Hatursglæpir á Íslandi-Sinnuleysi fjölmiðla og réttarkerfis

Þeir voru sex, sem réðust á mann við 10-11 í Kópavogi, slógu hann niður í jörðuna og létu spörkin ítrekað ganga í haus og skrokk hans. Ástæðan fyrir þessari árás var einföld: hann var útlendingur.

Enginn aðdragandi var að þessari líkamsárás í nóvember 2006 þegar innflytjendaumræðan var í hámark, heldur hafði maðurinn eingöngu rölt út í búð þegar þessir fimm einstaklingar byrjuðu að veitast að honum með fúkyrðum í tenglsum við uppruna hans, og endaði með grófri líkamsárás sem hófst inn í búðinni og endaði út á götu.  Allt saman náðist á öryggismyndavél og öryggisvörður kallaði til aðstoðar lögreglu. Maðurinn var fluttur upp á spítala eftir það, vankaður og illa farinn, þremur vikum fyrir brúðkaup hans og sambýliskonu.

En hverjar voru afleðingarnrar? Fyrir manninn og fjölskyldu hans voru þær talsverðar, hann missti úr vinnu og er eina fyrirvinna fjölskyldunnar og auk líkamlegs tjóns þá er sálfræðilegt áfall fyrir fjölskylduna mikið og langvarandi og enn ekki séð fyrir endann á því.

Afleiðingarnar fyrir þá sem frömdu þennan svívirðilega hatursglæp, já, hatursglæp því þetta var ekkert annað, voru mun léttvægari. Aðeins tveir af þeim voru ákærðir, tveir menn í kringum tvítugtn en hinir sluppu vegna áhugaleysis eða handvammar kerfisins, kerfisins sem taldi að hæfileg refsing fyrir svona hatursglæp væri samtals 145.000 í bætur til handa útlendingnum en ríkistjóður fengi svo 180 þúsundir í sekt.

Hvaða skilaboð sendir þetta svo ofbeldismönnum? Ekki einu sinni fangelsisvist og rétt svo útborguð mánaðarlaun sem þeir þurfa að greiða fyrir skemmtun sína við misþyrmingar. Og hvers vegna voru þeir bara tveir ákærðir? Og hvar voru fjölmiðlar? Fjölmiðlarnir sem stökkva til um leið og útlendingur eða innflytjandi gerist brotlegur og skella því á forsíðu? Og hvað með þá stjórnmálamenn sem hafa verið að tala um hættur af útlendingum? Viðbrögð eins þeirra á bloggsíðu konunar og bloggvinkonu minnar, voru ótrúleg, hann sagði hana einfaldlega vera móðursjúka yfir minniháttar glæp.

En því miður er þetta ekki eina tilfellið sem hefur veirð að koma upp síðan innflytjendaumræðan fór af stað með þeirri heift og fordómum sem hún hefur skapað. Í nóvember síðastliðnum dæmdi Hæstiréttur tvo menn til þyngri refsingar en þeir fengu í Héraðsdómi fyrir svipaðan hatursglæp eða eins og segir í frétt mbl.is frá 16. nóvember:

 "Hæstiréttur hefur þyngt dóma yfir tveimur rúmlega tvítugum mönnum, sem réðust á erlendan mann á götu í Reykjavík, slógu hann niður og spörkuðu í andlit hans með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, augnbotn brotnaði og tvær tennur. Í dómi Hæstaréttar segir, að allt bendi til að meginhvati árásarinnar hafi verið neikvæð afstaða árásarmannanna til útlendinga. Árásarmennirnir voru dæmdur í 3 og 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða manninum sem þeir réðust á 550 þúsund krónur í bætur. Í héraðsdómi voru mennirnir dæmdir í eins og þriggja mánaða fangelsi og til að greiða fórnarlambinu 274 þúsund krónur í bætur."

Þarna er talsverður stigsmunur á málum en miðað við að menn eru dæmdir í mánaðar skiolrðsbundi fangelsi fyrir þukl á brjóstum á balli og jafnvel þyngri refsingar en þessi dómur fyrir að stela peningum úr afgreiðslukassa í Hagkaup, þá veltir maður fyrir sér hvers vegna mannslífið og heilsa sé svo lítils virði í augum dómara og réttarkerfis?

Og svo höfum við þriðja málið einnig. Í kjölfar hins hörmulega banaslys í Reykjanesbæ, þá réðst um tuttugu manna hópur að fjórum Pólverjum fyrir framan Sparisjóð Keflavíkur og barði þá. þeir náðu að komast í burtu við illan leik en hver voru viðbrögð yfirvalda, sömu yfirvalda og létu fjölmiðla fá hvert einasta atriði úr yfirheyrslum yfir grunaða þar? Þeir vildu ekkert tjá sig um málið, sögðu óljóst að þetta hefði verið uppgjör unglinga og vildu ekki segja meir. Síðan í kjölfarið virðist sem að málið sé og hafi ekki verið rannsakað neitt frekar né að lögreglan hafi kært einhverja af þessum tuttuga manna hóp. Í sama bæ og á Reykanesinu er svo starfræktur hópur rasista og unglingahatara sem virðast eiga vel upp á pallborðið hjá þeim sem þarna búa. Maður getur ekki lagt annað en tvo og tvo saman í kjölfarið og ályktað að lögreglan í Reykjanesbæ telji það í góðu lagi að berja útlendinga.

En hvað þá með fjölmiðla?  Nú höfum við horft upp á stríðsfyrirsagnir um glæpi útlenindga og hvað þeir séu vondr frá miðlum eins og Fréttablaðinu sem lagðist í krossferð um tíma gegn þeim með upphrópunum sem voru margar hverjar gerðar til þess að auka á fordómana. Sami fjölmiðill sem og aðrir(fyrir utan DV) hafa svo aftur á móti sýnt engan áhuga ne´vilja til þess að fjalla um ofbeldi gegn útlendingum og fordómum í þeirra garð, kannski vegna þess að það selur ekki eins vel og veldur ekki sömu umræðu í samfélaginu, umræðu sem veitir þessum fjölmiðlum athygli. En hvaða gjaldi er goldið með því? Jú, fleiri barsmíðar og misþyrmingar á útlendingum ásamt auknu hatri og fordómum í garð saklaus fólks. Og hver er afsökunin frá fjölmiðlum sem sýna glæpum útlenindga mun meiri áhuga heldur en glæpum gegn útlendingum? Það er sú elsta sem æsifrétta- og ruslfjölmiðlar hafa notað i í gegnum tíðiina:

Við erum bara að segja frá fréttnæmum hlutum.

Er ekki kominn tími á að fjölmiðlar og réttarkerfið taki á svona glæpum sem framdir eru eingöngu vegna þjóðernis eða annars, af fullum krafti? 

Nánar má lesa um málið fyrir utan 1ö-11 í Kópavogi hér frá eiginkonu þolandans. Hún setur einnnig inn dómsorðin frá Héraðsdómi Reykjanes í þessari færslu

Svo má sjá hér einu fréttina þar sem minnst var á mál hennar í fjölmiðlum hér í þessari færslu hér.

 


Strámaður Moggans

Langaði til að benda fólki á þetta stórgóða blogg um þá rógsherferð sem Morgunblaðið fer í fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins(eins og venjulega). Maður verður alltaf ánægður yfir því að hafa sagt upp blaðinu á 2004 þegar þeir voru að taka eina af mörgum skorpum í svona herferðum. Maður spyr sig svo hvernig getur þetta blað borið sig og hversvegna hefur Styrmi ekki verið sparkað fyrir löngu?

 


Tvískinnungur Heimdælinga

Ég get ekki annað en hrist hausinn yfir þessari yfirlýsingu, hugsandi um aðra hluti sem sama félag hefur staðið fyrir eða ályktað um í gegnum tíðina.  Heimdælingar og/eða SUS hafa staðið fyrir dólgslátum sem þeir kalla mótmæli, á skrifstofu skattstjórans og beitt valdi til að hindra fólk þar til að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn, jafnvel með ofbeldi. Ekki hefur maður heyrt félagið senda frá sér ályktun um það. Aftur á móti þegar einhverjir mótmæla einhverju sem tengist flokknum, á opinberum vettvangi lmeð baulum og köllum ólikt skattstofuátökum, þá er það aðför að lýðræðinu.

 Svo er það nú þetta með yfirlýsingar og  Heimdælinga og blessaða óvirðingu. Hafa þeir ekki vanvirt lýðræðið með að styðja dómararáðningar sem byggjast á crony-isma? Hafa þeir ekki vanvirt lýðræðið með því að styðja innrásina í Írak sem fyrir það fyrsta var ólöglegt innrásarstríð og í aðra staði ákvörðun sem var tekin á gerræðislegan og ólýðræðislegan hátt? Og hvað með aðrar ákvarðanri flokksins sem gagna gegn leikreglum lýðræðis? Hvað með þegar fulltrúar flokksins haga sér eins og sekpnur og telja sig hafna yfir lög? Ekki heyrist múkk frá Heimdælingum þá heldur tekið undir að lög séu börn síns tíma og allt almennt siðferði látið fjúka til verndar spilltum stjórnmálamönnum sem þeir þjóna. Ef þeir telja þessar aðgerðir eitthvað sem veikir tiltrú a´ungu fólki í stjórnmálum, þá ættu þeir að byrja á því að líta í eign barm og skoða hvað þeir styðja, margt af því á lítið skylt við lýðræði og frelsi heldur meir eins og það spillta einræði sem Pútín hefur sett á stokk í Rússlandi í t.d. dómararáðningum vina og ættingja Pútins eða KGB-manna.

Svo að lokum má kannski benda á það að ekki voru allir áhorfendur sem voru með borgarstjórnarmeirihlutanum til fyrirmyndar. Samkvæmt óstaðfestum óheimildum þá gargaði Erla fyrrum formaður Heimdalls, ókvæðisorðum að mótmælendum og sagði þá verri en skepnur, annar Sjálfstæðismaður líkti þeim við Hitlers-æskuna og fleira í þeim dúr. Hvers vegna er ekki einnig talað um þá? 


mbl.is Harma framferði ungliðahreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það verra að mótmæla en að vera í sandkassaleik með hagsmuni almennings?

Þó að þessi mótmæli mætti e.t.v. fara betur fram, þá er nú ekki hægt annað en að spyrja þá sem hneykslast á þeim: hvað gerir þetta miklu verra helldur en gjörðir borgarfulltrúanna? Þeir mega reka rýtinga í bakið á hvor öðrum, skemmta sér í svaðinu á ýmiskonar hátt með hóp af flokksbundnum stuðningsmönnum sem verja allt svínaríið og eru síst að hugsa um hag almenninggs, heldur eingöngu vegtyllur og völd.

 Ef ég kæmist þá væri ég mættur þarna niður eftir og örugglega fleiri til, það er almenn gremja með þetta og fólk er búið að fá nóg. Eini mðaurinn sem hefur sýn spor í átt til siðvæðingar er Björn Ingi af öllum mnnum með því að segja af sér og óskandi sað sú siðvæðing nái einnig til Villa, Óla, Árna Matt og fleiri sem hafa svoleiðis drullað yfir lýðræðið upp á ´siðkastið.

 

 


mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mafítaktíkar verktaka og fasteignasala

Þetta er nú nokkuð sem hefur viðgengist hér lengi í nágrenni Hverfisgöu og nágrennis en hingað til hafa fjölmiðlar sem og þeir sem eiga að gæta hagsmuna almennings, verið tregir til að taka á þessu því þeir vilja ekki styggja þá sem færa þeim aur: bankanna sem og aðra fjársterka og rétt tengda pólitískt séð, aðila sem ásælast þetta sem byggingarsvæði.

Því miður þekki ég tvö dæmi þess í gegnum kunningja að þarna hafi veirð beitt þeim aðferðum sem lýst er, af hálfu verktaka og fasteignasala. Í öðru tilfellinu voru það eldri hjón sem þrýst var á með fyrst blíð en svo hótunum um að fluttir yrðu dópistar inn í húsið þeirra nema ef þau seldu. Þau gáfu frekar fljótt eftir en þeir sem ílengdust fengu víst dópistana inn í íbúðina sem verktakinn hafði keypt.

Hitt málið var nú mun alvarlegra þar sem aðilinn sem lenti í fasteignasala sem var á fullu við að kaupa upp hús í tengslum við fjárfestingarfélag sem hefur stór plön með svæðið. Kunninginn vildi ekki selja en fasteignasalinn náði þar eign í húsinu og nágrenninu. Þar var skellt upp dópgreni að mér skilst, og innbrot urðu skyndilega algeng í íbúðina hans sem og annara sem neituðu að selja en ekki hjá þeim sem höfðu kvittað undir samning og voru á leiðinni út. Eftir sjöunda innbrotið gafst kunninginn upp og seldi fasteignasalnaum sem beitt svona óprúttnum aðferðum.

Þriðja dæmið er til sem var skrifað um af Þránni Bertelsyni og passaði nákvæmlega við lýsingar kunningja minna og það sem maður hafði heyrt. Greinin birtist síðla sumas og er hægt að nálgast hér.

En svona er Ísland, glæpamenn á borð við þessa aðila fá að komast upp með svona hluti, þeim hampað með hrifningu af fjölmiðlum sem knáum athafnamönnum, duglegum fjárfestum en saklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þeim, getur ekki sótt rét sinn og lifir í ótta, því jú peningarnir og peningaöflin eru mikilvægari en heldur einhverjar manneskjur .


mbl.is Flytja óreglufólk inn til að gera nágrönnum lífið leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Jan. 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 123494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband