Sameining SÍ og FME eða hvernig skal koma Davíð í burtu og það með fulla tösku af seðlum

Ég hef alltaf gaman af kenningum, sérstaklega samsæriskenningum en verst er að þessa daganna hafa flestar þeirra ræst og það sem sannanir um svo óhugnanlega og gífurlega siðspillingu, heimsku, græðgi og hugarfar sem minnir helst á dystópískar lýsingar af verstu ríkjum heims.

En nú er ein kenning kominn upp sem er ansi trúverðug og það er í tengslum við sameiningu Seðlabankans og Fjármála-eftirlitsins. Eins og flestir sem eru ekki enn búnir að koma sér héðan, þá hefur verið talsverð krafa um að losna við Davíð nokkurn Oddson sem er búinn að líma sig fastan við kóngastól í Seðlabankanum þar sem hann gaular Gleðibankann meðan hann brennir efnahagskerfi þjóðarinnar sér til ánægju, hita og kökubaksturs. Almenningur getur jú borðað kökur þegar brauðið er búið. Gamli flokkurinn hans sem dýrkar hann og dáir og getur ekki hugsað sér að láta þennan hamingjusama og taumlausa Fenris-úlf í gereyðingargríni, verða rekinn með þeirri skömm sem hann á skilið. Samfylkingin sem langar svo mikið til að halda völdum, valdanna vegna þessa daganna, getur ekki heldur tekið áhættuna á að missa fallegu ráðherrastólana sem þau hafa fengið að máta. Allt hefur því veirð í status quo í spillingarbaðkarinu sem þjóðinni blæðir út í og hengist hægt og rólega í skuldasnörunni þessu veruleikafirrta fólki til skemmtunar.

En nú hafa samkvæmt þessari kenningu, einhverjir örvæntingarfullir menn í flokkunum sem hafa fundið fyrir eldi í sætum sínum, fundið leið framhjá til að taka tappann Davíð Oddson úr og slegið jafnvel fleiri en eina flugu í höggi. Hjáleiðin er nefnilega sameining Seðlabankans og Fjármála-eftirlitsins sem myndi skila fléttu sem hægt væri að sætta sig við af hálfu ríkistjórnarinnar. Við það gerist nefnilega það að það verður í raun til ný stofnun sem þyrfti að endurskipuleggja. Við endurskipulagninguna þá er nauðsynlegt að auglýsa stöðurnar upp á nýtt: forstjóri FME myndi fá færi á að færa sig um set annað, með afsökun um að "annað spennandi starf væri í boði" og fara í burut í kyrrþey til náðugs starfs annars staðar fyrir ríkið. Við það bætist bónusinn að starfsemi FME færi í algjört uppnám við breytingarnar sem gæfu bankamönnunum og fjárglæframönnunum meiri tíma til að eyða gögnum og koma fé út úr landi. Ekki amarlegur þakklætisvottur það fyrir góðar greiðslur í kosningasjóði. Aðrir embættismenn úr Seðlabankanum fyrir utan Davíð, myndu fara á eftirlaun, stjórnarmenn einnig fyrir utan það að Hannes Hólmsteinn myndi einbeita sér að kennslu um hvað frjálshyggjan hefði verið eyðilögð af synjun Ólafs Ragnars á fjölmiðlafrumvarpinu og hvað alllir hefðu veirð vondir við Davíð, Halldór Blöndal o.fl. afdankaðir yrði komið fyrir á órólegu deildinni á Grund og annað eftir því

En hvað með Davíð? Hann mun ákveða að vegna þessara breytinga sé kominn tími til þess að hann skoði aðra meira spennandi kosti, og hver er sá kostur? Það skyldi þó ekki vera sendiherrastóllinn í Washington sem ekki hefur veirð skipað í, eftir tilfærslu sendiherrans þaðan til Færeyja. Kóngurinn fengi þá að ljúka starfsævinni fyrir utan landsteinana sem honum er ekki lengur vært í, vegna þess að stefna hans og flokksins hans hefur skilað efnahagslegri hryðjuverku-árás gegn þjóðinni. Að sjálfsögðu verður svo eftirlaunafrumvarpið ekki afnumið á meðan því menn eins og Bjarni Benediktsson o.fl. skósveinar, munu tala um að það sé svo "erfitt og flókið" að taka af þessi ólög sem tók þrjá daga að koma á. Loks þegar gamli foringinn er orðinn sjötugur, þá mun hann taka út feita eftirlaunatékkann sinn ásamt öllum ritlaunum sínum, fara með töskurnar fullar af fé til fasteignasala, og kaupa sér búgarð í Texas til að eyða ævikvöldinu á.

Hver veit, kannski verður sá búgarður við hliðina á vini hans, Bush?


mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er án djóks frekar sennileg og góð pæling...

Gunnar (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er þingmanna að setja samfélaginu reglur til að starfa eftir, til þess eru þeir kosnir sem okkar fulltrúar.

Þessari skildu hafa þeir brugðist.

Þau voru of upptekin við að úthluta stjórnmálaflokkum landsins miljóna tugi úr Ríkissjóðnum okkar, til að fjármagna reksturinn og lygarnar í okkur.

Þau voru of upptekin við að úthluta sjálfum sér ofureftirlaun ,og sporslur til þeirra sem ekki voru kjörnir síðast að jötunni, þeir sjá um sig og sýna.

Nú hamast þetta fólk við að saka aðra um að hafa brugðist, kjarklausa lyddurnar reka rýtinga í bak allra annarra, í stað þess að axla ábyrgð á eigin aðgerðarleysi.

Er hægt að leggjast mikið lægra, við að drekkja sannleik að hætti tungufossa.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.11.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrollvekjandi lesning

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 11:01

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fyrir ykkur ESB sinnana og Samfylkingarmenn GEGN Íslandi

Svona var fréttin á RUV

ESB: Tilslakanir í veiði ólíklegar
Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB.

Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, býst við að fiskveiðar verði erfiðasta úrlausnaefnið í hugsanlegum aðildarviðræðum við Ísland. Hann segir Íslendinga tæpast geta átt von á verulegum tilslökunum frá sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Embættismenn í Brussel telja að Ísland geti fengið inngöngu í ESB innan fárra ára en framvinda aðildarviðræðna ráði þó miklu í því sambandi. Íslensk stjórnvöld þurfa vitanlega fyrst af öllu að leggja fram umsókn og að sögn Rehns fengi leiðtogaráð ESB þá framkvæmdastjórnina til að leggja á hana mat.

Rehn segir einhverjar tilslakanir á stefnunni mögulegar en þó geti Íslendingar ekki búist við að fá meiriháttar undanþágur frá henni.

Hans Martens, hjá hugveitunni European Policy Centre, býst einnig við að sjávarútvegsmál verði erfiðasta úrlausnarefnið en hann hvetur Íslendinga til að reyna að breyta stefnu ESB innan frá.

Bjarni Kjartansson, 21.11.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: AK-72

Eh, Bjarni, hvað kemur þetta færslunni við?

Auk þess held ég að þetta sé nú ekki neinar nýjar fréttir, það er búið að segja þetta við okkur í mörg ár. Ég man allavega eftir nokkura ára gömlum fréttum þar sem ESB var spurt út í þetta og svarið var nákvæmlega eins.

AK-72, 21.11.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 123079

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband