Færsluflokkur: Sjónvarp

Sögur að handan-með Agli Helga

Þegar ég kveikti á sjónvarpinu í dag, með kaffið í bollanum og áhugasaman páfagaukinn á öxlinni, þá blasti við mér næstu 80 mínúturnar, nokkuð sem ég átti ekki von á. Egill Helgason hafði ákveðið að bregða sér aftur til fortíðar, til þess tíma þegar yfirborðskenndir fjölmiðlamenn göspruðu eftir línum sem spunameistarar flokkana höfðu lagt þeim og stjórnmálamenn reittu af sér hvern lærða frasann úr stjórnmálaskólum flokksmaskínunar eins og páfagaukar. Enda fór sem fór, páfagaukurinn stakk af frekar snemma, sármóðgaðuir yfir því að það skyldu einhverjir skyldu vera að troða sér inn á hans starfssvið.

Þetta afturhvarf til fortíðar hans Egils fór þó brátt að minna mann á annan óhuggulegri þátt: Sögur að handan(Tales from the Crypt), þar sem Vörður Grafhýsins, sýndi okkur hryllingssögur með reglulegu millibili úr grafhýsi fortíðar. Fyrsti parturinn með fjölmðlamönnunum yfirborðskenndu dró fram myndina af því þegar prófkjör voru stórasta mál í heimi í augum þeirra og hver væri mestur og bestur þar, á meðan fjölmiðlarnir litu undan hvísli um að ýmislegt óhugnanlegt leyndist í myrkviðum bankahvelfinga sem þyrfti að bjarga almenningi frá. Ekki nægði það þó heldur voru þeir svo þekkingarlitlir eða fastir í fortíð sem endurtók sig, að þeir höfðu ekki hugmynd um að ný framboð hefðu komið fram né að sá fimmti var einnig með þing um helgina, heldur töldu að aðeins væru fjórir flokkar í boði fyrir kosningar.

Að lokum tók þó þessum hluta hryllingsþáttarins enda, þar sem svipmyndir af Draumalandi birtust, Draumalndinu sem breyst hefur í Martraðarland byggt á lygum, með dyggri aðstoð fjölmiðlamanna, sem matreiddu áróður stjórnmálamanna og fyrirtækja gagnrýnislaust ofan í almenning, og hundsuðu hrópendurnir í eyðimörkinni og hæddust að þeim. Sýnishornið rifjaði upp margar minningar af loforðum sem stóðust ekki, lygum sem stóðust ekki, taumlausri græðgi sem réð ríkjum og tíma þar sem stórfyrirtækin voru rétthærri en almenningur landsins.  Allt þetta var með dyggri aðstoð fjölmiðlastéttarinnar og skyndilega urðu fjölmiðlamennirnir á undan, naktir í yfirborðskennd sinni og úr tengslum við raunveruleikann.

Eftir stutt auglýsingahlé kynnti Vörður Grafhýsins nýja en mun lengri fortíðar-svipmyndir hryllings. Umhverfis hann sátu fulltrúar fjórflokkana, fastir í árinu 2007, og með kunnuglega takta þó ný andlit hefðu tekið við argaþrasinu að litlum hluta. Þreyttar og frasakenndarsetningar, einstrengislegar og ofstækisfullar trúarbragðajátningar voru kyrjaðar, innantóm skoðanaskipti spiluð af vel rispaðri plötu og firring réð ríkjum þar sem Verði Grafhýsins var jafnvel bannað að tala um mál, af vel greiddum erfðaprinsi sem almenningi hafði verið sagt að flokkinn myndi erfa, allt frá fæðingu hans í konungsveldi Engeyjar.

Hryllingurinn var svo yfirgengilegur á köflum að stundum þurfti maður að standa upp og ganga í burt frá sjónvarpinu til að ná óhugnaðinum niður, sérstaklega eftir að eini kvenkyns fulltrúi fjórflokkana og líklegast sá eini með snefil af samvisku, datt til hugar að ympra á máli sem almenningur er heitur fyrir: frystun eigna glæpamanna og eigum náð til baka úr skálkaskjólum uppvakningsvæddra eyðieyja í Karabíska hafinu þar sem smáhýsi tekst á dularfullan hátt að hýsa þúsundir fyrirtækja. Viðbrögði hinna handhafa myrkravalds fjórflokkakerfisins voru líka eftir því: hvað er þessi kvensa að þvæla um eitthvað sem íslenskur almenningur getur borgað fyrir vini okkar?

Þegar hryllingurinn var kominn í hámark og áhorfendanum mér var farið að líða iens og fórnarlambi í Hostel 3:Icelandic banking paradise, þá kom Vörðurinn á ný með vel tímasett endalok hryllingsins, þar sem fögur og vel sminkuð ásýnd íslenskra stjórnmálamanna, var afhjúpuð, í viðtali er fór fram hjá frændum vorum Norðmönnunum. Þar tjáði sig kona sem barist hafði við blóðsugur fjármálalífsins og spillta seiðkarla stjórnmálalífsins, með öllum þeim vopnum sem tiltæk voru. Í orðum hennar kom fram að handbendi myrkravalds fjórflokkakerfisins, höfðu ákveðið að sjúga allt blóð úr íslenskum almenningi, börnum þeirra og barnabörnum með reikningi upp á 400.000 dollara á hvert lifandi mannsbarn hér á landi. Að sama skapi sagði þessi blóðsugnabani frá því að ekki væri nóg um það heldur væru þjónar blóðsugnanna innan raða þeirra sem áttu að vernda landið fyrir þeim ófögnuði, að reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að finna forðabúr blóðsugnanna og ná að reka þannig stjaka í gegnum hjarta þeirra, svo réttlætið næði fram að ganga og von myndi fæðast í hjörtu hinna lifandi hér á landi.

Lömunin sem fylgdi eftir þennan hriklaega seinni hluta Sagna að handan, skildi eftir í manni óhugnað og vonleysi, nokkuð sem hefur verið e.t.v. ætlun Vörðs Grafhýsins: Egils Helgasonar, sem kvaddi með þeim orðum að grafhýsinu væri lokað í bili en fyrirheit um fleiri hryllingssögur biðu okkar í næstu viku.

Vonandi verður þetta Grafhýsi fortíðar aldrei opnað aftur.


Fréttatilkynning vegna mótmælanna á gamlársdag

 Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið sent á Ara Edwalds, Sigmund Erni og fjölmiðla.

"Andsvar vegna mótmæla við Hótel Borg 31.12.08

Í tengslum við yfirlýsingar Ara Edwald og Sigmundar Ernis um skemmdarverk á tækjabúnaði Stöðvar 2 viljum við sem ábyrgir mótmælendur þennan dag bjóðast til að safna fé upp í skaðann á tækjabúnaði stöðvarinnar. Við óskum eftir upplýsingum um það sem skemmt var frá óháðum aðila.

Við vitum að við getum ekki bætt tilfinningalegt uppnám þeirra félaga né teljum þörf á því vegna fullrar vitneskju þeirra um að mótmælt yrði af krafti, en hörmum innilega áverka  tæknimannsins.

Við komum ekki til mótmælanna með því hugarfari að valda skaða, enda gerðum við það ekki, heldur til að láta skoðun okkar í ljós og mótmæla því að formenn flokkanna telji mun mikilvægara að mæta í froðukenndan skemmtiþátt og koma enn og aftur með sömu efnislausu setningarnar  yfir kampavíni og síld fremur en að upplýsa þjóðina af heiðarleika og tæpitungulaust um raunverulegt ástand landsins og skuldahalann, sem börn og barnabörn munu erfa.
   
Við viljum svo bæta því við að lokum, að það vekur furðu okkar að Ari Edwald telji sig hafa það vald að geta sagt lögreglu okkar til um hvernig hún eigi að haga störfum sínum.

Fyrir hönd ábyrgra mótmælenda,
Björg Sigurðardóttir
Gunnar Gunnarsson
Agnar Kr. Þorsteinsson"


Óskars-tilnefningarnar komnar-Ekki mikið óvænt

Jæja, þá er loksins komnar tilnefningar fyrir aðaluppskeruhátíð ársins: Óskarsverðlaunin. Það er svo sem ekki margt sem kemur á óvart í rauninni, maður vissi að Dreamgirls fengi margar tilnefningar, Scorsese yrði útnefndur, Pan's labyrinth sem besta erlenda mynd en Sena hefur ekki áhuga á að sýna hana því eins og þeir orðuðu það:"HAHAHAHA, hver heldurðu að hafi áhuga á að sjá mexíkanskar myndir?". Little miss sunshine er svo sem ekki neitt óvænt frekar en Babel og ég hefði orðið mjög hissa ef Peter O'Toole hefði ekki fengið tilnefningu enda fer karlinn víst á kostum í Venus. Verst að Will Smith fær tilnefningu, hef hrikalegt óþol gegn  honum þó maður gefi honum kredit fyrir leik við og við.

Það sem kannski helst kemur á óvart er Ryan Gosling fyrir besta leik í karlhlutverki, Borat fyrir besta handrit og að Jackie Earle haley hafi fengið tilnefningu sem er skemmtilegt því hann hvarf í fjölda ára eftir að hafa leikið í myndum á borð við Breaking away og minnistæður sem mest óþolandi krakki í heimi í The day of the locust. Alltaf gaman þegar það er endurkoma með stíl. Einnig kom mér það nú aðeins á óvart að hin hrollvekjandi heimildarmynd Jesus camp skuli vera útnefnd. Ánægjulegt þó umfjöllunarefnið sé óhugnanlegt: Kristnar sumarbúðir sem heilaþvo börn að hætti Talibana og eru með mikla hernaðarhyggju og tilbeiðslu til Bush sem hins nýja Messíasar, sem hluta af heilaþvottinum.

Nú þarf maður bara að leggjast yfir þetta og spá í spilin næsta mánuðinn þar til stundin rennur upp. Kvikmyndaklúbburinn Afspyrna hefur hingað til horft á afhendinguna með sínum venjulegu hefðum: vöfflubakstri, veðmálum, teljandi hversu oft sama auglýsingin birtist í hléum og hvaða bull og vitleysu þulurinn á Stöð 2 lætur út úr sér.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband