Fréttatilkynning vegna mótmælanna á gamlársdag

 Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið sent á Ara Edwalds, Sigmund Erni og fjölmiðla.

"Andsvar vegna mótmæla við Hótel Borg 31.12.08

Í tengslum við yfirlýsingar Ara Edwald og Sigmundar Ernis um skemmdarverk á tækjabúnaði Stöðvar 2 viljum við sem ábyrgir mótmælendur þennan dag bjóðast til að safna fé upp í skaðann á tækjabúnaði stöðvarinnar. Við óskum eftir upplýsingum um það sem skemmt var frá óháðum aðila.

Við vitum að við getum ekki bætt tilfinningalegt uppnám þeirra félaga né teljum þörf á því vegna fullrar vitneskju þeirra um að mótmælt yrði af krafti, en hörmum innilega áverka  tæknimannsins.

Við komum ekki til mótmælanna með því hugarfari að valda skaða, enda gerðum við það ekki, heldur til að láta skoðun okkar í ljós og mótmæla því að formenn flokkanna telji mun mikilvægara að mæta í froðukenndan skemmtiþátt og koma enn og aftur með sömu efnislausu setningarnar  yfir kampavíni og síld fremur en að upplýsa þjóðina af heiðarleika og tæpitungulaust um raunverulegt ástand landsins og skuldahalann, sem börn og barnabörn munu erfa.
   
Við viljum svo bæta því við að lokum, að það vekur furðu okkar að Ari Edwald telji sig hafa það vald að geta sagt lögreglu okkar til um hvernig hún eigi að haga störfum sínum.

Fyrir hönd ábyrgra mótmælenda,
Björg Sigurðardóttir
Gunnar Gunnarsson
Agnar Kr. Þorsteinsson"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu bíddu bíddu.... vekur það furðu ykkar að Ari Edvald skuli lýsa skoðun sinni á linkind lögreglunnar gagnvart skemmdarvörgum og ofbeldisfólki? Eru þið ekki stanslaust að reyna að segja lögreglunni hvernig hún eigi að haga sínum störfum? Ykkur ferst að væla yfir þessu.

Skari (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:38

2 identicon

Það vekur líka athygli að þið harmið ekki áverkana sem lögreglumaður hlaut í átöknunum þegar hann kinnbeinsbrotnaði eftir að hafa fengið grjót í andlitið frá "mótmælanda". Einkennilegt fannst mér.

Eiki (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 09:20

3 Smámynd: Skarfurinn

Eru Skari & Eiki í löggunni, eða bara sleikjur ?

Skarfurinn, 14.1.2009 kl. 09:25

4 Smámynd: AK-72

 Bendi nú Eika á að þessu er beint til Stöðvar 2, ekki lögreglunnar og ekkert okkar er hrifið af þeim áverka sem lögreglumaðurinn fékk. Grjótið hefði alveg eins getað farið í eitthvert okkar, ekki gleyma því. Við höfum þar að auki haldið borgarafund með lögreglunni þar sem þessi mál hafa m.a. verið rædd.

Ari Edwalds má svo sem lýsa skoðun sinni en þegar hann talar til lögreglu, líkt og hann hafi valdið og byrjaður að heimta aukið ofbeldi í garð mótmælenda, líkt og lesa má úr orðum hans á Nýársdag um að beita eigi mótmælendur meiri hörku,  þá getur það ekki annað en vakið furðu. Næsta valdbeitingarstig fyrirofan beitingu piparúða er nefnilega barsmíðar með kylfum.

AK-72, 14.1.2009 kl. 09:41

5 Smámynd: corvus corax

Ég tala reyndar ekki í nafni þeirra sem rita undir fréttatilkynninguna hér fyrir ofan en tala samt fyrir a.m.k. einn mótmælanda og fleiri ef vilja. Það er að sjálfsögðu slæmt að lögregluþjónn skyldi hljóta kinnbeinsbrot í átökunum og ber að harma það. En við hörmum ekki síður alla þá áverka sem mótmælendur hlutu af hálfu lögreglunnar og þann skaða og miska sem gjörsamlega ástæðulaus beiting piparúða olli mörgum mótmælendum í sama tilefni. Ef við berum saman líkamlega áverka andstæðra hópa eru meiðsli eins lögregluþjóns frekar léttvæg miðað við það sem mótmælendur máttu þola af hálfu lögreglunnar. Það skal hins vegar ekki draga úr því að viðkomandi lögregluþjónn hlaut þetta líkamstjón óverðskuldað og hefur eflaust liðið töluverðar þjáningar sem hann sem persóna átti engan veginn skilið.

corvus corax, 14.1.2009 kl. 10:25

6 Smámynd: Halldór Halldórsson

Krókódílatár rumpulýðsins yfir meiðslum sem ofbeldisverk þeirra valda eru að verða að stórum polli.  Og mér finnst alveg sjálfsagt að ofbeldislýðurinn fái að líða sem mest fyrir misgjörðir sínar. Þar um mun ég aldrei fella tár!

Halldór Halldórsson, 14.1.2009 kl. 10:44

7 identicon

Skarfur: Þarf maður að vera lögga eða "sleikja" til að hafa áhyggjur af því að lögreglumenn, sem gætu jú verið bræður, feður, mæður eða systur okkar allra, slasist?? Eru lögreglumenn ekki fólk líka?

Corvus: Miðað við myndbandið sem ég sá, og raunar vel flestir íslendingar hafa örugglega séð, þá var beiting piparúða ekki ástæðulaus á hótel Borg. Þar fyrir utan var ítrekað varað við beitingu úðans áður en honum var beitt og fólkinu gefnar skipanir um að fara. Einföld leið til að fá ekki piparúða í andlit: Ekki vera þar sem honum er beitt!

 Lögreglumaðurinn fékk hinsvegar enga viðvörun áður en hann fékk grjótið í andlitið og ég man ekki til þess að hafa lesið um beinbrot í röðum mótmælenda. Stigsmunur á að fá úðan í andlit og þurfa að líða illa í nokkrar mínútur heldur en að kinnbeinsbrotna og hljóta mögulega varanlegan áverka.

Eiki (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:46

8 identicon

Friðsamleg mótmæli eru smám saman að skila miklum árangri og alveg í anda ykkar dugnaðarforka að tækla þetta "framlengingarsnúrumál" svona - þið hafið staðið ykkur frábærlega.  Ég er samt ekki alveg sannfærður um fjárútlát til tækjaviðgerða, en treysti dómgreind ykkar skipuleggjenda áfram í áróðursstríðinu sem hingað til.  Ekki eru aðrir að vinna í málinu.

Jón (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 12:08

9 Smámynd: Landfari

Ég legg eindregið til að þið fáið ástþór Magnússon til að skipuleggja mótmælin framvegis.

Með því móti tryggið þið að mótmælin vekja verulega athygli án þess þó að valda tjóni eða skaða á fólki og eignum.

Landfari, 14.1.2009 kl. 18:26

10 Smámynd: AK-72

Því miður Landfari, þá held ég að Ástþór sé bestur með stjórnarliðinu. Allavega lítur hann á alla mótmælendur sem óvini sína.

AK-72, 14.1.2009 kl. 20:22

11 Smámynd: Landfari

Það er svo langt frá því að Ástþór líti á mótmælendur sem andstæðinga.

Það eru mótmælendur sem eru hræddir við að Ástþór skyggi á þá.

Landfari, 14.1.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 123093

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband