Gamlar myndir og góðar

Síðustu daga hef ég legið í pest heima og sem afleiðing af því, er það að maður hefur hjólað í bunkann af DVD-myndum sem biðu áhorfs. Einhvern veginn hefur það samt farið svo að ég er búinn að vera í stuði fyrir gamlar myndir frekar en nýjar og svo áttaði ég mig á því að nær allar myndir síðustu daga hafa eiginlega verið frá tveimur tímabilum: upphaf talmyndana til seinna stríðs og svo uppáhaldstímabilið mitt frá fæðingu spagettivestrans til endakaflans í Star Wars(nýju teljast ekki með).  Dásamlegt tímabil og margar af uppáhaldsmyndum mínum eru þaðan og má einnig segja að þetta tímabil hafi mótað kvikmyndaáhugann minn strax á barns aldri.

En svona ef maður lítur yfir nokkra hápunkta af glápinu þá má helst til telja þessar myndir:

All quiet on the western front-Fyrsta andstríðsmyndin er ennþá jafn öflug í dag og hún var fyrir 77 árum síðan. Grimm og mikil ádeila á stríð, áróður og þá sem hvetja unga menn til að fara í stríð en sitja heima sjálfir. Svo sem ekki miklu að bæta við dúndurgagnrýni á einu bloggi hér um daginn en uppfull af ógleymanlegum senum, sérstaklega lokasenunni.

Dr. Jekyll & Mr. Hyde(1931)-Líklegast elsta útgáfan af sögu Stevensons(gæti verið til silent útgáfur samt) og á margan hátt áhugaverð fyrir hversu opinská hún er kynferðislega. Hún var gerð fyrir tíma ritskoðunar(Pre-code) og þar er ekkert verið að fela kynferðislega bælingu og spennu Jekylls sem sleppur laus í gegnum sadistann Hyde. Fredrick March tekst vel upp sem dúettinn Jekyll og Hyde og svo vel að honum tókst að krækja sér í Óskar á sínum tíma. Förðunin á hinum ansi apalega og ófríða Hyde er einnig ágætlega gerð.

The good earth-"Hver í andskotanum heldurðu að hafi áhuga a mynd um kínversku bændur þegar enginn hefur áhuga á bandarískum bændum?" voru orð sem voru látin falla við framleiðandann Irving Thalberg(síðasta myndin hans) þegar hann fór af stað með þetta mikla drama sem gert er í skugga kreppunar og eftir sögu Pearl S. Buck. Sagt er frá örlögum fátækra bændahjóna í Kína frá því um aldamótin 1900 í gegnum súrt og sætt, eymd og ríkidóm, hamingju og sorg og þó að bandarískir leikarar leiki aðalhlutverkin þá er hún það góð og áhrifamikil að slíkt gleymist. Leikur Paul Munis(stórgður leikari sem er líklegast gleymdur flestum nema kvikmyndaáhugamönnum) og Luise Rainer er það góður einnig að Rainer fékk Skara fyrir og Muni tilnefningu. Frekar óvægin miðað við drama frá þessum tíma á köflum og borin er virðing fyrir kínversku fólki ólíkt hvernig meðhöndlun svartir fengu t.d. í Gone with the wind.

Svo kemur að nýrra tímabilinu:

The Yakuza-Robert Mitchum leikur fyrrum hermann sem heldur til Japan í leit að dóttur vinar síns sem hefur verið rænt. Það er bara byrjunin á þessum nokkuð góða þriller með sterkum hasar-senum sem og vel sköpuðum persónum og pælingum um heiður, hollustu og Austur vs. Vestur. Minnir mann vel á hvers vegna mikið af góðum hasarmyndum voru gerðar milli 1970 og 80.

The warriors Ultimate editon-Walter Hill var á hápunkti ferli síns þegar hann gerði þessa frægu klíkumynd, mynd sem maður sá aftur og aftur í æsku og því var smá tilhlökkun/hræðsla við að kikja á hana aftur í nostalgíukastinu. Til allrar hamingju reyndist óttinn ástæðulaus því myndin svínvirkar sem hasarmynd enn í dag þökk sé mikilli keyrslu, ekkert verið að flækja hlutina og fyrirtaks afþreying í þessar 90 mínútur. Ultimate edition DVD-inn er með smá breytingum frá orginal útgáfunni, þ.e. Hill heldur inni upprunalegu hugmynd sinni með að þetta sé teiknimyndasaga og skiptingar á milli staða fara þannig fram að comics-rammar færa atburðarrásina fram.

Mæli svo með að ef fólk er í vafa um hvað skal glápa á um kvöldið, að fara nú út á leigu og ná sér í eina gamla mynd og/eða klassíkina sem það á alltaf eftir að sjá, ef ekkert heillar í sjónvarpi sem og nýja rekkanum. Gamlar myndir líkt og vín eru oft alveg eðal og sumar betri með aldrinum. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 123089

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband