"Eins og í Stalíngrad"

Þessi upphrópun hér að ofan sást á forsíðu eins dagblasðins síðastliðinn mánudag og var tilvitnun í ónefndan mann sem greinilega upplifði harða götubardaga þar sem barist var um hvert hús með öllum tiltækum vopnum. Sprengjuflugvélum, fallbyssum, eldvörpum sem og skrðdrekum beitt gegn mönnum sem höfðu aðeins eina kúlu í rifflinum og gátu valið að vera drepnir af nasistum eða kommisörum félaga Stalíns. og skeyttu báðir stríðsaðilar þar að auki lítt um líf almennra borgara þarna svo maður minnist hvernig sá hernaður fór fram í seinni heimstyrjöldinni.

Þetta var þó ekki Baghdad, Fallujah eða önnur borg í Írak sem lýst var þarna, heldur Bíladagar á Akureyri þar sem innrásaher er hafði að leiðarljósi trú á yfirburði hvítra sportbíla og með varanlegar heilaskemmdir eftir áhorf á Fast and the furious, kljáðist þar við fótgönguliða marskálksins Björn sem þurfti þó ekki að beita kommisörum sínum í sérsveitinni gegn vinum sem óvinum þarna.

Með tilliti til þessarar stóryfirlýsingar um Stalíngrad Íslands og nútíma einkavinagæsku, þá getur maður ekki annað en spurt að lokum: hvenær verður svo uppbyggingin á þessu stríðshrjáða svæði "outsourcuð" til innvígðra og innmúraðra?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 123129

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband