Hvítþvegnir englar

Fyrir þó nokkrum árum þá gekk stjórnmálamaður fram með svo miklum gusti að fjölmiðlafulltrúar fyrirtækja roðnuðu af öfund og auglýsingastofur vildu helst fá hann í vinnu eftir atganginn. Stjórnmálamaðurinn kynnti með stolti nýtt fyrirtæki vinar síns sem væri himnasending fyrir Íslendinga og gekk svo langt í sannfæringunni að honum tókst að sannfæra þá menn er sátu í stjórnarmeirihluta með honum, að þetta væri svo pottþétt að hinn opinberi stimpill RÍKISÁBYRGÐ myndi sannfæra endanlega Íslendinga um gæði fyrirtækisins. Stimplinum var smellt á, því sannfæring og trú samflokksmanna á stjórnmálamannin hafði blindað þá svo mikið að hann var orðinn að engli með stóran geislabaug í þeirra huga. Blindaðir af bjarma geislabaugsins, létu þeir einnig eftir honum þá ósk, að vinur hans fengi aðgang að viðkvæmustu persónu-upplýsingum Íslendinga, þær er snúa að heilsufari.

Við tók svo mikil söluherferð þar sem bankar léku mikið hlutverk ásamt ungum fjármálasnillingi, fremstum í fararbroddi. Almenningur skyldi látinn fjárfesta eins miklu og hægt væri í fyrirtækinu ríkistryggða og hófst sölumennskan á hlutabréfum. Gengi hlutabréfanna hækkaði og hækkaði upp úr öllu valdi með aðkomu fjármálasnillingsins og bankanna sem keyptu á fullu til að hífa verðið upp. Loks kom að því að þessir aðilar ákváðu að losa sig við hlutabréfin og gekk svo skipun innan bankans allt niðurtil þjónustufulltrúa, að bréfin skyldu seljast Sauðsvartur almúginn var svo sannfærður um að kaupa á þeim forsendum bankamanna, að ekki væri hægt að tapa á þessum kaupum og voru margir hverjir svo sannfærðir af auglýsingu stjórnmálamannsins og gullnum loforðum þjónustufulltrúans, að teknar voru milljónir í lán til kaupanna.

Varla hafði blóðrautt blekið úr gylltum penna fjármálasnillingsins og bankamannana þornað, að logar vítis byrjðu að leika um fólkið sem hafði látið glepjast af þessum Faustísku loforðum um ríkidóm með veði í húseignum. Hlutabréfin hröpuðu hraðar en Lúsifer af himnum, og fólk sat uppi með verðlaus plögg og skuldakláfa af bakinu sem var svo stór að eignarmissir var sjáanlegur. Haft var á orði af hálfu eins fjölmiðils hér á landi, að sölumennskan hefði jafnvel verið ólögleg og skrifaði eitt erlent stórblað grein þar sem sagt var frá mönnum sem neituðu að borga lánin vegna þess. Grein stórblaðsins birtist að hluta til í einum fjölmiðli en málið gufaði upp strax enda mátti ekki fjalla neikvætt um þann heilaga englakór sem söng einkavæðingar og útrásarsönginn sem var stjórnmálaenglinum mikið að skapi. Engillinn sá hafði þó náð að flögra í burtu og ekki mátti spyrja hann út í auglýsingamennskuna né ræða auglýsingaskrum hans og ekki snerti eftirlitsaðilinn við hans samstarfsaðilum í sölunni.

Í framhaldi af þessu, þá gekk fyrirtækinu vel í smátíma en endaði með að margir sem töldu sig hafa trygga vinnu þar, fengu sparkið og í dag þykir það ekki góður fjárfestingakostur. Fjármálasnillingurinn varð að manni ársins í viðskiptalífinu nokkru síðar og vildu allir vera hann, en stjarna hans hrapaði hratt niður á sama ári og Britney Speares hvarf af himnu. Bankamennirnir fengu að halda óáreittir áfram í svívirðilegu braski og blekkingum þar til spilaborgin sú hrundi með skeflilegum afleiðingum fyrir þjóðina.

Og stjórnmálamaðurinn með vænigna og geislabauginn? Eftir mörg ár þar sem vængirnir og geislabaugurinn voru svartari en nóttin, og gjörðir hans höfðu skilað honum á verndaðan vinnustað  fyrir afdankaða og hálfæra stjórnmálamenn, slapp hann út í sviðsljósið aftur. Sviðsljósið varð þó aldrei bjartari fyrr en í gær þar sem geislabaugurinn glitraði af Ajax og vængirnir höfðu verið hvítþvegnir með Þjarki í Kastljósi. Þar þóttist hann aldrei hafa gert neitt rangt, átt nokkra ábyrgð á neinu og klykkti út með að tala um að hans fornu félagar væru óráðsíumenn.

Er þessi ekki hvítþvegni engill, ekki bara Svartur engill eins og hinir sem hafa fallið frá náð þjóðarinnar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lát mig geta. Var þetta fyrirtæki ekki eitthvað sem spáð var að færi í 600$ á hlut en stendur nú í 20 centum?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2008 kl. 21:03

2 identicon

Er þetta kannski sami stjórnmálamaðurinn og sagði að lífið í Írak hafi aldrei verið betra en eftir innrás þeirra viljugu og ætlaði að halda kananum í Keflavík með persónulegu vinfengi við Bush?

marco (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: AK-72

Þið eruð sjóðheitir, báðir tveir.

AK-72, 8.10.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við erum sokkin

Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2008 kl. 02:21

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Íslensk erfðagreining? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.10.2008 kl. 02:26

6 Smámynd: AK-72

Rétt hjá Árna, fjármálasnillingurinn var Hannes Smárason, fyrirtækið Íslensk erðagreining og bankarnir voru svo Landsbankinn og Búnaðarbankinn. Þar voru leikendur einnig einhverjir af sömu mönnum og í dag. Eiginlega fyrirboði um hvað við áttum í vændum og gott ef sömu menn vöruðu ekki fólk við að fjárfesta í Decode og vöruðu okkur við í nokkur ár hvert stefndi.

Fann svo greinina úr The Guardian um þetta, ætla að reyna að finna íslensku umfjöllunina einnig, þessa einu fréttaumfjöllun síðustu ára sem þögn var slegin um.

AK-72, 9.10.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 123140

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband