Eru skýrslur endurskoðenda um bankanna leyniskjöl?

Í upphafi hrunsins þöndu ráðamenn þjóðarinnar brjóstkassa sína og gjömmuðu eins og verstu poodle-hundar, um að allt skyldi vera haft upp á borðum, öllum steinum yrði velt við og erlendir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka málin. Erlendu aðilarnir duttu stuttu síðar í burtu, væntanlega við það að málin yrðu of óþægileg fyrir stjórnmálaöflin sjálf og svo málið þft þar til pólitískt skipuð hvítþvottarnefnd var stofnuð, eftir mikið japl og jæja. En hefur þó ekki fundist saksóknari með rétt flokkskírteini svo smávon er enn um að erlendur aðili taki það að sér....æ, gleymdi því, Björn Bjarna stoppaði það af.  

Í dag fréttist það svo, að endurksoðendur hefðu skilað inn skýrslum um Landsbankann og Kaupþing og framferði þeirra í aðdraganda hrunsins. Viðbrögðin komu svo sem ekkert á óvart frá FME, ekkert gefið upp né niðurstöður skýrslanna gerðar opinberar. Ég veit ekki hvort ég hafi misst af einhverju, en allavega var talað um að allt yrði lagt á boroðið og varla telst það að gera skýrslur um bankanna að leyniskjölum í fórum manna sem hafa klúðrað öllu sem hægt er að klúðra og tala um að "unnið verði faglega úr þeim", líkt og forstjóri FME orðaðið það. Ekki get ég annað lesið úr þeim nema þá tvo möguleika, að fyrir það fyrsta að endurskoðendurnir hafi skilað af sér amatörískri og lélegri skýrslu, fyrst það þarf að vinna úr henni, eða líkt og manni grunar, að skoða eigi efni skýrslanna með tilliti til hagsmuna auðmanna og bankamanna, sem hafa forgang hjá ríkistjórninni framyfir almenning. Í framhaldi af því má reikna með að gögn tengd skýrslunni hverfi jafn snögglega og Jimmy Hoffa.

Eða missti ég af einhverju? Er það kannski bull í mér að finnast það ekki sæmandi að svona gögn séu leyniskjöl í fórum manna sem hafa klúðrað öllu sem hægt er að klúðra, og hafa hagsmuni fyrirtækja að leiðarljósi fremur en almennings?Eða er þetta bara ofsóknaræði í mér, vegna þess að flestar ef ekki allar samsæriskenningar um bankahrunið, hafa reynst sannar?

Svör og skýrslur óskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er svo skrítið en íslenska stjórnkerfið frá og með Davíð Oddsyni virkar einog "góðviljað Einræðisfyrirkomulag" Benevolent dictatorship. Austur Evrópa er ansi nærtækt dæmi nema þar var sterkara vald að baki sem gerir það ekki eins góðkynja þrátt fyrir allt.

Gísli Ingvarsson, 6.1.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: ThoR-E

Þetta er alveg merkilegt alltsaman.

Hvað er hægt að segja ... við svona vinnubrögðum.

Í fyrsta lagi ætti forstjóri FME ekki að vera lengur í þessari stöðu. Maðurinn hefur algjörlega brugðist í sínu starfi og er óhæfur. Síðan eru það illfyglin í Seðlabankanum.. þessir menn eiga að vera farnir úr starfi fyrir löngu síðan.

Fyrst þessi ríkisstjórn sem var kosin getur ekki einusinni komið óhæfum einstaklingum úr starfi.. að þá eru þeir augljóslega óhæfir sjálfir.

Verða góð tilfinning þegar þessu spillta liði verður ruslað burt í næstu kosningum.

ThoR-E, 8.1.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 123042

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband