Auðmannamillifærslurnar og áhugaverður fréttaflutningur Morgunblaðsins

Einhvern tímann var sagt, að oft á tíðum væri það athyglisverðara hvað Morgunblaðið segði ekki frekar en hvað það birti í fréttum sínum. Fréttir gærdagsins um millifærslur auðmanna og bankamanna á milli landa er e.t.v. ágætis dæmi um það þar sem tvennar fréttir birtust, önnur á RÚV og svo hinsvegar fréttin sem þessi yfirlýsing tengist, á Stöð 2.

Lítum aðeins fyrst á þessa frétt um Björgúlfs-feðga, Magnús Þorsteinsson, Karl Wernersson, Milestone og Samson. Fréttin birtist á Stöð 2 um 18:30 en á vef Morgunblaðsins birtist ekki neitt fyrr en um 5:30 þar sem Morgunblaðsfréttin um málið er birt en hún birtist einnig í blaði dagsins, ekki sérlega áberandi þó. Er titill hennar eftirfarandi:

"Björgúlfs-feðgar segja frétt Stöðvar 2 ranga"

Ef fréttin er lesin svo, er lítið sagt um hvað kom fram í frétt Stöðvar 2, heldur aðeins koma fram sjónarmið auðmannana. Frekar óljóst og loðið allt saman og ef maður væri nú svo heftur í nútíma samfélagi að aðeins lesa matreiðslu Morgunblaðsins og þeim FL-okksins dindlum sem stýra þar á bak við tjöldin, þá væri maður eitthvað að klóra sér í hausnum.

Næsta frétt um þetta mál birtist svo kl. 12:04. Er það yfirlýsing frá Magnúsi Þorsteinssyni þar sem hann segist vera voða svekktur og sár, heimtar afsökunarbeiðin og er óhress.Ber fréttin titilinn:

"Segir frétt Stöðvar 2 ranga"

Eitthvað meir er hægt að glöggva sig á málinu, en samt er ekki komið fram nákvæmlega um hvað frétt Stöðvar 2 fjallaði um í heild sinni eða hvað Stöð 2 segir. Það skal tekið fram að Stöð 2 lýsir því yfir um svipað leyti að þeir standi alveg við fréttina um peningamillifærslurnar sem Morgunblaðið hefur ekki enn hirt um að segja okkur nákvæmlega frá.

Aðeins 10 mínútum síðar er birt tilkynning frá Straumi um að þeir væru óhressir með þessa frétt og ætluðu að leita til lögfræðinga sinna.Er titill fréttarinnar mjög eftirtektarverður og grípur strax lesandann heljartökum:

"Straumur leitar til lögfræðinga vegna fréttar"

Í þessari frétt kemur þó fram í einni setningu um hvað frétt Stöðvar 2 snérist um og þeir sem aðeins treysta á mbl. hefðu nú kinkað kolli og áttað sig á hvað væri í gangi. Því miður var fréttin fljót að hverfa í hít viðskiptafrétta svo ekki hefðu margir náð að glöggva sig á samhengi hlutanna.

Á öðrum vef-miðlum er vítt og breitt talað um málið, m.a. rætt við fjármálaráðherra, FME, skilanefnd Straums o.fl. en á Morgunblaðinu ríkir þögn að hætti húsins. Mætti halda að gamlir kaldastríðsdraugar frá Háaleitisbraut 1, hefðu nú hrekkt eitthvað tölvukerfið þegar kom að svona hlutum því það er ekkert minnst á þetta mál á einn eða annan hátt fyrr með þessari yfirlýsingu Björgúlfs Thor sem hér er tengt við og er hún með eftirfarandi stríðsyfirlýsingu:

"Björgúlfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar"

Hefur hann fengið að vera framarlega í sessi hér á forsíðu mbl.is enda var nú faðir hans nú fyrrum eigandi blaðsins og örugglega margir sem hugsa hlýtt til þeirra ára, hvort sem það voru gamlir jaxlar eða kaldastríðshermenn sem dáðu þá feðga ofan af Háaleitisbraut 1. En hefur þó ekkert sést til neinnar tilraunar til að draga fram fleiri hliðar en burgeisana sem Sjálfstæðismenn kiknuðu í hnjánum yfir,  líkt og ástfangin skólastelpa fyrir framan draumaprinsinn. Hver veit, kannski eru þeir feðgar að fara að stökkva til með smáfjármagn til handa Morgunblaðinu, svo hægt sé að leyfa Davíð vini þeirra að setjast í ritstjórastól þar til eftirlaunin kalla?

En svo eru það hinar millifærslurnar, þessar sem RÚV sagði frá.  Nákvæmlega kl. 18:24 að staðartíma þá laumar Morgunblaðið þeirri frétt inn á mbl.is að Bjarni Ármanns og Lárus Welding, hafi nú millifært milljarða og ber fréttin titilinn:

"Millifærðu hundruð milljóna á milli landa"

Er fréttinni haglega komið fyrir undir viðskipti fremur en undir innlendum fréttum, þó að þetta sé stórfrétt að mörgu leyti. Er titillinn þó meira grípandi og segir mun meira í frétetinni hvað hafi verið gert heldur en þegar blaðamenn og ritstjóri mbl.is og Morgunblaðsins voru að væflast með burgeisana sem bjórseðla þóttust eiga, þá Björgúlfsfeðga. Eina sem fréttist um það mál í dag, er svo yfirlýsing frá Bjarna Ármannssem birt er að sjálfsögðu undir Viðskiptum og ber þann grípandi titil:

"Bjarni Ármanns: Eðlileg fjárstýring"

Reikna má með að hver einasti maður á landinu hafi stokkið til og lesið yfirlýsinguna sem hvarf fljótt inn í hyldýpi viðskiptaheimsins líkt og skortstaða bankanna eða millifærslur sem ekki máttu sjást. Ekki sást reynt að fá fleiri álit og/eða fleiri vinkla á fréttirnar, heldur ber þar að sama garði og með bjórfeðgana.

En það er meira við fréttaflutninginn af Glitnis-bankastjórunum. Þar er nefnilega ekki öll sagan sögð og líkt og áður þá eru þeir sem treysta aðeins á Morgunblaðið varðandi fréttaflutning, með skerta sýn og jafnvel búnir gleraugnalausir vegna ryksins sem fjölmiðillinn þyrlar upp. Það sem vantar inn í söguna er að í frétt RÚV. að það vantaði Harry Lime í söguna Fyrir ykkur sem ekki þekkja kvikmyndasöguna þá er Harry Lime Þriðji Maðurinn hans Orson Welles. Og hver er þessi Þriðji maður sem ekki er til hjá Morgunblaðinu?

Einar Sveinsson heitir hann og var nú stjórnarmaður á sama tíma og Karl Weners, Hannes Smára o.fl. töffarar útrásarinnar. Einnig sat hann í stjórn Sjóva Almennra, Olíufélagsins, BNT og Icelandair þar sem hann tautaði um vonda kommúnista þegar Icelandair var yfirtekið.

Og hversvegna ætli Morgunblaðið hafi kosið að minnast ekki á hann?

Það skyldi þó ekki vera þó sú staðreynd, að hann Einsi er nú bróðir Benedikts, pabba formanns Sjálfstæðisflokksins, hans Bjarna Ben.

 

 

 

 

 


mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Morgunblaðið er meir traustvekjandi en DV. Og á þeim bæ ætla þeir ekki að apa eftir þessari driveby fréttamennsku hjá DV.

Ef þú vilt vera góður miðill að þá þarft þú að hafa góða heimildarmenn. DV hefur ekki sýnt fram á það.

Ég held að þetta snúist meira um að hafa góðar heimildir fyrir þessu máli.

Ég vek athygli að ég er engan veginn að taka upp hanskann fyrir þessa glæpamenn og trúi þessu alveg uppá þá. En það verður að hafa sannannir eða traustar heimildir.

Biggi (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: AK-72

Lastu þetta nokkuð, Biggi? Og hvernig tengist DV þessu máli?

AK-72, 28.7.2009 kl. 23:55

3 Smámynd: Einar Karl

Það verður raunar að segjast að upphaflega fréttin eins og hún birtist á visir.is er rosalega "þunn" . Í raun og veru ekkert konkret um það hver gerði hvað. Með svona stórar og alvarlegar ásakanir verða fjölmiðlar að vanda sig.

Hér er fréttin, fyrir þá sem misstu af henni. 294 orð.

Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattaskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis.

Sama dag og tilkynnt var að íslenska ríkið myndi eignast 75% hlut í Glitni hófust millifærslur á peningum frá Straumi og yfir á reikninga á fjölmörgum skattaskjólseyjum.

Hátt í eitt hundrað reikningar voru stofnaðir á skattaskjóleyjunum á tveimur vikum eftir þjóðnýtingu Glitnis.

Björgólfsfeðgar, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson voru umsvifamiklir í þessum fjármagnsflutningum.

Að auki voru fluttir peningar á reikninga í eigu eignarhaldsfélaganna Samson, sem var í eigu Björgólfsfeðga og Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona.

Fleiri einstaklingar og eignarhaldsfélög áttu auk þess hlut að máli.

Millifærslurnar voru allar í evrum og bandaríkjadölum og hljóðaði hver millifærsla upp á hundruðir þúsunda og milljónir í viðkomandi myntum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu nam fjármagnið að minnsta kosti sjötíu milljónum evra en það eru tólf komma fimm milljarðar króna.

Umræddar skattaskjólsparadísir eru meðal annars, Cayman eyjar, Tortola, Bresku jómfrúreyjarnar, Bermúda, Luxembourg og Hong Kong.

Samson Global Holdings, félag í eigu Björgólfsfeðga, átti á þessum tíma ríflega þriðjung í Straumi. Björgólfur Thor var jafnframt stjórnarformaður Straums.

Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, fóru fram á þriggja milljarða króna afskrift á dögunum hjá Nýja Kaupþingi og Magnús Þorsteinsson fluttist til Rússlands skömmu áður en héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði hann gjaldþrota þann 4. maí síðastliðinn.

Í byrjun þessa mánaðar var gerð húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár og Milestone varðandi hugsanlegar ólöglegar fjárfestingar úr bótasjóði Sjóvár. Að auki var húsleit gerð á heimilum stjórnenda allra fyrrverandi stjórnarmanna Sjóvár og var umræddur Karl Wernersson þar á meðal.

Nánari útsýringar um hvernig fjármagn er flutt til svokallaðra skattaskjólseyja og hvernig fela má slóð og uppruna peninga sem þangað eru fluttir má sjá á fréttavefnum Vísir.is 

Einar Karl, 29.7.2009 kl. 00:06

4 Smámynd: AK-72

Tek alveg undir það að manni þótti vanta kjöt á beinin hjá Stöð 2 en það er lágmark þegar aðrir fjölmiðlar fjalla um hlutina, að þeir reyni að útskýra um hvað málið snúist. Vísir og fleiri drógu svo fram í dag álit annara eða svör frá nokkrum aðilum, ólíkt því sem Morgunbalðið gerir í þessu tilfelli.

AK-72, 29.7.2009 kl. 00:10

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Einar Karl ertu á launum hjá Björgólfi? Eða ertu bara auðvaldsdýrkandi, smeðjulegt skriðdýr sem vonar að þeir takieftir þér á erfiðum tímum svo þeir geti launað þér þegar þeir hafa svikið sig og prettað frá því að greiða skuldir sínar eftir landráðið?

Þór Jóhannesson, 29.7.2009 kl. 00:21

6 identicon

Fyrirgefðu félagi.

Ég bý erlendis og les fréttir hjá visir.is og mbl.is daglega. Þannig að kannski sé ég þetta ekki í þessu daglega samhengi sem þú sérð það.

Visir apaði eftir stöð 2 en mbl.is gerði það ekki. Hins vegar gerði ruv það, en einungis um Bjarna og Lárus eftir því sem ég best sá.

En væntanlega sérð þú ekkert athugarvert við þessa samsæriskenningu þína að Jón Ásgeir og co koma aldrei neinum málum við hjá stöð 2 og visir.is

Þetta er allt Dabba að kenna.

Biggi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:36

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er æði oft sem stórfréttir tengdar SjálftökuFLokksins og sægreifanna hverfa af forsíðu mbl.is mjög fljótt, svo verð ég að segja að Fréttablaðið er greinilega að dásama ESB í hverju tölublaði undanfarnar vikur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.7.2009 kl. 00:39

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir vandaðan pistil um efni sem er full ástæða til að vekja rækilega athygli á! Þ.e.a.s. að við verðum að lesa fréttir fjölmiðlanna með tilliti til þess hver á þá og rekur. Þetta er sértstaklega áberandi hér á mbl.is, því miður!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.7.2009 kl. 00:44

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvers vegna skyldu útrásarbófarnir fá að ganga lausir ?


Það tók ekki langan tíma að handjárna ungu mennina sem náðu heilum  50.000.000, króna af Íbúðalánasjóði og bankareikningum viðkomandi fyrirtækja sem þeir „yfirtóku“.

Hvað náðu Björgólfarnir miklu ?  5 milljörðum ? 7 milljörðum króna ?

Sama á við um geislaBAUGSfeðgana. Þeir munu hafa náð þúsundum milljarða einnig og ganga enn lausir vitaskuld. Ekki nóg með það. Almenningur kaupir enn hjá þeim nýlenduvörurnar. Í þeim verslunum hafa þeir verið að mjólka almenning með of mikilli álagningu, sem hefði sómt Ebeneser Scrooge vel, þó svo að sumar þessara verslana kallist lágvöruverðsverslanir og „Hagkaup“.

Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur er það ekki ?

Baugsmiðlarnir hafa tamið hjörðina vel. Svo vel að athyglinni er „systematískt“ beint á alla aðra en geislaBAUGSfeðgana og meðreiðarsveina þeirra.

Muna menn það ekki að geislaBAUGSfeðgarnir sögðu breskum bankastjórum sínum að íslensku verslanirnar væru „reiðufjármjólkurkýrin“ þeirra ( cashcow samanber frétt þar um í breskum stórblöðum ) ? 

Þá eru ótaldir milljarðatugirnir sem bankarnir náðu hver um sig inn í gjaldeyrishagnaði með stöðutöku sinni gegn krónunni ársfjórðungslega. Sú aðgerð skekkti gengið verulega þar sem verðlag rauk upp með fallandi gengi krónunnar og hleypti vísitölunni á flug vitanlega. Þannig töpuðu íslendingar á hækkuðum lánum og verðlagi í verslunum milljarðatugum í hvert eitt sinn. Hlutabréf bankanna seldust þar að auki á hærra verði samhliða þessum aðgerðum bankanna. Þannig keyptu og seldu þessir „höfðingjar“hlutabréf sín í bönkunum á víxl, enda með innherjaupplýsingar í farteski sínu.Það er með ólíkindum að þessir böðlar skuli enn ganga lausir. 

Icesave.

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor mun vera sá lögspekingur á Íslandi sem þekkir reglur og lög Evrópusambandssins/EES hvað best. Hann ásamt öðrum góðum lögmanni, Lárusi Blöndal hrl., hefur skrifað einar 5 greinar þar sem þeir rekja það hverjar skuldbindingar eru í lögum og reglum um bankastarfsemi á þessu svæði og bankarnir störfuðu eftir undir árvökulu auga ráðherra bankamála honum Björvini . Þeir hafa lagt fram skír rök fyrir því að engin skuldbinding er á íslenska skattgreiðendur umfram það sem er til í innistæðutryggingasjóðnum. Það gildir jafnvel þó að í ljós kæmi að bankarnir hefðu vanrækt að greiða sinn hlut í sjóðinn. Sömuleiðis komast þeir með lagarökum sínum að því að þó svo að hér hafi verið ákveðið að við greiddum úr sjóðum skattgreiðenda til að bæta íslenskum innistæðueigendum upp í topp innistæður sínar, gerir okkur ekki heldur skuldbundna við þá bresku eða hollensku.

Þessi rök þeirra hefur enginn hrakið með neinum lögskýringum. Það eina sem hefur heyrst gegn þeim eru upphrópanir slagorðasmiða.Þetta segir okkur að við getum róleg farið að ráðum Davíðs Oddssonar frá því í upphafi, að við, skattgreiðendur, eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum sem þeir stofnuðu til í gegn um einkafyrirtæki sín.

Þeir sem telja sig eiga kröfu á íslenska skattgreiðendur sækja auðvitað þá kröfu sína í gegn um dómstóla. Það er lögvarinn réttur þeirra eins og kemur fram í grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson dómari skrifaði á dögunum í Morgunblaðið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.7.2009 kl. 01:46

10 Smámynd: AK-72

Þór: Æi, ég kannast nú aðeins við hann Einar og hef ekkert yfir honum að kvarta. Þess vegna ætla ég að biðja þig um að vera ekki með þessar persónuárásir í hans garð, sérstaklega þar sem hann bendir aðeins á það sem rétt er, að frétt Stöðvar 2 var frekar þunn gagnalega séð miðað við sprengi-efnið.

Biggi: Vísir og Stöð2 eru sama batteríið og ég efast um að RÚV hafi apað eftir þeim eða öfugt. Þessar fréttir birtust um svipað leyti og RÚV bar vinninginn af gagnalega séð. Auk þess voru þeir þrír millifærslumennirnir hjá RÚV, staðreynd sem Morgunblaðið kýs að líta framhjá og nafngreinir aðeins tvo enda Þriðji maðurinn of vel tengdur.

Varðandi svo þetta Jón Ásgeir, Baugur og allt það. Það getur alveg vel verið að Jón sé með puttana þar í fréttum(og líklegt að um sömu hagsmunagæslu þar á bæ eins og hjá Morgunblaðinu) EN ég er að fjalla um Morgunblaðið og fréttaflutning þeirra. Þetta er einstaklega hvimleitt í íslenskri umræðu að þegar einhver aðilli er gagnrýndur þá er bent í aðra átt eins og það réttlæti allt gjörðir þess sem gagnrýndur er.

Á þetta sérstaklega við þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum og þeirra góðgerðarmönnum, sem byrja alltaf að tala um Jón Ásgeir og Baug, þ.e. hin hefðbundna Baugsvörn. Vill ég því mælast til að ef menn ætla að fara þá leið, að í staðinn fyrir að eyða orku sinni í að tala um hvað Jón Ásgeir og Baugur séu vondir þegar spjótin beinast að Sjálfstæðisflokknum, Björgúflum, Morgunblaðinu eða öðru því sem þeir sjá ekki sólina fyrir, að þeir skrifi bara BAUGSVÖRN! Það einfaldar hlutina fyrir alla, konur og karla.

Þetta er annars ekki allt Dabba að kenna, hann ber þó mikla ábyrgð þegar kemur að því hvernig fyrir okkur er komið, bæði pólitíska, efnahagslega og siðferðislega.

AK-72, 29.7.2009 kl. 09:27

11 Smámynd: Þór Jóhannesson

Persónuárásir, pff. Maðurinn er bara auðvaldshundur, síðast þegar ég vissi var það ekki persónuárás að benda á sannleikann.

Þór Jóhannesson, 29.7.2009 kl. 14:18

12 Smámynd: Einar Karl

Jú, AK, ég er alveg sammála þér með Moggann blessaðan, það vekur auðvitað athygli eins og þú bendir á að þeir hömpuðu fréttum um hneykslan og reiði auðmannanna útaf ásökunum annarra fjölmiðla, sem þeir skýrðu ekki frá.  En mbl.is fær smá prik fyrir að hafa hampað þér á forsíðu mbl.is í dag! 

Varðandi fréttina á Stöð 2/visir.is þá vekja eindregin og hörð viðbrögð Björgólfs, Magnúsar og Karls W. líka athygli. Maður gæti ályktað sem svo að þeir búist ekki við því að Stöð2 geti staðfest fréttina...?

Ágætt að þú settir inn krækju á RÚV fréttina, sem er gott dæmi um miklu betri og nákvæmari frétt með einhverjum haldbærum upplýsingum, sem vantaði í fréttabútinn af visir.is.

Einar Karl, 29.7.2009 kl. 20:57

13 Smámynd: Einar Karl

Ég læt mér í léttu rúmi liggja uppnefni og stimpla Þórs Jóhannessonar, óvanur akkúrat þessum uppnefnum!

FACEBOOK vinir nokkrir töldu mig eindreginn vinstrisinna eftir að ég hældi á þeim vettvangi bók Naomi Klein, The Shock Doctrine. Sumir hafa þörf fyrir að draga fólk í dilka, í staðinn fyrir að hlusta á það sem það hefur að segja. Bókin sú er mjög áhugaverð og inspirerandi lestur. Mæli með að Þór lesi hana hafi hann ekki gert það, held hann þurfi kannski endrum og sinnum að hvíla hugann frá íslensku kreppunni, kominn með snert af kreppusótt!

Einar Karl, 29.7.2009 kl. 20:59

14 Smámynd: Þór Jóhannesson

Berserwisser - ekta berserwisser sem láta svona niðurtal til fólks frá sér. Afgreiða aðra sem fífl með tilvitnu í eitthvað allt annað og sem skiptir ekki nokkru máli og benda þeim á að lesa það, ekki fyrsta sinn sem þessi auðvaldsaftaníossi sem hefur patent lausnir að lifibrauði beitir þessari rökleysu í barnalegri (sem hann kallar rökfærslur) umræðu sinni.

Gista á að þú sért flokksbundinn Framsóknarmaður - þar ert þankagangurinn "bull´s eye" nákvæmlega eins og hjá þér.

Þór Jóhannesson, 29.7.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 123093

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband