Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

"Smear campaigning" gegn Sigmundi Erni og Eldmessu-ræða hans

Síðustu daga hefur borið aðeins á því að sumir Íslendingar sem sanna orð götusóparans eftir Menningarnótt um að Íslendingar séu svín, velti sér upp úr forarvaði slúðurs og kjamsa á mjög klipptu myndbandi sem ætlað er að sýna Sigmund Erni nokkurn í sem verstu ljósi og þeirri sögu komið á kreik að hann sé fullur. Þó ég hafi heyrt bæði góðar og slæmar sögur um viðkynni af þessum mann(og verið reiður út í hann út af Hótel Borgar-mótmælum)i, þá eiginlega ofbýður mér framferði þessara svína slúðursins og sóðaherferðar sem minnir mann helst á aðferðir Repúblikana-flokks Bush nokkurs eða andlegs tvíburaflokks Repúblikana hér á landi: Sjálfstæðisflokksins.

Þegar litið er á umrætt myndband þá má sjá að það er mjög klippt með ákveðna takta sem minnir á svokölluð "smear campaigning". Klippt til úr ræðum og andsvörum kvöldsins með hæðnislegum athugasemdum og allt dregið fram í sem verstu ljósi auk Guðlaugs Þórs(sem á sína athugasemd skilið miðað við framgöngu hans í ýmsum hlutum) sem hefur verið einnig talsvert skotmark svokallaðrar náhirðar Sjálfstæðisflokksins kennda við Davíð og inniheldur þá siðferðislega gjaldþrota menn sem hafa skapað þvílíkar hörmungar til handa íslenskri þjóð með siðblindunni sem felst í óheftri frjálshyggju, frjálshyggju sem hefur skaðað þjóðina svo mikið að hún mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og lítillar viðreisnarvon ef lýðskrumandi frjálshyggjan fær að ráða.

Í framhaldi af svona byrjun á herferð er komið kjaftasögu á kreik um að viðkomandi hafi gerst sekur um eitthvað athæfi sem þykir ekki boðlegt og jafnvel glæpsamlegt, mannorðið svert þar til skaðinn er skeður, og sama hvað viðkomandi reynir að verja sig, þá trúir fólk sögunni sem komið er á kreik eða eins og hér: léttvínsglas með mat er orðið að allsherjarfyllerí, nokkuð sem ég held að stór hluti Íslendinga stundar og sér ekkert að enda ekki fyllerí um að ræða. 

"Let the bastard deny it" var eitt sinn sagt af slíkum mönnum sem notuðu þessa mannorðsárásar-fræði, menn á borð við Joseph McCarthy sem íslenskir hægrimenn sumir hverjir telja hafa veirð misskilda hetju, Richard Nixon sem taldi sig þurfa að njósna um andstæðinga sína og lét brjótast inn í Watergate og George W. Bush jr. sem beitti sóðalegum ófræingarherferðum gegn andstæðingum sínum um að þeir væru á móti föðurlandinu og fleira.

Allt eru þetta hetjur íslenskra hægrimanna sem kenna sig við frjálshyggju Davíðs Oddsonar hvort sem það er Frjálshyggju-félagið, Der Sturmer-rit þeirra Vef-þjóðviljinn, AMX og náhirðin sem gerði þjóðna gjaldþrota og iðrast einskins heldur vill koma sér til valda á ný svo hægt sé að koma í veg fyrir að rannsóknir verði framkvæmdar og hafist verði handa við að tryggja valda-ættum, auðmönnum og öðrum ribböldum þeim sem riðu um hérað og kveiktu í bæjum íslensks almennings eftir að hafa nauðgað Fjallkonunni við bæjarhliðið, völdin áfram til að ræna, rupla og nauðga þjóðinni í heild sinni með aðstoð svikulla kotkarla sinna í Framsókn sem fengu hluta þýfisins.

Þegar horft er á ræðu Sigmunds Ernis, viðbrögð, frammíköll, andsvör o.fl. þá er mér nokkuð ljóst að maðurinn er ekki drukkinn og hef ég umgengist nógu marga drukkna einstaklinga um ævina. Það eru aðrir sem ættu að skammast sín og ætti að ræða við þarna um hegðun og framferði, svo sem þingmaðurinn sem segir að Sigmundur vinni fyrir auðmenn en er sjálfur í fóstri auðmanns í formannssæti". Einnig er spurningin með hvort þingkonan sem vill umræður nú um hegðun þingmanna, ætti ekki að líta í eign barm þegar hún ræðst ekki gegn Sigmundi efnislega heldur kallar hann heimskan með orðaskrúði. Hvað þá um þá sem garga á meðan Eldmessu Sigmundar stendur yfir og kalla Baugur eða ESB sem sök á öllu illa en neita að horfast augu við það að það sem SIgmundur bendir á, að við verðum að líta okkur nær með hverjir orsökuðu hrunið, sökudólgarnir sem ekki má leita að.

Nei, þeir sem eru óviðeigandi eru þeir sem horfast ekki í augun við eigin gerðir, þeir sem neita að iðrast og standa upp með lófaklappi, hálfgrátandi af geðshræringu yfir ræðu Flugnahöfðingjans mikla úr Svörtuloftum sem siðblindur kann aðeins eitt, að kasta smérinu á sem flesta til að breiða yfir sekt sína. Þeir sem neita að iðrast, þeir sem lýðskruma til að deila og drottna sér og auðmönnum sínum til hagsbóta, þeir sem vissu betur inn á þingi en héldu áfram leiknum, þeir sem vilja halda öllu óbreyttu í faðmi frjálshyggjunnar,það eru þeir sem eru ekki þinginu sæmandi, hvað þá íslensku samfélagi. 

Ég mæli svo með að fólk hlusti eða lesi magnaða ræðu Sigmundar, hlusti svo á andsvör, frammíköll og annað til að meta þetta sjálft. Ræðuna má finna hér í texta-formi á vef Alþingis og listann yfir ræður og andsvör má finna hér en þar má einnig horfa og hlýða á ræðuna. Dæmið svo fyrir ykkur sjálf en látið ekki vel klippt myndband segja ykkur matreidda og fyrirfram ákveðna sýn, segja ykkur niðurstöðuna.

 


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður G. Guðjóns, lögfræðideild Landsbankans og siðareglur lögmannafélagsins.

Fyrir stundu síðan,  þá ákvað ég að kíkja á siðareglur lögmannafélagsins. Ástæðan var sú að mér flaug það til hugar, að þessar svíviriðlegu athafnir sem Sigurður G. Guðjónsson og Hannes J. Hafsteins hjá lögfræðideild Landsbankans framkvæmdu fyrir Sigurjón Árnason, ásamt öllum þeim lögfræðingum bankanna og þeirra þjóðníðinga er útrásarvíkingar kallast, ástunduðu með því að finna leiðir til að svindla á fólki, komast yfir fé á siðlausan hátt og aðstoða við að koma landinu hálfa leiðina til helvítis, með lögfræðilegum gjörningum sínum, gætu e.t.v. hafa brotið hið minnsta siðareglur lögmannafélagsins.

Og sjá! Varla hafði Hr. Google lokið störfum sínum og músin skotist inn á síðu Lögmannafélags Íslands, að vér rákum fagnaðaróp líkt og um siguröskur Mel Gibsons í Braveheart væri að ræða, sem hljóma mun um allt land vort þegar síðasti útrásarvíkingurinn er fallinn ásamt kjölturökkum sínum úr fjölmiðla- og lögmannastéttum. Gleði og von braust fram í hjarta voru við það að sjá að augljóslega hefðu þessir landsins nýju fjandar, brotið fyrstu tvær siðareglur Lögmannafélags Íslands:

1. gr.Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti.

Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.

2. gr.Lögmaður skal gæta heiðurs lögmannastéttarinnar, jafnt í lögmannsstörfum sínum sem öðrum athöfnum.

En gleðin dó fljótt, því þegar nánar var skoðað, þá buðu þessar reglur upp á undankomuleið fyrir þá þrjóta sem hér um ræðir.

Þeir hafa nefnilega hvorki heiður né samvisku.


Óskars-tilnefningarnar komnar-Ekki mikið óvænt

Jæja, þá er loksins komnar tilnefningar fyrir aðaluppskeruhátíð ársins: Óskarsverðlaunin. Það er svo sem ekki margt sem kemur á óvart í rauninni, maður vissi að Dreamgirls fengi margar tilnefningar, Scorsese yrði útnefndur, Pan's labyrinth sem besta erlenda mynd en Sena hefur ekki áhuga á að sýna hana því eins og þeir orðuðu það:"HAHAHAHA, hver heldurðu að hafi áhuga á að sjá mexíkanskar myndir?". Little miss sunshine er svo sem ekki neitt óvænt frekar en Babel og ég hefði orðið mjög hissa ef Peter O'Toole hefði ekki fengið tilnefningu enda fer karlinn víst á kostum í Venus. Verst að Will Smith fær tilnefningu, hef hrikalegt óþol gegn  honum þó maður gefi honum kredit fyrir leik við og við.

Það sem kannski helst kemur á óvart er Ryan Gosling fyrir besta leik í karlhlutverki, Borat fyrir besta handrit og að Jackie Earle haley hafi fengið tilnefningu sem er skemmtilegt því hann hvarf í fjölda ára eftir að hafa leikið í myndum á borð við Breaking away og minnistæður sem mest óþolandi krakki í heimi í The day of the locust. Alltaf gaman þegar það er endurkoma með stíl. Einnig kom mér það nú aðeins á óvart að hin hrollvekjandi heimildarmynd Jesus camp skuli vera útnefnd. Ánægjulegt þó umfjöllunarefnið sé óhugnanlegt: Kristnar sumarbúðir sem heilaþvo börn að hætti Talibana og eru með mikla hernaðarhyggju og tilbeiðslu til Bush sem hins nýja Messíasar, sem hluta af heilaþvottinum.

Nú þarf maður bara að leggjast yfir þetta og spá í spilin næsta mánuðinn þar til stundin rennur upp. Kvikmyndaklúbburinn Afspyrna hefur hingað til horft á afhendinguna með sínum venjulegu hefðum: vöfflubakstri, veðmálum, teljandi hversu oft sama auglýsingin birtist í hléum og hvaða bull og vitleysu þulurinn á Stöð 2 lætur út úr sér.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 123098

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband