Mótmælum öll!

Ef einhvern tímann hefur verið tilefni til að láta í okkur heyra og að almenningur sýni að honum er ekki sama um hvernig komið er, þá er það núna. Ég er allavega hættur að vera þrælslunduð mús sem tuðar út í horn, ég ætla að vera maður sem þorir að mótmæla því þegar samfélagið er lagt í rúst. Hvað með ykkur?

Það er einnig mótmælt á Akureyri og á Seyðisfirði kl. 16:00

Skilst annars að fundarhöld hefjist niður á Austurvölli kl. 15:00 en blysförin að ráðherrabústaðnum sé upp úr fjögur.


mbl.is Rjúfum þögn ráðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð. Auðvitað er laungu tímabært að gefa þessari stjórn og stjórn Seðlabankans líka langt langt frí.

Okkur var sagt að stjón Seðlabankanns hefði ekkert að gera með ákverðanir bankanns. Hvert er þá hlutverk stjórnar bankanns ? Halldór Blöndal, Hannes Hómsteinn, Ragnar Arnalds og félagar sitja því í stjórn sem hefur ekkert að gera með stjórn bankanns. Öll stjórnin er í höndum Dabba og co. Nema það er Dabbi einn sem stjórnar. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Ragnar (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Geir er nú bara í því að sópa undir teppið.  Hann mun því síðar þurfa að bera fulla ábyrgð á öllum embættisverkum Davíðs sem seðlabankastjóra, því það er Geir sem heldur honum í starfi og á meðan Geir er forsætisráðherra, er Davíð seðlabankastjóri, en ég skil ekki að þessi stjórn eigi að vera út kjörtímabilið, þegar samfylkingin vill Davíð burt og ef það skeður mun samfylkingin líka þurfa að bera fulla ábyrgð á embættisafglöpum Davíðs.

Máni Ragnar Svansson, 25.10.2008 kl. 18:29

3 identicon

Hver er, varaformaður stjórnar seðlabankans, Stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins, efnhagasráðunautur Samfylkingarinnar?

Palli (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 20:50

4 identicon

á útifundin mættu

Arnþrúður Karlsdóttir Bryndís Schram Daníel Ágúst Haraldsson Díana Ósk Óskarsdóttir Edda Björgvinsdóttir Elísabet Jökulsdóttir Ellen Kristjánsdóttir Helga Braga Jónsdóttir Helga Thorberg Jón Baldvin Hannibalsson Karl Baggalútur Kolbrún Björgólfsdóttir Ólafur Gunnarsson rithöfundur Ómar Ragnarsson Páll Óskar Hjálmtýsson Snorri Ásmundsson listamaður Sólveig Dagmar Þórisdóttir Stefán Jónsson leikari Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Þorvaldur Gylfason Þráinn Bertelsson Guðrún Ásmundsdóttir rithöfundur Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona Ragnar Kjartansson listamaður

og 550 aðrir...

Allir hrópuðu Davíð Burt!! Davíð BURT!! er þetta ekki að verða hálf vandræðalegt!!

Annað Arnþrúður útvarpstjóri var kosinn maður vikunnar af hlustendum útvarps Sögu með 10 atkvæðum - í beinni útsendingu þakkaði hún þennan heiður frábæru starfsfólki og sagði að þessi heiður væri ekki aðeins sinn !!!

er þetta ekki að verða stór fyndið

hordur (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 20:51

5 identicon

Ef einhver (þeir sem stóðu fyrir mótmælum í dag) stendur fyrir mótmælum og múgæsingu sem leiðir til þess að einhver tekur sig útúr hópnum eftir að hafa látið æsa sig upp og fer og kveikir í húsi einhvers sem hann telur að eigi sok á ástandinu, hver ber þá ábyrgðina á því?

....ætli það séu þeir sem stóðu fyrir múgæsingnum og mótmælunum sem urðu þess valdandi að það kviknaði í húsinu. Væri Kolfinna Baldvins tilbúin að tka á sig sökina?

held ekki.

Varúð þið sem standið fyrir því að æsa fólk upp!  Þið yrðuð fyrst til að vísa á annan sökudólg en ykkur!

fg (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Neddi

Var það forsetinn sem að einkavæddi bankana?
Var það forsetinn sem að afnam ákvæðið um dreifða eignaraðild bankanna?
Var það forsetinn sem að lækkaði bindiskyldu bankanna?
Var það forsetinn sem að hundsaði það að auka gjaldeyrisvaraforða landsins?
Var það forsetinn sem að (setjið inn hvaða þá spurningu sem að brennur á ykkur um hagstjórn landsins)?

Forestinn var kannski fánaberi og klappstýra útrásarvíkinganna en hann var algjörlega valdalaus þegar kom að því að setja lög og reglur um starfsemi bankanna. Það að benda á hann er bara aum tilraun til að beina athyglinni frá Davíð og sjálfstæðisflokknum.

Neddi, 26.10.2008 kl. 11:10

7 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Mótmæli Geirhardur og Hólmsteinn vita sem er að fólk er fífl og láta sér í léttu rúmi liggja þatta jarm sem kallað er mótmæli. Málið er það að við fíflin í landinu höfum kosið þetta dót til að stjórna og er því okkur sjálfum að kenna hvernig komið er. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að það eigi að kjósa sem allra fyrst, en gallinn er bara sá að sömu gæjarnir verða í kjöri og því ekki um marga kosti að velja.

Ragnar L Benediktsson, 28.10.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 123115

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband