Dagurinn sem Morgunblaðið dó sem fjölmiðill og reis upp sem áróðursrit hrunvalda

Dagurinn í dag, 24. September 2009, er sögulegur dagur. Í dag kemur maður til starfa sem ritstjóri dagblaðs, maður sem setti heila þjóð á hausinn og iðrast ekki neins, maður sem öll íslenska þjóðin þarf að blæða fyrir á einn eða annan hátt. Þessi maður skapaði hér samfélag græðgi, innleiddi hér spillingu sem grunnstoð samfélagsins, sleppti rándýrum og hrægömmum lausum gegn varnarlausri þjóð sem í einfeldni sinni trúði lygum þessa manns og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum, flokknum sem keyrði í ákafri fylgispekt við þennan sama mann, íslenskt samfélag fram af klettabrún niður í hyldýpi gjaldþrots, fátæktar, atvinnumissis, eignamissis og myrkrar, skuldugar framtíðar.

Í dag er sögulegur dagur, því til starfa tekur maður að nafni Davíð Oddson sem gerði heilan Seðlabanka gjaldþrota og velti mörg hundruð milljörðum á bak okkar, maður sem gaf vinum sínum banka sem setti landið á hausinn, maður sem lét ráða vini sína og ættingja sem Hæstaréttadómara og son sinn sem héraðsdómara, maður sem lagði niður heila stofnun vegna þess að honum mislíkaði þjóðhagsspá, maður sem innleiddi hótanir og ofsóknir inn í stjórnkerfið og maður sem síðast en ekki síst, er einn af stærstu orsakavöldum hrunsins sem ég, þú, börnin, barnabörn og aðrir þurfa að borga. Þetta er maðurinn sem lagði grunninn að og tók þátt í að rjúfa samfélagssáttmálann án nokkrar iðrunar og þetta er maðurinn sem við vorum látin blæða fyrir 3-4 milljarða í afskriftir .

Í dag er dagurinn sem samviskulaus, firrtur maður sem skapaði helvíti fyrir vora þjóð, var ráðinn til starfa á Morgunblaðinu. Í dag er dagurinn sem eigendur Morgunblaðsins kveiktu í blaðinu sem fjölmiðil, gerðu hann að ómarktækum salernispappír lyga, hálfsannleika einhliða flokksblaðs, og reistu úr ösku þess áróðursmiðil fyrir kvótagreifa, auðmenn, Sjálfstæðismenn og aðra þá sem hatast við þjóðina, í anda Pravda og Der Stumer. Í dag er dagurinn sem heill fjölmiðill var gerður að Postulínsturni hrunvalds, honum, náhirð hans, trúflokki og rökkum sínum til misnotkunar.

Í dag er dagurinn sem eigendur Morgunblaðsins vörpuðu grímunni og lýstu yfir styrjöld gegn þjóðinni í landinu, áróðurstyrjöld um að koma til valda á ný hrunvöldum harðlínuafla Sjálfstæðisflokks, áróðursstyrjöld til að tryggja eignarhald kvótagreifa, áróðurstyrjöld til að hindra og koma í veg fyrir rannsókn á hruninu og alvöru uppgjöri á því.

En í dag er líka dagurinn sem við getum gert eitthvað í málunum gegn þeim sem skipulega ráku starfsfólk sem var með rangar skoðanir, í dag getum við gert eitthvað í málunum gagnvart þeim sem drápu Moggann sem fjölmiðil og gerðu hann að áróðursmiðli sem ekki mun segja nokkuð satt orð í framtíðinni, í dag getum við risið upp og sýnt að við látum ekki hrækja á okkur lengur af þeim sem fengu milljarða í afskriftir svo hægt væri að koma hrunvaldinum mikla fyrir í þægilegum stól. Þó þeir sem ráði innan veggja Morgunblaðsins séu skyni skroppnir, iðrunarlausir og algjörlega lausir við samvisku, er hægt að koma þeim í skilning um að þeir gengu of langt og þetta sé eitthvað sem fólk sættir sig ekki við. Það er nefnilega ekki hægt að höfða til þeirra í gegnum skynsemi eða samvisku sem FL-okks og Foringjahollustan blindar bláum bjarma, en það er eitt sem þeir skilja og finna fyrir, það er tungumál peninganna.

Það sem ég legg til að við gerum öll sem viljum er eftirfarandi:

  • Segjum upp áskriftum að Morgunblaðinu, hvort sem það er fyrirtækjaáskrift eða einstaklingsáskrift.
  • Hættum að skoða mbl.is og hundsum fréttir þar. Þær verða hvort sem er ekki marktækar eftir þennan dag. Þeir sem vilja skoða blogg, farið frekar beint inn á blog.is og ekki fréttatengja blogg.
  • Ef við getum, beinum viðskiptum frá þeim fyrirtækjum sem auglýsa í Morgunblaðinu eða fréttum að auglýsi þar frá og með deginum í dag.
  • Drekkið stjórn Árvaks í tölvupóstum í mótmælaskyni, sendið póst á þingmenn og ráðherra og heimtið að það verði rannsakað hversvegna ákveðið var að afskrifa skuldir Árvaks þegar aðrir voru tilbúnir til þess að greiða þær að fullu.
  • Hugleiðið að loka bloggum ykkar og færa annað.

Sjálfur hef ég ákveðið að huga að brottför hér af Mogga-blogginu því ég ætla ekki að styðja við bakið á óvinum þjóðarinnar sem þetta blað leiða og eiga, heldur finna mér nýjan íverustað á næstunni, jafnvel taka þátt í að stofna nýtt bloggsvæði líkt og viðrað var við mig. Ég ætla einnig að vonast til þess að þeir fjölmiðlamenn sem eftir verða íhugi að það er betra að vera atvinnulaus en gólftuska þess fólks sem hörmungar yfir þjóðina kallaði og vona að þeir hafi rænu á að búa sér til nýjan fjölmiðil í staðinn, án yfirráða hinnar Bláu handar. Ég ætla svo sjálfur að gerast áskrifandi að DV til að tryggja að hér sé starfandi einn áskriftarfjölmiðill í blaðaformi áfram.

En að lokum, þá er eitt víst í dag, að eftir að hafa verið byrjaður að blómstra sem fjölmiðill að nýju, þá er Morgunblaðið dautt, grafið og allar fréttir lygar af þeirra hálfu. Ég óska ekki þeim sem eiga þetta blað né þeim sem því stýra neinna heilla heldur aðeins bölvunar, og vona að Mogginn hverfi í gleymsku sögunnar sem fyrst, þjóðinni til ánægju og bjartari framtíðar.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Nú er er eins komið fyrir mogganum eins og fréttablaðinu og stöð 2.   Því var hugsað til að gæta hagsmuna eigendanna og höfðu þeir þann leiða vana að reka bestu fréttamennina sína eins og Kristínu Þóru Ásgeirsdóttir og Sigmun Erni, og fleiri mætti telja til.   Nú á mogginn að gæta hagsmuna kvótakónganna og tryggja það að Ísland villist ekki inn í ESB.   Af þessum og öðrum fjölmiðlahremmingum er ljóst að eignarhald yfir fjölmiðlum þarf að liggja ljóst fyrir, og vonandi verður möguleikinn til þess að sjá eignartengslin ekki í einkaeigu skattstjórans, sem nú reynir að kaupa forritið hans Jón sem á að gera eignartengslin augljós.

Þetta er  endalaus barátta að koma lýðræðinu til lýðsins og er ótrúlega erfið, því þessir menn gefast aldrei upp.

Kristinn Sigurjónsson, 24.9.2009 kl. 18:46

2 identicon

Ég flutti á wordpress, get ekki hvartað yfir því litla sem ég hef getað skoðað.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 18:57

3 identicon

Mig langar þá til að segja bless áður en það er of seint. Bless.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:22

4 identicon

Óttalegt grenj er þetta.

Eru 365 miðlar eitthvað skárri með Jón Ásgeir sem eiganda?   Tengist þessi Jón Ásgeir ekki hruninu að einhverju leiti? Hmmmmm

 Ég heyri samt engan grenja yfir því eða kvarta undan skorti á trúverðugleika þeirra fjölmiðla sem Jón Ásgeir á.

En Mogginn má víst ekki starfa sem áróðursmaskína Sjálfstæðisflokks og útgerðarmanna (eins og sumir vilja meina að mogginn ætli sér) en þessu sama fólki er sama þó mogginn starfi sem ESB áróðursmaskína á hraðri leið til vinstri.

Það er semsagt bara allt í lagi að blað hafi skoðanir ef þær skoðanir eru til vinstri og beiti sér fyrir málstað sem gagnast til vinstri?

Ég er mjög ánægð með þessar breytingar og fagna komu Davíðs í ritstjórastólinn.  Hann er mikill penni og snillingur sem rithöfundur. Hlakka til að lesa leiðara Morgunblaðsins héðan í frá en undanfarið hefur blaðið verið ólæsilegt sökum ESB áróðurs.
Mig skal ekki undra að eigendur blaðsins hafi gripið til ráðstafana og viljað breyta um áherslur þar sem t.d ESB áróðurinn á ekki hljómgrunn nema hjá miklum minnihluta þjóðarinnar sbr nýjustu skoðanakönnun.   ESB þráhyggjan og vinstra flöktið á kannski sinn þátt í að áskrifendum hefur verið að fækka undanfarin ár og því eðlilegt að eigendur blaðsins vilji breyta um tón og endurheimta þá lesendur sem voru búnir að gefast upp á áróðursvélinni sem morgunblaðið var orðið.

Hrafna (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:27

5 identicon

Hér verða eingöngu eftir öga-nasistar íhaldsins. Þjóðernis-ofasa-besservisserarnir voru reyndar hvort sem er að leggja Moggabloggið undir sig, þeir fá nú að eiga það.

Gunnar (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 00:26

6 Smámynd: AK-72

Það er eitt sem menn geta gripið til sem andstöðu við þetta í viðbót, og það er að hætta að tala við blaðamenn Morgunblaðsins og veita þeim upplýsingar, hvað þá að senda þeim fréttatilkynningar. Þið vitið ekkert til hvers í náhirð Sjálfstæðisflokksins þetta fer og þið vitið ekkert um hvernig þeir munu nýta sér slíkt og það jafnvel gegn ykkur.

AK-72, 25.9.2009 kl. 00:50

7 identicon

Ég er sammála Hröfnu hér að ofan, og góður punktur að áhorf á 365 miðla hefur ekki hrapað þrátt fyrir að Jón Ásgeir eigi stóran þátt í hruninu, og einnig að fólk verslar enn í Bónus og er þar með að "styrkja" þennan landráðamann ! 

Og til upplýsingar þá hefur áskrifendum Moggans fjölgað ef eitthvað er, en fyrstu tölur sem ég hef séð (er sjálf blaðeri hjá Mogganum) benda til að á móti einum sem hættir byrja 4 nýjir, svo þjóðin er greinilega búin að fá upp í kok af skertu tjáningarfrelsi í ESB-umræðunni, enda hefur Mogginn verið aðalmálgagn ESB-sinna.

Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 09:03

8 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er pólitískt einelti. Davíð varaði við ofurlaunum bankamanna manna harðastur..... þá djöfluðust þið á honum fyrir það... Hann varaði við krosseignatengslunum banka og fyrirtækja - þá var hann "að ofsækja Baugsmenn"....

EVA JOLY gaf Seðlabanka nánast "hreint sakarvottorð" um daginn - og sagði Seðlabanka hafa verið við þróuninni - en að bankinn hefði engar lagaheimildir haft til að gera neitt - en það hefði Fjármálaeftirlitið hins vegar haft - og brugðist...

Það virðist alveg sama hvenær Davíð Oddson birtist - eineltisliðinu -  alltaf djöflast  á honum - alveg sama hvar hann er - og hvað hann gerir.....   Nú fer manni að blöskra í alvöru - ef ekki er  einu sinni hægt að taka mark á því sem Eva Joly sagði um Seðlabankastjórann um daginn..... Hún nánast sagði að Seðlabankinn hefði gert flest rétt.... Er ekki hægt að taka mark á því?? Og... ef svo var - hvað hefur maðurinn þá til saka unnið????

Davíð hefur marga góða hæfileika sem ágætisr ritstjóri - og er það að auki skemmtilegur þó hann sé auðvitað ekkert fullkominn frekar en við hin........    Punktur.

Kristinn Pétursson, 25.9.2009 kl. 09:43

9 identicon

Ég er sammála því að efri stéttin hérlendis eins og annars staðar á norðurlöndum og í Evrópu skilur aðeins einn sannleik í tilverunni: vald og fjármagn.

Þess vegna eru stjórnmálaflokkar þessa fólks alltaf innan við tíu prósent flokkar víðast hvar þar sem öflug fjölmiðlun þrífst - tjáningarfrelsið er virt í raun og sann.

Ef til vill er kominn tími til þess á Íslandi að spyrja sig og alla aðra hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru hér á landi

og hvers vegna hlutirnir eru ekki eins og þeir eru hjá frændþjóðunum á norðurlöndum

Til dæmis hvernig það gat gerst að lítill hópur efristéttarfólks gat selt millistéttinni á Íslandi (80 - 90% þjóðarinnar) þá firru og selur enn upp úr guðspjalli með hjálp guðspjallamanna að Íslendingar ein þjóða skuli lifa endalaust undir hrossalækningu verðtryggingar lánsfjár - eina eignaform fjárígildis sem gert er að heilagri vísu með endalausri eignaupptöku úr vösum millistéttarinnar í vasa efri stéttarinnar

Og það sem verra er: Þessi eign: lánsfé - er leigð eign - leigð af okkur sem lánum fjármálastofnunum/lífeyrissjóðum peningana og auðvitað einnig leigð af útlendingum um allar jarðir í allskonar gjaldmiðli. 

Eign leigð við lágu endurgjaldi til endurútleigu á okurprís hér þó leigi út eðlilegum prís annars staðar, leigð út á okurprís hérlendis með skuldafjötrum endalausum og endalausri eignaupptöku samtals yfirþyrmandi háar fjárhæðir úr vösum millistéttar til efri stéttar - það sést bara aldrei í heilögum bókum þeirra sem sitja við miðlun/sölu lánsfjár til notenda því þeir fáu og stóru fá mest fyrir lítið á með flestir (við millistéttin og þau fáu sem enn telja sig neðri stétt) fá minnst fyrir mest.

Þannig jafna þeir út debet og kredit í sínum heilögu leynilegu bókum undir blindu auga stjórnvalda/stjórnsýslu/hagsmunasamtaka launþega og smærri fyritækja. Og það er því miður flest staurblint fólk sem þar ræður húsum og aldrei fær sýn úr þessu því svo heitt trúa þau á guðspjallið og helgar bækur efri stéttarinnar. 

Er ekki kominn tími til að stofna öflugan fjölmiðil/fréttablað/fréttamiðil sem einbeitir sér að því að rannsaka og rukka stíft um svör við brýnustu spurningum okkar tíma - svo komið sé í veg fyrir að niðurstaðan um nútíð okkar samtíð verði sú ein að engin sé framtíð í þessu landi?

Ég myndi kaupa áskrift þreföldu verði að blaði/miðli sem einbeitti sér að svona málum.

Jónas G

Jónas G (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:31

10 identicon

Í dag er dagurinn sem grenjandi bloggarar tala um að mogginn sé orðinn áróðursrit áður en fyrsta tímablaðið kemur út. Á sama tíma versla þau matinn sinn í Bónus eða Hagkaupum og lesa fréttablaðið. Ótrúlegir kjánar.

KS (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:37

11 Smámynd: B Ewing

Setti aðra og trúverðugri síðu sem upphafssíðu á netinu.  Ætli ég eyði ekki blogginu líka. Bless.

B Ewing, 25.9.2009 kl. 12:25

12 identicon

Ætlaru að halda áfram að horfa á stöð 2, lesa fréttablaðið, hlusta á Bylgjuna og versla í matinn í Bónus?

Einmitt...  

Farið hefur fé betra.

Hrafna (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 12:36

13 identicon

og AK-72.   Þú segir að Morgunblaðið verði nú áróðursrit hrunvalda.

Var Mogginn eitthvað skárri sem áróðursrit ESB og vinstri sinna?   Eru það einu "réttu" skoðanirnar sem boðlegar eru almenningi í þínum huga?

Er ekki nóg fyrir ykkur að hafa ALLA 365 miðlana og RÚV á ykkar bandi?  

ég sé ekkert að því að Mogginn verði mótvægi á þennan linnulausa áróður sem Samfylkingarmiðlarnir standa að.
Finnst þetta óttaleg frekja í ykkur vinsti sinnum að ætlast til að ALLIR stærstu fjölmiðlarnir séu á ykkar skoðun og sinni ykkar áróðri.  Það var kominn tími til að hægri sinnar fengju aftur almennilegt blað að lesa, laust við áróðursvélar ESB og vinstri sinna.

Hrafna (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 12:40

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

málið snýst ekki um hvort Mogginn verði með eða á móti ESB, eða hvaða skoðanir Mogginn hefur yfirleitt.

málið snýst um persónuna Davíð Oddsson. Davíð er ekki bara aðalarkitekt að hruninu og aðalleikmaður í því. Davíð er hrunið.

Brjánn Guðjónsson, 25.9.2009 kl. 14:02

15 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Gaman væri að vita hvar þú verslar Hrafna? Þú ert sennilega svo efnuð, að þú þurfir ekki að versla í lágvöruverslun?

Hjörtur Herbertsson, 25.9.2009 kl. 14:05

16 Smámynd: Alli

Ráðning Davíðs er hið besta mál.  Nú vitum við hvar Mogginn stendur:  Ótrúverðugt sorprit í anda Séð og heyrt.

Og það besta er að ruslið kemur út daglega.

Alli, 25.9.2009 kl. 14:24

17 identicon

Merkilegt hvað Hrafna tönglast við að benda á Bónus, fréttablaðið og svo framvegis. Hrafna ekki benda á aðra verri til að fela sekt sumra því það er ekki hægt við vöðum í skítnum á hverjum degi og erum áminnt um það stöðugt. Ég skal bara segja þér að ég hef aldrei verslað í Bónus. Ég er með áskrift af Stöð 2. Ég er búinn að segja upp mogganum en er ennþá með upphafssíðu sem mbl.is. Ég er þess sannfærður að morgunblaðið verður málgagn Sjálfstæðisflokksins hér eftir. Það er ekkert athugavert við það nema að málgöng hafa því miður fyrir þig og aðra sjálfstæðismenn ekki lifað lengi sem fréttamiðill. Hvað eigum við að segja að það líði langur tími þangað til Morgunblaðið komi eingöngu út á vefnum?????

Þorvaldur (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 14:26

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já, færa sig yfir á vettvang sem þeir eiga útrásarvíkingarnir og hinir dæmdu glæpamenn samkvæmt dómi Hæstaréttar, geislaBAUGSfeðgar.

Þá er bæði rétt og skylt siðferðilega vegna afstöðu þinnar til eigenda og nýrra ritstjóra Morgunblaðsins að þú lokir þessari bloggsíðu þinni þegar í stað. Ekki viltu hafa nafn þitt hér lengur - eða hvað ?

Ætlarðu kannske að vera tvöfaldur í roðinu áfram ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2009 kl. 14:32

19 identicon

Jú Hjörtur, blessaður vertu..  Ég versla allt sem ég mögulega get í lágvöruverðsverlslun.

Hrafna (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 15:29

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hvet alla bloggara hér á blog.is til að færa sig, á Wordpress eða eitthvert annað og hætta að fjármagna þessa blóðsugu, Morgunblaðið.

Það er ábyrgðarhlutur að styðja spillta fjölmiðla- og kvótakónga sem hafa kostað skattgreiðendur a.m.k. 3 milljarða og fóðra ritstjóra sem henti 350 milljörðum af skattfé út um gluggann sem seðlabankastjóri og er aðalhönnuður íslenska efnahagshrunsins sem forsætisráðherra.

Farið sam helst ekki úr öskunni í eldinn, til Jóns Ásgeirs á blogg.visir.is.

Theódór Norðkvist, 26.9.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband