Að eyðileggja Áramótaskaups-stemmingu

Á hverju ári þegar menn setjast niður og gera upp árið eftir góðan mat og drykk þar sem á við, þá fylgir því óhjákvæmilega áhorf á Áramótaskaupið sem skapar misjafna hrifningu og umræður í nokkra daga á eftir. Stundum er stemmingin yfir skaupinu eyðilögð með röð ófyndnra brandara sem veldur því að sprengjuóðir, miðaldra kallar fara út og byrja á 5 tonnum sínum af sprengiefni. En fleiri atvik geta ollið því að stemminginn eyðileggst: einhvern ælir í snakk-skálina, slagsmál um Baugs-málið eða að heimilisfaðirinn kveikir ír skottertu innahús með tilheyrandi látum.

E nú hefur útvarpstjóranum, honum Páli Magnússyni, tekist að finna djöfullegt ráð til að slá öllu þessu við og stefnir á að eyðileggja stemmingu heillar þjóðar þetta kvöld. Hann ætlar að fara að selja auglýsingar í skaupið og brjóta það upp með mínútu auglýsingahléi sem verður selt hæstbjóðanda á "markaði". Fyrir það fyrsta þá dugar þessi 60 sekúndna ekki einu sinni fyrir pissuhléi eða leit að flöskuopnara í hefðbundnu gamlársboði og hvað þá fyrir einni sígarettu fyrir þá sem reykja. Einnig er þetta guaranterað fyrir slagsmál þar sem flesitir vilja fara á þessari m´niútu í stað þess að eins og hefur verið að fólk annað hvort heldur í sér þar til í lokin eða stekkur til þegar það heldur að lélegur brandari sé að koma, nokkuð sem er órjúfanelgur hluti stemmingar skaupsins.

Annað sem gerist með þessu, er það að brjáluðu sjálfærðu sprengjusérfræðingarnir rjúka út í þessar 60  sekúndur með Idiot's guide to explosices í annari hendi, kveikjari í hinni og með burðardýrin sín(börnin) í eftirdragi og byrja að skjóta upp til að nýta þennan þrönga ramma sem þeir hafa. Það er nánast öruggt að þá er skaðinn skeður, sprengjusérfræðingurinn og burðardýrin koma ekki innn aftur fyrr en tonnið af púðri er búið því jú, það tekur því ekki að fara inn fyrir þessar 25 mínútur sem eftir eru.

Það eru örugglega ótal afleiðingar af þessum djöfulelgu áformum Páls sem hefur gleymt sér í græðginnin í það minsta. En vhers vegna ætli hann leggist ú í tþetta? Það fyrsta sem mér dettur í hug, er að annað hvort hefur rekstrakostnaður RÚV verið svo ótæpilegur af þessum rándýra bíl sem hann lét kaupa fyrir sig á kostnað skattborgarann eða þá að hann er búinn að finna dýrari bíl til að kaupa á næsta ári. Ofurforstjórar þurfa nefnillega að kaupa nýjan bíl reglulega til að sýna hvað þeir eru með stór typpi í bransanum og geta montað sig af þeim í laxveiðinni milli þess sem þeir sýna launaseðlanna. Aftur á móti þegar kemur að lok ársinss þá á Páll ekki pening aflögu því það hefur allt farið í launin hans, nýja bílinn og bónið á honum og því verður að fara að selja fleiri auglýsingar til að fjármagna neyslu hans. Hvað næst? Auglýsingar í fréttum? Megum við egia von á að heyra Pál tala um styrktaraðila frétta eins og "Þessi frétt um Hafskips-málið var í boði Landsbankans"?

 Að lokum, Páll, ef þig vantar pening svona mikið, seldu þá bílinn, keyptu Yaris eða álíka og láttu það nægja. Bara vinsamlegast ekki eyðileggja gamlárskvöld fyrir þjóðinni með þessum hryðjuverki sem auglýsingahléið er!


Og svo eru menn að hafa áhyggjur af Hell's angels!

Maður veltir því mikið fyrir sér þessa daganna hvort starfsemi verði stoppuð og erlendum starfsmönnum vísað úr landi, um leið og þessi risa-glæpastamtök hafa náð taki á Alcan. En ætli tvískinnungurinn verði ekki í hámarki: leðurjakkalæddir ruddar verða óvelkomnir á meðan fag-umhverfiseyðingarmenn og stríðsglæpamenn munu fá að valsa inn til landsins í fylgd sömu mannana og neituðu Englum vítis að koma. Má þá reikna með að það hafi verið klæðnaðurinn sem fari fyrir brjóstið á Birni Bjarnasyni og sýslumanni, en ekki glæpir því Rio Tinto hefur risastórt forskot með ábyrgð sinni á stríðsglæpum í Nýju-Guineu sem kostuðu að minnsta kosti 19.000 manns lífið.

Samt skrítið að enginn skuli hafa spurt Illuga  Gunnarsson út í Vítisenglana, hann sagði j fyrir nokkrum mánuðum í Ísland í dag, að Rio Tinto væru velkomnir til landsins á meðan þeir höguðu sér ekki eins og annars staðar í heiminum. Skyldi hann segja það sama um Vítisengla?


mbl.is Reyndi að yfirtaka Rio Tinto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábending til dómsmálaráðherra, um glæpahóp

Virðulegi dómsmálaráðherra,

nú hefur þú nýverið beitt ákvæði um ógn við þjóðaröryggi til að hindra komu meðlima illræmdra bifhjólasamtaka til landsins. Sýslumaður þinn tók vasklega til hendinni og kom þessu illþýði í burtu og ber að fagna því þó maður vilji sjá rökstuðning fyrir beitingu þessa ákvæðis. En með fordæmi því sem þú hefur gefið með beitingu þessa ákvæðis, þá langar mig til að benda á stóran hóp kaldrifjaðra glæpamanna sem hafa áhuga á að koma til landsins og taka sér bólfestu..

Þessi hópur er illræmdur um allan heim fyrir margþætta glæpi sína og fær vítisenglana til að líta út sem saklausa hvítvoðunga í samanburði. Ég reikna með að þú hafir kveikt á perunnii og áttað þig á því að ég er að tala um hin illskeyttu glpasamtök Rio Tinto Group eins og þau kalla sig. Ef þú skyldir ekki muna í hvelli hvað þau hafa gert m.a., þá leyfi ég mér að rifja upp nokkur atriði sem þau hafa gerst sek um þar sem þau hafa skilið eftir sig sviðna jörð og stundum blóði drifna:

Meiriháttar umhverfisspjöll af ásetningi sem hafa valdið stórskaða.

Mútur

Hótanir og kúganir gagnvart saklausu fólki

Hafa látið beita fólk ofbeldi sem hafa sett sig upp á þeim og jafnvel látið myrða.

Ýmiskoanr gróf mannrétindabrot

og það síðasta en eitt af því alvarlegasta: Bera ábyrgð á stríðsglæpum sem kostuðu yfir 19.000 manns lífið.

Eins og þú sérð væntanlega á þessari upptalningu, þá blikna Vítisenglarnir í samanburði og þar sem þú vilt beita þér hart gegn glæpamönnum, þá má reikna með að Rio Tinto verði þitt næsta skotmark. Ég hef fulla trú á því að þú látir ekki jakkaföt viðkomandi glæpamanna birgja þér sýn þegar þú skrifar undir það að meðlimum þessa glæpagengis verði neitað að koma til landsins og hindrað að þeir taki sér bólfestu hér því svona menn eru líklegast mesta ógn við almannahagsmuni og öryggi þjóðarinnar sem fyrirfinnst, og þá er Al Queda meðtalið.

Ég treysti því að hart veðri tekið á þesum viðurstyggilegu glæpamönnum svo þú verðir ekki að aðhlátri fyrir að dæma menn eftir fötunum sem þeir ganga í og bankainnistæðu þeirra. 

Virðingarfyllst,

AK-72

P.S. Það eru víst einhverjir vopnasalar á Nordica, spurning hvort þú grípir þá ekki í leiðinni fyrir glæpi gegn mannkyninu og vísir nektardansmeyjum út ú rlandi þar sem ákvæðið sem þú getur beitt tekur einnig til verndunar siðgæðis manna. 


Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 123494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband