30.6.2007 | 12:03
Paris Hilton, bandarískir og íslenskir fjölmiðlar
Eihver skrifleti hefur þjáð mig upp á síðkastið, bæði út af góðu veðri og svo miklum önnum. Samt er ekki eins og maður hafi ekki viljað setjast niður og buna út úr sér áliti manns á skandölum Gunnars Birgis, vitneskju íslenskra stjórnvalda um fangaflug CIA og svo óvænt framhald af blogginu mínu um atvinnuviðtöl frá helvíti(reikna með að skrifa um það e.t.v. í næstu viku þar sem þeim farsa er ekki enn lokið).
En þó til að koma sér í gírinn, þá er nú eitt sem manni langaði til að koma á framfæri. Ég sem og fleiri, eignðumst nýja hetju í gær: fréttakonuna Mika Brzenenski sem fékk nóg og neitaði að flytja aðalfrétt dagsins og reif hana. Hvaða frétt var það? Jú, Paris Hilton-skrípaleikurinn en Mika fannst þetta út í hött þegar mun mikilvægari fréttir voru látnar bíða. Það var loksins að einhver fréttamaður sagði nóg og ekki lengra.
Þessi farsi er búin að vera fáránlegur og flestallar, ef ekki allar sjónvarpstöðvar í BNA hafa orðið að athlægi vegna umfjöllunar. T.d. var CNN með teljara á hvenær Paris yrði látin laus og beina útsendingu líkt og um heimsviðburð væri að ræða. Come on, er það virkilega heimsviðburður að forrík og gerspillt dræsa(finn ekki betra orð yfir hana), fari í fangelsi í smátíma og sé látin laus. Það eina sem manneskjan hefur gert sér til frægðar er að láta taka myndband af sér í rúminu og vera erfingi auðæva. Er þessi manneskja og hennar lestir virkilega meiri fréttir en t.d. Írakstríðið, sprengjufundir í London o.fl., skýrsla ESB um fangaflug CIA o.fl.? Ég held að það hefði heyrst eitthvað hér, ef allir fjölmiðlar hér, hefðu verið að velta sér dag eftir dag upp úr fallinni Idol-stjörnu, og varla birt fréttir um ríkistjórnarmyndun t.d. eða hvað?
Þetta leiðir nefnilega hugann aðeins að íslenskum fjölmiðlum og hvort þeir séu nokkuð betri. Persónulega finnst mér þeir yfirleitt mun skárri en þessi fréttamennska hér að ofan en eitt er þó gagnrýnisvert strax og það er hvað fréttirnar eru yfirborðskenndar. Oft á tíðum þá eru yfirborðskenndar, stuttar fréttir um mál sem maður vill meira um, valdamenn fá að vaða áfram með vafasamar fullyrðingar án þess að íslenskir fréttamenn hjóli í þá og svo þegar stórmál eru farin að verða vandræðaleg fyrir valdhafa, þá er eins og þeir bakki í burtu eftir viku og reyni að finna eitthvað nýtt til að fjalla um, i þeim tilgangi að láta fólk gleyma og styggja ekki valdhafa meir.
Ef ég tek sem dæmi um yfirborðsfrétt sem ekki er kafað í, þá er það skýrsla ESB um fangaflugið og Ísland, enginn fjölmiðill hefur haft rænu á því að kafa ofan í þann hluta skýrslunar. Annað dæmi um fullyrðingagleði sem enginn spyr út í er t.d. mútuásakanir Davíðs Oddsonar(frægasta smjörklípan hans) og svo vandræðaleg mál eru t.d. Byrgis-málið þar sem komið hafði í ljós að 6 ráðherrar og nokkrir þingmenn höfðu hylmt yfir gríðarmiklu fjármálamisferli. Annars staðar væri þetta fólk e.t.v. á leið í fangelsi eða hefðu sagt af sér, en hér kóuðu fjölmiðlar með.
Talandi um Byrgis-málið og fjölmiðla, þá líklegast kristallaðist íslensk fjölmiðlun gagnvart valdhöfum, í einni frétt RÚV. Þar stóðu fréttamenn í hóp líkt og þægir hundar á meðan ráðherrar sem tóku þátt í yfirhylmingunni strunsuðu framhjá án þess að blaðamenn reyndu að spyrja þá. Loks kom einn ráðherra og henti í þá smá kjötbita til að þeir gætu farið ánægðir í burtu án þess að spyrja gagnrýnna spurninga. Ömurleg sýn en einhvern veginn var þarna allt samankomið sem hrjáir íslenska fréttamenn:of mikil virðing fyrir valdhöfum, meðvirkni, leti og þjónkun við valdið.
Vonandi birtast íslenskir Bernstein og Woodward einn daginn og bjarga íslenskri fjölmiðlun frá þessum aumingjaskap. Verst er að þegar einhverjir gera góða hluti hér(undantekningartilfellin), þá grípa aðrir blaðamenn og flokkshundar athugasemdalaust fullyrðingar frá valdhöfum, um að viðkomandi fréttamenn séu með annarlegar hvatir og séu í eigu Baugs, Samfylkingarinnar eða séu hluti af stóru samsæri andstæðinga sinna í pólitík.
Hérna er svo linkur á YouTube þar sem Mika fær nóg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 17:09
Hryðjuverkaáras á almenningsamgöngur hhöfuðborgarsvæðisins
"Hryðjuverkaáras var gerð á almenningsamgöngur höfuðborgarsvæðisins þann 3. júní með þeim skelfilegu afleiðingum að fjöldi gamalmenna, barna, öryrkja, innflytjenda, ferðamanna o.fl. geta ekki komist lengur um borgina með auðveldum hætti. Komið hefur í ljós að margir eru fastir á elliheimilum sem og öðrum stöðum við vondan kost og hafa ættingjar né björgunarmenn ekki getað komið þeim til hjálpar.
Heimldir segja að hryðjvuerkasamtökin Ex-Dueda standi á bak við ódæðið en það eru samtök öfgasinnaðra hægri hryðjverkamanna er stefna á því að leggja velferðarkerfi sem og þjónustu við almenning í rúst svo hægt sé að koma af stað öfgafrjálshyggjuríki þar sem guð þeirra Mammon verður dýrkaður alla daga og allir þegnar verða neyddir til að gera ríkustu prestana ríkari og mega engar tilfinningar sýna nema græðgi."
Þessi frétt flaug í hausinn á mér þar sem ég stóð á biðstöði eftir strætó, nýkominn frá tannlækninum og rétt missti af þremur vögnum sem keyrðu í halarófu. Þar sem ég hafði misst af þeim öllum sem komu á sama tíma, þýddi það að ég þurfti að bíða í hálftíma í viðbót til að komast aftur í vinnuna. Þessi ferð til tannlæknisins þennan dag hafði nefnielga þar að auki kostað auka hálftíma í vinnutap vegna þess að ég þurfti að grípa strætó mun fyrr en venjulega til að komast til tannsa þar sem ég kom 20 mínútur fyrir bókaðan tíma. Ástæðan er einföld, þessar arfavondu og ömurlegu breytingar sem gerðar voru nú síðast og þetta er bara eitt dæmi sem ég hef lent í með strætó eftir breytingar
Þessar breytingar hafa greinilega verið allar gerðar til þess að gera almenningsamgögnurnar verri, óskilvirkari og gera fólk argara út í strætókerfið sem var á réttri leið þar til Sjálfstæðisflokkurinn fékk yfirráðin nú. Fjandinn hafi það, ekki var ég hrifinn af R-listanum en þeir voru allavega á réttri leið með kerfið. Núna er allt saman óþjálla og verra, líkt og verið sé að undirbúa það að koma almenningsamgöngum sem og öðru sem í samfélaginu í hendurnar á samviskulausum og ómennskum fulltrúum græðginnar sem hugsa eingöngu um sinn vasa en ekki bætingu þjónustunnar.
Á sama tíma koma fulltrúar þessara talibönsku einkavinavæðingarafla og segjast vera bæta þjónustuna....jahá. Er verið að bæta þjónustuna með því að skerða hana og gera verri og óþægilegri fyrir þá sem nota? Heldur Gísli Marteinn sem og félagar hans, að strætónotendur séu heimskir? Maður getur ekki annað en spurt. Svo koma fleiri aumar afsakanir eins og að fáir noti strætó á sumrin en ef þeir hefðu rýnt í tölur hjá strætó, þá hefðu þeir séð aukningu á farþegafjölda síðasta sumar sem bendir til aukinna tækifæra.
Svo í framhaldi munu þeir fara að tala um það að enginn noti strætó og því sé best að leggja niður eða einkavinavæða vegna þess að þeim sé betur treystandi fyrir rekstri en hinu opinbera. Ekki munu þeir taka neina ábyrgð á því að þeir frömdu hryðjuverkaárás á kerfið og hafa stundað það vísvítandi að eyðileggja það í annarlegum tilgangi.
Bloggar | Breytt 15.6.2007 kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2007 | 20:04
Umræðan um bifhjólamenn vs. aðra ökumenn, umferðin o.fl.
Félagi minn sem er bifhjólamaður er búinn að vera frekar fúll í dag yfir þessu slysi sem gerðist í nótt. Annarsvegar er það út af þessum ofsaakstri sem ekki er réttlætanlegur og svo hinsvegar út af viðbrögðum hjá fólki í tengslum við þetta atvik gegn öðrum ofsaakstri.
Eftir að hafa skoðað ábendingu frá honum um hvernig fólk tekur á tveimur mismunandi fréttum hér, get ég ekki annað en tekið undir það hvað fólk getur verið hræsnisfullt stundum. Viðbrögðin við bifhjólaslysinu eru þau að margir keppast við að lýsa frati á þessa bifhjólamenn, þeir kallaðir illum nöfnum og sumir í umræðu hér sem og annars staðar fullyrða að hætti Íslendinga, og sleggjudæma alla bifhjólamenn sem ökuníðinga.
Á sama tíma birtist frétt um það að franskur ferðamaður ekur á ofsahraða til að ná fluginu sínu og er stoppaður af löggunni til allrar hamingju áður en slys hlýst af. Viðbrögðin eru annars konar, þeir fáu sem blogga um þetta atvik gera grín að þessu, tala um flugbíla eða fyrirsögnin sé fyndin á meðan örfáir velta upp alvarleikanum með kannski einni setningu og búið. Engar fullyrðnigar um að allir Frakkar eða fólksbílanotendur séu ökuníðingar fylgja ólíkt því sem er slengt framan í bifhjólafólk.
Maður veltur fyrir sér hvers vegna þessi viðbrögð eru, er það út af því að ekkert slys varð eða eru þau út af því að fólk finnist það frekar í lagi að keyra hratt á bíl? Á ekki að fordæma bæði atvikin á sama hátt sem og annan ofsaakstur? Og hvers vegna að stimpla heilan hóp út af bjánaskap lítils minnihluta?
Þekkjandi nokkra bifhjólamenn og konur, þá býst ég fastlega við að þau líkt og félagi minn, séu frekar reið yfir þessu, ekki bara því að vera stimpluð út frá hegðun annara heldur einnig yfir því að menn skulu haga sér svona eins og þessir tveir ökumenn í nótt. Flest allir bifhjólamenn eru passasamir ökumenn og heiðarlegt fólk, en líkt og með aðra minnihlutahópa, þá er alltaf blásið upp þegar einhver brýtur af sér og restin stimpluð sem óþokkar. Er það ekki soldið langt gengið?
Persónulega er reynsla mín úr umferðinni sem gangandi vegfarandi á þann veg að ég er í mun meiri hættu frá bílum en bifhjólum. Maður heyrir allavega í þeim langar leiðir, þeir virðast geta litið í kringum sig ólkt mörgum bílstjórum og reyna ekki að keyra niður gangandi fólk fyrir það eitt að nenna ekki að hægja á sér þegar kemur að gangbraut(sá ökumaður skuldar mér einn skósóla) svo maður nefni sem dæmi. Tillitsleysi fólks á bílum gagnvart gangandi vegfarendum hefur aukist og mættu nú margir líta t.d. í eigin barm áður en þeir fara að gagnrýna aksturslag annara hvort sem þeir eru að reyna að taka niður einn á hjóli á jeppanum sínum, eða svína fyrir aðra bíla án þess að gefa stefnuljós.
Ef fólk getur ekki sýnt smá tillitsemi gagnvart gangandi fólki, fólki á reiðhjólum eða bifhjólum sem og öðrum bílum vegna stress, of hárrar tónlistar, frekju eða vegna þess að þeir telji typpaframlenginuna(jeppinn, BMW t.d.) veita þeim forréttindi í umferðinni, þá á það að skila inn skirteininu og taka strætó. Þetta á þó við minnihluta hóps ökumanna sem þó fer stækkandi því miður, og mega allir þeir sem sýna kurteisi í umferðinni eiga góðar stundir.
Ef ekki, þá neyðist ég til að fara að ganga með haglabyssu til að stöðva bíla þegar ég fer yfir næstu gangbraut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 123497
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar