  Hver metur hverju þarf að koma á framfæri?  Framkvæmdastjórinn?

Ásthildur Jónsdóttir, 10.9.2009 kl. 11:07

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta komment fyrir neðan er búið að fjarlæga þrisvar af heimasíðu hreyfingarinnar.

:)

Ritskoðun hjá opnu hreyfingunni...þeim er greinilega illa við að ég linki á bloggið þitt Aggi. Ætli þeim finnist þú of málefnalegur???

...svo finnst þeim væntanlega óþægilegt að ég linki á mitt blogg þar sem ég krefst svara

Heiða

10. september 2009 kl. 1.42

Þetta hérna er holl lesning

http://ak72.blog.is/blog/ak72/entry/945814/

Og svo óska ég eftir viðbrögðum við þessu:

http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/945804/

Heiða B. Heiðars, 10.9.2009 kl. 11:21

21 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

2. Framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar skal gera fjárhagsáætlun um nauðsynleg fjárútlát og

fjárskuldbindingar hreyfingarinnar á komandi almanaksári og bera undir stjórn. Tekið skal sérstaklega

fram að óheimilt er að nota fé hreyfingarinnar í nokkurs konar munað eða fríðindi.

5. Þeir sem fara með fjárreiður hreyfingarinnar skulu ávallt leita tilboða sem víðast. Öll fjárútlát ogfjárskuldbindingar, umfram upphæð sem miðast við mánaðalega húsaleigu hreyfingarinnar, þurfa

undirskrift framkvæmdastjóra og gjaldkera.

Hér má sjá að stjórn og gjaldkeri hafa einmitt það vægi og völd sem þú telur að sé ekki. Stjórn samþykkir /eða hafnar - fjárhagsáætlun ársins. Framkvæmdarstjóri vinnur að því að fara eftir þeirri áætlun. Stjórn skoðar reglulega allar fjárreiður og þarf að skrifa undir ákveðnar upphæðir (gjaldkeri). Hér er um aðgreiningu starfa að ræða sem er nauðsynleg í öllum fjárreiðum svo einn aðili geti ekki misnotað sér stöðu sína sem handhafi fjárreiða. Slíkt á einmitt að tryggja öryggi þess að fjármunum hreyfingarinnar sé varið á réttan hátt.

Þó svo það standi ekki í samþykktum þá þarf framkvæmdarstjóri væntanlega að skrifa undir starfssamning eins og venjur segja til um. Þar má setja inn ákvæði um trúnað, verklag og annað. Munið að það er stjórn sem samþykkir ráðninga framkvæmdastjóra og mun þá væntanlega ráða aðila í starfið sem hún treystir.

Traust - er lykilatriði líka!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 11:22

22 Smámynd: Heiða B. Heiðars

En hver á að sjá um ritskoðunin Lísa?

Heiða B. Heiðars, 10.9.2009 kl. 11:31

23 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Lísa það er gott of fínt að þú gerir góða grein fyrir nýju tillögunum og þær verða ræddar á landsfundinum á laugardaginn kemur 12. september. Þar munum við síðan ræða málin ýtarlega og vonandi komast að niðurstöðum um það hvað sé best fyrir hreyfinguna.

Mun alvarlegra er að svo virðist sem síða hreyfingarinnar sé ritskoðuð !

  • Hvernig er það hægt ?
  • Hver hefur tekið sér það bessaleyfi að velja og hafna ?
  • Er það ein manneskja eða er það hópur af fólki ? 

Að MBL.is fari fram á það að allir bloggarar skrifi undir sín blogg með nafni er fínt, það er það sama sem gengur yfir alla og ákvörðun sem þeir hafa tekið eftir að þeir töldu að ónafngreindir aðilar misnotuðu stöðu nafnleysis.

Að xo.is skuli ákveða að sumir megi vera á forsíðu með blogg, að sumir megi gera athugasemdir og að þeir telji það vera í sínum verkahring að gera slíkt án þess að hafa rætt það við nokkurn mann (mér vitanlega) er hræðilegt.

Það væri ákjósanlegt að þeir sem standa fyrir þessu útskýri fyrir mér og þeim sem hafa áhuga hvernig þetta stenst við það sem við viljum berjast fyrir.

Lilja Skaftadóttir, 10.9.2009 kl. 11:42

24 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég veit ekkert um neina ritskoðun Heiða. Hef ekki verið vís að ritskoðun á mínu bloggi og kem hvergi nálægt vef Borgarahreyfingarinnar ef það er það sem þú ert að reyna að spyrja um. Enda ekki félagsmaður heldur hluti þjóðarinnar sem lætur sig málefnin varða.

Hinsvega á að leysa ágreining - ef upp kemur - innan hreyfingarinnar en ekki á opinberum vettvangi þar sem það skapar hreyfinguna í heild sinni.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 11:44

25 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

átti að vera skaðar hreyfinguna ekki skapar (en hefur einmitt núna skapað henni slæmt orðspor).

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 11:45

26 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Legg til að þið spyrjið vefstjóra síðunnar - ekki mig

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 11:47

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er það ekki týpiskt fyrir fólk sem hyllist miðstýringu af því tagi sem Lísa er talsmaður fyrir að tala gegn opnum umræðum um flokka (því BH er flokkur, troðið því í pípu yðar og reykið), það sé svo skemmandi og blablabla.

Það hefur aldrei verið skemmandi að taka umræðu fyrir opnum tjöldum nema vegna þess að þeir sem halda vilja í valdið gera það sem þeir geta að láta gagnrýni fara lágt.

Svo ritskoða þeir eins og brjálæðingar.

Og ég spyr eins og Heiða, hvað með ritskoðara?

Á framkvæmdastjórinn að sjá um það?

Í stað þess að það sé á reiki eins og nú er.

Djöfull eru þetta ógeðsleg vinnubrögð og þið glataður hópur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2009 kl. 11:49

28 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég var að spyrja hver ætti að sjá um ritskoðunina samkvæmt ykkar tillögum. Þar sem einstaka vinir þínir í tillöguhópnum eru þau einu sem tök á að ritskoða núna og gera það óspart hljóta það að vera vinnubrögð sem þið aðhyllist og hljótið þar af leiðandi að gera ráð fyrir slíku "embætti"

Heiða B. Heiðars, 10.9.2009 kl. 11:50

29 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ásthildur - það kemur fram í samþykktunum að hópar sem vinna að málefnum hreyfingarinnar (grasrótin) funda beint með þingflokknum um sín málefni. Það er lýðræðislegt og á ekki að þurfa að fara í gegnum stjórn.

Stjórnarstörf eru launalaus störf og stuðla að ákveðnu aðhaldi og eftirliti sem og ákvarðanatöku. Þessi störf hljóta að þurfa að vera þess eðlis að hver sem er geti stundað þau með fullri launaðri atvinnu. Annars gætu einungis þeir sem ekki væru á almennum vinnumarkaði stundað þessi störf. Endalausar fundarsetur og stjórnun allra málefnahópa eru það viðamikið verkefni að erfitt væri að sinna þessu með öðru starfi.

Þar kemur framkvæmdastjórinn inn.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 11:53

30 Smámynd: Ásthildur Jónsdóttir

Borgarahreyfingin á einmitt að hvetja til opinnar umræðu og málefnalegrar gagnrýni Lísa.  Það var allavega það sem ég taldi mig vera að skrá mig í.  Ef ég nennti ekki að mynda mér skoðun og fyndist best að segja bara já og amen við öllu sem kemur frá þingmönnum eða forystumönnum flokksins hefði ég skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn.  Borgarahreyfingin var stofnuð til að verða allt öðruvísi.

Ég skil ekki hvaðan þetta kemur um að málefnaleg gagnrýni sé vond en það er svo sannarlega ekki "back to basics" heldur eins langt frá því og hægt er að komast.

Ásthildur Jónsdóttir, 10.9.2009 kl. 11:58

31 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég skil ekki alveg þessa óánægju Jenný. Og persónulegar aðdróttanir. Þó svo ég svari hérna spurningum sem er beint til mín. Ég legg til að þið lesið samþykktirnar aftur, endurskoðið þetta meinta vald framkvæmdastjóra og bendið síðan aftur á þessa miðstýringu. Ég get skilið að þeir sem vonast eftir alsherjarvaldi í gegnum stjórn séu ósáttir - en þetta er mun lýðræðislegra og opnara á allan hátt.

Ég endurtek þetta með að ég þekki ekki til ritskoðunar. Stjórna einungis mínu eigin bloggi og hef engin ítök til að stjórna öðru.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 12:00

32 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Má ég leggja til að þið lesið greinina "Brú milli þjóðar og þings" á bls 23 í Morgunblaðinu í dag.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 12:49

33 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Heil og sæl,

Ég er ekki í Borgarhreyfingunni og ekkert sérstakur áhugamaður um hana, ólíkt held ég flestum sem hér hafa kommentað.

Það er hins vegar eitt atriði sem mér þykir nokkuð sérstakt af lestri þessara tillaga sem "þingmannaarmur" Borgarahreyfingarinnar hefur lagt fram.

Um kjör stjórnar er tekið skýrt fram hvernig að því skuli staðið, hvernig eigi að kjósa og hversu lengi megi sitja. Mjög ströng skilyrði eru um hámarkstíma sem einstaklingur má sitja í stjórn hreyfingarinnar (4 ár).

Þegar kemur hins vegar að vali þingframbjóðenda hreyfingarinnar eru afar óljósar reglur um hvernig þeir fulltrúar hreyfingarinnar muni veljast. Að sama skapi eru engin mörk á hámarkstíma sem þingmaður má sitja í nafni hreyfingarinnar.

Það er nokkðu sérstakt að setja miklar hömlur á hve lengi einstaklingar megi sitja í (fremur valdalítilli) stjórn hreyfingarinnar, en engar á þingmennina. Sérstaklega þegar horft er til þess hve mikil völd þingmennirnir fara með (bæði innan og utan hreyfingarinnar) og hve litlum skyldum þeir hafa gagnvart hreyfingunni sem slíkri.

Þetta er ykkar hreyfing en ekki mín. Ég mundi samt hafa þetta á bak við eyrað á þessum landsfundi ykkar.

kv. ÞHG

Þórir Hrafn Gunnarsson, 10.9.2009 kl. 13:17

34 identicon

AK-72,

Ég slökkti á kommentum við tillöguna þar sem að ég vildi bæta við pistil minn sem er minn formáli að birtingunni á minni bloggsíðu. Engum kommentum var eitt heldur hurfu þau öll um tíma og eru öll á sínum stað.

Að öðru leyti þá gef ég ekki mikið fyrir gagnrýni þá sem ég les hér og tel tillöguna mjög góða og vel unna. Við vorum einnig í góðu samstarfi við Jón Þór Ólafsson frænda minn í þessu máli og eins og við var að búast þá var það einnig til bóta. Þetta ætti að svara Jenný sem er búin að styðja Borgarahreyfinguna síða fyrr í vikunni og reifst yfir því eunhversstaðar hér á blogginu að ég hefði ekki mætt á kynningarfundin í fyrrakvöld.

Svarið er einfalt, ég fundaði með honum á sunnugaskvöldið. Hér er fólk að gera ýmsu í skóna, ritstýringu, annarlegum hvötum að baki tillögunni og svo framvegis. Það kemur mér ekki á óvart þegar að Heiða, Lilja eða Ásthildur eiga í hlut.

En engar áhyggjur, þið getið alltaf hringt í Reyni Trausta ekki satt?

Allavega, þá er þessum misskilningi ykkar komið á hreint. Með von um góðan landsfund.

bkv

g

sandkassi (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 13:22

35 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Lísa og Gunnar nokkrar spurningar:

Hverjir eiga að veita þinghópnum aðhald?  Eiga þingmenn bara að vera í eigin umboði á þingi án þess að þurfa að koma málum grasrótarinnar að?  Hvernig á grasrótin að koma að málum?  Þingmenn eiga að hitta hana einu sinni í mánuði, en skv þessu á ekki að vera félagatal, þannig að hvernig á að boða á þá fundi?  Hvaða starf á að fara fram í grasrótinni, ef einungis ein nefnd má starfa í BH og það bara til að undirbúa landsfundi?  Hvar á málefnavinnan að fara fram?

Samkvæmt þessu þá er þinghópur allsráðandi og búinn að krýna sig Keisara hreyfingarinnar, með algert alræðisvald.  Þetta er ekki lýðræði eins og ég skil hugtakið.

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 10.9.2009 kl. 13:27

36 identicon

Þér er velkomið að ræða þetta við mig á minni síðu Ingifríður eins og þú varst byrjuð að gera.

sandkassi (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 13:33

37 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Af einhverjum ástæðum kann ég betur við mig hérna

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 10.9.2009 kl. 13:39

38 Smámynd: AK-72

Ok, Gunnar, ekkert óeðlilegt við það þá. Furða mig samt á þessum formála þínum um risa Samfylkingarsamsærið. Eru semsagt allir þeir sem ekki eru sammála ykkur Heimssýnarhjónum og öðrum, í ESB-málum semsagt í Samfó-samsærinu um yfirtöku Borgarahreyfingarinnar?

Annars sé ég að hér er líf og fjör búið að vera í dag.

AK-72, 10.9.2009 kl. 13:41

39 Smámynd: AK-72

Fínn punktur hjá Þóri annars.

AK-72, 10.9.2009 kl. 13:45

40 identicon

Þetta eru Samfylkingarmenn já. 

sandkassi (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 13:57

41 Smámynd: Ásthildur Jónsdóttir

Þórir Hrafn kemur þarna með ágætis hugleiðingu og fínt að sjá komment frá fólki utan frá. 

Þessar tillögur eru auðvitað samdar af þingmönnum og með hagsmuni þeirra í huga frekar en hreyfingarinnar eða stefnumálanna.  Grasrótin fær sérstakan talsmann og það er tekið sérstaklega fyrir skipulagt starf eða málefnahópa með ákvæðinu um að það verði bara einn hópur starfandi á vegum hreyfingarinnar og það er landsfundanefnd. 

Þingmenn mæta á fundi mánaðarlega en tilgangurinn óljós.  Af þeim fundum sem ég hef mætt á í sumar komu þingmenn á einn og þá til þess að upplýsa hvað þau hefðu verið að gera.  Ég hefði miklu frekar viljað sjá fundi um mál í vinnslu og að grasrótin hefði tækifæri til að koma skoðunum sínum að áður en þeim er lokið frekar en að sitja og hlusta á hvað væri búið að gera.  Við getum lesið það í blöðunum.

Ásthildur Jónsdóttir, 10.9.2009 kl. 14:02

42 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þinghópurinn er sýnilegur á öllum sviðum hreyfingarinnar. Fundar með málefnahópum og félögum. Málefnahópar mega vera eins margir og þurfa þykir. Þeir eru sjálfstæðir en geta sótt aðstoð um ýmislegt til framkvæmdarstjóra og koma framgangi mála til skila við hann. Hann stjórnar þeim ekki. Það þarf ekkert miðlægt afl til að halda utan um þessa hópa - með aðhaldi - eins og þú kýst að nefna það, en er í raun miðstýring.  Þetta eru einingar innan hreyfingarinnar sem vinna sjálfstætt með sama markmið - að koma á umbótum. Þingmenn mega hafa sjálfstæðar skoðanir líkt og aðrir innan hreyfingarinnar og eiga ekki að vera njörvaðir við álit 5 - 7 manna stjórnar. Það er ekki aðhald - það er miðstýring. Og frekar ólýðræðisleg í þokkabót.

Þingmenn hitta málefnahópa oftar þ.e. þá sem eru að vinna í þeim málum sem eru til umfjöllunar á þingi - þetta kemur allt fram í samþykktunum. Þannig kemur grasrótin að málum. Og meira en það - hún er í fullri virkni.

Þingmenn vinna sína vinnu eins vel og þeim er mögulegt í samstarfi við grasrót. Stjórnin er ekki allsráðandi og á ekki að vera það.

Svo að gefnu tilefni - ég er ekki meðlimur í Heimsýn og áránlegt að bendla ESB andstæðinga við Samfylkingu. Er reyndar ekki skráð í neinn flokk og þannig vil ég hafa það. Trúi á persónukjör.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 14:04

43 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er líka tekið fram í samþykktunum að Borgarahreyfingin styðji við alla grasrótarhópa og hreyfingar. Þeir þurfa ekki að vera í Borgarahreyfingunni. Þetta er Þjóðin á þing. Þessvegna er BH sjálf bara með skipulagða landsfundarnefnd sem er opin öllum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 14:16

44 Smámynd: Neddi

Gunnar, þú segir mér aldeilis fréttir. Ekki grunaði mig að ég væri samfylkingarmaður.

Neddi, 10.9.2009 kl. 14:17

45 identicon

Hæ krakkar,

Andri hérna, vefstjóri borgarahreyfingarinnar, hérna eru allir í góðu stuði sé ég.

Engin ritskoðun hefur átt sér stað á vefsíðunni okkar, við erum svo heppin að umræður á vefnum hafa verið innan siðlegra marka enn sem komið er, svo ekki hefur þurft að eyða neinum skoðunum. Heiða, þú vil kannski fara um neitið og leiðrétta ásaknir þínar?

Hægt er að lesa útskýringar á þessari meintu ritskoðun á síðu hreyfingarinnar.

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:22

46 identicon

Herra kúreki, menn virðast lesa það sem þeim sýnist útúr þesum tillögum. Ég hef ekki sjálfur komist í að fara yfir þetta, en ég er orðinn voða spenntur að lesa þetta.

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:30

47 Smámynd: Heiða B. Heiðars

ég var nú reyndar búin að leiðrétta þetta samkv. þeim forsendur sem þú gefur....sem við nánari skoðun standast ekki alveg :)

Heiða B. Heiðars, 10.9.2009 kl. 15:08

48 identicon

Reyndar stenst þetta allt Heiða, vandamálið er bara að þú trúir því ekki að þú hafir haft rangt fyrir þér og að engin ritskoðun hafi átt sér stað. Eru fleiri staðir á netinu þar sem ég þarf að leiðrétta þetta bull? Það væri ágætt að vita af því.

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 15:59

49 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Leiðréttu eins og þig lystir Andri... ég er ekki að kaupa þessa útskýringu.

Heiða B. Heiðars, 10.9.2009 kl. 17:16

50 identicon

Heiða "heiðarlega" Heiðarsdóttir, reyndu að amk að viðurkenna þegar þú hufur rangt fyrir þér.

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 17:42

51 Smámynd: Neddi

Andri, fyrst þú ert nú að leggja hér orð í belg þá vil ég ráðleggja þér að hækka töluna yfir linka sem eru leyfðir í kommentum (t.d. í 5) og treysta svo aðeins á þau tól sem að síðan er að nota, nánar tiltekið Bad Behavior.

Þannig er hægt að koma í veg fyrir svona misskilning. Trúðu mér, ég er búinn að prófa þetta hjá mér.

Neddi, 10.9.2009 kl. 17:50

52 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jæja - þið hafið verið ötul að spyrja mig alls kyns spurninga er varða tillögur að samþykktum og ég tel mig hafa útskýrt þau mál eins og best var á kosið. En ég rakst á athugasemd inni hjá Sigurði Hrelli sem stakk mig svolítið. Kannski þið getið nú uppfrætt mig örlýtið. Ég setti það inná mitt eigið blogg og þætti gott ef þið sýnduð þá kurteisi að kíkja á þetta og útskýra aðeins fyrir mér.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 18:01

53 Smámynd: Sævar Finnbogason

Mikið er talað um "grasrótina" og allir, hvort sem þeir eru þingmenn, stjórnarmenn eða hvorugt í XO þykjast tala fyrir hana. En væri ekki eðlilegast að hún fengi að tala sjálf í lifandi og öflugu starfi sem skilaði sér uppávið og inn á Alþingi.

Annars er ég að verða svolítið leiður á þessu grasrótartali öllu. BH er ekki í nokkrum skilningi þess orðs grasrótarsamtök. þau samtök sem fólk kom úr inn í BH voru það, BH er stjórnmálaafl og farið að bera öll einkenni hefðbundins stjórnmálaflokks. Ekki verður heldur annað sér Þetta má sjá á starfsháttum þingmanna flokksins og stjórnar og sífellt minnkandi þáttöku "grasrótarinnar" og í dæmigerðum innanflokkserjum.

Átökin innan BH hafa eftir því sem ég fæ helst séð snúist um það hvort þetta séu toppstýrð samtök sem hlýta vilja og skoðunnum þeirra sem efstir eru í pýramýtanum eða uppsrteymis samtök þar sem skoðannir og starf í "grasrót" hreyfingarinnar er miðlað upp og á endanum inná þing.

Hugmyndin um hreyfingu sem fer eftir stuttum (óbreytanlegum) tjékklista minnir mig óþægilega á trúfélag eða heildarhyggju á borð við kommúnisma og fasisma. Flokkurinn sem handhafi sannleikans. Toppstýrð "hreyfing" sem hefur málsvara sem eru á þingi á eigin forsendum hefur lítið við uppstreymi að gera. Þingmennirnir líta á sig sem málsvara eigin samvisku að öllu öðru leyti en því sem þeir eru bundnir að hinni örstuttu stefnuskrá hreyfingarinnar, sem halda mætti stundum í orðræðu félagsmanna að sé hinn óbreytanlegi og algeri sannleikur, sem engin endurskoðun gæti bætt. Í slíkum veruleika geta "flokksmenn fundað sig hása og bloggað sig bleika í framan án þess að nokkuð af því sem þeir hafa fram að færa skili sér nokkurntíma í stefnu hreyfingarinnar. Slík hreyfing væri í innra starfi ólýðræðislegasta stjórnmálaafl landsins en afskaplega lýðræðisleg í orði kveðnu.

Uppstreymisstjórnmál kalla hinsvegar á skipulag, ef þau eiga að geta verið lýðræðisleg í einhverjum skilningi. Kostur lýðræðisins, ef það fær að þroskast er sá að allt er til skoðunar og breytingum háð ef stuðningur við breytingar er nægilegur, jafnvel stjórnarskrám má breyta, því er eðlilegt að spyrja sig hvort ekki sé eðlilegt að litli appelsínuguli bæklingurinn okar sem samin var á stuttum tíma fyrir kosningar sér ekki upphaf og endir alls (ég segi stuttum tíma vegna þess að í sögulegu og pótitísku samhengi ef þetta augnablik).

Spurningarnar eru fyrst og fremst;
1. Hvernig við tryggjum stuttar boðleiðir og flatan valdastrúktúr, í stuttu máli að ekki myndist valdaelíta innan hreyfingarinnar og á sama tíma að starfið sé markvisst og öflugt.

2. Hvernig tryggjum við að það starf skili sér út í samfélagið og á löggjafarsamkomunni.

Eins og mál hafa þróast hjá okkur er grundvallaratriði að svara eftirfarandi spurningu
Tel ég að við verðum að horfast í augu við að ræða ófeimið um það hvort appelsínugula stefnuskráin er óbreytanlegur sannleikur sem farið skuli eftir að svo miklu leiti sem mál falla undir hana og aðrir hlutir séu bara einfaldlega bannaðir, nema sértaklega leyfðir af þeim sem hafa mest völd hverju sinni.

Þessu verður að spyrja að og svara áður en farið er að tala um hluti eins og framboð til sveitarstjórna og hvernig framtíðarstarfi verður háttað.
Fyrir mitt leyti verður ekki séð að sumt þar t.d. að hreyfingin leggi sig niður á þessum eða hinum tímapunkti verði að taka til skoðunar og orða nákvæmlega svo ekki verði deilur um hvenær sá tímapunktur er. Ef það er vilji til þess á annað borð að leggja hreyfinguna niður, því hvernig er hægt að leggja hreyfingu niður ef stór hluti þeirra sem í henni eru ætla að starfa áfram?

Sævar Finnbogason, 10.9.2009 kl. 18:03

54 Smámynd: Þór Jóhannesson

Framtíðarspá.

Þeir fjórir fulltrúar Borgarahreyfingarinnar sem kjörnir voru (óvart) á þing í kjölfar friðsamlegrar byltingar á Íslandi munu allir verða komnir í einn af fjórflokkunum áður en kosningabaráttan hefst fyrir næstu kosningar. Ég spái því að þetta verði skiptingin:

Þráinn Bertelsson (Framsókn eða Samfylking (eða jafnvel hættur))

Þór Saari (Samfylking eða Sjálfstæðisflokk (fer eftir hversu vel honum líkar nýju flottræfils vinir sínir á þingi og sitja þar í umboði D-sins)

Margrét Tryggvadóttir (Samfylking, Framsókn eða Sjálfstæðisflokk (hún eltir líklega Þór Saari eins og alltaf))

Birgitta Jónsdóttir (Vinstri hreyfingin grænt framboð (enda á hún heima þar))

---

Er ekki annars komin tími til að standa við kosningaloforðið "að leggja Borgarahreyfinguna niður" þar sem útséð er með að markmiðum hennar verður ALDREI náð?

Þór Jóhannesson, 10.9.2009 kl. 18:15

55 Smámynd: Margrét Tryggvadóttir

Sæl öll,

hér er aldeilis stuð. Ég þakka að mörgu leyti athyglisverða umræðu um tillögurnar (þótt ég eigi ekkert í síðunni ;-) )

Þórir Hrafn kl. 13:17 kemur með spurningu sem enn hefur ekki verið svarað og langar mig að gera það hér. Hann bendir á að í samþykktunum sé ekkert kveðið á um þann tíma sem þingmenn megi sitja á þingi. Í stefnuskránni er hins vegar kveðið á um að þingmenn megi einungis sitja tvö kjörtímabil á þingi eða í mesta lagi 8 ár. Mér þætti æskilegt að bæta þessu inn í samþykktirnar líka, verði þessar ofan á. Sævar kemur að merg málsins og það er hvort appelsínugula stefnuskráin okkar eigi að blífa eður ei. Mér finnst að svo eigi að vera. Við byggðum framboðið upp á þessum atriðum en ekki menntamálum, umhverfismálum eða heilbrigðismálum. Við vorum kosin til að framfylgja þessari stefnuskrá og engu öðru. Það munum við gera.

Margrét Tryggvadóttir, 10.9.2009 kl. 18:22

56 Smámynd: Sævar Finnbogason

Mig langar að minna á að jafn í Sovjettinu voru haldnar kosningar. Á vesturlöndum sögðum við að þetta væru ekki lýðræðislegar kosningar vegna þess að það var ekkert val um flokka með ólíka sýn og svo framv. Þrátt fyrir það allavega undir lok síðustu aldar á tímum Gorbashev jafnvel " stefnuskrá flokksins" til umræðu og af stað fór umræða um hvort eitthvað þyrfti að slaka á klónni og hvaða leiðir ætti að fara til að ná markmiðum "flokksins"

Sævar Finnbogason, 10.9.2009 kl. 18:42

57 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Stærsti gallinn á þeim tillögum sem hér eru til umræðu er að mjög er dregið úr valddreifingu og lýðræði.  Grasrótartillögurnar gengu út á að auka lýðræði, læra af reynslunni og bregðast við því sem betur mátti fara.  Mestu af því er hent fyrir róða hér og í raun verður hreyfingin óstarfhæf áfram nái þessar tillögur þinghópsins fram að ganga.  Ekki nóg með það heldur haslar Borgarahreyfingin sér völl sem ólýðræðislegasta stjórnmálaafl landsins þar sem öll völd eru í höndum örfárra þingmanna og framkvæmdastjóra.

 

Þetta fyrirkommulag í stjórnmálum hefur svo sem verið praktíserað áður og sennilega er frægasta dæmið valdaþríeyki þeirra Davíðs Oddsonar, Björns Bjarnasonar og Kjartans Gunnarssonar.  En jafnvel þar var ekki gengið svo langt að segja að miðstjórn flokksins ætti að vera valdalaus, þó sú hafi kannski verið raunin.

 

Vissulega er sumt í grasrótartillögunum, sem unnar voru í sumar, tekið upp frá öðrum flokkum, enda margt gert í þerra starfi til að tryggja valddreifingu og auka virkni hins almenna félaga.  En grasrótartillögurnar ganga lengra í lýðræðisátt en almennt tíðkast í íslenskum stjórnmálum, því komið er í veg fyrir að fámenn klíka á þingi hafi öll völd eins og við þekkjum svo vel úr örðum stjórnmálaöflum.

 

Hvað sem segja má um Borgarahreyfinguna og það fólk sem þar starfar, þá eru það ekki kjánar.  Hef enga trú á að þessar tilraun þingmanna nái fram að ganga og skil ekki enn hver tilgangurinn á að vera að setja svona fram.  Af hverju í ósköpunum ætti landsfundur að samþykkja tillögur sem ganga út á að vera Borgarahreyfingin verði ólýðræðislegasta stjórnmálaafl í Íslandi?  Af því að með því verði flokkurinn öðru vísi en hinir flokkarnir?  Ég hef ekki trú á að margir kaupi slík rök.  Var þinghópurinn að reyna að endurheimta traustið?  Þá hefði verið vænlegra að fyrir þingmenn að leita sátta í anda grasrótartillagna í stað þess að bera þetta á borð fyrir okkur.

Jón Kristófer Arnarson, 10.9.2009 kl. 20:58

58 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hvar er þessi valddreifing þín Jón Kr.?

6.1.1. Stjórn er ábyrg fyrir daglegum rekstri hreyfingarinnar, fyrir því að

halda félagsmönnum og borgurum landsins upplýstum um starfsemi

hreyfingarinnar og sjá til þess að hreyfingin sé starfhæf. Stjórn hefur vald til

þess að reka skrifstofu og ráða starfsfólk sbr. grein 13.

6.1.2. Stjórn skal bera ábyrgð á fjárreiðum Borgarahreyfingarinnar,

skuldbindingum hennar og fullnustu þeirra. Almennir félagsmenn skulu ekki

bera ábyrgð á fjárreiðum eða rekstri hreyfingarinnar. Firmaritun

hreyfingarinnar er í höndum meirihluta stjórnar, og er takmörkum háð sbr.

grein 14.

6.1.3. Stjórn skal hafa eftirlit með því að opinberri stefnu hreyfingarinnar sé

fylgt milli aðalfunda. Ef stjórn telur að þingmenn eða aðrir meðlimir

hreyfingarinnar gangi gegn stefnu hreyfingarinnar, skal stjórnin sannanlega

boða til félagsfundar með fjögurra vikna fyrirvara og reyna eins og hægt er

að viðkomandi félagsmaður geti sótt fundinn til að útskýra afstöðu sína. Eftir

að viðkomandi félagsmaður hefur útskýrt sitt mál getur hver félagsmaður

lagt málið í dóm fundarins sem skal taka til þess afstöðu sbr. grein 8.1.4.

Grein 8.1.4. er síðan alsherjar brandari 

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:19

59 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta lítur út sem áframhaldandi valdabarátta og slagsmál:)  Sjö manna stjórn hefur nánast allt vald og sér til stuðnings ca 20 manns sem sitja jafnan félagsfundi. Þvílikt jók

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:31

60 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Valddreifingin sem ég var að tala um er í tillögunum sem samin var í sumar í grasrótarstarfi hreyfingarinnar.  Þú reyndar vitnar í hluta þeirra tillagna þar sem fjallað er um hlutverk stjórnar sýnist mér.  En auðvitað þarftu að lesa samþykktirnar í heild til að átta þig á valddreifingunni.  Þetta er svona svipað eins og að vitna starfslýsingu hæstaréttar dómara og spyrja svo; hvar er þrískipting valdsins?  Eða skoða hlutverk markvarðarins og  spyrja svo; eru engir útileikmenn í fótboltaleik?

Jón Kristófer Arnarson, 10.9.2009 kl. 21:32

61 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta er nú bara copy-past úr stjórnarkaflanum í tillögunum sem samin var í sumar. Þarna stendur allt sem þarf til að sjá hvar valdið liggur. Jú jú - svo hafa félagsfundirnir vægi eins og ég sagði að ofan. Þetta kallast miðstýring. Stjórn er með puttana í öllu milliliðalaust.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:42

62 Smámynd: Ásthildur Jónsdóttir

Lísa, samkvæmt ykkar tillögum hefur enginn vald innan hreyfingarinnar nema þingmenn og framkvæmdastjóri.  Grasrótin fær ekki einu sinni að halda sjálfstæðri rödd því framkvæmdastjórinn á að vera talsmaður allra hópa sem kjósa að vinna með hreyfingunni, bæði innan hennar og utan. 

Að sjálfsögðu er ekki hægt að lesa neitt út úr þessu annað en áframhaldandi erjur og fylgistap.  Það sem háir hreyfingunni er skortur á skipulagi og boðleiðum og tillögur grasrótarinnar taka á því.  Ykkar gera það ekki.

Ásthildur Jónsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:43

63 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

bendi á færslu 15 t.d.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 22:16

64 Smámynd: Baldvin Jónsson

Bara svo að það komi hér fram, að þá hefur framkvæmdastjórinn skv. tillögu B (eins og seinni tillagan er nú kölluð á xo.is) einmitt ekkert vald. Hann ber hins vegar mikla ábyrgð.

Baldvin Jónsson, 10.9.2009 kl. 22:28

65 Smámynd: Halla Rut

bla bla

en ég fegin að eiga ekki heima í þessum sandkassa

Halla Rut , 11.9.2009 kl. 02:01

66 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Góð Halla

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.9.2009 kl. 10:56

67 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Baldvin góður: "Æ, en leiðinlegt. En við erum greinilega í grunninn ósammála um það að hreyfingin eigi að hafa eitthvað boðvald yfir þingmönnunum, það finnst mér ekki."

Nú? Var þetta ekki "Þjóðin á þing!"

Nú á að einangra þingmennina frá þjóðinni svo þeir geti baðað sig í athyglinni sem þau ráða ekki við og gengið með nánasta klíkuhringinn við taum. Mikið var þetta fyrirsjáanlegt!

Rúnar Þór Þórarinsson, 11.9.2009 kl. 14:24

68 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Rúnar - hvernig væri að leyfa þjóðinni að dæma um framgang þeirra sem hún kýs á þing? Og þá meina ég allri. Það er jú yfirleitt þjóðin sem á endanum tekur þessa afstöðu í kosningum ekki satt. Ég hef ekki á nokkurn hátt séð að þingmennirnir hafið einangrað sig frá þjóðinni heldur þvert á móti. Haldið úti greinagóðri bloggsíðu um það hvað gerist á þingi, verið fús til að svara öllum fyrirspurnum og gert sitt besta á hreint út sagt mestu geðveikistímum sem gengið hafa yfir Íslenska þjóð.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.9.2009 kl. 15:02

69 identicon

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:42 

Þetta er nú bara copy-past úr stjórnarkaflanum í tillögunum sem samin var í sumar. Þarna stendur allt sem þarf til að sjá hvar valdið liggur. Jú jú - svo hafa félagsfundirnir vægi eins og ég sagði að ofan. Þetta kallast miðstýring. Stjórn er með puttana í öllu milliliðalaust.

Þetta kallast lýðræði, nánara tiltekið fulltrúalýðræði, stjórn er kosin af félagsmönnum TIL þess að STJÓRNA. En að sjálfsögðu þarf að veita stjórninni aðhald eins og gert er ráð fyrir. Hugmyndin á bak við Borgarahreyfinguna var einmitt og akkurat EKKI stjórnleysi, spurðu bara Daða, hann rauk út í fússi vegna þessa. Stjórnleysi líkt og boðað er í samþykktunum sem hér er verið að fjalla um, virkar ekki í því umhverfi sem við búum við. Been there done that. Það er bara svoleiðis. Margt flott þarna sem væri gaman að sjá í praksís, en á heildina litið of mikið stjórnleysi til að ganga upp. Meira hef ég ekki um þetta segja fyrr en bókin kemur út ;)

Herbert Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:07

70 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Góður Hebbi

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 11.9.2009 kl. 15:13

71 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rúnar Þór: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2009 kl. 15:14

72 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það mikilvægasta er að samþykkja tillögur samþykktahópsins á morgun!!!!!!

Sævar Finnbogason, 11.9.2009 kl. 23:56

73 identicon

En þetta gekk nú samt ekki alveg upp hjá þér Herbert. Þannig að "been there done that",,,,,það er nú spurning hvort orðalagið eigi við. En það er bara okkar í milli. 

official,,,,Sammála því Hebbi, alltaf góður 

sandkassi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:57

74 identicon

Gunnar, Been there done that, með þessum orðum er ég að vísa til þess að ég var meðlimur stjórnleysingja í Danmörku. Niðurstaðan var að stjórnleysi virkar ekki. ég vildi óska þess að það virkaði. En það bara gerir það ekki. Það sem ég var að reyna að gera í minni strjórnasetu var að reyna að stjórna eins lítið og dreyfa ábyrgðinni eins mikið og ég taldi mögulegt, það virkaði ekki heldur. Mér þykir samt vænt um áhuga þinn.

Herbert Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 00:24

75 identicon

„gera fjárhagsáætlun [...] á komandi almanaksári og bera undir stjórn“.

- Vek athygli á að ekki er krafist samþykkis eða synjunar stjórnar á fjárhagsáætlun ársins heldur aðeins að framkvæmdastjóri ómaki sig og „beri hana undir stjórn“ væntanlega til að heyra hennar álit í samræmi við eina hlutverk stjórnar samkvæmt tillögunum sem er að koma saman mánaðarlega aðeins til að meta störf framkvæmdastjóra. - En svo eru það fyrirtæki útí bæ sem eiga að ákveða hver er ráðinn framkvæmdastjóri og annað fyrirtæki að meta störf hans og ákveða brottrekstur - ekki stjórn. - Slíkt mat getur aldrei farið fram nema á málefnlegum forsendum. - Það verður ekki hægt að reka framkvæmdastjóra af geðþótta einhverra eða ástæðum sem ekki skýrt og augljóslega brýtur skýrar reglur sem honum eru settar - en samkvæmt þessum tillögum er honum engar reglur settar. - Og stjórnin sjálf hefur ekkert vald yfir honum og hvorki yfir peningum eða örðu nema að koam saman og spjalla um hann.

- Fjárhagsáætlun ársins á að bera undir stjórn en samt ekki til ákvörðunar því það er ekki tekið fram. Þar með merkir það aðeins að stjórn getur látið í ljós álit en framkvæmdastjóri ákveður eftir sem áður allt nema stefnu þingmanna í málum og þar með alla notkun á fé. Framkvæmdastjóri er líka talsmaður hreyfingarinnar og því útávið eins og formaður, og ógerlegt er að reka hann fyrir að hallast í tali sínu frekar í eina átt fremur en aðra ef hann fer ekki augljóslega útfyrir skýran stefnuramma hreyfingarinnar og/eða allra grasrótahreyfinga almennt því hann á að leggja þeim öllum lið, eða þingmannanna. Hann þarf semsagt ekki að eiga samhljóm nema með einum þessara aðila til að hafa ekki farið útfyrir verksvið sitt. - Og munum að óháð ráðningafyrirtæki útí bæ á að dæma um hvort hann hafi unnið störf sín af eðlilegri kostgæfni.

- Og svo eftir að BH hefur rekin einn framkvæmdastjóra er henni næsta ómögulegt að endurtaka það lengi á eftir. borgarhreyfingin getur ekki sífellt verið að reka framkvæmdastjóra því það sé eina stjórnunartæki hreyfingarinnar. - Sem það er reyndar ekki einu sinni til staðar samkvæmt þessum tillögum því fyrirtæki útí bæ fær það vald.

Gunnar (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 06:19

76 identicon

Kæri, Baldvin Jónsson, 10.9.2009 kl. 22:28,  - Sá sem ber tiltekna ábyrgð fer þar með með það vald.

Ef framkvæmdastjóri ber mikla ábyrgð samkvæmt þessum reglum eins og þú segir, er augljóst að hann hefur vald í samræmi við ábyrgðina því engum öðrum er til að dreifa og ekki ber hann ábyrgð þar sem hann hefur ekki vald.

- Það er oft sterkasta leiðin til einræðis að þynna eða afmá allt annað vald við hlið einræðisins. Hér er akkúrat það gert. Allt annað vald er gelt og þynnt framar því sem hægt var að ímynda sér. Það er því enginn sem getur hróflað við þessum tveimur valdapóstum, þingmönnunum yfir þingflokknum og valdi framkvæmdastjórans yfir öllu öðru í hreyfingunni.

Gunnar (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 123077

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband