Og hinn nýi ritstjóri er...

Eins og sjötíu prósent þjóðarinnar, þá hrökk ég í kút yfir þessum fréttum að hrunvaldurinn sjálfur, myrkrahöfðinginn af Svörtuloftum og Smjörklípuhöfðinginn, ætti að verða gerður að ritstjóra Morgunblaðsins og trúði því varla. Samt tók hjarta mitt kipp af ótta og hræðslu, hendur mínar gripu upp krossa, stjaka, hvítlauk, vígt vatn, langspil og annað sem beitt er gegn slíkum illum vættum og uppvakningum  sem læðast um í myrkrinu og nærast á sálum vorum.

Svo fór ég að hugsa aðeins málið og komst að annarri niðurstöðu. Ég fékk skyndilega þær grunsemdir að þetta sé enn einn spuninn því maður þyrfti annað hvort vera búinn að missa vitið, vera gersamlega blindur í viðskiptum eða svo skítsama um Morgunblaðið tl að ráða uppvakninginn skaðlega til starfa, nokkuð sem flestir geta séð og vottað um að séu slæm viðskipti fyrir fjölmiðil sem þarf að halda trúverðugleika, lesendum og áskrifendum á tímum kreppu og varla eru allir Sjálfstæðismenn svo hrifnir af Davíð að þeir tækju þeirri fyrirskipun frá flokksforystunni að gerast áskrifendur.

Nei, það er verið að búa til spennu, það er verið að undirbúa landann, koma af kaffistofu umræðu næstu daga, fá fólk til að nötra af hræðslu og kveðja skyldmenni sín til öryggis því að þegar stóra stundin kemur, þá verður lostið svo mikið, ánægjan svo mikil og hamingjan yfir því að ráðinn skuli til starfa ritstjóri sem höfði ekki bara til þeirra fáu sem fletta Morgunblaðinu í dag í von um að sjá dautt fólk í minningargreinum, heldur manneskja sem er hæfari en Davíð og höfðar til þeirra sem grilla á kvöldin jafnt sem þeirra sem yngri og gáfaðri eru, poppar upp blaðið og gerir það vinsælt.

Og nýi ritstjórinn sem tilkynnt verður um á fimmtudaginn er í raun:

ELLÝ ÁRMANNS!

Hún mun allavega gera mun betri hluti með Moggann en Dabbi, það geta flestir samþykkt.


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Veistu ég er nokkuð sammála þessu. Þessi frétt/saga er svo absúrd að maður getur hvorki hlegið né grátið, bara klórað sér í hausnum. Svona frík-frétt sem Baggalútur getur birt orðrétt og fólk bara hlær (eins og Baggalúts-pistlarnir af Þór Saari og co  )

Alveg sama hver verður hinn nýi ritstjóri á miðvikudag, allir munu varpa öndinni og sárafáir segja upp áskrift eða gráta lengi fyrri ritstjóra sem með þessu trikki er þegar gleymdur.

Einar Karl, 21.9.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Kama Sutra

Skemmtilegur pistill. 

Kama Sutra, 21.9.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: AK-72

Veistu hvað, EInar, mér finnst þetta ekki absúrd Baggalúts-húmor, finnst þetta meira eins og að segja Auschwitz-brandara á minningarathöfn um Helförina. Absúrd, heimskulegt, ósmekklegt og er ekki til þess fallið að vekja lukku viðstaddra, fyrir utan það að viðkomandi þarf líklegast að hlaupa jafn hratt og Forrest Gump i burtu.

En það stendur sem ég segi þarna, að þetta er plottið því allir hugsi að allt sé betra en Dabbi, sem er því miður þar sem ristjóri var rekinn sem var að rífa blaðið upp og gera það hægt og rólega að fjölmiðli en ekki flokksblaði. Það er kannski það sem hefur ollið því að hann Ólafur var rekinn....fyrir utan að hann var með "rangar" skoðanir í ESB-málum.

AK-72, 21.9.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: AK-72

En trúið mér, umræðan mun snúast um þetta næstu daga á kaffistofum, ekki eitthvað stórnhneyksli sem kemst upp, ekki einkavæðingu auðlindanna, ekki að sjávarútvegsfyrirtækin séu tæknilega gjaldþrota með kvótann veðsettan til Lúxemborg. Nei, það verður hver er næsti ritstjóri morgunblaðsins og Davíð Oddson. Sannið til, plottið heppnast.

AK-72, 21.9.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Is DO willing to prevent evil, but not able?
Then he is not omnipotent.
Is he able, but not willing?
Then he is malevolent.
Is he both able and willing?
Then whence cometh evil?
Is he neither able nor willing?
Then why call him God?

DO is a man  

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.9.2009 kl. 23:52

6 Smámynd: AK-72

Góður Svanur

AK-72, 22.9.2009 kl. 10:38

7 Smámynd: Sævar Finnbogason

I told you so !!!!!!

nú vill flokkseigendafélagið fara að herða á áróðrinu.

Nú vilja menn fá Davíð inn til þess að halda á lofti sjónarmiðum einagrunarsinna með því að hamra á óréttlæti heimsins gegn fjármálahryðjuvera-talibönunum á Íslandi

Sævar Finnbogason, 22.9.2009 kl. 10:50

8 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þráinn Jökull Elísson, 23.9.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband