Svar borgarfulltrúa vegna Magma-bréfs og andsvar

Ég sendi opið bréf á borgarfulltrúa alla í gær vegna Magma-samningsins þar sem ég hvæsti aðeins á borgarfulltrúa um að þeir ynnu vinnuna sína, tækju niður flokksgleraugun og hugsuðu um hag almennings alls í þessu máli. Tveir borgarfulltrúar virtu mig viðlits og sendu mér(og virði það alveg við þær báðar): Sóley Tómadóttir sem sagðist ætla að segja nei við samningnum og svo Þorbjörg Helga eða Tobba, sem fékk mig til að hvæsa harkalegra til baka enda er þetta mál mun stærra að mínu mati heldur en einhver flokkapólitík og að hægt sé að skjóta sér undan ábyrgð í þessu máli..

Eins og ég tók fram í lok bréfsins, þá myndi ég birta svör borgarfultrúa og andsvar mitt fylgir með ef einhver vildi vilja skamma mig fyrir urrið í mér. Læt það ykkur eftir að dæma hvort ég var of hvass í mínum heita hamsi og nenni varla Mikka Mús-leik í þessu máli, en hvet þó alla sem ekki er sama að halda áfram að senda bréf og mæta kl. 14 á pallana.

Svar Þorbjargar:

"Sæll Agnar,

 Ég hafna algjörlega dylgjum þínum um að við séum undir þrýstingi einhverra fjármálamanna. Þú gefur ýmislegt í skyn sem hefur verið leiðrétt í fjölmiðlum og vitnar í ónafngreinda óháða (!) aðila sem reikna út mat sitt á samningnum. Að lokum er út í hött að líkja þessu máli við REI málið nema að því leyti að nú er verið að gera sambærilegan hlut og þar var gert, að beina rekstri OR að grunnþörfum eigenda, sölu rafmagns og vatns til íbúa.

 Auðlindirnar eru áfram í eigu sveitarfélagana á Suðurnesjum og hafa aldrei verið í eigu HS orku.  Ég vinn fyrir Reykvíkinga og tel þetta vera gott skref og nauðsynlegt vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um eignarhlut OR í HS orku.   Mín skylda er að kynna mér málið og taka ákvarðanir út frá eigin sannfæringu.

 Máilið er vissulega flókið en 30% eignarhlutur OR getur ekki haft nein áhrif á það sem þú telur upp að sé nauðsynlegt. Ég skora á þig að senda þetta skeyti á þá ráðamenn sem eitthvað hafa um þetta að segja, þ.e alþingismenn og skilanefndir bankanna sem nú eru að afhenda hlut Geysis Green Energy til erlendra kröfuhafa í gegnum Íslandsbanka.

 Þegar þú talar um að auðindir séu að fara á aðrar hendur þá ertu væntanlega að tala um lög um leigu á auðlindum og svokallað auðlindagjald sem sveitarfélög af Suðurnesjum fá sem rentur. Þetta er sett í lög sem samþykkt voru í fyrra og Reykjanesbær fylgir og voru sett af þáverandi iðnaðarráðherra Össuri Skarphéðinssyni.  Það ættu að vera hæg heimatökin hjá ríkisstjórn Íslands að breyta þessu nù.   Þessi lög standa enn, óháð því hvort Íslendingur með annarleg markmið um nýtingu auðlinda leigir auðlindirnar eða útlendingur.

 Bestu þakkir fyrir bréfið,

Þorbjörg Helga borgarfulltrúi."

Urrið illilega til baka:

" Sæl,

 Ég get ekki annað en svarað þessu bréfi og fyrir það fyrsta hvað þú kallar dylgjur, er nokkuð sem er og hefur verið hin almenna leikregla í þessu gerspillta samfélagi sem skapað hefur verið hér, að viðskiptamenn þrýsti á kjörna fulltrúum og láti þá dansa eftir sínu höfði, hér í Nígeríu norðursins og því getur maður ekki annað en búist við öðru þegar kemur að hagsmunamálum þar sem greinilega er verið að fórna hagsmunum almennings í kjaft kanadískra skúffuribbalda sem virðast fyrst og fremst vera leppur útrásarvíkinga í augum margra

 Svo það að ég eigi að senda frekar bréf á skilanefndir og þingmenn því þetta sé svo ómerkilegt og hafi engine áhrif, þá er það algjörlega rangt. Þetta hefur áhrif, þetta tryggir Magma 43% hlut og mikil áhrif auk þess sem Reykvíkingar glata sínum hluta fyrir gjafverð. Þetta er eingöngu einn hluti af því að gefa þetta fyrirtæki og yfirráðin yfir auðlindinni til þessara aðila, og boltinn er hjá ykkur sem stendur að leggja hönd á plóginn við að stöðva þetta ef þið hafið manndóm til. Annars staðar í heiminum reyna fulltrúar almennings að stöðva svona hroða og hörmungar sem gætu hlotist af þessu brölti, en hér er farið bara í "ekki benda á mig, ég ber enga ábyrgð"-leikinn.

 Og já, það verður einnig dúndrað á skilanefnd, þingmenn og ráðherra til að stöðva þetta, þetta er ekki spurning um flokkapólitík, þetta er spurningin um hvort hægt verði að búa hér áfram, hvort það verði hægt að lifa í réttlátu og skynsömu samfélagi með auðlindirnar og nýtingu þeirra í almannaeigu, ekki hýena hlutabréfamarkaðarins sem ásælast þetta nú.

 Svo sendi ég þér útreikningana með svo þú getir lesið og tek það fram að ég kalla aðilann óháðan vegna þess að hann er fyrir utan þennan. Ég hef ekkert séð þetta hrakið tölfræðilega né á annan slíkan hátt enda reiknað út frá framkomnum forsendum. Aðeins er beitt "rökum" á borð við þennan fáránlega upphrópanaleik um að það eigi ekki að taka mark á einhverjum vegna þess að hann/hún tilheyri einhverjum öðrum flokki sem er móðgun við skynsemi hvers meðalgreinds borgara.

Og sem lokaorð af minni hálfu. Þar sem er REI-kur þar er eldur og ef það lyktar illa, þá er það eitthvað rotið og ekki bara óhreinu nærföt útrásarinnar. Sagan og reynslan af því hvernig hlutirnir eru framkvæmdir hér, hefur kennt flestum það.

 Kveðja,

 Agnar

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Góður Aggi!  Þú urrar ekkert of mikið í þessu svari, bara svona hæfilega 

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 15.9.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Flott

Ég reyndar sendi þeim PDF'aða útgáfu af útreikningum Birgis og með nafninu hans undir. Þetta er orðið opinbert á bloggum og því sjálfsagt að geta nafns hans.

Ég skil hins vegar ekki þær forsendur Þorbjargar að telja stærðfræði dæmisins ekki marktæka af því að hún sér ekki hver reiknaði??  Af hverju reiknar hún ekki bara sjálf?

Baldvin Jónsson, 15.9.2009 kl. 12:11

3 identicon

 Nú á að selja silfrið hennar langömmu fyrir skammtímagróða flokksdindlanna.
 
Það er búið að tæma alla sjóði hins opinbera og ríkisjóður er með 4000 milljarða skuldaábyrgð
Framtíða kynslóðir geta orðið algjörir öreigar í eigin landi þegar erlend fyrirtæki eru búin að sölsa undir sig allar auðlindirnar 

Samkvæmt samningnum við OR er heimilisfang fyrirtækisins:

Magma Energy Sweden AB
Kungsgatan 42
PO Box 2259
SE-403 14 Göteborg
Sweden

Swedish register number 556783-6209

Í stjórn Magma Energy Sweden eru:

Lyle Emerson Braaten     Stjórnarmedlimur
Johan Peter Rappmann   Stjórnarmedlimur
Jonas Lage Hallberg        varamaður

Magma Energy Sweden AB er ekki í símaskránni  (www.eniro.se)

Svar við leit: "Din sökning gav tyvärr ingen träff."

Skúffufyrirtæki?!
------------------------

Skúffukallarnir!

Vinna hjá lögfræðifyrirtækinu Glimstedt sem hefur sama heimilsfang og Magma Energy Sweden AB
http://www.glimstedt.se/index.php?mid=30&lang=en&id=9

  Starfsmenn á plani hjá Magma?

Johan Peter Rappmann
http://www.glimstedt.se/index.php?mid=18&lang=se&id=60

Jonas Lage Hallberg
http://www.glimstedt.se/index.php?mid=18&lang=se&id=62

Um fyrirtækið:

Glimstedt is one of Sweden's leading business law firms with nearly 180 lawyers based in Sweden and the Baltic States. We offer Swedish and international businesses expertise and competent advice in all relevant fields of business law.

Advokatfirman Glimstedt AB
Kungsgatan 42
Box 2259
403 14 Göteborg
Telefon: +46 31-710 40 00
Fax: +46 31-710 40 01
goteborg@glimstedt.se

Reg.No: 556566-4629
-------------------------

Lyle Emerson Braaten er í Kanada og er hjá lögfræðifyrirtækinu Whitelaw Twining

Lyle E. Braaten is a director of Whitelaw Twining
2400 – 200 Granville Street
Vancouver, B.C. V6C 1S4
(604) 682-5466

Heimasíða
http://www.whitelawtwining.com/index.php

Fann tvær skýrslur eftir hann:
CONSTRUCTION RISK MANAGEMENT 2007
http://www.whitelawtwining.com/pdfs/658399_1.DOC_253.pdF

BONDING – ADDRESSING THE DEMANDS OF A HOT CONSTRUCTION MARKET
http://www.whitelawtwining.com/pdfs/Surving%20the%20boom.pdf

Jónsi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:12

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Góður Aggi :)

Sjáumst á eftir

Heiða B. Heiðars, 15.9.2009 kl. 13:29

5 identicon

Almesti skaðvaldur sem setið hefir oftar en einu sinni í borgarstjórn er:Tækisfærissinninn, Hrokagikkurinn,Hræsnarinn og Hrægammurinn  'Oskar Bergsson,að hlusta á þetta gerpi í Kastljósinu í kvöld kostaði næstum það að ég hefði getað ráðist á Sjónvarpshræið mitt og hent því útum gluggan.Hvað sagði þessi Óskar,,jú  hann sagði::við áttum ekki annara kosta völ en að selja til Magma::,og svo bætti hann við síðar í þættinum::við máttum ekki sleppa þessu tilboði:: Þennan hryðjuverkamann Óskar Bergsson,þarf að athuga,hann er arkitektin að þessari Borgarstjórn,og í ofanálag samflokksmaður Finns Ingólfssonar,,,,,,straxs komin skítalykt af þessum gjörningi,hjá Óskari og leppum hans í Borgarstjórn. Hver er fortíð þessa Óskars Bergssonar.?

Númi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 123075

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband