Óvísindaleg könnun um fréttamat fjölmiðla á degi Sigmundar og Exista.

Í gær var dagur þar sem nokkur skemmtileg umræðu-efni voru til umfjöllunar í fjölmiðlum og bloggheimum eins og venjulegum. Eftir allt fjaðrafokið um það mál sem virtist vera mál málanna í fjölmiðlum og hjá stórhneyksluðum bloggurum, þ.e. hvort Sigmundur hafi verið edrú eður ei eða jafnvel minnst fulli maðurinn í salnum, þá ákvað ég að gera óvísindalega könnun á nokkrum fréttamiðlum um fréttamat fjölmiðla um hvað væru stærstu mál dagsins í gær og valdi þar nokkur mál: Exista og þeim tengt, Sigmundur, skuldavandi heimilanna, IceSave og HS Orku/Magma-einkavæðinguna á Suðurnesjum

Hérna eru niðurstöður af talningu, gef mér +/- 1 í óvísindalegu mati sem fráviki. Skemmtið ykkur við að skoða þessa töflu en Fjöldi frétta, er fjöldi innlendra frétta(viðskitpadálkar mbl og visis teknir út sér)

 

Fréttamiðill

Fjöldi  frétta

Sigmundur

Exista

Skuldir heimila

HS Orka og Magma

ICE-SAVE

dv.is

23

9(+2Sandkorn)

5

1

1

0

Ruv.is

56

1

3

4

2

0

Visir.is

50

8

0

4

1

1

Mbl.is

46

2

2

6

1

4

Viðsk.-mbl

17

x

6

0

0

0

Viðsk.-visir

18

x

4

0

0

0

 Nokkrar athugasemdir ætla ég að gera þó við þessi vísindi mín. Viðkskiptafréttir á mbl.is og visir.is eru oft fréttir sem eru stuttan tíma á forsíðunni og enda svo þar innan skamms. RÚV hefur þá sérstöðu að þeir taka þær fréttir inn í yfirlit innlendra frétta eða erlendar ólíkt þessum miðlum. Ég ákvað því að taka þær sér út því þar er blandað inn erlendum í bland við fréttir sem tengjast Íslandi. Því eru heildarfréttir mbl og visir eingöngu það sem birtist undir dálknum Innlendar fréttir.

Þegar litið er svo á vinsælustu fréttir þeirra miðla sem birta slíkt, þá eru 2 af 7 vinsælustu um Sigmund hjá DV en 3 af 6 hjá visir.is yfir þær vinsælsutu að því virðist. Erfitt er að sjá hjá Mogganum hvað er vinsælast miðað við gærdaginn þar sem það virðist breytast ört en líkið Michael Jackons trónaði þar á toppnum fyrir stundu og aðeins sást glitta í greiðslu-aðlögun sem vinsælt skoðunarefni. Um tíma í gær þá voru reyndar nær því aðalfréttir bæði á DV og Vísir um Sigmunds-mál alls 3-4 í einu(því miður tók ég ekki screenshot) á meðan fréttir tengdar hinu dreifðust meir um daginn eða fóru framhjá fólki vegna fyrirsagna.

Og hvað var vinsælast í bloggheimum fyrir fólk að ræða? Miðað við einstaklega ónákævma vísindilega könnun sem fólst í því að kíkja inn á blogg tengdum fréttum eða athugasemdir á Eyjunni sem ekki er með í þessari könnun vegna lélegrar fréttaleitar, þá lagði Sigmund Exista-lýðinn í snöggum sjómanni. Hinum málunum sem dreymdi um að vera það mikilvægasta í huga fréttamanna og bloggara, fengu varla að snerta hundaskálina við borð þessara trölla sem kljáðust um að vera mest á milli tanna hins venjulega Íslendings með tölvuna í fanginu.

Það skal þó tekið fram að þetta er til gamans gerts fyrst og fremst en er kannski ágætis umhugsunarefni um hvað við eyðum mestu púðri í að skrifa og tala um, hvað eru mikilvæg málí raun, hvað ekki og hvort athygli okkar sé ekki beint að einhverju smámáli í raun þegar stærri mál eru kæfð niður í rotþró þrælslundar og vanhæfni íslenskrar fjölmiðlastéttar.

Hvort mun hafa meiri áhrif á líf okkar eftir fimm ár: meint ölvun Sigmunds eða einkavæðing HS Orku?

Slíkar spurningar þurfum við að spyrja okkur við og við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband