31.3.2008 | 19:32
Hið "algilda málfrelsi"
Í fyrstu hafði ég ætlað þetta sem svar í umræðum vegna hatursáróðursmyndarinnar Fitna, en eftir umhugsun taldi ég að þetta væri efni í bloggfærslu.
Eitt af því sem menn veifa mikið sem rökum í umræðunni um Fitna er að mál- og tjáningarfrelsi sé algilt og verið sé að skerða það ef þeir sem verða fyrir barðinu því dirfast að mótmæla því sem særir þá á einhvern hátt og að það sé og eigi að vera algjört. Sannleikurinn er sá að svo er ekki og í öllum samfélögum m.a. á Íslandi eru hömlur á mál- og tjáningarfrelsi sem flestum finnst sjálfsagðar að einhverju leiti.
Að mínum dómi má skipta þeim mörkum tjáningarfrelsis upp í nokkra þætti:
- Lagalegar hömlur-Við höfum lög um meiðyrði, rógburð og níð í garð einstaklinga ásamt svipuðum lögum um níð um hópa byggða á litarhætti, kynhneigð, trúarbrögðum, uppruna o.sv.frv. Einnig eru lög um guðlast og birtingar á ýmsu efni sem þykir glæpsamelgt s.s. hatursáróðri, barnaklám og ofbeldisklámi svo dæmi séu tekin. Hér á landi höfum við einnig lög í tengslum við þjóðsöng og fánalög sem banna að vanvirða þessi þjóðtákn á einhvern hátt og margt fleira er hægt að telja upp.
- Félagsleg og siðferðislegar hömlur- Á hverjum degi þá notumt við ýmiskonar hegðunarreglur í samfélagi okkar sem byggjast á almennri kurteisi og tillitsemi við náungann. Við hrækjum ekki framan í fólk út á götu né vanvirðum fólk að óþörfu þar sem við erum gestkomandi og almennt er sú regla að láta kyrrt liggja í daglegum umgengnisvenjum og kurteisi í framkomu. Samfélagið sem við búum í, hefur sett okkur þessar óskráðu hömlur sem við beygjum okkur undir til að við séum ekki álitin hinir verstu ruddar og ekki í húsum hæf. Þegar hegðun okkar er þrálát í brotum á þessum hömlum þá útskúfar samfélagið okkur í samskiptum og það vilja flestir ekki. Auk þess má benda á að í lagalegum skilningi þá ef menn eru lamdir vegna ruddaskapar þá er það tekið með til refsilækkunar gagnvart ruddanum.
- Hömlur fjölmiðla-Fjölmiðlar ritskoða allt efni sem þeir birta og ákveða hvað skal birt út frá því hvað samfélag og lög segja til um. Einnig hamla fjölmiðlar birtingu hluta sem þeir vilja ekki að komist í umræðu eða telja að eigi ekkert erindi til fólks, ásamt því að ákveða hvað þeir telji að eigi að ræða um. Það að sama skapi getur einnig þýtt að margir mikilvægir hlutir eru þaggaðir niður og komast aldrei í umræðu nema hjá litlum hópi fólks. Fjölmiðlar þar að auki móta skoðanir fólks með því hvað þeir birta og ekki eru alltaf allar staðreyndir lagðar fram.
- Hömlur fyrirtækja-Fyrirtæki setja ýmiskonar hömlur á starfsmenn sína um hvað þeir megi segja og tjá sig almennt um. T.d. er á flestum stöðum bannað að ræða launamál eða segja frá innanhúsmálefnum. Fyrirtæki eru einnig viðkvæm fyrir því að slæmir hlutir fréttist og setja hömlur á hvað megi fréttast af erfiðum málum. Að sama skapi stjórna fyrirtæki því hverjir megi tjá sg og ef þörf krefur reyna að hamla umfjöllun annars staðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.3.2008 | 11:16
Illur og illa unninn hatursáróður.
Ein af þeim aðferðum sem Göbbels, Streichner o.fl. beittu við gerð hatursáróðurs gegn gyðingum, var að taka vers úr Talmudinum til að sýna fram á illsku og hatur gyðinga í garð allra annara, og sett í samhengi við grimmdarverk
Á þessum nótum hefst hatursáróðursmynd Geert Wilders sem nær ekki almennilega að stíga í spor lærimeistara sinna í áróðursfræðinni með mynd sinni Fitna. Hann reynir að tína allt til að kynda undir fordóma og hatur í garð múslima með því að reyna að tengja handvalin vers úr kóraninum og ræður öfgaklerka við myndir sem eiga að fá áhorfandann til að gleypa við illsku múslima s.s. ellefta september, Madrid-sprengingunni og krakka sem greinilega hefur verið mataður á því sem hann á að segja um gyðinga, nokkuð sem er eitt af því sem er reynt að nýta til að sýna hvað múslimar allir eru vondir, þeir séu allir gyðingahatarar frá æsku. Að lokum fer hann út í það að útlista hvað múslimar séu hættulegirHollandi og reynir að nýta tölur um hvað múslimar eru orðnir margir í Evrópu og tengja þá alla við hryðjuverk, nokkuð sem ef fólk hugsar um er absúrd þar sem aðeins örlítið brot ástundar það sem Wilders reynir að telja fólki trú um að allir múslimar séu. Framsetning myndarinnar er svo frekar barnaleg og augljós tilgangurinn blasir við flestum nema þeim sem eru sanntrúaðir á illsku allra múslima að viðbættu að kvikmyndalega séð er myndin illa unnin og óspennandi.
En það er ekki nóg með að þetta sé barnalega unnið og slappt hjá Wilders heldur skýtur hann sig í löppina allavega þrisvar sinnum. Hann setur mynd af hollenskum rappara í stað myndar af manni sem drap kvikmyndaleikstjórann Theo Van Gogh, nokkuð sem gæti leitt til lögsókna líkt og það að nota túrbans-tekininguna frægu af Múhammeð án leyfis höfundar sem ætlar sér í mál við Wilders og einnig má e.t.v. velta því fyrir sér hvort fleiri clips úr fréttum séu með leyfi. Þriðja skotið í löppina er þó ekki eins greinilegt og annað en það er þegar lík er dregið um göturnar á einum stað. Ég gat allavega ekki annað séð en þetta sé einn af Blackwater-málaliðunum sem var drepinn í Fallujah og varð upphafið að hroðalegu blóðbaði þar sem Bandaríkjamenn beittu fosfórssprengjum gegn almenningi ásamt fjöldamorðum á óbreyttum borgurum. Drápið á málaliðunum tnegdist ekkert trúarbrögðum heldur uppreisninni í Írak og hrottaskap Blackwater-málaliðanna sem skemmtu sér við að skjóta almenna borgara.
En Geert Wilders er nokk sama um sannleikann, hann er tækifræissinnaður öfga hægrimaður sem reynir að næla sér í atkvæði út á að spila inn á gamlakunnar trommur haturs og fordóma. Í gegnum tíðina hefur hann lýst því yfir að Kóraninn sé sambærileg á við bókina sem hvílir á náttborðinu hans örugglega: Mein Kampf, og að múslimar eigi að njóta ekki sömu mannréttinda og aðrir ásamt allskonar haturskenndum áróðri í þeirra garð. Wilders er að sama skapi sprottinn upp úr þeim hópi hægri öfgaflokka sem dýrkuðu Hitler áðru en eftir stríð þá náði gyðingahatursáróður þeirra ekki lengur til fjöldans. Upp úr 1970 þegar fylgi þeirra var í lágmarki þá sáu sumir þeirra að sér og fundu út að það væri betra að finna nýjan óvin til að spila inn á, og skiptu út gyðingum fyrir múslima. Á þessum nótum hafa svo Wilders sem aðhyllist neo-constefnu Bush-stjórnarinnar, belgíska útgáfan af flokki hans o.fl. spilað og í bland við lúðra þjóerðniskenndar og kristna öfga-frjálshyggju.
En því miður er það nú alltaf svo að það finnast fordómafullir einfeldningar og fólk sem ætti að vita betur, sem fellur fyrir svona áróðri og tekur undir allt svona án þess að spyrja spurninga og efast um matreiddan "sannleika" Wilders. Sumir sem verða e.t.v. stormsveitarmenn framtíðarinnar, telja þetta vera allt satt og rétt um múslima án þess að gera sér grein fyrir tölfræðinni á bak við, sama fólk telur jafnvel að forsíðufréttir lýsi algjörlega ástandi hluta án þess að kynna sér frekar málin og tala um mynd Wilders sem hinn stóra sannleik. Aðrir vegna trúar- og/eða stjórnmálaskoðana, keppast við að verja myndina og boða "fagnaðarerindi" Wilders og vísa til mál- og tjánignarfrelsis. Það er því miður ekkert annað en skrumskæling og misnotkun á því frelsi að nota það til að kynda undir hatur á saklausu fólki, og niðurlægja það. Hatursáróður á ekkert heima undir málfrelsinu því eins og sumir af þeim postulum sem prédika þetta hatur á múslimum segja, frelsi eins má ekki skaða aðra. Hatursáróður Wilders er jafn ógeðfelldur og hatursáróður öfgaklerkana sem hann vitnar í, og allt sæmilega gefið fólk á að fordæma slíkt.
Að lokum þá get ég ekki annað en velt einu upp hér sem tengist þessu ágæta bloggi Moggans. Síðastliðið haust var opnað blogg þar sem nasistaáróðri var básúnað og því lokað stuttu síðar af stjórnendum hér. Að sama skapi hafa skipulögð hatursblogg gegn múslimum fengið að standa hér óáreitt þar sem keppst er við að reyna að skapa "óvinar-imyndina" af múslimum. Hver er munurinn? Hvers vegna að banna nasistaáróður og leyfa hitt? Er þetta ekki tvöfalt siðferði, sérstaklega þar sem hatursáróður og dreifing hans er ólögleg hér á landi sem og á mörgum stöðum í heimnum? Er jafnvel ekki dreifing eða tenglar á mynd Wilders einmitt glæpsamleg í lagalegum skilningi þar sem bloggið hér fellur undir íslensk lög?
Maður ætti kannski að prófa að kæra til að fá úr þessu skorið.
![]() |
Fitna" fjarlægð af netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.3.2008 | 19:41
Skipulagðar íkveikjur og grotnun miðbæjarins?
Eftir að hafa séð þessa frétt og einnig fréttina um að kveikt hafi verið í Sirkus á svokölluðum Klapparstígsreit, þá læðist óhjákvæmilega að manni sá grunur að verið sé að reyna að brenna húsin til að geta hafið framkvæmdir sem fyrst eða selt lóðirnar. Þegar kviknaði í sama húsi í desember í fyrsta eða annað sinn, þá var lýsingin á íkveikjunni þessi samkv. frétt visir.is:
"Slökkviliðsmenn segja merki um að reynt hafi verið að kveikja í á öllum þremur hæðum hússins, í kjallara, hæð og í risi."
Ekki virðist þarna hafa verið á ferð útigangsmenn miðað við umfang íkveikjunnar og líklegast allavega þrír menn. Svo þegar kviknar í tveimur húsum á sama reit á stuttum tíma núna um páskana, þá er maður hættur að trúa á tilviljanir.
Það sem kannski ýtir talsvert undir þesssar grunsemdir er hvernig framferði verktaka hefur verið í uppkaupum og umhirðu húsa á svæðinu. Fólki hefur verið hótað, íbúðum breytt í dópgreni ef verktaki eða fasteignafyrirtæki nær íbúð í húsi þar sem fólk vill ekki selja, og á eftir fylgir talsvert ónæði og jafnvel innbrotafaraldur þar til eigendur hrökklast út og selja fyrir mun lægra verð en þeir hefðu mögulega fengið ef allt hefði verið með felldu. Þetta hafa ýmsir menn reynt að benda á, en einhvern veginn hefur hingað til verið lítill sem enginn áhugi fjölmiðla á þessu og læðist að manni sá grunur einnig, að það sé vegna sterkra fjársterkra manna í teinóttum fötum líkt og einn orðaði það, við þessar mafíosalegu aðferðir
Í framhaldi þá standa húsin auð og byrja að grotna niður. Dópgrenin fara ekki neitt og ekki eyða hinir ósvífnu eigendur krónu í að bæta húsin enda er veirð að reyna að knýja sinnulaus borgaryfirvöld til að samþykkja niðurrif á húsunum svo verktakarnir/fasteignafélögin geti selt lóðina á uppsprengdu verði eða hafið byggingu á einhverju háhýsaskrímslinu án tillits til umhverfis. Í fréttum RÚV í kvöld, var þetta staðfest með sum húsin og maður þarf ekki annað en að ganga um miðbæinn og sjá hvaða hús hafa verið látinn drabbast niður í lengri tíma.
Ekki eru þó allir verktakar eða félög svona illa innrætt en þeir eigendur húsa sem haga sér svona, eru í það minnsta sekir um vítavert gáleysi við umhirðu húsa þar sem þeir þverbrjóta byggingareglugerðir sí ofan í æ og í versta falli sekir um skipulögð spjöll á miðbæ Reykjavíkur og jafnvel glæpsamlegar athafnir ef þeir hafa staðið skipulega að íkveikjum.
Að lokum má þó ekki gleyma því að skjöldur borgaryfirvalda er ekki hreinn heldur. Þau hafa snúið sér undan ástandinu og látið þessi umhverfisspjöll í friði þrátt fyrir að skýrar reglur séu til um viðhald húsa og hægt sé að beita menn dagssektum ef þeir sjái ekki að sér. Að sama skapi hefur maður heyrt því fleygt að þau hafi snúið sér undan vegna þess að einhver í kerfinu hafi séð að borgin myndi græða á nýbyggingum þarna án tillit til framferðis verktakana í garð borgarana sem greiða einnig laun borgaryfirvalda, og einnig e.t.v. hafa persónuleg eða flokkatengsl við verktaka/fasteignafélög spilað inn í.
En hvað veit maður? Kannski er þetta bara rugl í mér með íkveikjurnar en um grotnun miðbæjarins og framferði verktakana hafa fleiri talað um og þar á meðal annars Hörður Torfason, Þráinn Bertelson og nú síðast RÚV með mjög góðri umfjöllun.
![]() |
Svaf í brennandi húsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar