6.12.2008 | 13:37
Tveir mánuðir af ábyrgðarleysi
Þegar ég sá ábendingu á Eyjunni um það, að sama endurskoðendafyrirtæki: KPMG ,og sá um að kvitta upp á reikninga Baugs, FL Group o.fl. fyrirtækja sem stóðu í braski, skuli vera fengið til að rannsaka þau og sjálft sig í raun, þá féllust mér hendur og vonleysið greip mig. Mér fannst eins og það væri verið að senda okkur puttann enn eina ferðina og láta hina grunuðu meðhöndla sönnunargögnin.
Í framhaldi af því fór hugurinn að líta yfir síðustu tvo mánuði og allt það sem hefur komið fram úr rotnum innviðum samfélagsins sem er að hruni komið, og hvað það er æpandi að hinir seku og grunuðu sitja sem fastast á meðan almenningi er ætlað að þjást fyrir þá. Engin ábyrgð né nokkuð gert til að stöðva óheiðarleikann eða byggja upp traust, og varð það eiginlega til þess að ég ákvað að taka saman lista yfir sem mest af þessu og vonandi bætir fólk við.
- Endurskoðendur sem sáu um að fara yfir ársreikninga og annað hjá bönkunum, eru nú að rannsaka það sem þeir klúðurðu í upphafi. Engin ábyrgð af þeirra hálfu og liggja undir grun um óeðlileg vinnubrögð en samt fengnir í það, að rannsaka viðskiptavini sína sem þeir samþykktu. Hafa ekki verið rannsakaðir enn.
- Bankamenn sem bera ábyrgð á IceSave, peningamarkaðsjóðum, vafasömum viðskiptaháttum og blekkingum ýmiskonar, sitja enn. Engin rannsókn hefur farið fram á gjörðum þeirra, heldur hafa þeir haft tvo mánuði til gagnaeyðingar.
- Stjórnendur FME sem áttu að fylgjast með og skoða hvort eitthvað óeðlilegt hafi veirð í gangi, sitja enn þrátt fyrir að hafa brugðist öllum skyldum sínum. Hafa ekki þurft að sýna ábyrgð, heldur fengið aukin völd.
- Starfsmenn Kaupþings sem stofnuðu ehf. til að færa skuldir vegna hlutabréfakaupa inn í og skella í gjaldþrot með aðstoð bankans, sitja enn. Ekkert gert til að taka á þessu.
- Stjórn Kaupþings ákvað að fella nður skuldir "ómissandi" starfsmanna, en segjast ekki ætla að gera það eftir fjölmiðlaumfjöllun. Enginn þarf að víkja né sýnt fram á að slíkt verði hvorteð er ekki gert. Orð frá bankamönnum er hreinlega ekki traustsins verð í dag.
- Formaður VR sem satí stjórn Kaupþings og vann gegn hagsmunum umbjóðenda sinna, situr enn sem fastast í stéttarfélaginu og Lífeyrssjóðnum sem notaður var til að fjárfesta fyrir auðmennina. Enga ábyrgð hefur hann sýnt heldur stendur í því að múta trúnaðarmönnum með jólahlaðborðum.
- Nýi bankastjóri Glitnis reynist hafa óhreint mjöl í pokanum með verðbréfaviðskipti. Þarf enga ábyrgð að sína, heldur situr sem fastast.
- Nýja bankastýra Glitnis hefur meiri áhyggjur af því að það fréttist um vafasöm viðskipti bankans heldur en að vinna að heiðarleika og trausti með því að leggja öll spil á borðið, og hefur hafið mannaveiðar innan bankans í leið að "litla Glitnis-manninum". Sá á að sýna ábyrgð, ólíkt stjórnendum bankans.
- Banakstýra Landsbankans, reynist hafa verið hægri hönd fyrrum bankastjóra og mjög líklega með fulla vitneskju um stöðu bankans og IceSave ásamt því að vera með puttana í vafasömum viðskiptum. Ekki hefur verið neitt rannsakað með þátt hennar og hún situr sem fastast ásamt öðrum stjórnendum.
- Einn af ábyrgðarmönnunum á bak við IceSave er gerður að yfirmannni innra eftirlits landsbankans og liggur undir grun um að vera að fegra sinn hlut í því þannig. Enga ábyrgð þarf hann að sýna ne´hefur hlutur hans verið rannsakaður.
- Fyrrum yfirmaður verðbréfasviðs sem er grunaður um að hafa nýtt sér upplýsingar sem hann hafði aðgang að sem ráðgjafi ríkistjórnar í húsnæðismálum, til innherjaviðskipta, situr sem fastast í Landsbankanum og er yfirhagfræðingur.
- Greiningardeildirnar sem sáu um að ljúga að fólki, eru enn með sömu yfirmenn og skipulögðu þessa fölsku auglýsingastarfsemi bankanna. Enn halda fjölmiðlar áfram að sýna ábyrgðarleysi og spyrja þá einskis, heldur taka orð þeirra sem sannleika.
- Þingmaður sem sat í stjórn Glitnis Sjóða, situr enn, þrátt fyrir að það hafi verið ýmislegt vafasamt þar. Grunur um að 11 milljörðum hafi verið dælt í Sjóð 9 til að bjarga honum, hefur ekki enn veirð afsannaður.
- Ráðuneytstjóri sem grunaður er um að hafa nýtt sér upplýsingar, til að losa sig við hlutabréf í Landsbankanum, situr sem fastast og hefur yfirlýst traust ráðherra. Engin rannsókn hefur farið fram á athæfi hans, heldur er slegið skjaldborg í kringum hann.
- Auðmenn sem hafa skuldsett bankanna og fyritækin svo svaklaega að landið er á leið í þjóðargjaldþrot, fá að kaupa upp bestu bitana úr þrotabúum eigin fyrirtækja og hafa stofnað sjóði til uppkaupa(Fönxi-sjóður Straums er gott dæmi). Engin ábyrgð fellur til þeirra handa né reynt að hindra þennan hrægammahátt ne´eigur frystar eða handtökur farið fram.
- Seðlabankastjóri gasprar og lætur allskonar rugl út úr sér í viðtölum sem valda titringi á alþjóðavísu og er hugsanelg orsök að þriðji bankinn fór í þrot. Enga ábyrgð hefur viðkomandi þurft að sýna heldur fær að sitja sem fastast ásamt vanhæfri stjórn Seðlabankans, sem hefur tekið stórskaðlegar ákvarðanir á borð við hringl með stýrivaxtahækkanir, lækkaða bindiskylda til handa bönkunum og fleira sem hefur átt sinn þátt í að skapa aðstæður fyrir þetta þjóðargjaldþrot.
- Hafist er handa á fullu við það að selja Kaupþing í Luxemborg, þrátt fyrir að rauður þráður vafasamra viðskipta auðmanna og bankamanna, peningaþvætti og ýmislegt fleira vafasamt, liggi þar í gegn. Reynr er að koma þessu í hendur fyrrum stjornarformanns Kaupþings, svo hann geti klárað gagna-eyðingu og hulið slóðina.
- Glitnir afskrifar skuldir fyrirtkækisins Stím, sem bankinn notaði til að fjárfesta í sér og í FL group til að búa til viðskipti, Ábyrgðarlaust lan og vafasamir viðskiptahættir hafa ekki enn fengið nokkurn mann til að víkja.
- Fyrrum Samvinnutryggingar, og núverandi Gift, hefur skyndilega farið frá 30 milljörðum í plús í svipað í mínus vegna þess að peningurinn var nýttur til að sýna viðskipti með félög sem stjórnarmenn tengdust eða höfðu tengsl við e.t.v. Enginn þarf að sæta ábyrgð, heldur er bara yppt öxlum af þeim sem misnotuðu féð.
- Ráðherrar sem virtust hafa haft pata af og vitað um hvert stefndi, sitja sem fastast og vilja ekki víkja. Ábyrgð þeirra felst nefnilega í því að fá launaseðilinn en ekki að víkja til að leyfa hæfari mönnum og ótengdum mistökunum að taka við.
- Þingmenn sem áttu að veita ráðherrum aðhald, sinna eftirliti og setja lög til varnar því að svona færi, brugðust algjörlega og létu flokksskírteinið og ráðherraræðið vísa sér leið. Enginn þeirra hefur sýnt manndóm og sagt af sér.
Læt þetta nægja í bili enda er ég farinn að rífa hár mitt af örvinglun og gremju yfir því að enginn ábyrgð sé sýnd, ekkert sé reynt til að stíga spor í átt til réttlætis og uppbyggingu trausts og heiðarleika, heldur virðist sem að dagskipunin sé að bjarga hinum fáu af Icetanic sem keyrðu skipið í strand, og láta almenningin á neðri farrýmunum drukkna.
Bætið endilega við þennan lista og svi ætla ég að reyna að viðhalda honum á mánaðrfresti.Sjáumst svo á Austurvelii á eftir. kl. 15:00.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta kallast yfirklór, ekki rannsókn.
Hneixli.
Kolbrún (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:29
KPMG var ekki endurskoðandi Glitnis, svo því sé haldið til haga sem sannara reynist.
ET (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 09:32
Tillaga til sparnaðar handa ríkisbönkunum:
Það má að skaðlausu leggja niður auglýsinga/greiningadeildirnar. Almenningur hefur loksins skilið að það er ekkert að marka sem frá þeim kemur.
Svo má ekki gleyma að minnast á fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs sem var dæmdur í hæstarétti fyrir fjárdrátt - hvar vinnur hann nú? Jú í "nýja" Landsbankanum.
palli (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 11:56
Takk fyrir leiðréttinguna, ET. Þetta var víst rangt hjá mér en það breytir ekki efasemdunum um KPMG. Þeir sáu ekki um endurskoðun Glitnis en þeir sáu um endurskoðun Baugs og FL group sem flokkast undir eigendur Glitnis "gamla"
Hérna er annars þaðan sem ég fékk þetta:
http://eyjan.is/silfuregils/2008/12/03/fra-joni-gerald/
AK-72, 7.12.2008 kl. 11:58
Það er mikilvægt að halda utan um þessar upplýsingar. Og koma upp korti sem sýnir spillingar-tengslin í íslensku reglu-kerfi.
Er það satt að allir dómarar á Íslandi séu annaðhvort í Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokknum?
Er það satt að nýútskrifaðir lögfræðingar fái ekki störf við hæfi nema að ganga í Flokkinn?
Er það satt að á Íslandi sé ekki til frjálst Háskólaumhverfi þar sem þjóðin gæti treysti áliti frá og hægt væri að nota úr fræðimenn til að taka þátt í óháðum rannsóknum á ýmsum þjóðþrifamálum?
Er það satt að íslenskir fjölmiðlar séu allir undir járnhæl eigenda sinna?
Er það satt að íslenskir blaða- og fréttamenn séu á svo lágum launum og með mikið vinnuálag að þeir hafi ekki tíma til sjálfstæðrar rannsóknarvinnu?
Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 12:31
Viðbót við listann góða:
Árdegi félag í eigu JÁJ seldi BT til Haga sem er líka félag í eigu JÁJ..... bíddu var þetta auglýst? Voru fleiri sem fengu að bjóða í rekstur BT eða sat hann einn um hituna? Hvar kröfuhafarnir.......þ.e. bankamennirnir sem eiga að vera að vinna fyrir okkur og koma hlutunum í sem mest verð???
JÁJ stofnar Rauðsól ehf. til að færa 4,4 milljarða af skuldum úr gamla 365 ehf. og greiða niður 1,5 milljarð sem hann fékk líklegast að láni hjá BYR. Þegar 4,4 milljarðar skipta um kennitölu þá hefur bankinn úrslitavaldið! Var ekki JÁJ að setja fjölmiðlana sem aldrei hafa skilað hagnaði inn í nýtt félag með fullt af skuldum til þess eins að losa Skífuna, Smárabíó, Saga Film o.fl. gróðavænleg fyrirtæki undan skuldasúpunni???? Og bankinn leyfði það.... bankinn sem á peningana OKKAR.
TM átti að fara sömu leið en var sem betur fer stöðvað.
Svo væri gagnlegt að sjá lista yfir allt sukkið sem kom á undan bankahruninu sem var í raun aðdragandinn.
Skemmtilega upptalning hjá þér og mjög þörf, þurfum að vera með svona tékklista, veit reyndar að það vantar helling inn á hann en við þurfum að uppfæra hann.
Sigurður Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 13:20
Þvílík spillingarverksmiðja er þetta þjóðfélag okkar orðið. Ein risastór peningasvikamylla glæpamanna.
Theódór Norðkvist, 7.12.2008 kl. 13:32
Vill bæta þessu við.
Fjármálaeftirilitið sem átti að koma í veg fyrir að svona færi ásamt því að sinna eftirlitsskyldu um að vafasamir gjörningar ættu sér stað, svaf á verðinum, leit undan eða jafnvel samþykkti svívirðileg athæfi og brellur. Enginn hefur þurft að taka pokann sinn þar, heldur er þeim stjórnendum sem brugðust skyldum sínum leyft að halda áfram þrátt fyrir öll mistökin.
AK-72, 7.12.2008 kl. 18:56
Var að fatta það að ég var búinn að minnast á FME, eitthvað bráðnað saman í blogg-heilanum mínum.
AK-72, 7.12.2008 kl. 20:55
Sæll AK-72
Ég sendi póst á nokkra ráðherra og þingmenn.
Með leiðréttingu og es-inu, sjá eyjan.is
Björgvin G má eiga það að hann svarar alltaf þegar maður sendir honum póst.
+ í kladdann fyrir það.
Hann sagðist ætla að lesa vel .
Kveðja
Ásta B
Ásta B (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:08
Theódór Norðkvist, 7.12.2008 kl. 22:15
Vek athygli á að einhver hefur birt lista yfir tölvupóstföng allra þingmanna á blogginu hjá Agli.
Theódór Norðkvist, 7.12.2008 kl. 22:16
Flott samantekt hjá þér. Spurning um að setja upp gagnagrunn þar sem hægt er að safna þessum punktum saman skipulega og flokka. Gæti verið útfært með svipuðu sniði og Hugmyndabankinn hjá mér? En hjá KPMG er ekkert heilagt þegar bókhald og tengsl inn í ákveðna flokka og stjórnkerfið er annars vegar og hef ég fengið að finna fyrir því ansi hressilega á eigin skinni sjálfur. Á aðeins til eitt orð yfir það ... SPILLING!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.12.2008 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.