Skuggaverk á Suðurnesjum: Enn meir um einka(vina)væðingu auðlinda í hendur GGE

Í dag sáust þrenningarteikn íslenskrar spillingar: auðmönnum hyglað af góðum vinum af æðstu stöðum, bankamenn kröfðust í krafti óskammfeilni græðginnar bónus-greiðslna fyrir að setja banka á hausinn og það sem er hér fjallað um í fréttinni: spilltir stjórnmálamenn sem æstir eru að koma auðlindum þjóðar og eignum almennings í hendur einkavina.

Frá því að þetta ferli hófst með mútugreiðslum til handa Sjálfstæðisflokknum vegna einkavinavæðingar á hlut ríkisins í HHS, hefur þessi þráhyggja Sjálfstæðisflokksins við að selja auðlindir Íslendinga í hendur manna sem einskis svífast, verið með ólíkindum að horfa á. Einkavinavæðing í upphafi, vandræðagangur með hlut OR og að lokum REI-málið hefð átt að gera mönnum ljóst að almenningur væri mótfallinn svona.

En nei, hafist var handa við að nýta tækifæri kreppunnar þegar athyglin beinist annað á tímum ESB-umræðunnar, hentugrar umræðu fyrir þá sem vilja vinna í skugganum og lauma myrkraverkum í gegn. Því ferli lýsti ég hér áður og var þá smávon um að einhvern veginn tækist að stöðva þetta allt saman, að Suðurnesingar myndu rísa upp og stöðva þá ósvinna sem var að gerast þarna.

Hvaða ósvinna? Nú, það er verið að færa þarna einkafyrirtæki réttinn til þess að nýta orku-auðlindir okkar landsmann, næstu 130 árin sem eru mun lengra en við munum nokkurn tímann lifa. Fyrir það fæst grátlegt auðlindagjald sem er varla upp i nös á ketti þegar yfir er litið og það sem verra er, að þarna fer fyrirtæki sem var í góðum rekstri þar til frjálshyggjupúkarnir suður með sjó ákváðu að keyar það kerfisbundið í hallarekstur. Um svipað leyti tóku þessir púkar einnig til hendinni innan bæjarins, komu öllu sem þeir gátu í hendur Glitnis og eigenda þeirra með þeim afleiðingum að bærinn á varla nokkra fasteign í bænum né lengur auðlindir. Nú stefnir þar að auki að þessar orku-auðlindir okkar verði ekki bara undir hæl misvitra fjárglæframanna og févana frjálshyggjumana, heldur einnig í eign erlendra aðila sem stefna að því að ná... tja, er ekki best að grípa til orðsins óhugnanlega: kjölfestuhlut í fyrirtækinu.

Sandgerði hefur selt sinn hlut fyrir litið og nú er innan OR bæði þrýstingur á Hafnfirðinga um að selja glorhungruðum græðgispúkum miskunnarlausrar frjálshyggjunnar sinn hlut og svo hinsvegar hamast ofstækisfullir frjálshyggjumenn okkar Reykvíkinga eins og graðir hundar á lóðarí við að koma eign okkar Reykvíkinga í hendur erlendra og innlendra fulltrúa græðisvæðingar sem hafa komið landinu á kné. Það aðhyllist þeirra trúarbrögðum nefnilega að sjá til þess að gangsterar í teinóttum fötum geti hagnast einir og almenningur beri skaðann áratugi fram í tímann.

En hverjar eru afleiðingarnar fyrir utan að Suðurnesjamenn missa yfirráðarétt sinn í 130 ár? Það er góð spurning en svo miðað sé við hvernig svona einka(vina)væðingar hafa farið i öðrum löndum og hér reyndar einnig, þá kristallast þetta alltaf í tvennu: hærra verð til neytandans og verri lífsgæði honum til handa sem afleiðing af því og svo verri þjónusta á allan hátt. Einnig má við því búast að Suðurnesingar megi byrja að búa við orkuskort, allur hagnaður af sölu raforku til stóriðju og fyrirtækja mun renna beint til eigenda en ekki til sveitarfélagsins líkt og áður og erfiðara verður að reka sveitarfélagið sem slíkt. Við það bætist að þetta einkavinavædda fyrritæki mun hafa krumlu sína læsta um Suðurnesin og geta stjórnað þróun atvinnu sem og öðrum þáttum, stjórnmálamenn verða undir hælnum á þeim og vei þeim sem ætlar að reyna að hafa aðrar skoðanir en eigendur þess.

Svo mun söngurinn hefjast á ný annars staðar:" ríkið getur ekki verið í samkeppni við einka-aðila, markaðnum er einum treystandi, samkeppnin á orkumarkaðnum mun skila betri þjónustu til viðskiptavina" og allt það sem við höfum heyrt áður frá aðilum sem stóðu þétt á bak við olíusamráð og bankabrask.

Höfum við ekki lifað slíkan tíma upp nú þegar? Erum við ekki að upplifa hrikalegar afleiðingar frjálshyggjunnar og einkavæðingar sem stendur? Vilja Suðurnesingar taka á sig enn meira högg af þeim þáttum?

Það er þeirra einna að meta og þeirra að berjast fyrir. Við hin verðum að leggja þeim lið og stöðva sölu OR og annarra til hinnar nýju hrollvekju einkavæðingar og martraðar frjálshyggjunnar með öllum ráðum sem til eru, jafnvel að krefjast þess að ríkið grípi inn í og þjóðnýti auðlindirnar til bjargar almenningi suður með sjó. Það eru nefnilega mannréttindi okkar að geta haft aðgang að ódýru rafmagni, orku og vatni til að lifa af og við verðum að gæta okkur á því að siðlausir menn nýti sér ekki tækifæri kreppunnar til að brjóta á okkur og framtíð okkar til betra lífs, sér og sínum til handa.

Eða viljum við bara loka eyrunum aftur og vonast eftir hamingjusömum endi með fákeppni, okri og engri þjónustu á meðan við sitjum heiladofin og slefandi í sófanum yfir hinu íslenska Wipeout á Stöð 2?

Maður spyr sig.


mbl.is Áhyggjur af framsali auðlindaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sammála. Þetta er hrikalegt klúður. Verðum við ekki að fara taka þessa umræðu á vettvangi borgarafunda.

Helga Þórðardóttir, 19.8.2009 kl. 00:30

2 identicon

Sammála.  Þetta er alvörumál og ætti ekki að líða.  Stjórnvöld eiga að taka í taumana.  Þarna er græðgin á ferð og við höfum fengið nóg af henni.  Í Fréttablaðinu í dag skrifar Þorleifur Gunnlaugsson um einkavæðingu Hitaveitu  Suðurnesja og bendir á að þekkt sé erlendis að við aðstæður sem þessar mæti  "hákarlarnir"  með það í huga að eignast almannafyrirtæki fyrir lítið fé.

"bankamenn kröfðust í krafti óskammfeilni græðginnar bónus-greiðslna" :  Umrædda bankamenn á að reka nú þegar.

Auður M (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband