Að pirra smáborgaranna

Ég get ekki annað en glott út í annað út af þessari kvörtun þar sem ég bý í grennd við þar sem þessi list berst um. Ég steinsvaf í gegnum þetta bænakall eftir öll drykkju- og skrílsslætin sem ómuðu um hverfið höfðu haldið mér vakandi og voru þau nú frekar mikil í nótt eða allavega til um þrjú en þá náði ég loks að sofna. Á tímabilinu 1-3 þá mátti heyra röfl í íslenskum, háværum fyllibyttum út á götu, syngjandi og öskrandi einhvers staðar standaindi en barst kvörtun út af því? Nei, það virðist ekki vera og ekki nennti ég að hringja og kvarta því íslensku bytturnar fara fyrir rest, jafnvel þó þær hafi staðið þarna í hálftíma.

Nokkrir háværir búmm-búmm bílar með græjurnar í botni ruku einnig framhjá eða stoppuðu, væntanlega svo kraftmiklu bassarnir gætu hrist heilaselluna í hnakkanum við stýrið, í gang fyrir eða eftir bjórdrykkju kvöldsins eða hentu út bjórflösku á ferð. En kvartaði ég eða nokkur annar? Nei, þetta eru hefðbundin læti og eitthvað sem fylgir hnakka-þjóðflokknum. 

Einnnig ómuðu drykkjulæti, skvaldur og tónlist úr partý sem virtist vera haldið í garði eða út á svölum/götu, og var enn í gangi þegar ég sofnaði. Hafði nokkur kvartað? Nei, allavega ekki ég né nokkur annar að því virtist heldur var þetta nú hefðbundið íslenskt partý sem flestir líta framhjá og breiða bara koddann yfir hausinn til að sofna.

En þegar heyrist múslimskt bænakall í ca 2-3 mínútur, þá veðrur allt vitlaust í kjötheimum og bloggheimum, smáborgararnir eiga ekki orð af hneykslun  yfir múslimskum og rjúka í símann til að kvarta, jafnvel þó þeir hafi hundsað líklega drykkjulæti og aðra trúarlega dýrkun hins venjulega Íslendings á djammlífinu. Granni minn sagðist hafa rumskað við þetta í nótt og þetta hefði hvorki verið minna né meira en læti íslensku fyllibyttnana sem ganga framhjá á nóttinni í hverfinu, og steinfosnafði hann aftur. Ég aftur á móti steinsvaf sjálfur í gegnum þetta og hrökk svo upp hér við vélsagar og slípirokkshljóð sem hafa haldið hverfinu vakandi frá því upp úr hálf níu til níu í morgun.

En er kannski einmitt einnig smá gjörningur í þessu hjá listamanninum? Að ætlunin hafi verið einmitt að sýna framá hræsni og hneykslun smáborgaranna þegar kemur að múslimum á sama tíma og brjáluð drykkulæti eru í bænum og varla svefnfrið að fá. Um leið og orðið múslimi heyrist þá rjúka margir upp til handa og fóta og að hætti íslenskra sleggjudómara úr sma´borgarastétt, þá er skrifuð heilu bloggin um hvað múslimar eru voðalegir, að þeir eigi ekki að fá mosku svo þeir trufli ekki vodka í kók-drykkju þeirra o.sv.frv. Pirringur smáborgaranna verður svo augljóselga sýnilegur þegar hljóðmengun í næsta nágrenni er látinn óátalinn vegna þess að það er bara Nonni og Gunna að halda partý og þau mega það, en þegar það kemur "vondi hryðjuverkamaðurinn"(stimplun sleggjudómara á öllum múslimum) að ákalla Allah til að menga okkar íslenska, hreina eyra í smástund, þá verður allt vitlaust.

Aftur á móti, þá mætti nú listamaðurinn eftir þessar kvartanir, færa bænaköllin til svo að þau séu innan marka laga, þ.e. hafa þetta innan þeirra reglna sem fjalla um hávaða og framkvæmdir og láta semsagt bænakallið vera klukkan 7 á virkum dögum, 8 á laugardögum og 9(eða 10?) á sunnudögum. Reyndar yrði það flott að hafa það á sama tíma á sunnudögum þegar Hallgrímskirkja byrjar að æra heilan bæjarhluta, yrði skemmtileg hljóðblanda.

Það þarf nnefnilega að taka tillit til smáborgaranna líka, jafnvel þó þeir séu eins og versta mávager . 


mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góð færsla, reyndar er þetta mjög gott framtak hjá listamanninum, opnað augu margra.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Næst þegar ég held partý og lögreglan kemur vegna kvartana yfir hávaða þá segi ég að ég sé að gera hljóðskúlptúr og þetta athæfi hef ég mér til varnar ef þetta verður ekki stöðvað í einum grænum.

Sævar Einarsson, 3.5.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Geimveran

Góður

Gæti ekki verið meira sammála !

Geimveran, 3.5.2008 kl. 14:03

4 Smámynd: AK-72

Jæja, þegar nánar var skoðað þá reyndist þetta vera stormur í vatnsglasi. Bilun varð í hugbúnaðinum sem sá um þetta og því fór bænakallið í gang á þessum tíma nætur samkvæmt þessari frétt. Í það heila þá verður þetta nú allt saman hálf hjákáltegt upphlaup út af engu.

Bíð þó spenntur eftir öllum reiðibloggunum yfir því að þjófavarnarkerfi bíla fari í gang um nætur, þar er á ferð alvöru hávaði til að vekja fólk og halda því vakandi á meðan úrillur bíleigandinn er að leita að lyklunum til að slökkva á kerfinu og nágrannarnir hugsa um að hlaða haglabyssuna ef blessaður bíleigandinn finnur ekki lyklana.

AK-72, 3.5.2008 kl. 14:08

5 Smámynd: Íslands-Bersi

Tær snilld nú vitum við hvað við eigum von á er þetta grenndar kynning frá borgin fyrir nýja mosku  frá þessu  múslima hyski, en er trúlaus og vil hvorki biblíu blaðrar eða rugluð dalla sem trú á Múhameð

Íslands-Bersi, 3.5.2008 kl. 14:11

6 identicon

Ekki fyrir mjög mörgum  árum var ég með flokk byggingarmanna í vinnu og þurftu þeir að nota hamra við  mótauppslátt.  Það lá á að ljúka verki  og komið fram um klukkan  10 um kvöldið, en þá mætti lögreglan á svæðið og óskaði eftir því að mennirnir hættu  vinnunni  vegna ónæðis og kvartana nágranna.  Það hljóta að vera til einhver  lög og reglugerðir um svona lagað!  Varla þarf hann Allah hinn mikli að vera að láta að hæla sér hér upp á Íslandi að næturlagi, eða þjáist hann af einhverri minnimáttarkennd  og athyglissýki? Eða er svo ástatt um listamanninn, ef  til vill? (bænakallið er að mestu lofsöngur um Allah og  hann Mó) 

Ljónshjarta I (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 17:56

7 identicon

Grrrr Hallgrímskirkja Þarf ekki að fara af stað með endurbætur á klukkunum svo ég fái loksins frí fyrir rammfölskum sálmum og ættjarðarljóðum?

Íris (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 19:26

8 Smámynd: AK-72

Það eru nú í gangi lög eða regugerð um tíma sem ekki má vera með hávaða á almannafæri eða í byggingum þannig að það valdi ónæði. T.d. er partýhald bannað eftir miðnætti eða klukkan 11 en ég held að flestir líti framhjá því og svo má nú benda á að ef þetta sé tímabundin truflun sem hættir fljótt, þá snúi nú sér flestir á hliðina og sofni aftur.

Þess vegna er þetta frekar furðulegt að ef einhver hafi hrokkið upp og heyrt ákall til Allah í eina mínutu, að menn rjúki fram úr frekar og það í símann til að kvarta, á sama tíma og það eru brjáluð partý í hverfinu og bílar sem virðast geta hreyft sig með þungum bassanum sem berst úr græjum bíleigandans. Og hvað með þjófavarnarkerfi bíla? Hvers vegna rjúka menn ekki upp til handa og fóta þegar það vælir um miðja nótt?

Ég verð því miður að segja að þetta virkar sem að einhver hafi rokið í símann bara til að tuða út af því hvað þetta var en ekki vegna þess að þetta hafi verið hávært.  Hver veit, kannski var þetta konan í Vesturbænum sem kvartaði við lögregluna að maðurinn á móti væri alltaf að striplast í íbuðinni sinni eftir sturtu og þegar betur var að gáð, þá kom í ljós að aðeins gat hún séð inn um glugga nágrannans ef hún stóð upp á stól inn á baði.

AK-72, 3.5.2008 kl. 20:20

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er fín átylla og tækifæri fyrir íslenska hreinræktarsinna til að pirra sig á múslímum, reyna að egna þá til reyði með að kalla bænakallið þeirra gól, þá sjálfa hyski og ala í leiðinni á fordómum í garð þeirra.  Að kalla þessi viðbrögð smáborgarahátt dregur aðeins hálfa leið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.5.2008 kl. 21:59

10 Smámynd: AK-72

Jæja, það kom fram í Fréttablaðinu í morgun, að LHÍ hefði ákveðið að þessu hljóðverki skyldi ekki haldið áfram. Má því segja að LHÍ hafi sýnt umburðarlyndi og lúffað fyrir kröfum smáborgaranna sem vilja breyta venjum og siðum í samfélagi voru. Við verðum að hindra það að smáborgararnir nái að festa sig í sessi, hætta að gefa eftir gagnvart þeim og vernda menningu okkar.

Gat ekki á mér setið að koma með þessar upphrópanir sem birtast alltaf, hvar sem minnst er á múslima, innflytjendur eða aðra  sem teljast til "vonda fólksins" hverju sinni.

AK-72, 4.5.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband