Veikleiki óvinarins

Ég hef verið að mjatla í gegnum heimildarþættina The world at war frá árinu 1973, sem er alveg til prýði í alla staði hvort sem það er myndefni, viðtöl eða meistaralegur þulurinn, sjálfur Laurence Olivier. Nú síðast þá kláraði ég lokaþátt seríunnar þar sem fjallað var um minningar fólks af styrjöoldinni. Minningar hermanna sjálfra virtust margar hverjar þó að muna og tala um þá hluti sem voru grátbroslegir líkt og eftirfarandi saga í þessum þætti, sögð af breskum hermanni.

Eftir innrásina í Normandy þá hófst sóknin inn í Frakkland og voru þeir komnir í Burgundy-hérað þar sem sóknin stöðvaðist. Þessi breski hermaður var staddur nálægt herforingjunum  og heyrði hann á tal þeirra. Herforingjarnirvoru þar að ráðgast um þá klemmu sem eþir voru komnir í. Fyrir framan þá lágu helstu vínekrur Frakklands sem nasistar réðu yfir og foringjarnir vissu það að ef þeir myndu leggja til orustu á vínekrunum, þá myndu Frakkar aldrei fyrirgefa þeim það.

Skyndilega heyrðist frá einum þar fagnaðarhljóð og þegar hinir spurðu hvað kætti hann svo, svaraði hann að bragði:"Ég er búinn að finna veikleika Þjóðverja."

"Nú, hver er hann:": spurðu herforingjarnir.

"Þeir hafa hreiðrað um sig eingöngu á lélegum vínekrum!".

Þremur dögum síðar var búið að hrekja Þjóðverja frá Burgundy.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður,

hjartað tók aukaslag hjá mér þegar ég sá þessa færslu hjá þér. Er nefnilega lengi búinn að vera að leita að þessari seríu frá BBC. Nú síðast sendi ég pöntunarbeiðni til Borgarbókasafnsins, en sá síðan á heimasíðu BBC að serían er ,,out of stock" eða eitthvað í þeim dúr.  Áttu þessa seríu sjálfur?

kveðja, Reynir

Reynir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: AK-72

Ég keypti hana fyrir nokkrum árum á DVD, veglegt 10 diska sett.

Þættirnir eru til hjá Amazon í Bretlandi allavega og á tilborðsverði, en svo geturðu líkað athugað hjá 2001 ehf. á Hverfisgötunni. Ég fékk mér þá þar á sínum tíma og þar ætti að vera hægt að sérpanta þá þar ef Siggi eigandi, á þá ekki á lager

AK-72, 17.7.2008 kl. 10:02

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég mæli með mynd Ken Burns The War. Það eru snilldar þættir 15 klukkutímar!

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.7.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef allt um þrýtur má sækja þetta á thepiratebay.org.

http://thepiratebay.org/search/the%20world%20at%20war/0/99/0

Baldur Fjölnisson, 17.7.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband