Hatursglæpir á Íslandi-Sinnuleysi fjölmiðla og réttarkerfis

Þeir voru sex, sem réðust á mann við 10-11 í Kópavogi, slógu hann niður í jörðuna og létu spörkin ítrekað ganga í haus og skrokk hans. Ástæðan fyrir þessari árás var einföld: hann var útlendingur.

Enginn aðdragandi var að þessari líkamsárás í nóvember 2006 þegar innflytjendaumræðan var í hámark, heldur hafði maðurinn eingöngu rölt út í búð þegar þessir fimm einstaklingar byrjuðu að veitast að honum með fúkyrðum í tenglsum við uppruna hans, og endaði með grófri líkamsárás sem hófst inn í búðinni og endaði út á götu.  Allt saman náðist á öryggismyndavél og öryggisvörður kallaði til aðstoðar lögreglu. Maðurinn var fluttur upp á spítala eftir það, vankaður og illa farinn, þremur vikum fyrir brúðkaup hans og sambýliskonu.

En hverjar voru afleðingarnrar? Fyrir manninn og fjölskyldu hans voru þær talsverðar, hann missti úr vinnu og er eina fyrirvinna fjölskyldunnar og auk líkamlegs tjóns þá er sálfræðilegt áfall fyrir fjölskylduna mikið og langvarandi og enn ekki séð fyrir endann á því.

Afleiðingarnar fyrir þá sem frömdu þennan svívirðilega hatursglæp, já, hatursglæp því þetta var ekkert annað, voru mun léttvægari. Aðeins tveir af þeim voru ákærðir, tveir menn í kringum tvítugtn en hinir sluppu vegna áhugaleysis eða handvammar kerfisins, kerfisins sem taldi að hæfileg refsing fyrir svona hatursglæp væri samtals 145.000 í bætur til handa útlendingnum en ríkistjóður fengi svo 180 þúsundir í sekt.

Hvaða skilaboð sendir þetta svo ofbeldismönnum? Ekki einu sinni fangelsisvist og rétt svo útborguð mánaðarlaun sem þeir þurfa að greiða fyrir skemmtun sína við misþyrmingar. Og hvers vegna voru þeir bara tveir ákærðir? Og hvar voru fjölmiðlar? Fjölmiðlarnir sem stökkva til um leið og útlendingur eða innflytjandi gerist brotlegur og skella því á forsíðu? Og hvað með þá stjórnmálamenn sem hafa verið að tala um hættur af útlendingum? Viðbrögð eins þeirra á bloggsíðu konunar og bloggvinkonu minnar, voru ótrúleg, hann sagði hana einfaldlega vera móðursjúka yfir minniháttar glæp.

En því miður er þetta ekki eina tilfellið sem hefur veirð að koma upp síðan innflytjendaumræðan fór af stað með þeirri heift og fordómum sem hún hefur skapað. Í nóvember síðastliðnum dæmdi Hæstiréttur tvo menn til þyngri refsingar en þeir fengu í Héraðsdómi fyrir svipaðan hatursglæp eða eins og segir í frétt mbl.is frá 16. nóvember:

 "Hæstiréttur hefur þyngt dóma yfir tveimur rúmlega tvítugum mönnum, sem réðust á erlendan mann á götu í Reykjavík, slógu hann niður og spörkuðu í andlit hans með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, augnbotn brotnaði og tvær tennur. Í dómi Hæstaréttar segir, að allt bendi til að meginhvati árásarinnar hafi verið neikvæð afstaða árásarmannanna til útlendinga. Árásarmennirnir voru dæmdur í 3 og 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða manninum sem þeir réðust á 550 þúsund krónur í bætur. Í héraðsdómi voru mennirnir dæmdir í eins og þriggja mánaða fangelsi og til að greiða fórnarlambinu 274 þúsund krónur í bætur."

Þarna er talsverður stigsmunur á málum en miðað við að menn eru dæmdir í mánaðar skiolrðsbundi fangelsi fyrir þukl á brjóstum á balli og jafnvel þyngri refsingar en þessi dómur fyrir að stela peningum úr afgreiðslukassa í Hagkaup, þá veltir maður fyrir sér hvers vegna mannslífið og heilsa sé svo lítils virði í augum dómara og réttarkerfis?

Og svo höfum við þriðja málið einnig. Í kjölfar hins hörmulega banaslys í Reykjanesbæ, þá réðst um tuttugu manna hópur að fjórum Pólverjum fyrir framan Sparisjóð Keflavíkur og barði þá. þeir náðu að komast í burtu við illan leik en hver voru viðbrögð yfirvalda, sömu yfirvalda og létu fjölmiðla fá hvert einasta atriði úr yfirheyrslum yfir grunaða þar? Þeir vildu ekkert tjá sig um málið, sögðu óljóst að þetta hefði verið uppgjör unglinga og vildu ekki segja meir. Síðan í kjölfarið virðist sem að málið sé og hafi ekki verið rannsakað neitt frekar né að lögreglan hafi kært einhverja af þessum tuttuga manna hóp. Í sama bæ og á Reykanesinu er svo starfræktur hópur rasista og unglingahatara sem virðast eiga vel upp á pallborðið hjá þeim sem þarna búa. Maður getur ekki lagt annað en tvo og tvo saman í kjölfarið og ályktað að lögreglan í Reykjanesbæ telji það í góðu lagi að berja útlendinga.

En hvað þá með fjölmiðla?  Nú höfum við horft upp á stríðsfyrirsagnir um glæpi útlenindga og hvað þeir séu vondr frá miðlum eins og Fréttablaðinu sem lagðist í krossferð um tíma gegn þeim með upphrópunum sem voru margar hverjar gerðar til þess að auka á fordómana. Sami fjölmiðill sem og aðrir(fyrir utan DV) hafa svo aftur á móti sýnt engan áhuga ne´vilja til þess að fjalla um ofbeldi gegn útlendingum og fordómum í þeirra garð, kannski vegna þess að það selur ekki eins vel og veldur ekki sömu umræðu í samfélaginu, umræðu sem veitir þessum fjölmiðlum athygli. En hvaða gjaldi er goldið með því? Jú, fleiri barsmíðar og misþyrmingar á útlendingum ásamt auknu hatri og fordómum í garð saklaus fólks. Og hver er afsökunin frá fjölmiðlum sem sýna glæpum útlenindga mun meiri áhuga heldur en glæpum gegn útlendingum? Það er sú elsta sem æsifrétta- og ruslfjölmiðlar hafa notað i í gegnum tíðiina:

Við erum bara að segja frá fréttnæmum hlutum.

Er ekki kominn tími á að fjölmiðlar og réttarkerfið taki á svona glæpum sem framdir eru eingöngu vegna þjóðernis eða annars, af fullum krafti? 

Nánar má lesa um málið fyrir utan 1ö-11 í Kópavogi hér frá eiginkonu þolandans. Hún setur einnnig inn dómsorðin frá Héraðsdómi Reykjanes í þessari færslu

Svo má sjá hér einu fréttina þar sem minnst var á mál hennar í fjölmiðlum hér í þessari færslu hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Lilja

Mjög svo flott færsla hjá þér. Þú átt svo sannarlega hrós skilið  

Þú ættir að fara með þessa færslu í blöðin. 

Guðrún Lilja, 31.1.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi það sama endilega að fara með þetta í blöðin.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.2.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: Heida

Mjög góð færsla, málefnaleg og vel orðuð.

Heida, 1.2.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mjög þörf og mikilvæg ábending - bestu þakkir.

Þeir sem þetta sjáið vísið sem flestum á þessa sögu hér, hún og að við skiljum hvað í henni felst skiptir afar miklu máli fyrir þróun og þroska okkar litlu þjóða. Við verðum að fara skilja hvað „hatursglæpur“ er og hvað „rasismi“ er, sbr t.d. umræðuna um „Tíu litla negrastráka“ þar sem ótrúlegast fólk varði útgáfu eins rasistalegasta rits sem gefið hefur verið út fyrir börn á öllum Vesturlöndum í a.m.k. 50 ár -og það rit er íslenskt.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.2.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Takk Takk Takk Takk :) ég þykist stundum vera svo ægilega vel upplýst og fylgjast svo vel með fréttum, þetta hafði algjörlega farið framhjá mér

Sóley Björk Stefánsdóttir, 1.2.2008 kl. 21:28

6 Smámynd: AK-72

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir, maður hálfroðnar hérna megin við skjáinn af svona hrósi:).

Annars vill ég bæta við að eftir að hafa lesið aðeins meira annars staðar, þá hefur bæst við ein árás í viðbót sem flokkast undir skilgreininguna hatursglæpur. Síðastliðið haust var ráðist á tvo afríkanska karlmenn á bensínstöð hér í Reykjavík af hópi og ástæðan var eingöngu húðlitur. Ef ég hefði ekki tekið eftir þessu í viðtali við hann þá hefði maður ekki munað né vitað af þessari árás. Hugsið svo aðeins um hvort sama umræða um þessa glæpi hefur átt sér stað vs. innflytjendaumræðuna. Hafið þið heyrt svipaða umræðu á vinnustöðum eða í fjölskylduboðum? 

Bryndís: Ég vona að boltinn sé kominn kannski af stað með að vekja athygli á þessu því fyrir utan þetta óréttlæti og mannvonsku sem þið hjónin verðið fyrir, þá er þörf á að ræða hatursglæpi sem slíka hér á landi. Einnig má kannski benda á það að þier sem tala mest um innflytjendavanda og að við eigum ekki að gera sömu mistök og önnur lönd, forðast að ræða þessa hlið málsins því eru þetta ekki sömu mistök og aðrir gera, að vilja ekki ræða fordóma og glæpi gegn útelndingum vegna þjóðernis og/eða litarháttar, og hvernig best sé að taka á slíkum vanda? Ég sá svo ryndís, að Jens Guð ætlar að skrifa um þetta og vonandi fleiri ykkar mál, og ég er alveg tilbúinn til þess að aðstoða ykkur hjúin við að vekja athygli á þessu ef ekkert gerist.

Helgi: Varðandi 10 litla negrastráka, þá virtist bara fólk ekki gera sér grein fyrir því hvað bókin stendur fyrir utan Ísland og var annarsvegar að verja hana á grundvelli menningararfleifðar/Muggs-myndirnar) eða tjáningarfrelsis/ritskoðunar. Ég er ekki hrifinn af ritskoðun en fólk verður að gera sér einnig grein fyrir því að orðum fylgir ábyrgð og einnig útgáfa bóka sem hafa ljótan stimipil á sér. Ég nefnilega stórefast um að menn yrðu eitthvað hressir ef það kæmi út viðhafnarútgáfa af Mein Kampf og auglýst og hampað í fjölmiðlum hér sem klassík sem allir ættu að lesa.  Svo eru viðbrögðin yfirleitt við fréttum af hatursglæpum eða rasisma, í svipuðum dúr af hálfu Íslendinga sem virðast ekki vilja trúa neinu slíku, þetta er bara lygi eða útlendingarnir voru að gera eitthvað af sér og minnir kannski á þá umræðu sem átti sér stað fyrir mörgum árum ef ekki áratugum síðan, þar sem ef einhver kona kærði nauðgun þá bauð hún upp á það þar sem hún var í mini-pilsi.

Ég get svo bætt við því að í haust var ég á vinnustaðarnámskeiði sem Aljþóðahúsið stóð fyrir. Þar var einmitt fjallað um bókin umtöluðu og sagt að fjöldi fólks af erlendu bergi brotið hefði fengið hálfgert áfall við að sjá þessa bók hér í sölu meðal barnabókanna og sumir af þeim viðkvæmari, hefðu jafnvel brostið í grát í Alþjóðahúsinu yfir því að sjá þetta rit sem er tákngervingur rasisma og haturs meðal margra svartra. Þá hnussaði í nokkrum á námskeiðinu og eftir á töluðu þeir um það af hneykslun að þetta væri örugglega kjaftæði, það færi enginn að grenja út af barnabók.

Sóley:  Það er kannski nema von að þú hafir ekki tekið eftir þessu. Það hafa birst yfirleitt ekki nema ien frétt og ekki endilega á áberandi stað um þetta og svo málið gleymt. Sumt af þessu vissi maður ekki sjálfur né hefði vitað ef ég hefði ekki séð umræðu um þetta annars staðar sem rataði aldrei í fjölmiðla, t.d. þessi dómur vegna árásarinnar á mann Bryndísar.

AK-72, 3.2.2008 kl. 12:05

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þakkir fyrir frábæra færslu.

Georg P Sveinbjörnsson, 11.2.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 123141

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband