Spilling meðal lögreglu og ákæruvalds?

Ég verð nú að játa að þó sum mótmæli Saving Iceland hafi verið frekar öfgakennd, þá er samt ekkert sem réttlætir þessa hörku sem lögreglan og ríkisvaldið hefur beitt þessi samtök. Það sem er þó einstaklega ámælisvert við þetta er það að ríkissaksóknari neitar að rannsaka og taka við kærum á hendur lögreglunni því lögreglan er ekki hafin yfir lög sjálf, sérstaklega ef hún reynir að keyra mann niður. Það er í það minnsta ásetningur um að valda manni tjóni og í það versta tilraun til manndráps.

Svo ef maður lítur á tilkynningu Saving Iceland inn á aftaka.blog.is þá má sjá nú mun verri lýsingar af meðferð lögreglu:

" Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu."

Þegar aðeins neðar í yfirlýsingunni á blogginu er komið sést þetta:

"Flestir sem voru í einhverjum hinna þriggja mótmælabúða Saving Iceland sumarið 2006 geta sagt einhverjar sögur af Arinbirni Snorrasyni lögregluþjóni. Að hann hafi reynt að aka yfir þá, skorið í eigur þeirra með hnífi, bundið þá með rafmagnsvír með andlitið í leðjunni tímunum saman eða nærri hálsbrotið þá með járnaklippum. “Allir minnast þess að hann hafi verið óstöðugur og hættulegur,” sagði talsmaðurinn."

Þegar svona harðar ásakanir á hendur lögrglu koma fram og viðbrögð valdsins er að stinga málinu undir stól og hengja fórnarlambið, þá getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að það sé ýmislegt rotið við þetta og þarna sé pólitísk spilling og fasismi á ferð. Það var mikið orð haft á því á sínum tíma að pólitíkusar voru að láta lögregluna hjola í þá sem valdhöfum þóknaðist ekki hvort sem það var Baugur eða Saving Iceland, og harkan gífurleg á meðan vinir og kunningjar valdhafanna sluppu með skrekkin eða líkt og í olíusamráðinu að málinu virtist vísvítandi klúðrað.

En svo er annað sem bætist við og það eru bein áhrif hagsmunaaðila á störf lögreglunnar fyri austan. Fyrir einhverju síðan þá heyrðist frétt á RÚV þar sem kom fram að þetta sama embætti sem liggur undir ásökunum, hafði veirð að þiggja styrki frá Alcoa(gæti hafa veirð Bechtel og kannski báðum) til námskeiðahals fyrir starfsmenn o.fl. Þetta er ekkert annað en í mínum augum mútur þegar tekið er tillit til þess að þarna er um að ræða fyrirtæki sem hefur hagsmuni af því að hart sé tekið á mótmælendum.

Er ekki kominn tími til að koma af stað innra eftirliti og rannsókn á störfum lögreglunnar ásamt því að losa sig við þá sem tengjast spillingunni hvort sem það eru lágt settir fautar eða jafnvel ráðherrar?

Almenningur á nefnilega rétt á því að þurfa ekki að óttast lögreglu vegna skoðanna sinna heldur á að geta treyst henni. 


mbl.is Stofnandi Saving Iceland ákærður fyrir eignaspjöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hin Hliðin

Dettur engum í hug að þetta fólk sé að stórlega ýkja það sem það er að segja?

Trúir fólk í alvöru þessu bulli í þeim?

Hin Hliðin, 20.4.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: AK-72

Til þess að sannreyna það hvort þetta séu ýkjur þá þarf að rannsaka málið en ekki af þeim sem eru gerendur í málinu, þ.e. lögreglan. Því er það vítavert og spillt af ríkissaksóknara að stinga málinu undir stól því ásakanir í garð lögreglu eru það alvarlegar að það er nauðsyn að kafa í málið.

Svo þegar við bætist að harkan hjá lögreglunni í garð mótmælanda var út af kortinu miðað við t.d. aðgerðir gegn vöruflutningabílstjórum eða Heimdælingum á skattstofunni, og vitandi allavega frá manneskju sem ég þekki og treysti að lögreglan var með þvílíkt eftirlit og jafnvel með ólöglegar hleranir, þá liggur það nokkuð í augum uppi að verið sé að toga í spotta af valdhöfum og hagsmuna-aðilum. Sama hvað manni finnst um málstað mótmælendana þá er slíkt ekki boðlegt í landi sem vill kenna sig við lýðræði.

AK-72, 20.4.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Auðvitað á að rannsaka svona alvarlegar ásakanir. Trúi varla að það hafi ekki verið gert.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Starfaði sem eftirlitsmaður á Kárahnjúkum, og varð vitni af því þegar sérsveitarmenn sátu yfir myndbandsupptökum og ræddu um hver mótmælanda væri líklegastur til að missa stjórn á sér við ögrun, þannig að ástæða væri til handtöku og aðgerða, verkefni þeirra var greinilega það að egna mótmælendur til að öðlast heimild til aðgerða, svo komu þeir hlæjandi og glaðir ef þeim tókst að espa einhvern upp, svona eineltis taktík og ögrun á veikasta hlekkinn.

Áður en sérsveitin kom, voru lögregluþjónar frá Akureyri með málið og allt gekk friðsamlega fyrir sig, þeir höfðu fína stjórn á mótmælendum og krakkarnir voru að gefast upp, því þeim mætti ekkert nema vinsemd og kurteisi, en ákveðni, við spiluðum meira að segja við þau fótbolta utan vinnutíma.

Svo birtist sérsveitin og allt fór í illindi og skemmdaverk.

Eitthvað verulega er að í stjórnun sérsveitarinnar, og þó þarna sé virkilega góðir menn inn á milli, eru skemmd epli áberandi.

Missti allt traust og álit á þessum mönnum, sem komu mér fyrir sjónir sem hrottar og ofbeldismenn, sem þráðu átök.

Vildi gjarnan sjá eldri eða betur þjálfaða stjórnendur hjá sérsveitinni, og miklu meiri kröfur til andlegs ástands og þroska sérsveitarmanna, finnst ábyrgðarhluti að láta svona menn hafa vopn, allavega mindi ég ekki snúa bakinu að þeim sem þarna voru.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.4.2008 kl. 14:42

5 identicon

ja eftir atbutrði gærdagsins er ekki spurning að þetta sé sannleikur

en dæmi hver fyrir sig  

Rúnar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:52

6 Smámynd: AK-72

Ég hugsaði til þessarar færslu sjálfur og viðbragða við mótmælendum Saving Iceland og bar saman í gær. þetta virðist nokkuð svipað, á meðan almenna löggan sá um þetta, góð sátt og virðing. Síðan mæta menn á svæðið frá sérsveit ríkislögreglustjóra og fyrirskipanir að ofan um aukna hörku, virðast taka gildi. Allt springu og virðist miðað við ummæli lögreglumanns  fyrir lætin,að það hafi verið ætlunin að hjóla í bílstjórana sama hvað, og afleiðingin er sú að almennir lögreglumenn sem þurfa að geta átt í góðum samskiptum og tengslum við almenning, tapa virðingu og trausti.

Ég ætla svo að skrifa um mótmælin og allt það dæmi síðar. Það eru alltaf að bætast við vitnisburðir o.fl. frá ýmsum hliðum. 

AK-72, 24.4.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband