Smáhugleiðingar í tengslum við Ramses-mál og verjendur kerfisins

Oft á tíðum þegar maður lætur hugann reika, hvort sem það er í góðri göngu eða á náðhúsinu, þá stundum leita hugsanrinar að nýjum sem og gömlum hitamálum. Í dag staldraði kollurinn aðeins við Ramses-málið og annað hitamál frá því í fyrra, hið svokallaða Jónínu-mál eða tengdadótturmál ásamt vægast sagt vafasamri dómaraskipun Árna Matt.

Bæði Ramses-málið og hin málin tvö eiga ýmsilegt sameiginlegt. Fyrir það fyrsta þá er málsmeðferðin og óréttlætið sem fólst í henni aðaldeilumálið og kjarni málsins. Í annan stað þá er reynt að réttlæta gerðirnar með tilvísanir til að farið hafi veirð að lögum og hanga verjendur á því og þylja aftur og aftur eins og það afsaki allt ranglæti, sama hversu siðlaust og svívirðilegur verknaðurinn er.

En svo er það eitt sem aðgreinir umræður um þessi mál. Í málum tengdadóttur og Davíðssonar þá var ein vörnin sú að verið væri að ráðast á persónur þeirra. Þetta var þó ekkert annað en smjörklípa af hálfu verjenda kerfisins, þar sem persónur þeirra sem slíkar voru lítið til umræðu. Reyndar reyndu verjendurnir að tefla fram tengdadótturinni sem peði til varnar spilloingunni af spunadoktor flokksmaskínu á Stöð 2, en höfðu þó ekki erindi sem erfiði. 

En svo hveður við annan tón í Ramses-máli. Nú hafa verjendur kerfisins hjólað til atlögu gegn persónu Ramses og reynt er að draga upp sem versta mynd af honum.

Hvað ætli hafi breyst svo í hugum manna sem áður töluðu um persónuárásir, að þeir séu tilbúnir að beita persónuárásum til varnar? Helgar ekk einfaldlega tilgangurinn meðölin hjá þeim?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo virðist vera. Gripin er sú röksemd sem hentar hverju sinni.

Eflaust er ekkert meira um svona öfugsnúna framgöngu nú en áður. En það er orðið miklu öflugra "eftirlit" ef svo má segja. Borgararnir geta látið meira í sér heyra en áður, þannig að þetta kemur betur fram.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Frábært hugmynd af Project 100, sorry að ég skrifa um það hér.  Hvenær er menningarnótt aftur?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.7.2008 kl. 16:48

3 identicon

Þú hefur greinilega verið að gera númer eitt frekar en tvö á náðhúsinu, því þú hefur ekki eytt mikilli hugsun eða tíma í þetta.

Persóna Ramses, sem og málflutningur hans þegar hann er biðja sér landvistarleyfis, hefur, og Á að hafa áhrif á ákvarðanir með búsetu. Samkvæmt ættingjum og (verum hreinskilnir) staðreyndum málsins, er hann ekki í neinni lífshættu og er því að ljúga að fjölmiðlum og stjórnvöldum í umsókn sinni um pólitískt hæli. Ættingjar hans spurðu reyndar, eins og aðrir, út í það hvers vegna hann var með þennan skrípaleik, í staðinn fyrir að hreinlega sækja um ríkisborgararétt gegnum eðlilega leiðir.

Á hinn bóginn var fréttastofa RÚV, ekki stöðvar 2, með aðdróttanir gagnvart Jónínu og voru þar heilindi hennar sem ráðherra dreginn í efa. Sem er nú ekkert smotterí.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 16:56

4 Smámynd: AK-72

Finnst nú þessi nafnlausi greinielga hafa ekki lesið nægilega vel. 'i öllum þessum málum er það málsmeðferðin sem er aðaðtriðið óháð hvor Ramses sé góður/slæmur þá er þetta framferði engan veginn sæmandi né þykir gott framferði af þjóð sem segist ætla að vera fremst í mannréttindum. Kjarni málsins liggur þar og að sama skapi liggur það í máli Jónínu Bjartmarz, málsmeðferðin var einstaklega vafasöm og ósæmileg. RÚV gerði það rétt að vekja athygli á þessu enda kom í ljós að þarna var víða pottur brotinn fyrir utan það að manneskjan fékk ríkisborgaréttinn nánast afhentdan með Chererios-pakkanum. Að lokum þegar það mál gekk yfir, þá hafði komið í ljós að annarsvegar hafði Jónína Bjartmarz greitt atkvæði með ríkisborgarrétt til handa tengdadóttur sinni, nokkuð sem gerir hana vanhæfa til afgreiðslu málsins, og svo hisnvegar að móðir Jónínu var einn meðmælanda og nefndin sem sá um þetta, viðurkenndi að hafa ekkert lesið gögnin. Málsmeðferðin var því léleg og full réttmæti á að vekja athygli á henni.

Stöð 2 var svo misnotuð pólitískt af Steingrími S. Ólafssyni, til handa Jónínu og Framsókn. Hann var og er enn, einn helsti spunadoktor flokksins og ef Stöð 2 hefði verið með skynsama stjórnendur þá, þá hefðu þeir haldið honum frá því að vera með puttana í fréttum af þessu máli.

AK-72, 16.7.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: AK-72

Svo má kannski bæta við að með Ramses-málið er enn of mikið á huldu, f´rettir frá Kenýa benda til að ástandið sé frekar borthætt og talað er um að enn séu dauðasveitri öryggislögreglunnar á sveimi en þær eru undir stjórn Kibani(eða hvað nákvæmolega hann heitir) sem var fyrrum forsætisráðherra. Ég get ekki heldur séð að ástand eftir blóðug átök og hroðaverk lagist 1,2 og 3 á örfáum mánuðum og skil vel að þessar tug ef ekki hundruð þúsunda flóttamanna, treysta sér ekki heim strax og óttist um líf sitt. Einnig má benda á að íslenskir starfsmenn ABC barnahjálpar þar, hafa sagt að örygggislögreglan hafi tekið þá í yfirheyrslur um Ramses.

AK-72, 16.7.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 123102

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband