Baráttan gegn trausti, von og sátt stjórnlagaþings

Þegar bankakerfið hrundi, og efnahagskerfið lagðist á hliðina, þá varð það fljótt ljóst að þetta var ekki það eina sem hafði brostið í hrunadansi græðginnar. Traustið hafði verið myrt og samfélagssáttmálinn rofinn af þeim sem áttu að gæta hagsmuna okkar borgara þessa lands, en létu glepjast frekar af djúpum vösum auðmanna og settu hagsmuni þeirra framar þjóðarinnar.

Í framhaldi af þessu rofi og svikum á samfélagssáttmálanum, þá kom sú réttmæta krafa upp, um að gerður yrði nýr sáttmáli á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaþingið sem slíkt, hefði ekki bara það hlutverk að útbúa nýja stjórnarskrá í stað þeirrar gömlu sem ráðherrar og þingmenn höfðu gripið yfirleitt til, þegar skorti salernispappír á leikskólanum við Austurvöll, heldur væri einnig grundvöllur sáttar, uppbygging á trausti og neisti vonar um að hér gæti risið nýtt og sanngjarnt samfélag með nýjum samfélagssáttmála eða hið Nýja Ísland.

En í stað þess að horfast í augun við að það væri ekki bara þörf, heldur einnig samfélagsleg nauðsyn að skapa hér sátt með stjórnlagaþingi, hafa margir þingmenn stokkið á vagninn til að hindra að landsmenn geti samið eigin stjórnarskrá og hafið ferlið til sáttar. Og hver er ástæðan?

Hræðsla.

Fyrst og fremst hræðsla. Hræðslan við að flokkarnir sitji ekki lengur eftirlitslausir við kjötkatlana né geti ausið úr þeim að vild flokknum til hagsbóta, hræðslan við að ráðherrarnir hafi ekki gerræðisvald lengur, hræðslan við vald flokkana veikist, hræðslan við að atvinnustjórnmálastéttin eigi ekki ein þingið, hræðslan við að geta ekki ákveðið einir valdsvið sitt og hræðslan við að hagsmunir flokksins og flokkseigenda verði ekki lengur framar hagsmunum borgaranna og þjóðarinnar.

Enda byrjaði ballið fljótt og áður en tókst að negla samkomulag um kæfingu málsins í nefnd skipuð að mestu þeim sem nærst höfðu á mjólk spillingar, þá hófu misgamlir drengir í stuttbuxum að þeyta smjörinu í allar áttir. Fyrst var sagt að það ætti ekki að vera að eyða tíma í svona óþarfa á borð við stjórnlagaþing á svona víðsjárverðum tímum. Ekki beysin rök þegar skoðað er að margar stjórnarskrár þjóða hafa verið samdar við slíkar aðstæður og sem upphaf nýrrar sáttar. Þá var gripið til næsta hálmstrás, þess að tala um að kostnaður væri óhóflegur enda peningar meira mikilvægari en traust, von og sátt í huga slíkra eyðingarafla samfélagsins.  Slengt var fram tölum sem keyrðar höfðu verið upp í topp án tillits til hvað skilaði sér til baka í gegnum skatta né hver ávinningur þjóðarinnar yrði í formi lýðræðisaukningar og uppbyggingu samfélagsins að nýju, til lengri tíma litið. Ekki nægði þeim það þó, því nýjasta atlaga misgamalla drengja í stuttbuxum,  að gerð nýs samfélagssáttmála, er að stjórnlagaþingið eigi að vera ráðgefandi eingöngu. Hugsunin að þeirri atlögu gegn sáttmála samfélagsins, er mjög einföld: valdaklíkum stjórnmálatéttarinnar verði þá gert kleyft að hundsa allar þær niðurstöður sem veiki flokks- og ráðherraræðið, og minnki valdsvið þeirra þegar kemur að útdeilingu kjötsins til vina og vandamanna.

Á meðan misgömlu drengirnir í stuttbuxum þeyttu smjörinu í tonnavís, þá beindist að sjálfsögðu athyglinni í burtu frá innihaldi frumvarps núverandi ríkistjórnar um hvernig framkvæmd stjórnlagaþings ætti að fara fram, og líklegast var það samkomulag flestra þingmanna um að beina ætt athyglinni í burtu frá þvi. Frumvarpið er nefnilega sniðið þannig, að ef það takist ekki að kæfa málið niður í nefnd og stjórnlagaþing verði að raunveruleika, þá sé svo búið um hnútana, að aðeins stjórnmálaflokkar og önnur öflug samtök tengd þeim, geti yfirtekið stjórnlagaþingið með takmörkunum á því hverjir geti setið á þinginu og hvernig þeir aðilar geti tekið sæti. Takmarkanirnar eru t.d. fólgnar í því að hver frambjóðandi til þings, þarf að safna 50 meðmælendum auk tveggja votta með hverjum meðmælanda eða allt að 150 manns.  Aðeins stjórnmálaflokkar, hagsmunasamtök eða peningaöfl hafa slík tök að geta meðmælum á þessum grundvelli en hin venjulegi Jón eða venjulega Gunna, þyrftu að kalla saman ættarmót með tilheyrandi fyrirhöfn í besta falli.

Afleiðingin væri sú að þverskurður almennings fengi ekki að koma að málum, heldur aðeins Morfís-ræðumenn stjórnmálastéttarinnar og hagsmunagæslumenn atvinnulífsins. Slíkt væri stórskaðlega arfavitleysa,  að handbendi stjórnmálaflokka ákveði hversu vald þeirra er mikið og hver takmörk þess eru,  og mun ekki vera framtíð þjóðarinnar til heilla og frekar leiða hana meir í átt til glötunar.

Eitt af hjartans málum okkar sem í Borgarahreyfingunni eru, er að stjórnlagaþing geti farið fram án yfirgangs atvinnustjórnmálamanna, heldur að þverskurður þjóðarinnar semji hana með almannahag, lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi. Valið skal á þingið með slembi-úrtaki úr þjóðskrá, sérfræðingahópar fengnir til að hafa verkstjórn með vinnunni, allir þættir stjórnarskránnar endurskoðaðir með aðsendar tillögur almennings og fyrri vinnu stjórnarskrárnefndar til hliðsjónar. Að því loknu skal leggja hin nýja sáttmála samfélagsins, til kynningar og umsagnar um tíma, og mun svo þjóðin fella sinn dóm yfir nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Krefjumst þess að stjórnlagaþing verði í höndum borgara þessa lands, ekki stjórnmálastéttarinnar. Krefjumst þess að uppbygging vonar, trausts og sáttar fari fram á stjórnlagaþingi með lýðræði, ekki flokksræði, að leiðarljósi. Krefjumst þess að traust, von og sátt verði að raunveruleika.

Því án þess að vísirinn að trausti, von og sátt sem felst í stjórnlagaþingi, þá mun ekki rísa heilbrigt samfélag upp úr rústum hruns og spillingar.


mbl.is Geta setið fram að kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, það verður að vera venjulegt fólk á þessu stjórnlagaþingi.  Helst valið með úrtaki úr þjóðskrá.  Það er eina leiðin að mínu mati.  Áfram Borgarahreyfing, X-O

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.4.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er vægast sagt hræðilegt að hlusta á Birgi Ármanns. tala um þetta (10 ár?)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:20

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Aukið lýðræði væri sannarlega til bóta. Færni stjórnmálamannanna á því sviði mætti sannarlega meiri. Hreyfing sem setti lýðræðið og nálægð við fólkið  á oddinn ætti sannarlega að eiga möguleika nú. Stjórnmálamenn sem töluðu mannamál og gengu  hreint til verks. Í ljósi þessa af hverju eru skrifin hér að ofan uppfull af innihaldslausum frösum, í takt við þá á þingi sem ekkert hafa þar að gera. Skýrir þessi framsetning e.t.v. það að Borgarahreyfingin kemst varla á blað í skoðanakönnunum. Svo mjálmar eitthvað hjálið með, hvað hinir séu vondir. Við þurfum leiðtoga í stjórnmálin sem vita í hvaða anda þeir vilja starfa og getað mótað stefnu með fólki.

Sigurður Þorsteinsson, 2.4.2009 kl. 07:54

4 Smámynd: AK-72

Sælir, Sigurður. Við erum allavega sammála um það að aukið lýðræði sé til bóta, en mig leikur forvitni á hvað séu innihaldslausu frasarnir, því ég ákvað að sjálfur að orða þetta almennt, í tengslum við þetta mál. Ég er sjálfur á þeirri skoðun og trúi því innilega, að ef við breytum ekki núna stjórnkerfinu, skrifum ekki nýjan samfélagssáttmála og komum því til skila að þingmenn séu þjónar okkar, en við ekki þjónar þeirra og flokkana, þá getum við alveg eins kvatt þetta sker. Þá  er þetta samfélag endanlega búið og bara spurning um hvert sé best að flytja, því án breytinga og með Sjálfstæðisflokkinn við völd, þá hef ég engan áhuga á að búa hér á landi.

Varðandi svo þetta leiðtogatal, þá er ég alltaf mjög tortrygginn gagnvart því. Leiðtogadýrkun og "sterkir" leiðtogar hafa yfirleitt skilað af sér ofsatrúarsamtökum líkt og gerðist með mann sem líkti sér við Krist á krossinum nýlega, nokkuð sem gerir fólk blint gagnvart óréttlæti, spillingu og skerðingu mannréttinda og lýðræðis. Vill frekar fá teymi góðs fólks sem lætur til sín taka en einhvern sterkan leiðtoga sem drottnar yfir öllu og skilur eftir sig sviðna jörð og hrunið samfélag.

AK-72, 2.4.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 123070

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband