Hvar í heiminum er Osama bin Laden?

Nú nýverið varð ég þeirrar ánægju að sjá nýjustu heimildarmynd Morgan Spurlocks(Super size me), Where in the world is Osama bin Ladem? Þar tekst Morgan á við það verkefni að reyna að finna Osama kallinn sem hefur gert heiminn hættulegan og óöruggan, að sögn bandarískra stjórnvalda, og ætlar sér að  gera heiminn öruggari fyrir væntanlegt barn sitt.Ekki sakar það að verðlaunin fyrirmanninn illræmda myndu nú lyfta fjárhag væntanlegrar barnafjölskyldu vel upp.

Upphefst þá vegferð sem byrjar í landi óttans þar sem Morgan fær þjálfun í hvenrig skal bregðast við væntanlegum tilraunum til mannráns og hryðjuverka gegn sér í áætluðu ferðalagi, þar sem honum er kennt hvernig skal t.d. bregðast við handsprengju-árásum, að hann eigi ekki að sitja fyrir miðju á veitingastað og sprengjuleit á farartækjum sínum. Eftir það heldur Morgan af stað í leit sinni sem hefst í Egyptalandi og þaðan til Marokkó, Ísrael og Palestínu, S-Arabíu, Afganistan og að lokum Pakistan þar sem vegferðin fær niðurstöðu.

Fyrir þá sem vilja ekki vita meir í tengslum við myndina og/eða vilja ekki "SPOILERS" er hollast að hætta að lesa núna.

 

 

 

 

 

Nokkrir áhugaverðir hlutir standa upp úr í þessari skemmtilegu en umhugsunarverðu mynd. Fyrir það fyrsta skal nefna það sem er aðall þessarar mynda og það eru samtölin við almenning í þessum löndum sem er uppistaðan í myndinni. Fyrir utan það að Morgan sýnir okkur að þarna býr venjulegt fólk en ekki froðufellandi hryðjuverkamenn sem berji konurnar sínar og drepi alla Vesturlandabúa um leið og þeir sjá þá(eða svo vilja þeir sem eru að kynda undir múslimahatur meina), þá eru viðhorf þeirra að mestu leyti svipuð okkur Vesturlandabúum, grunnþarfir og kvörtunarefni þau sömu.

Flestir viðmælenda  líta á Al Queda sem glæpamenn og óþverra en gagnrýna einnig Bush-stjórnina sem þeir segja af sama meiði og Al Queda, bara betur vopnaða, nokkuð sem margir Vesturlandabúar geta kvittað upp á einnig. Sumir nota tækifærið einnig og gagnrýna ástand mannréttindamála í löndum sínum sem flest eru studd af Bandaríkjunum í staðinn fyrir aðgang að olíu eða aðstoð í sínu "war of terror" svo dæmi séu nefnd. 

Þó eru tveir staðir í ferðinni sem vekja upp mestan áhuga í myndinni. Sá fyrri er að sjálfsögðu hið illæmda land S-Arabía þar sem kúgunin greinilega ríkir ríkjum þegar Morgan tekur viðtal við tvo skóladrengi sem óttinn skín af og virðast hafa lært svörin utan af eða reyna að svara þeim sem varfærnislegast. Þar standa yfir þeim tveir kennarar sem eiga að gæta að ekkert sé sagt sem sé slæmt í tengslum við ríkið og er Morgan spyr óþægilegrar spurningar er tengist Ísrael, þá er skyndilega klippt á samtalið. Einnig má sjá súrrealíska senu þar sem nær því alhuldar konur ganga um í nýtiskulegri verslunarmiðstöð þar sem Morgan er hundsaður þegar hann reynir að tala við fólk.

Hinn áfangastaðurinn sem vakti mikinn áhuga var Ísrael og hernumdu svæðin. Á hernmdu svæðunum eru viðmælendur síður en svo hrifnir af Al Queda og öllum öðrum þeim sem eru að misnota baráttu Palestínumanna fyrir frelsi sínu, í pólitískum tilgangi eða sér til framdráttar. Biturlega segja sumir að þessum aðilum sé nokk sama um baráttuna og Palestínumenn þurfi ekki aðstoð frá svona illmennum. Ísraels-megin má heyra frá einum gyðngi að þessar deilur milli Ísraela og Palestínumanna geti ekki endað nema með því að þarna verði tvö ríki, annað sé fásinna og því fyrr sem tekst að koma öfgamönnunum sem ráða ríkjum báðum megin, því fyrr ríki friður þarna.

Það er þó í Ísrael sem við sjáum í fyrsta sinn að Morgan kemst í hann krappann og er það þegar hann ætlar að ræða við heittrúaða gyðinga við grátmúrinn. Þar nær hann varla að bera upp spurningu áður en ráðist er að honum með fúkyrðum og hrindingum sem verða svo aðgangsharðar að hermenn þurfa að grípa inn í. Ekki virðist hafa verið um að kenna neinum dónaskap eða slíku og þegar Morgan kemst loks í burtu undan æstum ofsatrúarmönnunum þá er hann greinilega forviða á öllum látunum.

Það næsta sem ég ætla að minnast á, er Afganistan og nokkuð sem er íhuganarefni sem væri vert að reyna að kanna betur. Hvar vetna þar sem Morgan drepur fæti niður meðal almennings í Afganistan virðist aljgör örbirgð ríkja, enn er kennt í rústum skóla og ekki sjáanlegt að uppbygging sé í gangi. Þegar nánar er kannað, þá segja allir sömu söguna, peningarnir sem ætlað var að fara í uppbygginguna hafa allir lent í höndum spilltra stjórnmálamanna og valdsmanna að mestu. NATO-þjóðirnar virðast láta sig þetta litlu varða og er óánægja meðal almennings með þetta. Ef ástandið er svona, þá er þetta ávísun á frekari vandræði og harðari andspyrnu í Afganistan því ef þú hefur ekki fólkið með þér og gerir ekki neitt af því sem lofað er á sviði uppbyggingar og öryggis, þá snýst almennningur fyrr eða síðar gegn frelsurunum þar. 

Síðasti hluturinn sem ég minnist á í sambandi við myndina, er í tengslum við upphaf myndarinnar í BNA. Þetta land óttans við allt og alla, virðist hafa tekist að gera hræðsluna að iðnaði í allskonar sjálfsvarnar-námskeiðum þar sem spilað er á hræðslu fólks við það sem það þekkir ekki og staðalímyndir Hollywood-mynda. Maður veltir því fyrir sér hvort það sé ekki einmitt tilgangur þessarar ofurhræðslu,  að þetta sé eitt það fáa sem haldi hagkerfi Bandaríikjanna gangandi í dag ásamt vopnaframleiðslu, og þess vegna verði að viðhalda henni ásamt því að dreifa athygli almennings frá innri vandamálum Bandaríkjanna sem öfgafrjálshyggjan og spilltri fyrirtækjahygluninni hefur ollið.

Að lokum þá mæli ég eindregið með að sjá þessa mynd ef hún ratar í bíó hér sem er vonandi, ef ekki þá er hún allavega komin út á DVD í Bandaríkjunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„nýjustu heimildarmynd Morgan Spurlocks“

Spurlock er með agenda. Þú getur allt eins kallað myndir úr smiðju bandarískra yfirvalda „heimildamyndir“. Þetta er svona Micheal Moore rugl, þú færð enga trúverðuga niðurstöðu úr þessu. Bara sömu áróðursöfgarnar á hinum kantinum. Myndi viðtal við Stefán Pálsson, Sigga Pönk og Sóleyju Tómasdóttir gefa raunsanna mynd af Íslandi nútímans? Að mati almennings?

Þetta er bull eins og annað sem kemur úr smiðju þessara manna.

andri (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Neddi

Andri, ertu búinn að sjá þessa mynd? Ef ekki, væri þá ekki nær að horfa á hana og gagnrýna hana svo.

Neddi, 11.9.2008 kl. 10:12

3 identicon

neddi, hefur þú komið til mið-austurlanda, hitt hryðjuverkamenn, búið með rostungum? Ef ekki hvernig væri þá að fara þangað fyrst og blabla. Þetta er bull líka.

andri (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 15:06

4 identicon

Ef ég á að gefa mitt álit þá fannst mér þessi mynd innihaldslítil og vantaði alveg seinni hluta myndarinnar sökum þess að Morgan Spurlock þurfti að fara vegna fæðingar sonar hans. Fær 5/10 í einkunn fyrir fyrri hluta myndarinnar, ekkert fyrir seinni hlutann.

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Neddi

Bíddu nú við, þarf ég að hafa komið til Mið-Austurlanda til að geta tjáð mig um mynd um staðinn?

Það sem að þú skrifaðir í fyrsta commentinu æpir að þú hafir ekki séð myndina og þar af leiðir getur þú ekki með góðu móti tjáð þig um innihald hennar. Einnig finnst mér það skína í gegn að þú hafir eingöngu lesið fyrstu línuna í pistli AK-72 því hann skrifar um að viðmælendur Spurlock séu í flestum tilfellum fólk eins og við. Lítið fer fyrir hryðjuverkamönnunum.

En þú trúir því væntanlega að allir múslimar séu hryðjuverkamenn og vilt ekki horfast í augu við það hvað það er heimskuleg afstaða.

Neddi, 11.9.2008 kl. 17:26

6 Smámynd: AK-72

Andri: Þetta er óttalegt bull i þér verð ég nú að segja, komandi frá manni sem hefur ekki séð myndina. Ég get svo sem kvittað upp á að Michael Moore hefur gert myndir sem eru áróðurskenndar en einnig myndir sem eru það ekki. Þetta var heimildarmynd að mínum dómi, ekki áróðursmynd, og það bara nokkuð góð. Ef þú bekynnir það ekki að heimurinn er e.t.v. ekki svarthvítur eins og má lesa úr innleggjum þínum, þá bara verður þú að eiga það við sjálfan þig.

Hjalti: Ég er ekki sammála þér með þetta því vegferð Spurlocks er umgjörð myndarinnar en ekki aðalhluturinn í myndinni. Aðal point myndarinnar er nefnielga viðhorf almennigns í múslimaríkjum og hvaða sýn þeir hafa á hlutina, nokkuð sem hinn venjulegi Bandaríkjamaður fær ekki í gegnum miðla Vestanhafs. Þar er yfirleitt dreginn upp þessi "us vs. them"-ímynd líkt og kannski kristallast í Spurlock vs. Osama-slagsmálatölvuleiknum sem Spurlock notar til að fleyta ferðalaginu áfram. Í raun minnit þetta mig helst á það sem einn fremsti heimildarmyndagerðarmaður heims, Albert Maysles, sagði við okkur félaganna á Skjaldborg, þegar við spurðum um hversvegna hann hefði farið til Austantjaldslandana til að gera heimildarmynd um fólkið þar. Svarið var eitthvað á þá leið að hann hefði viljað sýna Bandaríkjamönnum að þar væri venjulegt fólk sem væri á skjön við þá alillu ímynd sem hafði verið dregin upp af almenningi í þessum löndum. Fólk er nefnilega allstaðar eins, mestmegnis gott með mismunandi skoðanir og einstakan svartan sauð á milli en stjórnvöld, valdhafar og stjórnarfar það sem er yfirleitt er gallað.

AK-72, 11.9.2008 kl. 17:43

7 identicon

"En þú trúir því væntanlega að allir múslimar séu hryðjuverkamenn og vilt ekki horfast í augu við það hvað það er heimskuleg afstaða."

"Ef þú bekynnir það ekki að heimurinn er e.t.v. ekki svarthvítur eins og má lesa úr innleggjum þínum, þá bara verður þú að eiga það við sjálfan þig. "

Bæði þessi komment gefa til kynna að þið teljið heiminn vera svarthvítan. Ef þið fattið það ekki þá skil ég betur afhverju þið teljið mynd Spurlock fína. Reyndar er fyrsta kommentið svo fljótt að fara í vörn að það eiginlega hryggir mann að þetta sé virkilega eitthvað sem blívar í svona spjalli. 

Varðandi að hafa séð myndina þá vildi ég benda á að Spurlock er aðili með agenda og hefur gefið það út. Sjá t.d. myndina super size me. Ég þarf ekki að hafa lesið nýjustu Naomi Klein eða Chomsky bókina. Ég veit hvað afstöðu og ályktun þetta fólk dregur. Sama gildir um Spurlock.

Ég veit ekki hvernig í ósköpunum einhver viðtöl frá aðila eins og Spurlock hafi vigt í þessu sambandi. Ef rætt er við selectiva einstaklinga í Ameríku er alveg ljóst að þú getur gert "heimildarmynd" um það hvernig Ameríkanar séu gáfaðir og hafi ekkert á móti múslimum. Reyndar er það líklegast sannleikurinn.

Varðandi komment að koma til mið-austurlanda - þá nei, það þarf ekkert að koma þangað til að geta tjáð sig hlutlægt um málefni þeirra. Sama gildir um ásjónu þessarar myndar.

Ég er alveg sammála því að það er 100% að mikill meirihluti múslima er klárlega frábær og vill bara elska friðinn og strjúka kviðinn. Alveg eins og íbúar sovétríkjanna o.sfrv. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ákveðin ógn stafar frá ákveðnum greinum innan íslam.

andri (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband