Að verðlauna hershöfðingja fyrir klúðrið en hengja hermennina

Þegar ég sá frétt Eyjunnar um að maðurinn sem bar ábyrgð á IceSave-klúðrinu, hafi verið gerður að yfirmanni innra eftirlits Landsbankans, þá blöskraði mér. IceSave er við það að fara að setja Ísland á hausinn og tengist einnig milliríkjadeilum okkar við Breta, og e.t.v. í framtíðinni gæti hann þurft að rannsaka sjálfan sig og hvort óeðlileg viðskipti hefðu átt sér stað með IceSave. Enga ábyrgð virðist maðurinn þurfa að axla þrátt fyrir ofurlaun í samræmi við "ábyrgð", nokkuð sem var klifað á aftur og aftur þegar bent var á laun yfirmanna bankanna.

Virðist það sjónarmið hafa ráðið nokkru við þetta nýja skipurit bankans því þegar rennt er neðar í athugasemdum við fréttina, má sjá að maðurinn sem ber ábyrgð á Eignastýringasviði og þar með Peningasjóðunum sem almenningur og lífeyrissjóðir hafa tapað stórfé á, fær einnig að halda sinni stöðu. Eigi veit ég um aðra þarna en hygg þó að flestir fái að halda áfram í sínum, mjúku, góðu stólum á meðan fjöldi fólks sem asnaðist til að hlýða fyrirskipunum þeirra, er látið taka poka sinn vegna ákvarðanna þessara sömu yfirmanna.

Ábyrgð þessara yfirmanna er mikil á því hvernig komið er. Margir þeirra tóku ákvarðanir, vitandi um stöðu bankans, um að láta þau boð ganga að ákveðnum fjárfestingum yrði otað að fólki, blekkingum og fölskum loforðum yrði beitt líkt og sjá má í mörgum sögum er hafa birst á bloggi Egils Helgasonar sjónvarpsmanns.Ekki mun þessi skipun á fólki sem bar ábyrgð á hvernig fór, vera til þess fallinn að vekja traust né virðingu fyrir hinum "nýja Landsbanka", sérstaklega þar sem þeir munu fá að sleppa við alla ábyrgð á gjörðum sínum.

Óhjákvæmilega flaug mér í hug myndin Paths of glory hans Stanley Kubricks þar sem fjórir hermenn voru tekniraf lífi fyrir allsherjarklúður hershöfðingja, sem olli dauða þúsundir manna. Gott ef hershöfðingjarnir fengu ekki orðu í lokin fyrir vasklega framgöng.

Maður hefði einhvern veginn haldið það að stjórnmálamennirnir sem gaspra um nýja tíma og breytingar hefðu lært af reynslunni, og byrjað á því að hreinsa burtu fólkið sem ber ábyrgðina á þessum ósköpum en nei, líkt og venjulega bitnar þetta á fótgönguliðunum eða almenningi. Það er því ekkert annað en óbragð sem kemur í munninn þegar maður heyri klisjusönginnum um "að leita ekki að sökudólgum heldur horfa fram á veginn", á meðan þeir sem bera ábyrgð sitja enn á sinum stað í bönkunum, verma sætin sín í Seðlabankanum og FME, eða blaðra af fullkomnu innihaldsleysi um mál sem skipta engu máli á þingi.

Ég er farinn að hallast að því meir og meir að við sem tilheyrum almenningi verðum hengd í skuldareipi framtíðarinnar og la´tinn deyja hægum, kvalafullum dauðdaga. Á meðan hersjöfðingjar vorir á þingi, bönkum og stofnunum munu sötra sitt kampavín í einhverri veislunni, ábyrgðar- og áhyggjulaus með úttroðinn maga af kavíar á okkar kostnað.

Ekkert mun breytast né verða breytt.


mbl.is Brynjólfur yfirmaður innri endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert mun breytast því Íslendingar eru helvítis þræla-aumingjar.

Víkingagenið dó með Jóni Páli.

Hebbi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: AK-72

Víkingagenið dó mun fyrr, það dó með ónýtum snærisspottum og ormétnu mjöli úr búðum danskra einokunarkaupmanna.

AK-72, 13.10.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: ??

Það er rétt að Brynjólfur var yfirmaður alþjóðadeildar en veit einhver hvernig hann vann??

Ég er ekki viss um að hann hafi mikið með Ice safe að gera - Brynjólfur er einn af okkar reyndustu og að ég held varkárustu "gömlu" tíðar bankamanna sem var settur í ákveðan stöðu.

Það gleymist svolítið í allri umræðunni góðu verkin sem unnin voru... 

Ég gæti trúað því að við ættum engan betri mann til að taka rétt á málum hér án þess þó að vita það  fyrir alvöru...  

Ég get ekki ímyndað mér en að það hafi verið gert af vel yfirveguðu ráði að ráða þennan mann í þetta hlutverk, ekki beint auðveldasta hlutverkið í "nýju" bankakerfi! 

Ég er alls ekki að bera í bætur fyrir það sem gerst hefur á þessum mörkuðum og landinu í heild þessa síðustu daga en ég held að það sé ansi lítil hjálp í því að hengja fólk opinberlega án fyrirfram gerðar rannsóknar. Allavegana virkar okkar réttarkefri enn þannig að maður er saklaus þar til sök er sönnuð. Við ættum að halda okkur við það - líka hér á blogginu.

Hins vegar ætti örugglega að fara fram "hlutlaus" rannsókn á því hvað gerðist og hugsanlega eftir það ættu þeir aðilar ef sekir eru hugsanlega að taka ábyrgð á gerðum sínum. En þó ekki án dóms og laga.

Við skulum viða landslög áður en við byrjum á opinberum galdrabrennum!!  

??, 13.10.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: ??

Ég verð að bæta því við að Brynjólfur er hvorki frændi minn né skyldur mér að öðru leyti - bara svona til að umræðan sé málefnanleg!

??, 13.10.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: AK-72

Yfirmenn bera ábyrgð á verkefnum sviða og deilda sinna. Ef risastórt klúður verður sem heyrir undir þeirra ábyrgð og skekur heila þjóð, þá eiga þeir ekki að fá verðlaun heldur vera sagt upp, og það á við alla bankastjóra, útibússtjóraframkvæmdastjóra, deildarstjóra og yfirmenn sem komu nálægt málunum.

Landsbankinn verður ekki traustsins verður, á meðan efast er um heilindi stjórnenda þar. Ef ætlunin hefði verið að rannsaka hlutina og hreinsa upp andrúmsloftið, þá hefði hið minnsta verið yfirmönnum úr "gamla Landsbankanum" verið vikið til hliðar, þar til öll kurl væru kominn til grafar, en ekki látnir vera í stöðum þar sem stórlega verður efast um heilindi þeirra. 

Og svo má spyrja hvers eiga undirmennirnar að gjalda? Er ekki búið að hengja undirmennina án dóms og laga fyrir gjörðir yfirmannana? Þeir eru reknir en yfirmennirnir halda vinnunni, mennirnir sem gáfu fyrirskipanirnar, mennirnir sem báru ábyrgð. Þetta er eins og þegar ræstingarkonan er rekinn fyrir það að hafa verið að skúra um leið og forstjórinn keyrði fullur í gegnum vegg móttöku fyrirtækisins með þeim afleiðingum að fyrirtækisbíllinn eyðilagðist.

AK-72, 13.10.2008 kl. 21:45

6 identicon

Fyrirgefðu ... víkingagenið dautt???

Voru ekki samlandar okkar að ræna bresk þorp og skilja eftir sig sviðna jörð?

Bjarni (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: AK-72

Nei, Bjarni, það var ekki víkingagenið. Þessir einstaklingar voru smitaðir af hinni amerísku Gordon Gekko-veirunni sem er skaðlegasta plága sem hefur herjað á heiminn síðan Svarta dauða. Þessi veira veldur ákveðinni geðveiki sem brýst fram í ofurgræðgi og flottum leikföngum ásamt heimsyfirráðaplönum yfir markaðnum. Hægt er að þekkja einkenin  á frösum eins og:"hagsmunir hluthafa", "ávöxktunarkröfur peningabréfa", "hinn frjálsi markaður er hið eina sanna", "Íbúðarlánasjóður neyddi bankana í samkeppni" o.s.v.frv.

Ef þú eða aðrir verða varir við einstaklinga sem sýna einke þessa stórhættulega faraldurs, þa ber ykkur tafarlaust að hafa samband við landlæknisembættið svo hægt verði að einangra einstkalinga í Hrísey eða Kolbeinsey, áður en þeir ná að smita meir út frá sér og endannelga gera út af við Ísland og heimsbyggðina alla.

AK-72, 14.10.2008 kl. 13:16

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það skiptir engu máli hvað hann er góður eða slæmur bankamaður. Hann var yfirmaður Icesave, beint eða óbeint, og ber því ábyrgð. Ég vil ekki hugsa það til enda ef bretar og hollendingar komast að þessu.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 14:10

9 Smámynd: Haraldur Axel Jóhannesson

Hehe veiran sú er mun eldri en Gordon Gekko, lítið bara á evrópska aðallinn, þess utan er ég fullkomlega sammála, þessir háu herrar nota orð eins og; mikil ábyrgð og áhrif þegar þeir verja sínu háu laun.

En hvað gerist þegar á hólminn er komið og þeir ættu að taka afleiðingum gjörða sinna?  Þeim er klappað á kollinn og settir í fleiri og betur borguð embætti.

Haraldur Axel Jóhannesson, 14.10.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 123140

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband