Exista og Bakkabræður-Hýenur hlutabréfamarkaðrins fara aftur á kreik.

Að hugsa sér, að það er varla komið ár síðan að Exista rændi hlutabréfunum mínum í Landsímanum og nú virðist sem að það eigi að leika sama leikinn aftur. Eftir þann gjörning í fyrra, þá ritaði ég grein er kallaðist Hýenur hlutabréfamarkaðrins í Morgunblaðið þar sem ég lýsti vinnubrögðunum. Ekki varð fögnðuru við það hjá Exista, heldur fékk ég svar þar sem útúrsnúningar, hálfsannleikar og hroki fjárglæframanna réðu ferðinni.

Stuttu síðar hrundi allt, á meðan ég hugleidd stöðu mína. Exista tókst að lifa þetta af, þó það sé tæknilega gjaldþrota að því virðist, en ýmislegt skuggalegt tengdist þeim byrjaði að koma upp á yfirborðið: stöðutaka gegn krónunni, fulltrúar þeirra í stjórn Kaupþings samþykktu afskriftir lána til handa lykilstarfsmönnum, forstjóri Exista er formaður Viðskiptaráðs sem kom 90% af ályktunum sínum inn í lög með þeim skelfilegu afleiðingum sem við upplifum, og margt, marg fleira.Einnig er alveg furðulegt að þetta fyrirtæki skuli hafa getað fengið að kaupa upp fyrirtæki með útgáfu á hlutabréfum í sjálfu sér, en ekkert lagt til í handbæru fé á síðasta ári. Þannig eignuðust þeir Símann og samkvæmt óstaðfestum heimildum, þá ætla Bakkabræður að láta eitt fyrirtæki Exista: Lýsingu, lána sér fyrir þessum siðlausa gjörningi.

En svo við snúum okkur að aðferðafræðinni sem notuð var við ránið á Símanum og nú Exista, þá gengur þetta svona fyrir sig. Hýenur hlutabréfamarkaðarins gera yfirtökutilboð í fyrirtæki sem þær hafa nýverið eignast stóran hlut í og gerir þær yfirtökuskyldar.  Yfirtökutilboð er gert, helst með útgáfu hutabréfa en í þessu tilfelli er það aumingjalegast prís sem gúmmístimplaður var að klappstýru auðmanna: Fjármálaeftirlitinu. Þegar hýenurnar hafa náð 90% eignahlut, þá nýta þær sér lagaklásúlu sem segir að þær hafi rétt til þess að taka hina hlutina af því fólki sem neitaði að selja(brot á eignarétti stjórnarskrár?), og á því verði sem hýenurnar ákveða. Eftir situr almenningur og aðrir litlir hluthafar sem framreiddu raunverulegt fé, með svöðusár í veskinu, sviknir og rændir með aðstoð opinberrar stofnunar, á meðan hýenurnar hlaupa í burtu hlæjandi með vænan kjötbita í kjaftinum.

Hverjir eru kjötbitarnir? Það er nefnilega málið, að inn í Exista liggja verðmæti: Skipti hf eða Síminn, VÍS og Míla ehf. Fyrir ykkur sem ekki vita, þá er Míla grunnet landsímans og með ótrúlega einokunarstöðu, þar sem allir þurfa að versla við það fyrirtæki á einn eða annan hátt.

En hvað er hægt að gera, sem mótsvar nú, sem merki um að við sem höfum veirð rænd og svívirt af auðmönnum, séum hætt að láta traðka á okkur. Við verðum að lýsa yfir stríði gegn þeim, stríði sem þeim mun ekki líka. Við höfum vopn, lögleg vopn umfjöllunar, samtakamátts og aðgerða ýmiskonar.

Fyrir það fyrsta þá á alls ekki að taka tilboðinu. Ef við gerum það, þá missum við áhrif á fyrirtækið, við getum ekki krafist lögreglurannsóknar, rannsóknar á vafasömum bókhaldsbrellum né tekið á málum á hluthafafundum. Auk þess völdum við Bakkavarar-bræðrum auknum fé-útlátum(eða ætti maður kannski að segja Lýsingu ef þeir fá peningin þaðan?), við það að reyna aftur og aftur að sölsa undir sig félagið í annarlegum tilgangi. Ég segi annarlegum, því mín tilfinning er að þar sé eitthvað geymt sem ekki má sjá dagsins ljós, en það gæti verið rangt hjá mér samt.

Annað sem hægt er að gera. á Nýja Kaupþing um 10% part í félaginu. Ef þrýst er á Nýja Kaupþing með bréfaskrifutm, hótunum um að færa viðskipt sín annað ef þeir taka tilboðinu, þá er ávinningur Kaupþings frekar lítill, ef þeir missa hundruð, ef ekki einhver þúsund viðskiptavina frá sér vegna þess að þeir ákveða að þjóna fremur siðlausum auðmönnum sem hafa átt sinn þátt í að koma landinu á vonarvöl.

Það þriðja sem hægt er að gera, er að skrifa greinar, bréf til þingmanna, ráðherra, Fjármála"eftirlits", og hætta því ekkert. Því fleiri sem vita af því hvað er í gangi, því minni líkur eru á að Bakkabræður komist upp með þetta og því óþægilegra er þetta. Ég er sjálfur á því eftir hugmynd annars staðar frá, að það eigi að þjóðnýta grunnet Símans, þ.e. ríkið þjóðnýti Mílu, skapi þar með sjálfu sér tekjugrundvöll og ýti þar með undir heilbrigða samkeppni á fjarskiptamarkaðnum, en ekki einokun.

Hið fjórða sem þarf að skoða, er að nýta sér öll lagaleg ráð til að stöðva þetta. Vilhjálmur Bjarnason beitr þarna einu, og spurning hvað aðrir geta gert. Persónulega er ég að spá í að setja mig í samband við hann og fá ráðleggingar um hvaða úrræði er hægt að beita. Við sem erum hluthafar getum einnig farið fram á að rannsóknir verði settar af stað á hugsanelgum brotum, og það verður að gera.

Hið síðasta sem mér datt í hug, er einhverskonar herferð þar sem við krefjumst að Bakkavarar-bræður og stjórnendur Exista endurgreiði okkur skaðann sem þeir hafa ollið litlum hluthöfum með svívirðilegum brellum sínum, ég vill t.d. .fá hlutabréfin mín í SKiptum til baka, og við krefjumst þess einnig að þessir menn endurgreiði ÞJÓÐINNI fé sitt, gefi eftir eigur sínar og biðjist aföskunar á þeim gjörðum, sem hafa leitt okkur í þjóðargjaldþrot. 'Eg mun geta fyrirgefið þessum mönnum alveg, ef þeir sýna alvöru iðrun, og reyna að bæta fyrir gjörðir sínar á slíkan hátt.

Ég segi fyrir mitt leyti, að ég vill frekar tapa þessum smánarskeini sem ég á og kallast hlutabréf í Exista, fremur en að þau lendi í höndunum á bakkavar-bræðrum og öðrum stjórnendum/stóreigendum í Exista. 

Ég er tilbúinn í stríð, stríð sem þessum mönnum mun ekki líka við, stríð við mennina sem lögðu sitt á plóginn við að gera þjoðina gjaldþrota, stríð við mennina sem ætlast til að við borgum skuldir þeirra á meðan þeir féfletta okkur, stríð sem þarf að heyja til að heiðarleiki og siðferði verði að veruleika, í íslensku viðskiptalífi.

Eru fleiri tilbúnir í þetta stríð?

 

 


mbl.is Ætlar að krefjast verðmats á Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn tilbúinn í stríð. En stríð er óumflýjanlegt ef við höldum áfram á sömu braut. Því miður virðist ólíklegt að gripið verði til nægilega róttækra aðgerða, sem duga til að snúa ferlinu við.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er tilbúinn, núna í þessum skrifuðu orðum. Keyrum þá í þrot og meinum þeim aðkomu að öllu sem tengist viðskiptum, að eilífu.

Finnur Bárðarson, 19.4.2009 kl. 15:30

3 identicon

Þeir fá ekki bréfin mín á tvo aura.

Einar (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 16:31

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ég styð þig & þitt stríð 100% gegn þessum "ruslaraLÝÐI", viðbjóðslegir viðskiptamenn, sem setja um hverja "svikamylluna" til þess eins að leika á fjárfesta.  Viðbjóður þessir bræður & það lið sem vinnur með þeim að koma á þessum gjörningum þeirra.  Segi það & skrifa "skítapakk & fjárglæframenn af verstu gerð...."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 19.4.2009 kl. 18:25

5 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Rán er rétta orðið, það er ömurlegt að í lögum sé ákvæði sem heimilar hluthafa sem á 90% í félagi að taka bréf þessara 10% og ráða verðlagningu hlutarins.  Ég starfaði hjá Símanum í átta ár og frá árinu 2000 hef ég keypt hluti í Símanum.  Fyrst tvö skiptin í svokölluðu starfsmannatilboði og síðar á gráa markaðnum.  Ég dundaði við þessi kaup allt til þess að Síminn var seldur "Bakkabræðrum".  Ég var alla tíð að kaupa bréf í félagi sem ég vann hjá og ég hafði mikkla trú á, ég kaypti ekki í þessum svokölluðu fjárfestingarfélögum eins og Exista er.  Þegar ríkið seldi Símann var ég búin að leggja í hann ca. andvirði 3 herbergja íbúðar í Reykjavík.  Fyrir ári síðan barst mér bréf þar sem mér var tjáð að stjórn Exista hefði ákveðið að minni hluthafar skildu hlýta innlausn á sínum hlutum í Skiptum móðurfélagi Símans.  Ég samþykkti ekki yfirtökutilboðið og tilkynnti Kaupþing banka að ég vildi ekki selja bréfin en þeir sáu um gjörninginn.  Ég sagði starfsmanni KB að ég vildi eiga bréfin áfram og alls ekki að fá greitt með hlutabréfum í öðru félagi.  Það var svo í ágúst 2008 að ég sá að bréfin voru farin út af vörslureikningi mínum í LÍ og Glitni.  Mér var ekki tilkynnt af bönkunum að bréfin hefðu verið seld (yfirtekin) og bankarnir höfðu ekki umboð frá mér til að skipta á bréfunum fyrir bréf í Exista.  Því miður fór ég ekki með málið til lögfræðings fyrr en í des en áður hafði ég spurt lögfræðinga LOGOS um réttarstöðu mína en þeir sögðu að ég gæti ekkert gert, svona væru lögin.  Bréfiunum mínum í Skiptum (Símanum) var sem sagt rænt í orðsins fyllstu merkingu.  Eignarréttur minn var rofinn og það er gert með ákvæði í lögum.

Í lokin skal þess getið að núna vilja þeir bræður kaupa (taka yfir) bréfin mín og borga fyrir þau tæp 40þ, núna bjóðast þeir til að greiða í peningum.  Betra er að tapa hlutum sínum í gjaldþroti frekar en að láta þá stóru stela af sér hlutabréfunum, það sitja allir við sama borð í gjaldþroti.

Guðmundur Jóhannsson, 19.4.2009 kl. 21:14

6 identicon

Aki

Stundum  kemurðu með  eitthvað vitlegt, í þetta skipti  tókst þér það.

MBK.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 22:31

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Purkunarlaus rán viðgangast um hábjartan dag.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.4.2009 kl. 01:02

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er ótrúleg lesning.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.4.2009 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband