Opinn borgarafundur í kvöld kl. 20 í Háskólabíó-Mætum öll sem getum

Ætla að minna á og hvetja fólk til að mæta. Það eru allavega einhverjir verkalýðsforkólafr búnir að staðfesta komu sína og vonandi mæta sem flestir úr þeirra hópi og forstöðumenn lífeyrissjóðanna sem þurfa að svara ýmsu.


OPINN BORGARAFUNDUR #5

Háskólabíó Mánudaginn 8. desember, klukkan 20:00.

Fundarefni: Verðtryggingin,skuldir heimila og fl.

Við skorum á forystumenn verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða, Viðskiptaráðherra og Félagsmálaráðherra til að mæta og svara spurningum milliliðalaust
Auk þess hvetjum við alla aðra ráðherra og þingmenn að mæta að og hlusta á sitt fólk.

Hinum almenna borgara mun nú gefast tækifæri að spyrja viðkomandi forustusveit spjörunum úr.

Þá munu verkalýðshreyfingin, fulltrúar lífeyrissjóða auk ráðherra eiga kost á því að skýra fyrir okkur almennum borgurum hvernig þessi samtök munu mæta kreppunni með okkur.

Hvernig hefur varðveisla eigna okkar gengið fyrir sig hjá lífeyrissjóðunum, hver er niðurstaðan,hvað er tapið mikið ?

Mun verðtryggingin gera þá sem skulda eignalausa? -Landflótta?

Frummælendur:
Ásta Rut Jónasdóttir, húsmóðir
Gylfi Arinbjörnsson, framkvæmdastjóri alþýðusambands Íslands
Vésteinn Gauti Hauksson, markaðsstjóri

Við fækkum frummælendum úr fjórum í þrjá vegna fjölda áskorana um að gefa áheyrendum í sal meiri tíma til spurninga.

þegar frummælendur hafa lokið máli sínu geta fundarmenn tjáð sig eða spurt gesti Borgarafundarins.

Fjölmennm á fundinn, spyrjum spurninga og fáum svör. Án þeirra getum við ekki myndað okkur skoðun né tekist á við vanda heimilanna.

Sýnum borgaralega virkni, ábyrgð og samstöðu-mætum í Háskólabíó.
f.h. undirbúningsnefndar
borgarfundur@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband