Þegar Þorgerður Katrín, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, glopraði út úr sér þeim orðum, að í kreppunni fælust tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá leit maður á það sem dæmi um sjálfhverfa firringu sem ríkti í Valhöll FL-okksins og meðal þingmanna þeirra. En kannski var maður að taka þessu vitlaust, kannski hefði maður átt að taka þessu sem skilaboðum til FL-okksins:"Nýtið ykkur ringulreiðina, framkvæmið það sem við fengum greitt fyrir, einkavinavæðið allt sem þið getið, framkvæmið draum okkar um fyrirtækjaríkið Ísland".
Sú hugsun læðist að manni allavega að Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ og Reykjavík hafi tekið því þannig, þegar litið er til þeirrar gjörðar sem nú er í gangi: einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja. Sú einkavæðing hófst um áramótin 2006/2007 og að mínum dómi tengist stóra styrkja eða frekar stóra mútumálið sem upplýstist um páskana frekar þeirri einkavæðingu heldur en REI-málinu. Má sjá rökfærslu minu fyrir því hér. Flestir töldu þó reyndar að stóra mútumálið tengdist REI-málinu sem Lára Hanna rennir hér snilldarlega yfir, en rétt áður en allt sprakk, þá var einmitt öfgafrjálshyggjan búin að ná sínu fram:REI skyldi einkavinavætt og það með hlut HS, bara ekki til "rangra" aðila eða eins og rifjað er upp hjá Láru:
"Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu blaðamannafund í ráðhúsinu þann 8. október 2007 þar sem þeir kynntu niðurstöðu þriggja tíma sáttafundar sem þeir höfðu þá setið á með sjálfum sér. Niðurstaða þess fundar var að selja ætti REI að fullu út úr Orkuveitunni."
En hvað hefur gerst síðan eftir allt það gjörningaveður. Sjálfstæðismenn og Framsókn, þeir hinir sömu og stóðu að REI, eru komnir aftur til valda í borginni og eftir biðtíma, áfall kreppunar og allt högg það, er byrjað ýmislegt að gerast. Skoðum aðeins hvað hefur gerst á Suðurnesjum með Hitaveitu Suðurnesja.
Eftir að ríkið einkavinavæddi hlutinn og REI-mál allt, þá hefur ekki mikið farið fyrir fréttum af HS fyrir utan eina og eina í tengslum við hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS. En svo kom bankahrunið sem olli því kannski, að athygli fólks beindist mest að stjórnarráði, þingi og myrkraverkum bankanna, sem gerði það mögulegt að hlutir færu framhjá fólki. Það má kannski segja að hin nýja einkavæðing orkuhluta HS hafi hafist með samþykkt frá 1. desember 2008, um skiptingu Hitaveitu Suðurnesja upp í tvö félög eða eins og segir í frétt visis.is:
"Í þessari ákvörðun felst að veitukerfi fyrir raforku, hitaveitu og ferskvatn verða í sérstöku félagi, en framleiðslan og sala raforku verður í öðru félagi. Þessi skipting er ákveðin í samræmi við nýlega lagasetningu um aðskilnað þessara þátta. HS Orka hf verður framleiðslu- og sölufyrirtæki raforku, en HS Veitur hf verður dreifi- og veitufyrirtækið."
.Í framhaldi af því þá kemur bæjarstjóri Reykjanesbæjar með útspil sitt, væntanlega til að friða sveitarfélögin suður með sjó, eða eins og segir hér:
"Í kjölfar uppskiptingar Hitaveitu Suðurnesja hefur verið ákveðið að selja auðlindir félagsins. Á uppskiptingarfundinum kynnti Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ hugmyndir um að sveitarfélög keyptu land af HS orku. hf og leigði það síðan fyrirtækinu undir starfssemi sína.
Þannig yrðu auðlindirnar áfram í eigu almennings. Reykjanesbær hefur nú þegar hafið undirbúning að slíku tilboði."
Hversvegna ætli þetta sé? Svona til upprifjunar þá á Geysir Green Energy nefnilega stóran hlut í HS og hafa Sjálfstæðismenn róið öllum árum að því að koma orkuveitum á Suðurnesjum undir eign GGE. Væntanlega hefur þetta útspil átt að friða hin sveitarfélögin fyrir utan Reykvíkinga sem virðast vera með í leiknum. Tækifærið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, var nefnilega notað og öfgafrjálshyggjumaðurinn Glúmur J. Björnsson, eiginmaður öfgafrjálshyggjukonunar Sigríðar Andersen og einn aðalmaðurinn á áróðursvef öfgafrjálshyggjunar sem kallast Vef-Þjóðvilj, var skipaður sem fulltrúi OR í stjórn HS Veitu. Semsagt einkavinavæðnigarsinni skipaður af Sjálfstæðisflokknum fyrir hönd Reykvíkinga í opinbert fyrirtæki. Hvað er þetta annars með öfgafrjálshyggjumenn og ríkisspena?
Þann 21. desember þá tók OR við sér og hvutti frjálshyggjumanna gelti með Framsóknarhreim sínum(hef ekki enn skilið hversvegna Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sameinast ekki):
Þegar Grindavík seldi okkur var miðað við að æskilegt væri að Hitaveita Suðurnesja yrði í eigu opinberra aðila. En í ljósi þess að núverandi meirihluti er myndaður af Reykjanesbæ og Geysi Green Energy, og í ljósi nýrra laga frá Alþingi, eru þær forsendur brostnar," segir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Orkuveitan samþykkti nýverið að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, og hefur fulltrúi VG í stjórn Orkuveitu, Svandís Svavarsdóttir, gert athugasemd við að ekki sé tryggt að auðlindirnar haldist í eigu almennings.
Guðlaugur bendir á að meirihlutasamstarf GGE og Reykjanesbæjar sé sterkt. Reynt hafi verið að fá hluthafasamþykkt fram, sem átti að tryggja hagsmuni minnihlutans, en því hafi verið hafnað."
Það reyndar kemur ekkert fram hvernig þessi samþykkt átti að hljóma né hvort tekið hafi verið fram að tryggja ætti að opinberir aðilar ættu meirihluta í orkuveitunni. Takið eftir samt, að Orkuveita Reykjavíkur hafði samþykkt um svipað leyti að losa sig við hlut sinn í HS.
Svo líða næstu mánuðir áfram, búsáhaldabylting, kosningar og varla maður sem tekur efitr nokkru fyrr en nú þegar laumast er til að sumri á meðan athygli manna beinist að IceSave og ríkisfjármálum. Reykjanesbær ákveður að selja Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku og þar með loks takast að koma þessari mjólkurkú sinni líkt og Hannes Friðriksson bloggari kallar fyrirtækið, í hendur einkavinana í GGE(en hluti þess fyrirtækis er í eigu ríkisbanka í dag). Ástæðan fyrir þessari sölu, er samkvæmt Hannesi, að bærinn er á hvínandi kúpunni né virðist bæjarstjórinn geta gert grein fyrir hvernig kaup GGE eru fjármögnuð. En er það líklegt að menn selji mjólkurkúnna þá? Öfgafrjálshyggjan? Hver veit? Allavega er fátt eitt efitr sem bærinn á.
Þá er reyndar áhugavert að skoða hvernig um var samið um greiðslu eða eins og segir hér í frétt Eyjunnar:
"Samkvæmt frétt um drögin á á vb.is verða þrír milljarðar króna greiddir með peningum, fjórir milljarðar með hlut GGE í HS Veitum og sex milljarðar með skuldabréfi sem greiðist á 7 árum. Þá felur samkomulagið í sér að Reykjanesbær kaupir landsvæði og auðlindirnar af HS Orku fyrir 1,3 milljarða króna. Á móti fær bærinn auðlindagjald sem getur numið allt að 90 milljónum króna á ári."
Sjáum nú til, skoðum þetta betur. Bærinn endar í raun með 1,7 milljarð í peningum, HS Veitu-hlutinn, skuldabréf og auðlindirnar sem skila samkvæmt auðlindagjaldi til bæjarins 90 milljónum á ári max. 90 milljónum af fyrirtæki sem veltir milljörðum á hverju ári samkvæmt ársreikningi? Er það ekki frekar lítið? Hvað með að nú stendur upp bærinn með engin völd yfir framleiðslunni né getur ráðstafað henni og missir hugsanlega af tekjum vegna orkusölu til álvers, gagnavers og annars sem fer af stað í framleiðslu á næstu árum. Hefði ekki veirð betra að halda þessu þarna? Bara spyr, fávís maðurinn.
En svo í dag byrja málin aðeins að skýrast með fjármögnunina. Jú, fjármögnun á kaupunum eru í gegnum erlent, kanadískt fyrirtæki Magma Energy. Verðlaun fyrir aðstoð við fjármögnun, er 10,8% hlutur í HS Orku. Svo skemmtilega vill til, að á sama tíma eru GGE heitir fyrir hlut OR og Hafnarfjarðar í HS Orku(sala er í gangi), sem myndi þýða algjör yfirráð . Í framhaldi myndi svo Magma Energy eiga þess kost að eignast meir af HS Orku eða eins og segir í fréttinni:
"Erlendu fjárfestarnir gætu síðan eignast enn stærri hlut í HS Orku, sem er framleiðslu- og söluhluti þess sem áður var Hitaveita Suðurnesja, með hlutafjáraukningu í félaginu."
En hvaða fyrirtæi er þetta og hverjir eiga það? Þetta fyrirtæki sem er stofnað 2008, hefur það háleita markmið að vera eitt aðaljarðvarmafyrirtæki heims og er skyndilega að færa út kvíarnar þrátt fyrir að það sé fyrst og fremst með starfsemi í BNA og S-Ameríku. Ósköp lítið er hægt að finna um eigendur þess eða hverjir eru á bak við fyrirtækið nema þá kannski að nokkrir stjórnendur og stjórnarmeðlimir tengjast Pan American Silver Corp. og svo má finna eftirfarandi í einni fréttinni á síðu Magma Energy:
"We are rapidly building a global business and I am very proud that we now have great shareholders from Canada, the USA, Bahamas, Switzerland, London, the Gulf region and Singapore. hese include retail investors, major financial institutions, a large Alberta-based gas utility company, and the investment company of one of the world's most prominent individuals. In addition, all senior members of our management team are shareholders."
En á meðan við vitum ekki meir um hluthafahópinn nema þessa loðnu frétt og e.t.v. það tengist námufyrirtækinu, þá hef ég þrjár samsæriskenningar um hverjir standi í raun á bak við fyrirtækið. Sú fyrsta er mjög einföld, að þetta sé fyrirtæki sem er í eigu Century Alumninum sem er í Kanada(ef mig minnir rétt). Augljóslega er það mjög hagstætt að vera einn stærsti atvinnurekandinn á Suðurnesjum þegar Helguvíkur-álverið er komið af stað og því ekki að eiga orkuframleiðslufyrirtækið einnig með öllu tilheyrandi og tryggja eiginlega yfirráð yfir atvinnulífi þarna og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú alltaf verið soldið heitur fyrir fyrirtækjaræðinu. Draumalandið, anyone?
Svo er það önnur kenningin sem sprettur upp úr kunningjaspillingu Íslands og Sjálfstæðisflokksins. Ef við skoðum nú það að Sjálfstæðisflokkurinn er með völdin yfir OR og HS, þá er mjög líklegt ef ekki alveg borðliggjandi að þeir telji að eigur almennings eigi að fara undir "réttar "hendur vina flokksins. Áður minnitst ég á hann Glúm öfgafrjálshyggjumann og við það tækifæri er skemmtilegt að líta aðeins á fyrirtækið Arctic Finance sem sér um útboðið fyrir OR. Aðalmaðurinn í því fyrirtæki er maður að nafni Bjarni Þórður Bjarnason, fyrrum framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans sem stofnaði fyrirtækið ásamt öðrum félögum úr Landsbankanum eftir hrun. Bjarni þessi var svo í stjorn Heimdalls ásamt honum Glúmi, Sigríði konu hans, Sigurði Kára, Friðjóni nokkri kenndum við bláar appelsínur og öðrum illa súrum rjómum öfgafrjálshyggjunar. Þegar svo Bjarni og félagar hans í Arctic Finance eru svo nánar skoðaðir, má þar sjá að margir þeirra unnu við stórverkefni á borð við yfirtöku Novator á Actavis, fyrir manninn sem ætlaði að kaupa Ísland upp á bruna-útsölu, Ís-Björgunarkónginn Bjögga Thor. Bjöggi hefur nefnilega einnig hagsmuni á því að eignast orkuframleiðslu á þessu svæði, hann er að setja upp gagnaver í gegnum Verne Holding á Suðurnesjum, og hví ekki að tryggja sér ódýra orku og græða í leiðinni? Hann hefur einnig verið í hávegum hafður af Sjáflstæðismönnum síðan Davíð Oddson söng útrásarsöng fyrir Björgúlfs-feðga. Veik kenning en skemmtileg engu að síður og smellpassar við Ísland Sjálfstæðisflokksins.
En svo er þriðja kenningin sem er sára-einföld og hægt að lýsa í einni setningu.
Bjarni Ármanns er að koma heim.
![]() |
Kanadískt félag kaupir í HS Orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.6.2009 | 22:00
Svipmyndir fortíðar
Fékk ábendingu um þetta þögla myndskeið frá Reykjavík 1920 og langaði að deila því með fólki.
Svo rakst maður á litla mynd á Youtube um hið Sólskinsríka Ísland, gerða um 1950 af Hal Linken.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.6.2009 | 20:46
Til fjandans með fullveldið!
Frá því að IceSave eða IceSlave-umræðan hófst hér nýverið, þá hef ég verið að reyna að gera upp hug mnn varðandi það, sem hefur gengið erfiðlega hingað til vegna þess að góðar greinar með og á mót samningnum, hafa talsvert týnst í upprópunar-umræðu þar sem gargarð svo hátt fullyrðingar um landráð, fullveldisafsal, svo hátt á vefsíðum og í umræðuþáttum, að maður sá fyrir sér æðarnar tútna út og sprengja kolli viðkomandi með tilheyrandi lblóð- og heilagumsi dreift yfir tölvuskjá og herbergi viðkomandi.. Semsagt umræða af því tagi sem fær mann til þess að fá mun frekar samúð með ræstingakonunni sem þarf að spúla líkamsleifarnar í burtu eftir þá sprengingu fremur en málstaðnum.
En þessi umræða leiddi mig samt í smá hugleiðingar út af þessu og um upphrópunina um fullveldið og þann hóp sem hefur sig mest frammi í þeim. Það rann nefnilega upp fyri rmér ljós, hverjir eru það sem eru að tapa sér hvað mest, og það eru þeir sem notast við sömu gífuryrði og upphrópanir í ESB-umræðunni, menn sem eru að reyna að nýta sér IceSave-málið til fylgisaukningar við sinn málstað, fyrst og fremst með því að spila á þjóðernishyggju með hræðsuáróðri og þjóðrembingi.
Þegar litið er yfir þann hóp(og gerist ég örugglega jafn stóryrtur og þeir), þá má finna þar fólk af því tagi sem maður vill eiginlega ekki að sé með sér í "liði": fordómafullir öfgakristnir sem halda því fram að sæti Satans sé í Brussel, berjast fyrir því að fóstureyðingar verði bannaðar, og að fólki sé mismunað á grundvelli trúar og kynhnieigðar. Einnig eru þarna ofstækisfullir þjóðernissinnar sem telja Íslenidnga vera æðri öllum þjóðum og aðrar þjóðir og/eða kynnþættir séu glæpamenn sem hafi veirð skapaðir til að óhreinka íslenska kynið, gamlir hræddir íhaldsskarfar til hægri og vinstri sem telja að Íslenidngum sé hollast að einangra sig frá umheiminum og lifa á grilluðu hvalspiki um aldur og ævi í helli Gísla Súrssonar með Internet-tengingu svo þeir geti jarmað á sauðskónum um allan veraldarvefinn um hvað íslenska sauðkindin sé falleg.
Svo má alls ekki gleyma þeim verstu: öfgafrjálshyggjumönnunum í sárum sínum yfir falli Fjórða Ríki Frjálshyggjunar, sem vilja viðhalda spilltu fyrirtækjaræði framar fullveldi ásamt því að auðmenn og fyrirtæki séu hafin yfir lög og gagnrýni nema þú heitir Jón og fyrirtæki þitt sé Baugur eða þú eigir/hafir átt Stöð 2. Framtíðardraumsýn þeirra byggist helst á því að fyrirtæki ráði öllu landinu og til vara að við gerumst nýtt fylki í Bandaríkjunum, nokkuð sem eru skemmtileg öfugmæli miðað við upphrópanir þeirra um að fullveldið glatist ef aðrir möguleikar séu skoðaðir. Að lokum má ekki gleyma lýðskrumandi þing- og stuðningsmenn FL-okksins sem sjá sér leik á borði til að skora feitt í þeirri von um að ná völdum aftur, mútuþægum og spilltum FL-okksmönnum til góðs, þjóðinni til hryllilegrar framtíðar í landi án réttlætis.Frábært lið til að hafa við hlið sér eða hitt þó, lið sem ætti meir heima í Biblíubeltinu, í afdalahéruðum Kentucky eins og klipptir úr myndinni Deliverance eða sem staðalímynd kaldlynda, siðblinda fyrirtækjamannsins í einhverri bíómyndinni sem endar illa.
En nóg um æsingarmennina og lýðskrumarana, þá er það þetta með fullveldið sem ég fór að spá í. Hvað með það? Hversvegna á mér og mínum að finnast það skipta máli þegar kemur að því að lifa af? Af hvejru á ég að vera tilbúinn til þess að fórna atvinnu, fæðu-öryggi, möguleikum til menntunar, möguleikum til að geta gengið um erlendis án þess að skammast mín fyrir að tilheyra þjóð þjófa og þjóðrembingslegra stórmennskubrjálæðinga með dulda minnimáttarkennd?
Við erum nefnilega í dag skítur skítsins, þjóðin sem allir elska að fyrirlíta, þjóðin sem er þekkt fyrir heimsku hins stórasta gjaldþrots í heimi og aðhlátursefni fræðigreina næstu 50-100 árin eða svo. Einu þjóðunum sem líkar eitthvað við okkur ennþá þrátt fyrir hinu stóru skelfilegu víkingaferð síðustu ára, eru Færeyingar út af einhverjum hvala-fetish og svo Nígeríubúar sem líta á Ísland sem bjargvætti sína úr snöru endalausra brandara um svindl og svínarí.
Ég fyllist nefnilega ekki þjóðernislegri standpínu við að horfa á blaktandi fána við gaul þjóðsöngs sem þarf masters-gráðu til að tóna eða hlusta á innantómt píp um hvað Íslendingar séu stórasta þjóð í heimi. Þjóðenriskennd mín dó með Davíð Oddsyni og varð að þjóðernisskömm með Falum Gong-meðferðinni og Íraks-stríðsstuðnignum.Hví ætti mér eftir þá skömm, það tímabil hroka, valdníðslu, spillingar og græðgi, að vilja taka undir þann kór sem dýrkar og dáir þann mann og þau gildi, stefnu og strauma sem hann og FL-okkurinn innleiddi með stórustu og hörmulegustu afleðingum í heimi fyrir þessa litlu þjóð?
Og hvernig er svo fullveldið sem menn vilja vernda? Það er svo rotið og spillt að ef Jón Sigurðsson væri á lífi, þá myndi hann grátbiðja Dani um að hirða það aftur því þjóðinni væri ekki treystandi fyrir því miðað við 65 ára reynslu sína og framferði, og helst myndi Nonni greyið vilja reyna að fá flugmiða fyrir sig og sína til Fjarskanistans, svo hann þyrfti ekki að sjá þetta skítasker í samfélagi þjóðanna framar.Slík væri skömm hans yfir því hvernig hinir nýfrjálsu hafa saurgað allt það sem hann barðist fyrir og sem dirfast til að sletta fram nafni hans í froðuræðum á 17. jún, sér til dýrðar.
Þetta er fullveldið þar sem kvótagreifar mega einir eiga fiskinn í sjónum, þetta er fullveldið þar sem fyrirtæki og auðmenn hafa meiri rétt en almenningur, þetta er fullveldið þar sem innvígðir menn komast upp með olíusamráð vegna þess að þeir eru vinir FL-okkins á meðna óvinir FL-okksins og viðskiptamannana sem eiga hann eru hundeltir að skipun hrokafullra valdhafa sem telja lög vera barn síns tíma.
Þetta er fullveldið þar sem ráðherraræðið er algjört, þetta er fullveldið þar sem þingmenn eru afgreiðslumenn á kassa, þetta er fullveldið þar sem stjórnmálamenn þurfa ekki að bera ábyrgð á siðleysu og glæpsamlegu hátterni.
Þetta er fullveldið þar sem menn komast áfram vegna ætternis og flokkskírteinis, þetta er fullveldið þar sem spillingin er sjálfsögð, þetta er fullveldið þar sem mútuþægir stjórnmálamenn og FL-okkar eru ekki rannsakaðir af lögreglu.
Þetta er fullveldið þar sem tveir valdamestu menn landsins gáfu vinum sínum banka og ríkisfyrirtæki, þetta er fullveldið þar sem ríkistjórn þessara sömu manna sveigðu, brutu og beygðu allar reglur til að þóknast álrisa, þetta er fullveldið þar sem þessir sömu valdamenn ákváðu upp á sínar eigin spýtur að samþykkja innrás inn í land sem þeir kunnu varla að stafa svo það myndi ekki hafa áhrif á kosningaúrslit.
Þetta er fullveldið þar sem forsætisráðherra lagði niður heila stofnun vegna þess að hún var ekki sammála honum, þetta er fullveldið þar sem ættingjar og vinir sama manns voru gerðir að dómurum og þetta er fullveldið þar sem sami maður gerði sjálfan sig að vanhæfasta Seðlabankastjóra heimsins, með skelfilegum afleiðingum þjóðargjaldþrots.
Og þetta er fullveldlið sem ég á að borga fyrir, þetta er fullveldið þar sem ég á að skerða rétt minn til lífsgæða, atvinnu, menntunar og heilsu fyrir, þetta er fullveldlið þar ég nýt ekki lýðræðis, jafnræðis eða sanngirni í, og þetta er fullveldið sem ég og afkomendur mínir eiga að greiða dýru verði fyrir um aldur og ævi með handónýtum gjaldmiðli sem enginn í heimi hér vill sjá. Það er ekki nema von að ég segi:
TIL FJANDANS MEÐ FULLVELDIÐ!
Bloggar | Breytt 23.6.2009 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Fyrir stundu síðan, þá ákvað ég að kíkja á siðareglur lögmannafélagsins. Ástæðan var sú að mér flaug það til hugar, að þessar svíviriðlegu athafnir sem Sigurður G. Guðjónsson og Hannes J. Hafsteins hjá lögfræðideild Landsbankans framkvæmdu fyrir Sigurjón Árnason, ásamt öllum þeim lögfræðingum bankanna og þeirra þjóðníðinga er útrásarvíkingar kallast, ástunduðu með því að finna leiðir til að svindla á fólki, komast yfir fé á siðlausan hátt og aðstoða við að koma landinu hálfa leiðina til helvítis, með lögfræðilegum gjörningum sínum, gætu e.t.v. hafa brotið hið minnsta siðareglur lögmannafélagsins.
Og sjá! Varla hafði Hr. Google lokið störfum sínum og músin skotist inn á síðu Lögmannafélags Íslands, að vér rákum fagnaðaróp líkt og um siguröskur Mel Gibsons í Braveheart væri að ræða, sem hljóma mun um allt land vort þegar síðasti útrásarvíkingurinn er fallinn ásamt kjölturökkum sínum úr fjölmiðla- og lögmannastéttum. Gleði og von braust fram í hjarta voru við það að sjá að augljóslega hefðu þessir landsins nýju fjandar, brotið fyrstu tvær siðareglur Lögmannafélags Íslands:
1. gr.Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti.
Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.
2. gr.Lögmaður skal gæta heiðurs lögmannastéttarinnar, jafnt í lögmannsstörfum sínum sem öðrum athöfnum.
En gleðin dó fljótt, því þegar nánar var skoðað, þá buðu þessar reglur upp á undankomuleið fyrir þá þrjóta sem hér um ræðir.
Þeir hafa nefnilega hvorki heiður né samvisku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2009 | 22:56
Þegar Seðlabankinn lét gjaldeyrinn hverfa...
Þegar bankarnir hrundu og gengið með, þá varð uppi fum og fit í Seðlabankanum. Hagfræðingar Seðlabankans settust niður og hófu að semja neyðaráætlun sem ætlað var að reyna að draga sem mest úr skaðanum í kjölfar hrunsins, m.a. til að vernda gjaldeyrisforðann og draga úr gengishruninu í byrjun október. Áætlunargerðin var langt á veg komin, þegar einum hagfræðingnum varð það á að fara inn á visir.is að morgni 7. október(sami dagur og tilkynnt var um Rússalánið og Davíð mætti í Kastljós), og sá þar að gengið hafði verið fest á evrunni með fengnu samþykki forsætisráðherra, án þess að það hafi verið borið undir þá. Hagfræðingum Seðlabankans féllust hendur því þeir sáu að öll þeirra vinna var til einskis, og að afleiðingarnar af þessu athæfi, myndu hafa alvarlegar afleiðingar, sérstaklega þar sem þetta er talið óðs manns æði í því ástandi sem var þá, þ.e. gengið var á hraðri niðurleið líkt og lyftan til vítis.
.Enda fór sem fór, þessi tilraun Seðlabankans sem endar í sögubókum hagfræðinnar sem víti til varnaðar og sem aðhlátursefni í skólabókum hagfræðinga framtíðarinnar, olli því að gífurlegt magn gjaldeyris hvarf út úr landi á stuttum tíma. Var hún því skyndilega stoppuð þann 8. október með frekar loðnum skýringum af hálfu Seðlabankans sem hafði talað fyrr um morguninn að "hið lága gengi krónunnar væri óraunhæft":
"Seðlabanki Íslands hefur í tvo daga átt viðskipti með erlendan gjaldeyri á öðru gengi en myndast hefur á markaði. Ljóst er að stuðningur við það gengi er ekki nægur. Bankinn mun því ekki gera frekari tilraunir í þessa veru að sinni."
Til að útlista nánar hvað gerðist og olli því hversvegna Seðlabankinn hætti með tilraunina, þá fór af stað atburðarás innan bankanna strax í kjölfarið á opinberri tilkynningu Seðlabankans um gengisfestinguna. Verðbréf, skuldabréf og annað í íslenskum krónum var á svipstundu selt eða skipt yfir í evrur og flutt út úr landi með stórum hagnaði, sem myndaðist með þessum mun á raungengi og gengi Seðlabankans en gengi Seðlabankans í festingu var 131 kr fyrir evruna á meðan raunverulegt gengi var á þriðja hundrað ef ekki yfir 300 kr. fyrir evruna erlendis og náði víst 305 kr.. þann 9. október þegar Evrópski Seðlabankinn hætti að skrá krónu.
Til að gera sér grein fyrir því þá er ágætt að setja upp tölulegt dæmi(tölurnar eru gervi til að einfalda hlutina), sem er svona:
- Segjum að þú eigir 200 milljónir í íslenskum krónum inn á reikning, þegar bankarnir hrundu.
- Segjum að raungengi evrunnar sé 200 kr. þannig að ef þú skiptir yfir í evrur, þá færðu eina milljón evra.
- Seðlabankinn festir svo gengið á evrunni við 100 kr. í smá "tilraun" til að rétta af gengið.
- Þú skiptir krónunum þínum yfir í evrur miðað við gengi Seðlabankans, þá áttu 2 milljónir evra.
- Þú nærð því að hagnast um eina milljón evra á þessari "tilraun" Seðlabankans
En það er ekki bara það að hagnaður þeirra sem gerðu þetta, var mikill, heldur var framkvæmdin líka skuggaleg. Peningarnir voru millifærðir út úr landi í gríðarlegu magni færslna sem hafðar voru nógu lágar til að þær vektu ekki eftirtekt eftirlitsaðila né að gefa þyrfti skýringar á þeim. Ekki var heldur notast við svokölluð clearing house sem sjá um millibankaviðskipti(Reiknistofa bankanna er t.d. clearing house), heldur millifært beint inn á reikninga erlendis. Sú leið er venjulega farin í eðlilegum bankaviðskiptum. Til útskýringar þá skilst mér að clearing houses virki eins og Paypal þegar kemur að millifærslum. Þau sjá um að taka við millifærslu frá einum banka til annars, sannreyna greiðslur og ganga frá uppgjöri yfir til hins bankans. Getur sá ferill tekið allt að þrjá daga.til að tryggja þó að ekki verði bið fyrir móttakandann, þá er sendanda greiðslunnar gert það kleift að notast við yfirdrátt á meðan verið er að sannreyna og ganga frá réttu uppgjöri. Ástæðan fyrir beinni millifærslu án notkunar clearing housegæti hugsanlega verið að skera í burt millilið sem auðveldaði að rekja millifærslurnar og þá áhættu að greiðslurnar yrðu stoppaðar, ef það kæmist upp hvað væri að gerast í myrkum dýflissum bankanna.
Og hvar voru þessir erlendu reikningar? Þeir voru í bankaparadísum á borð við Lúxemborg, Kýpur, Lichenstein og annara slíkra ríkja þar sem bankaleyndin er prédikuð sem drottins orð og hægt að fela slóðir svika og pretta fjárglæframanna.
Þetta vekur upp margar spurningar, og ekki bara um hverjir hreinsuðu innan úr bönkunum, heldur einnig um Seðlabankann. Hver tók ákvörðunina um þessa tilraun og hversvegna var þetta ekki borið undir hagfræðingana? Var þrýst á viðkomandi aðila utanfrá um að gera þetta eða voru þessi heimskulegu aðgerðir, viðbrögð örvæntingarfullra manna eða manns? Gerðu viðkomandi sér nokkra grein fyrir hvað gæti gerst? Höfðu aðilarnar sem gengu svona hreint til verks innan bankanna, vitneskju um ákvörðun Seðlabankans fyrirfram? Og svo, stóra spurningin: hversu mikið fjármagn fluttist út úr landi á þessum stutta tíma og hversu mikið tapaði þjóðin af gjaldeyrisforðanum á þessari "tilraun"?
En hvort sem þessum spurningum fæst svarað af hálfu stjórnsýslunnar og Seðlabankans, þá er eitt ljóst: þessi aðgerð Seðlabankans olli því að þeir sem vildu koma fénu sínu út úr landi, gátu gert það með hagnaði.
Að lokum smá eftirmáli um þennan pistil, sem hefur verið tilbúinn hjá mér um tíma og er m.a. ætlað að svara nokkrum spurningum/athugasemdum fyrirfram. Hlutirnir gerðust hratt í byrjun otkóber og fáir veittu þessari tilraun bankans athygli því þessi gjörningur týndist í stórfréttum af frægu Kastljósviðtali við Davíð Oddson og setningu hryðjuverkalaganna. Þegar leið á veturinn byrjaði maður að heyra meir og meir um þennan bita í stóra hrunspilinu og að lokum þá fékk maður söguna alla frá ónafngreindum en mjög áreiðanlegum heimildarmönnum.Ástæðan fyrir því að birting þessa pistis hefur dregist er óttinn við það að hann myndi týnast í öllum stórfréttunum líkt og á sínum tíma. Hinsvegar að ég hafði fréttir af því að fyrirspurn hafði borist til Seðlabankans, í tengslum við hversu mikið hvarf af gjaldeyrisforðanum þessa tvo daga. Hafði ég vonast eftir því að geta sett tölurnar inn til að sýna hversu mikið hefði horfið af gjaldeyri út úr landi á þessum tveimur dögum, en Seðlabankinn hefur víst ekki enn svarað beiðninni þrátt fyrir að frestur samkvæmt upplýsingalögum sé útrunninn.
Einnig lifði maður í þeirri von að fjölmiðlar fjölluðu um þetta eða fréttist eitthvað frá FME um þetta, en það tekur víst ekki nema örfáa vinnudaga fyrir þá að sannreyna og samkeyra gögn um færslur frá landinu þessa daga, vegna þess hversu afmarkað tímabilið er. Úrkula vonar um að eitthvað kæmi frá þeim að fyrra bragði, þá ákvað ég að tiltaka af skarið og koma þessu á framfæri, vitandi að þetta verða líklegast stimplað sem staðhæfingar eða fullyrðingar. Ég vona þó að sannleikurinn um hvað gerðist innan veggja Seðlabankans og bankanna þessa tvo daga, komi í ljós, máli mínu til sönnunar.
Að endingu, þá vill ég taka það fram að ef villur reynast í textanum varðandi "clearing houses" þá skrifast það alfarið á mig þrátt fyrir tilraunir ágæts bankamanns til að troða skilningi á þeim, í koll minn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.6.2009 | 21:29
Óeðlileg hagsmunatengsl skilanefndarmanna
Eitt af því voldugasta starf sem skapað hefur verið E.H.(Eftir Hrun), er að vera nefndarmaður í skilanefnd gömlu bankanna. Menn sem sitja þar, þurfa að taka ákvarðanir um hvað verður um eigur gömlu bankanna og annað í tengslum við þá eða eins og FME skilgreinir:"Hlutverk skilanefnda er að starfa í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga og fara með öll málefni fjármálafyrirtækisins, þar á meðal að hafa umsjón með allri meðferð eigna þess, svo og að annast annan rekstur þess."
Eins og sjá má, þá er þetta einstaklega ábyrgðarmikið starf. Því er það einstaklega mikilvægt og nauðsynlegt að í þessi störf, skuli hafa valist vammlausir menn sem hafnir væri yfir öll hagsmunatengsl og enginn vafi léki á siðferði þeirra, sérstaklega með tilliti til hrunsins og hvað hefur komið upp úr myrkum og illa þefjandi kompum fjármálageirans.
En þetta er Ísland.
Því fór eins og við mátti búast, þá skipaði stuttbuxnadrengur í forstjórastjól Fjármála-eftirlitsins, menn í nefndirnar sem margir hverjir höfðu hagsmunatengsl, menn með "rétt" flokkskírteini og kannski með það í huga, að gæta þyrfti hagsmuna flokksgæðinga, auðmanna og fyrrum stjórnenda bankanna. Enda hefur ríkt síðan leynd og pukur í kringum þessar skilanefndir sem hafa orðið að ríki í ríkinu, og enginn veit í raun hvað fer fram innan luktra dyra þar og tortryggni hjá mér sem fleirum verið ríkjandi í þeirra garð.
Þegar haft er í huga allt klúður, fát og fumur sem runstjórnin og þessi forstjóri FME, hafa komið að, þá hefur maður aldrei orðið neitt sérlega hissa yfir að lesa pistla á borð við þá sem Ólafur Arnarsson ritaði á Pressunni í dag. Þar bendir hann einmitt á þetta ríki í ríkinu sem hann kallar hina nýju yfirstétt og bendir sérstaklega á hagsmunatengsl formanns skilanefndar Glitnis: Árna nokkurn Tómasson, sem þiggur milljón fyrir stjórnarsetu í fyrirtækinu Alfesca. Stjórnarformaður þar er Ólafur nokkur Ólafsson en Árni situr þar sem stjórnarmaður fyrir hönd Kjalar. Alfesca og Kjalar eiga mikið undir skilanefnd Glitnis samkvæmt þessum pistli Ólafs Arnarssonar eða eins og segir þar:
"Skilanefndin mun nú hafa lagt blessun sína yfir samstarf Kjalars, eignarhaldsfélags Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Alfesca, við erlent fjárfestingarfélag, sem hyggst gera hluthöfum Alfesca tilboð í hluti sína. Það vekur athygli að skilanefndin hefur ekki yfirtekið hluti Kjalars í Alfesca þrátt fyrir að fullyrt sé að Kjalar sé í raun komið í fang skilanefndarinnar. Þá hefur heyrst að skilanefndin hafi lítinn sem engan áhuga sýnt fyrirspurnum erlendra fjárfesta um kaup á hlutum Kjalars í Alfesca."
Nafn Árna Tómassonar hefur þó komið upp áður, við og við í umræðunni eftir hrun. Áður fyrr starfaði hann sem bankastjóri í Búnaðarbankanum þar sem margir stjórnendur sem tengjast hruni landsins, komu m.a. SIgurjón Árnason o.fl. sem enduðu í Landsbankanum . Það sem var þó athyglisvert við þann tíma, er að Árni Tómasson var gripinn í bólinu fyrir að hafa rofið bankaleynd og lekið upplýsingum til fyrirtækis út í bæ, ásamt öðrum mannni: Ársæli nokkrum Hafsteinssyni sem var einnig skipaður í skilanefnd Landsbankans. Einnig er áhugavert hvert þessar upplýsingar rötuðu á þessum tíma, til fyrirtækis í eigu Björgúlfs nokkurs Guðmundssonar sem eignaðist Landsbankann þar sem Ársæll fékk starf síðar meir sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs.Í þessum hlekk hér um mannaráðningu Ársæls, SIgurjóns Árnarsonar o.fl. til Landsbankans, má sjá nafn Sigurjón Geirssonar sem situr í skilanefnd Landsbankans og hefur setið þar frá upphafi.
En tengsl Árna ná ekki bara yfir í skilanefnd Landsbankans líkt og sjá má hér í frétt DV, heldur einnig til skilanefndar Kaupþings þar sem Ólafur Ólafsson átti nú hlut í forðum. Þar situr maður að nafni Knútur Þórhallsson. Knútur þessi hefur rekið skrifstofu með Árna en ekkier það bara eina sem tengir hann. Hann vann nefnilega einu sinni að samruna Kaupþings og Búnaðarbankans á sínum tíma, nokkuð sem Árni Tómasson gerði einnig. Knútur þessi var einnig endurskoðandi Exista, fyrrum eigenda Kaupþings, en það fyrirtæki var ásamt Kjalar Ólafs Ólafssonar(sem Árni Tómasson situr fyrir í stjórn Alfesca), stærstu eigendur í Kaupþingi. Þess má einnig getið að Knútur þessi er einnig eigandi í Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins, þess sama og sá um úttekt á Landsbankanumeftir hrun og hefur einnig séð um verðmat á bönkunum.
En það eru fleiri skilanefndarmenn sem tengjast innbyrðis á einn eða annan hátt. Sem dæmi má nefna að Steinar Þór Guðgeirsson sem situr í skilanefnd Kaupþings, situr sem stjórnarmaður í Stapa hf. ásamt Lárentsínus Kristjánssyni, skilanefndarmanni í Landsbankanum. Þetta fyrirtæki var í eigu Gnúps hf. sem átti á sínum tíma góðan hlut í FL Group auk hlutar í Kaupþingi og Gnúpur var í eigu olíusamráðsmannsins illræmda, Kristinns Björnssonar og Magnúsar Kristinnssonar, kvótakóngs frá Eyjum. Örugglega má finna fleiri slík dæmi ef grúskað er meir, og er tengslanet skilanefndrmanna og viðskiptalífsins örugglega efni í langan greinarflokk eða heila bók, miðað við þau dæmi sem fljótlega má finna.
Fyrir mitt leyti segi ég og sérstaklega þar sem skilanefndirnar þurfa ekki að gera grein fyrir gjörðum sínum né viðhafa nokkurt gegnsæi, þá getur ekki annað verið en að stór hagsmnatengsl veki upp grunsemdir um að ekki verið sé að gæta að hagsmunum almennings í þessu efni, heldur eingöngu þeirra sem skilanefndarmenn tengjast eða hafa velþóknun á. Ef skilanefndirnar, starf þeirra og gjörðir eiga að vera hafnar yfir allan vafa, þá verður að skipta út þeim mönnum sem hafa hagsmunatengsl og setja í staðinn vammlausa menn en ekki menn sýkta af tengslum við útrásarvíkinga, hafa algjört gagnsæi til að fyrirbyggja frekari hættu á hagsmunaárekstrum eða spillingu, og jafnvel að mínum dómi, hefja rannsókn á gjörðum skilanefndanna hingað til, til að athuga hvort eitthvað hafi verið gert sem ekki má þola dagsins ljós.
Sviptum leyndarhulunni af skilanefndunum, sjáum til þess að þær séu ekki lengur ríki í ríkinu og rjúfum grunsamleg hagsmunatengsl sem vinna á móti því starfi sem þar fer fram. Annars verður hér sama ferlið enn á ný, líkt og áður, góðvinum gefnar eigur gegn flokkskírteini eða öðru, spillingin skammlaust starfar áfram og hvorki traust né sátt mun ríkja hér á ný.
Eða eigum við að halda áfram sofandi að feigðarósi á ný?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar