Dýrkeyptur Davíð

Þegar maður skoðar fréttir dagsins, setur hlutina í samhengi um stýrivaxtahækkunina, þá verður að segjast að Davíð Odsson er snillingur. Hann er snillingur í að drepa von fólks, þennan litla vonarneista sem kom í brjóst manns í gær á borgarafundinum og ég er farinn að halda að hann sé einn við stjórn þarna því ekki sjást hinir bankastjórnendurnir né ríkistjórnin þar sem Sjálfstæðismenn þora ekki að hrófla við þessum stjórnlausa Fenrisúlfi.

Skoðum nokkra hluti:

  1.  Davíð Oddson hefur verið sagður vera ósáttur við aðkomu IMF.
  2. Hann tilkynnir að þessi skyndilega stýrivaxtahækkun sé vegna IMF.
  3. Ekki er enn búið að skrifa undir eða samþykkja samkomulag IMF.
  4. Ásmundur Stefánsson og Friðrik Már Baldvinsson sögðu fyrir framan þingnefnd í gær, að stýrivaxtahækkun væri EKKI SKILYRÐI AF HÁLFU IMF.
  5. Þetta er gert á þeim tíma þegar forkólfar ríkistjórnarinnar eru staddir annars staðar, ekki virðist vera samráð eða kynning til handa ríkistjórninni.

Ég játa að þegar maður hefur þessa hluti í huga, þá er það fyrst og fremst um að þarna sé einhver einleikur Davíðs og smjörklípa á ferð til að koma beina athyglinni frá einhverju. En hverju? Var einhver sannleikur á ferð í Kompás í gær? 'Maður veit ekki, þar sem mikið er logði en það breytir ekki um eitt: Davíð þarf að kveða niður líkt og drauginn Glám forðum.

 Hvar er Grettir þegar við þurfum hann í Seðlabankann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Maðurinn er að fremja skemmdarverk á íslensku þjóðinni og sem slíkur er hann landráðamaður og ætti að dæmast sem slíkur.. en það gerist ekki á meðan Gufan Geir er við stjórn. 

Óskar Þorkelsson, 28.10.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ég vil meina að Davíð hafi gert allt rétt sem snéri að Landsbankanum. Hann var ekki að horfa á bankann sem slíkan ,hann var að horfa yfir alla þjóðina í heild sinni. Átti hann að taka þá áhættu að lána þessar 200 millur fyrir Björgólf eða að hugsa um alla þjóðina. Ef ég hefði verið í Dabba sporum hefði ég gert það sama og hann. Bankarnir voru í því að fella krónuna fyrir ársfjórðungsuppgjörin en flestir eru nú búnir að gleyma því. Þær aðfarir gerðu það að verkum að myntkörfulánin hækkuðu og hækkuðu. Gróðinn af þessum brellum fór allur í að fjárfesta erlendis. Það var kominn tími til að stöðva þessa vittleysu. Sem betur fer sá Dabbi í gegnum þá.

Jón V Viðarsson, 28.10.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er til alltof mikið af fólki í þessu landi með sömu skoðanir og þú Jón viðar.. 

Óskar Þorkelsson, 28.10.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það var að fyrst sem mér datt í hug að þetta væri hefnd Davíðs fyrir fá ekki að ráða - hefnd gegn þeim sem samþykkti að fá ráðgjafa IMF til að horfa yfir öxl Davíðs og fá þjóðina uppá móti IMF einmitt að ríkisstjórn fjarverandi og samt áður en gengið er frá sjálfum samninginum við IMF.

- Ég hreinlega vona samt að það sé rangt hjá mér í garð Davíðs, skárra væri að þetta reyndist vera krafa IMF en að seðlabankastjóri reyndist svona.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.10.2008 kl. 14:58

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég var sammála Gylfa Arnbjörnssyni í gær, þegar hann sagði það barnalega einföldum að kenna einum manni um allar okkar ófarir.

Ég er hins vegar sammála ykkur, að Davíð og stjórn Seðlabankans auk forstjóra og stjórnar Fjármálaeftirlitsins ættu að sjá sóma sinn í að segja af sér og reyndar mikið fleiri. Þeir sem pólitíska ábyrgð bera á málinu munu síðan þurfa að endurnýja sitt umboð í Alþingiskosningum, sem mig grunar að séu ekki langt undan.

Það sem mig grunar er, að Davíð Oddsson og Jónas Fr. Jónsson hafi undanfarin ár ítrekað varað við hversu alvarleg staða gæti komið upp hér á land og að stjórnamálamennirnir hafi hreinlega hunsað þeirra ráðleggingar.

Núna geta sömu stjórnmálamenn auðvitað ekki rekið Davíð eða Jóna eða lagt hart að þeim að segja upp, þar sem þeir eru auðvitað með bunka af minnisblöðum, sem þeir hafa afhent ríkisstjórninni. Yrðu þeir reknir, myndu þeir auðvitað fara með gögnin í fjölmiðla og skýra frá sannleikanum, sem yrði til þess að óvildin beindist í átt til ráðamanna, en ekki í átt til Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.

Hvaða möguleg önnur ástæða getur verið fyrir því, að þessir menn hafa ekki sagt af sér eða verið reknir?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.10.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123172

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband