Rúv ohf.-frumvarpið: Innihald og umfjöllun fjölmiðla

Í gær lauk svokölluðu "málþófi" stjórnarandstöðunnar við RÚV ohf.-frumvarpið, mér til mikilla vonbrigða. Já, vonbrigða þar sem ég hafði haft fyrir því að lesa mér meira til um frumvarpið vegna þess að fjölmiðlar stóðu sig ekki í stykkinu og fóru yfir málið og um hvað væri deilt.Það má eignilega segja að aövörunarbjöllurnar hjá mér hafi farið á fullt þegar meirihlutinn ákvað að keyra málið í gegn eftir að Þorgerður hafði þurft að afhenda gögn sem hún hafði leynt. Það eitt að mönnum sé ekki gefinn tími til að kíkja á gögn segir manni margt.

Eftir að hafa kynnt mér frumvarpið og athugasemdir við það auk hvernig vinnubrögðin hafa verið, er ég sannfærður um að þetta sé enn ein lögin sem eru keyrð í gegn, stórgölluð og vegna óvandaðra vinnubragða mun þurfa að tjasla mikið upp á það síðar meir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, allt út af því að ráðherra er komin í þráhyggjulegt frekjukast. Síðast þegar það gerðist, þá voru það meingölluð fjölmiðlalög Davíðs Oddsonar.

Í fljótu máli þá sá ég þetta m.a. út úr frumvarpinu.
Kostir:
Nefskattur i stað afnotagjalda.
Peningar sem fóru í rekstur innheimtudeildar nýtist í annað.

Gallar:
Enn er óljóst með samkeppnismál og lokaálit frá ESA er ekki komið. Ef það reynist neikvætt og spár einhverra lögfræðinga ganga eftir, þá gæti það þýtt talsverð málaferli og deilur með tilheyrandi kostnaði.
RÚV mun þurfa að beita sér af meiri hörku gegn samkeppnisaðilum og hefur yfirburðarstöðu á markaðnum(minnir óþægilega mikið á Símann) sem auglýsingamiðill um land og sjó allan.
Réttindamissir starfsmanna-Þó að Páll segi að það verði óbreytt, er ekkert um það í frumvarpinu um að starfsmenn njóti sömu lífeyrisréttinda eða annara réttinda sem þeir njóta undir lögum um opinbera starfsmenn. Þvert á móti viriðist sem að þeir glati ýmsu: áminningarétt og andmælarétt, lífeyrisréttindum o.fl. Auk þess verður launaleynd komið á og RÚV getur tekið upp þá gömlu venju sína að láta starfsmenn vinna í verktöku. Þetta eykur þar að auki hættuna á því að fólk í sömu störfum fái ekki greitt sömu laun fyrir sömu vinnu.
Krumla pólítisks valds verður enn meiri á RÚV-Alþingi kýs stjórn RÚV sem hefur algjört vald til að reka/ráða útvarpstjóra. Útvarpstjóri hefur algjört vald yfir stofnunni og vegna þess að lög um opinbera starfsmenn gilda ekki lengur, er hægt að reka fólk sem hefur ekki réttar pólítískar skoðanir að mati stjórnenda. Þetta býður hættunni heim í mínum augum, að RÚV ohf. verði beitt í pólitískum tilgangi gegn andstæðingum ríkistjórnar hverju sinni, m.ö.o. gæti orðið ríkisrekið FOX news.
Ekki verður lengur hægt að leggja fram fyrirspurnir um mál tengd RÜV og þeirra málum á þingi því afsökunin er komin:"Við getum ekki skipt okkur af því hvað er gert innan fyrirtækja"

Ég sé eiginlega engan tilgang í þessum ohf.-væðingum, það er talað fjálglega um einvherja óljósa hagræðingu sem enginn hefur hugmynd um hver er og miðað við Flugstoðir og MATÍS má búast við allsherjar veseni og leiðindum í kringum starfsmannamál. OHF virðist bara einfaldlega vera til að leyna hlutum betur og jafnvel auka launamisrétti. Hver veit? Maður man nú hvernig hf. væðing Símans fór þar að auki, þeir misnotuðu sér yfirburðarstöðu sína gegn keppinautunum, svo kom í ljós að gjaldkerinn var duglegur við að halda upp sjónvarpstöð og maðurinn sem kjaftaði frá var rekinn, keyptu svo viðkomandi sjónvarpstöð til að fara í samkeppni við helsta óvin Dabba og svo einkavætt til fákeppni með yfirburðarstöðu og verri þjónustu.

Það sem er kannski verst við lætin í kringum þetta, er hvernig fjölmiðlar hafa forðast það eins og heitan eldinn að fjalla um frumvarpið og kynna fyrir almenningi um hvað RÚV snýst, á hlutlausan hátt heldur virðist eins og flestir ef ekki allir fjölmiðlar hafi tekið þá afstöðu að einblína og tala um málþóf en ekki hvers vegna þessi orrahríð stóð yfir á þingi. Reyndar skortir nær því alla íslenska fjölmiðla vilja og þor til að kafa ofan í mál og velta við steinum þegar kemur að ráðandi öflum hvort sem það er í stjórnmálum, viðskiptum eða öðrum. Aumingjaskapur, yfirborðsmennska, hlutdrægni og áhugaleysi íslenskra fjölmiðla í innlendum sem erlendum málum, held ég reyndar að sé efni í langan pistil síðar meir.

Nóg í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 123068

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband