Stjórnarmaðurinn Illugi Gunnarsson og Sjóður 9

"Einn stjórnarmanna í sjóðum Glitnis, þar á meðal Sjóði 9, sem gaf sjóðsfélögum rangar upplýsingar um samsetningu sjóðsins, var og er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem nú er seðlabankastjóri. Hvað var hann að gera inni á gafli hjá Glitni?"

Ég hnaut um þessa setningu þegar ég las grein Þorvalds Gylfasonar í morgun þar sem fettað var fingur út í óeðlileg tengsl í fjármálageiranum m.a.Fyrsta nafnið sem flaug í hausinn við lýsinguna á þingmanninum, var Illugi Gunnarsson og þegar nánar var leitað, þá kom í ljós að það var rétt.

Nú veltir maður fyrir sér ábyrgð Illuga sem stjórnarmanns í Glitni sjóðum hf og hvaða vitneskju og ákvarðanir hann tók, sérstaklegaa með tilliiti til Sjóðs 9. Sjóður 9 var sá peningasjóður þar sem ekki stóð steinn yfir steini þegar kom að samsetningu bréfa þar og ekki snifsi af ríkisskuldabréfum sem átti að vera kjölfestan þar. Þegar viðbættist hin ranga upplýsingagjöf þá var þetta farið að daðra við að vera fjársvikamylla og hið minnnsta vörusvik.

Nú veit ég ekki hvort ég leggi réttan skilning í hlutverk stjórnar og stjórnarmanna, en minn skilningur er sá að henni sé m.a. ætlað ákveðið eftirlitshlutverk með stefnu og markmiðum fyrirtækja ásamt stefnumótun. Ef svo er þá hefur Illugi klárlega brugðist skyldum sínum þarna, og stóra spurningin er: hver er ábyrgð og vitneskja hans, og mun hann axla ábyrgð sem fulltrúi "nýja Íslands" eða vonast eftir gleymsku kjósenda líkt og fulltrúar "gamla Íslands" hafa gert hingað til?

Því miður er ég sannfærður um að "gamla 'Island" ráði för. Ekkert breytist né mun breytast

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eitt er þó víst, stjórnin tók greinilega ekki ákvarðanir um kaup sjóðsins á einstökum bréfum.  Hefði svo verið eru litlar líkur á að Illugi hefði samþykkt kaup sjóðsins á bréfi Jóns Ásgeirs sem hann seldi sjóðnum í nafni FL group og setti sjóðinn á hliðina.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.10.2008 kl. 10:24

2 identicon

Stjórnarmenn sjóða hljóta að hafa eftirlitshlutverk, er einhver svo grænn að halda að þeir sitji þarna aðeins til að spjalla um veðrið, hvernig sumarbústaðabyggingar í Fljótshlíðinni gangi og hvaða þota verði leigð til að fljúga með útrásarvíkingana og gæðinga þeirra í partý í Londan. Nei góðir hálsar það voru þeir reyndar örugglega að gera en áttu að sinna öðru. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það starf sem BB boðaði mun miða að því að hvítþvo valda gæðinga sjálfstæðisflokksins eða sópa einhverju af púðurreyknum eftir þá undir gærurnar af rollunum sem forsetinn boðaði í viðtölum við erlenda fjölmiðla að væru bjararráð þjóðarinnar á erfiðum tímum. Er nema von að manni sé mál................

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hef illar bifur á Illuga og ekki bara í þessu máli! Það mætti líka skoða betur hvað olli því að fyrstu peningarnir frá ríkinu höfðu algjöran forgang til að rétta akkúrat þennan sjóð af frekar en alla aðra sjóði bankans! Getur verið að það hafi verið gert til að losa Illuga úr snörunni sem var farin að herðast óþægilega?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 12:26

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er löngu hætt að trúa þessum pólitíkusum og mitt minni er sko snökktum betra en hjá margumræddum gullfiskum.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.10.2008 kl. 12:29

5 identicon

Blóðuga bolludagsbyltingin nálgast óðfluga.

Viva la revolution! eða þannig...

Hebbi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:37

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kjartan Pétur. Strax á mánudeginum eftir helgina sem ríki8ð talaði um að leggja inn pening í Glitni gegn 75% eignarhlut þá keypti bankinn sjálfur bréf FL út úr sjóðnum. Ríkið hafði ekkert með það að gera enda hluthafarnir enn með yfirráð bankans en ekki ríkið. Hluthafafundur um tilboð ríkisins var ekki boðaður fyrr en ríflegri viku síðar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.10.2008 kl. 12:38

7 identicon

Hvenær verður kominn rétti tíminn til að sýna ráðamönnum hvernig okkur líður.

Hvernig væri að við mættum nokkur þúsund eldsnemma í fyrramálið og lokuðum öllum aðleiðum að seðlabankanum og héldum honum lokuðum þartil Davíð er farinn frá síðan lokum við Geir og ALLAN sjálfstæðisflokkinn úti áður en þeim tekst að lagfæratæta og fela sönnunargögnin. Ef við förum ekki að brydda uppá "construktívum mótmælum og aðgerðum þá óttast ég að einstaklingar fari að fá sér útrás með óskiplagðri skemmdaverkastarfsemi sem ekki kemur að gagni við að útdeila réttlætinu.

skuggi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:42

8 Smámynd: Kreppumaður

Er búinn að lesa talsvert af blogginu þínu undanfarið og verð að segja að eftir að hafa þekkt þig í tuttugu ár eða meira, kemurðu mér skemmtilega á óvart.  Verður skyldulesning með morgun kaffinu og kvöld rauðvínsglasinu, héðan í frá.

Kreppumaður, 16.10.2008 kl. 16:30

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Við búum við rotið kerfi í þessu blessaða kunningja samfélagi okkur þar sem hver silfur skeiðin á eftir annarri brauðfæðir hina - en takið eftir allt er þetta lið þó án ábyrgðar á gjörðum sínum - hreint ótrúlegt og ég verð hissa ef að þessu verður ekki slegið ærlega upp einhversstaðar, eða á ég kannski ekkert að verða hissa ef að þetta birtist hvergi nema hér

Gísli Foster Hjartarson, 16.10.2008 kl. 16:39

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég treysti ekki BB og hvítbókinni hans.....sem er ætluð til aðhreinsa flokksgæðinga hygg ég.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 23:21

11 identicon

hmmmm....hvernig væri að sirka 10.000 manns tækju sig saman, segðu upp greiðsludreifingunni á morgun, tækju launin sín út strax um næstu mán.mót og færu í bankann sinn og segðu: sorrí, en þíð skuldið mér og mínum xxx krónur, sem hurfu af sparnaði, lífeyrissparnaði o.s.frv. Leggið þetta bara inn á reikning hjá mér og þá verður allt gott aftur...

Ekki hefur þetta batterí mannskap til að gera upp 10.000 hausa á einu bretti--eða hvað?

Annað...breytum Kauphallarkofanum í húsnæði fyrir þá sem eru búnir að missa heimili sitt...það er hvort eð er ekkert að gera þar.

guðrún garðarsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 00:38

12 identicon

Menn voru adurfyrr sendir til Brimarholm fyrir ad stela snæri, en i dag fa med ordur fyrir ad setja thjodina a hausinn. 

Helgi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband