Sirkussýning Sjálfstæðisflokksins

Einhvern veginn er það svo að á þessum tímum, líta landsfundir flokkana út sem einhverskonar trúarsamkomur eða eins og í tilfelli landsfundar Sjáfstæðisflokksins, sem leikhús eða jafnvel sirkus fáránleikans þar sem sirkusstjórar fortíðar, nútíðar og framtíðar eru hylltir sem konungar eða jafnvel guðir. 

Sirkus Sjálfstæðisflokksins eða frekar kannski Sirkus Skelfingar, hófst á fimmtudaginn með beinni útsendinguá hjá fjölmiðli sem þykir yfirleitt hafa verið eins og kynningarfulltrúi á torgum út, þegar kemur að því að básúna skoðunum sirkusins. Þegar skrifari greip þar inn í fjölleikasýninguna, þá stóð þar þáverandi sirkusstjóri fyrir framan bakgrunn sem leit út eins og brotnar glerflísar í mósaiki. Sú hugsun greip mann þá, hvort þetta væri myndgjörningur af hálfu Snorra Ásmundssonar, sem mætti lesa út hvernig samfélagið og stoðir þess, er brotið og bramlað eftir 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Því miður hvarf sú hugsun fljótt þegar að var gáð. Þetta reyndist vera myndir af gömlum skörfum sem höfðu á einn eða annan komið nálægt flokknum í gegnum tíðina og persónuhylltir þarna eins og hetjur. Meira að segja þeir sem sköpuðu kerfið og lögðu hönd á plóginn við að gera landið að efnahagslegri kjarnorku-auðn, fengu sinn sess.

Þessi myndræni gjörningur reyndust því vera skilaboð til okkar sem horfðu á í hryllingi, að sirkusinn ætlaði sko ekki að gangast við því né viðurkenna sök um að hýenurnar, úlfarnir og önnur rándýr, sem sirkusinn sleppti lausum gegn almenningi með tilheyrandi afleiðingu, hefðu ekki verið á þeirra ábyrgð. Skrítið þar sem sirkusfólkið opnaði búrin sjálf, hindraði eða stóð í vegi fyrir þeim eftirlitsaðilum sem áttu að stoppa það að rándýr réðust á íslenskan almening, og unnu ötulelga að því með stefnu sinn, að rándýrin gætu fengið eins mikið af éta fólk og þau vildu, án afskipta stjórnvalda. Afneitun á hæsta stigi, má eiginlega segja.

En að ávarpi sirkusstjórans, sem var frekar klént í margan stað og óspennandi. Eftir píp og væl, tókst honum loksins að biðja sirkusgesti eina afsökunar á því að ástandið hefði bitnað á þeim. Annað var ekki hægt að lesa úr því en sirkusgestirnir í þessum sirkus fáránleikans, væru einu manneskjurnar sem ættu rétt á slíku. Allavega voru þeir sem finna hvað mest fyrir þessum ósköpum ekki beðnir afsökunar, heldur einfaldlega ætlast til þess að þjáningarsystkinin fyrir utan flokkinn, borgi reikninga sirkussins og skaðann sem sirkusdýrin ollu.

Fátt markvert gerðist næsta dag eftir þetta ávarp, fyrir utan það að einn af velþjálfuðum fjölleikahundum sirkusins, ákvað að gelta á heiðarlegan hátt og mælti svo:" Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni, þá hafnar Sjálfstæðisflokkurinn aðild að Evrópusambandinu." Ekkert spurðist til þessa hvolps eftir þetta, og játa ég að maður hefur pínu áhyggjur af því að þessum hvolpi hafi verið lgeldur eða jafnvel lógað af eigendum sirkusins við sjávarsíðuna, fyrir einlægt, heiðarlegt og hreinskilið gelt. 

En þegar maður hélt nú að þessi sirkus væri byrjaður að koðna niður, sýningin orðin þung og leiðnleg þar sem sirkustrúðarnir klöppuð hvor öðrum á bakið og sögðu við hvorna nanna frekar húmorslaust:"Þetta er ekki þér að kenna, að dýrin sluppu út og alls ekki stefnu okkar, þetta er allt Jóni Ásgeiri að kenna.", þá kom líf í sirkusinn aftur. Óvænt skemmti-atriði og það frumsamið, var kynnt til sögunnar, gamall sirkusstjóri sem hafði um tíma gegnt starfi yfirtrúðs en verið rekinn . Í stað þess að grípa inn í og aðstoða við slökkvistörfin hafði þessi yfirtrúður ákveðið að skvetta grillvökva eldgelypsins á bálið, skildi svo ekkert í að bálið logaði bara meir og vildi skella skuldinni á þennan Jón og yfirstrympu Samfylkingar-sirkusins.

Við lófaklapp skrölti þessi gamli og þreytulegi yfirtrúður upp á sviðið, við mikinn fögnuð sirkusgesta sem biðu í eftirvænitingu eftir enn einu frábæru atriðinu í þeirra augum, en hryllingi í augum þeirra sem vildu ekki koma  nálægt þessum sirkus. Skyndilega svipti trúðurinn hulunni af sér og reyndist ekki vera gamli trúðurinn, heldur Kristur á krossinum sem væri að þjást fyrir syndir alls heimsins. Þegar það kom í ljós að trúðurinn var ekki að grínast með Krists-gervið heldur áleit sig hafa verið fórnað til friðþægingar þrátt fyrir að hann hafi verið gripinn með grillvökvann í hendinni, runnu tvær grímur á suma. Biturleiki trúðsins í bland við þessa nýtilfundnu firringu, gerði þetta óþægilegt fyrir aðra sem á horfðu í gegnum netið en sirkusgestirnir hlógu og fögnuðu af trúarofsa þeirra sanntrúuðu á vakningarsamkomum.

Hrifning sirkusgestanna á þessu atriði bitra yfirtrúðsins með Frelsara-kompexana, náði þó hámarki þegar trúðurinn gyrti niður um sig, skeit í lófana á sér og þeytti skítnum út um allt, m.a. í mann sem hafði misst barn sitt í síðastliðnri viku. Trúðurinn ágerðist svo við hrinfinguna og ákefði salsins sem heimtaði meira að nokkrum auka spörðum var kastað en ekki við mikinn fögnuð sumra gestanna sem fengu illa lyktandi saurinn beint í framan. Reiddust þeir og töldu sig ekki geta endurreist virðingu sína nema seinna um kvöldið í fjölmiðlum og töluðu um ómaklegt skítkast. Trúðurinn lauk svo senunni við það mikla hrinfingu áhorfenda að þeir risu upp úr sætum sínum og hylltu hvert einasta saurkast með því þannig að trúðurinn gekk af sviðinu, glaður í bragði yfir því að allir væru fagnandi skítnum sem hann aus í allar áttir, m.a.s. þeir sem fengu kastið beint í andlitið.

En svo fór að draga að lokum sýningarinnar og stökk fráfarandi sirkusstjóri í pontu og var þungur yfir því að trúðurinn hafði hagað sér svona. Sirkustjórinn var ekki sáttur við framferði hans og sérstaklega að hafa kastað einum stórum og illa lyktandi í andlit manns sem hann hafði séð til að fengi starf í undirdeild flokksins:Samtaka atvinnulífsins. En ekki varð meiri eftirmáli af þessu en það því að hápunktur og aðalatriðið nálgaðist hratt, og það var hver ætti að hreppa hnossið og verða næsti sirkusstjóri?

Upphófst þá skemmti-atriði sem gekk út á það að menn áttu að þykjast kjósa um tíma. Tveir kandidatar og sá þriðji sem vildi sýna fram á fáránleikann, sýnd sig á sviðinu eins og sperrtir stóðhestar en í raun var búið að ákveða að krónprins Kolkrabbans gamla, ætti að fá sprotann og starfið. Það hafði veirð ákveðið fyrir þó nokkru síðan og jafnvel árum síðan, en þegar það uppgötvaðist að sirkusinn myndi missa áhorf, þá varð uppi fótur og fit. Í skelfingu sinni hlupu markaðsmenn sirkusins út um allt land þar til að sjóaður skrípaleikari við sjávarsíðuna fannst til að stökkva inn í senuna. Sýndarmennskan í þessum gervikosningum náði svo hámarki þegar krónprinsinn var svo krýndur, líkt og um fegurðarsamkeppni væri um að ræða. Gott ef hann brosti ekki stöðluðu brosi í gegnum tárin, jafnvel við tónlist frá Gunnari Þórðarsyn.

Næstu kosnignar gengu fljótt fyrir sig enda engin sem nennti að horfa á sama leikatriðið tvisvar í röð,  og tók því skipun á varasirkustjóra fljótt yfir. Að lokum endðai sirkusinn á atriði fáránleikans þegar krónprinsinn sem var orðinn N(r)1, hóf ræðu um að nýtt fólk og ferskt loft blési um sirkusinn. Í ljósi þess að ekkert nýtt fólk hafði valist til valdastarfa, aðeins starfsmenn sirkusins sem báru sína ábyrgð á hruni samfélagsins né að mokað hafði verið út áralöngum og illa lyktandi úrgangi sirkusgesta og sirkusdýra, þá varð þetta frekar hjákátlegt og falskt. Það var því ekki annað en skellihlátur af vantrú sem kom þegar keikur krónprinsinn tilkynnti svo að nú væri allt orðið hreint og fínt, og ætti sirkusinn að fá að vera aftur aðasirkusinn í bænum, um aldur og ævi.

Flestir þeir sem horfðu á þessa sýningu fáránleikans og trúðslegrar firru með Krists-komplexa, hafa líklegast gert eitt, hrist hausinn og sagt við sig: Ég kaupi ekki framar miða á þennan sirkus,sýningin er ekki bara léle, heldur skaðleg samfélaginu.

Að lokum hef ég ákveðið að þessi sýning fái 0 stjörnur af fimm mögulegum og er áhorfendum bent á að forðast hana, ef þeim þykir vænt um heilsu sína og barna.

 


mbl.is Nýrri kynslóð treyst til verks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað var þó þessi sýning íburðarmeiri en misheppnuð trúbatorsuppistand Borgarahreyfingarinnar. 

Freyr (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:01

2 identicon

Já ég held a' það hafi verið mistök hjá flokknum að vera með beina útsendingu frá flokksþinginu, þvílíkur fáránleiki.

Valsól (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 123085

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband