29.7.2008 | 20:31
Skrítnar áherslur
Ég veit ekki hvort fleirum hafi fundast það frekar undarlegt, en allavega finnst mér frekar skrítið hvað kerfið skyndilega virkar fljótt í þessu máli. Á tæpum sólahringi er búið að yfirheyra þa ákærðu ásamt vitnum og gefa út ákæru. Síðan eftir þingfestingu málsins er þeim sleppt lausum.
Um svipað leyti er manni rænt, honum misþyrmt hrottalega og hent út úr bifreið á ferð, nokkuð sem auðveldlega hefði getað valdið dauða mannsins. Hann kemst illa leikinn að verslunarmiðstöð þar sem hann brýtur rúðu til að fá aðstoð. Einn af hrottunum sem grunaður er um verkið, er handtekinn, færður til yfirheyrslu og loks sleppt til að hann geti samræmt sögu sína við hina þrjá sem ganga lausir. Hverjir ætli séu meiri ógn við almenna borgara?
Þessi ólíku viðbrögð kerfisins virðast því miður vera regla fremur en undantekning þegar kemur að mótmælendum eða þeim sem valdhafar hafa skoðun á. Öllu var til tjaldað fyrir austan fjall þegar verið var að mótmæla fyrir austan tjald, einkaher ríkislögreglustjóra sendur á svæðið og ekki til sparað í aðgerðum gegn "stórhættulegum" mótmælendum í tjaldbúðum. Meira að segja var gengið svo langt að matur var tekinn ófrjálsri hendi af ofstækisfulum sérsveitarmönnum, af borgurum sem höfðu það eitt sér til sakar unnið og það var að keyra nálægt tjaldbúðum mótmælenda. Við það bættist að ríkissaksóknari viðhaðfðist ekki þegar lögreglumaður reyndi að keyra mótmælanda niður, heldur kærði mótmælandann fyrir skemmdir á bifreiðinni eftir framburð sama lögreglumanns. Hvar voru áherslurnar á hlutlausa rannsókn þá?
Á sama tíma hefur sifellt meir og meir verið skorið niður til almennra löggæslustarfa og lítið sem ekkert tekið á ofbeldismönum og öðrum harðsvíruðum glæpamönnum sem ógna almenningi og nú í dag er mönnun almennra lögreglumanna þegar kemur að álagstímum hér á Reykjavíkursvæðinu, varla nægileg til að halda almennri gæslu á sveitaballi.
Ekki má gleyma trukkamótmælendum einnig. Skyndilega birtist þar óeirðarlögregla vegna þess að þeir höfðu truflað silkihúfur við það að troða ofan í sig einhverri steikinni á kostnað skattborgaranna, við atviksem eftir á sérð er á mörgu leyti sambærilegt á við það þegar SUS-arar ryðjast inn á skattstofuna með stælum og jafnvel smá ofbeldi í garð borgaranna, hindrandi lögbundinn rétt manna og truflandi starfsemi opinberra stofnanna. Hvar er þá óeirðarlögregla?
Svo er það nú Baugsmálið þar sem hundruðum milljóna er eytt í handónýtt mál og allur tiltækur mannafli kallaður til. Á sama tíma er lögreglan tregari en andskotinn, þegar kemur að því að rannsaka einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar eða olíusamráðsmálið, dregur lappirnar og með semingin lætur einn mann í verkið, svo tryggt sé að það klúðrist. Hvar voru t.d. endurákærurnar og mannafli þá?
Fleiri skrítnar áherslur finnast og ekki bara í glæpamálum. Þegar tengdatóttur ráðherra vantaði ríkisborgararétt til að geta komist á námslán, þá var því reddað á átta dögum af Útlendingastofnun, ráðuneytum og Alþingi. Á sama tíma bíður fólk eftir afgreiðslu ríkisborgaréttar í marga mánuði eða ár ásamt því að flóttamenn dúsa í húsi einu á SUðurnesjum jafnvel árum saman. Og vei þeim sem asnast til að kvarta yfir því, viðkomandi verður sendur í mun verri búiðir á Ítalíu þar sem hans bíður farseðil aðra leðina heim í gröfina jafnvel. Sá hefði betur nefnt námslán fyrst, hælisvistin hefði örugglega beðið í næsta Cheerios-pakka frá 'Utlendingastofnun til handa honum.
Er ekki kominn tími til að taka til í þessu kerfi svo að lög og regla gildi um alla, og eðlileg vinnubrögð séu höfð í öllum málum, ekki þau vinnubrögð sem þóknast valdhöfum hverju sinni. Er ekki einnig kominn tími til að kerfið virki þegar kemur að glæpamálum en ekki þegar það kemur að mönnum sem valdhöfum er í nöp við? Er svo ekki kominn tími til að mannslíf séu meir metin en hagsmunir fyrirtækja og peningamanna?
Skrítnar áherslur segi ég bara.
![]() |
Neituðu sök fyrir dómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2008 | 12:13
Íslenska kindin er falleg....og menguð?
Í gær sátum við félagarnir að spjalli og leiddu umræðurnar út í umræður um álver og mengun þar sem einn sagði m.a. það að mengun á Reyðarifirði er víst orðin meiri en áætlað var tæpt einnig aðeins á sandfokinu fyrir austan. Einn félaganna kom þó með nokkuð óvænt tíðindi fyrir okkur hina sem hófst með því að hann sagði að það sé e.t.v. kominn tími til að krefjas framleiðendur um uppruna lambakjöts. Eftir að hafa heyrt það sem hann hafði fram að færa, þá varð ég skyndilega mjög feginn að vera ekki mikið fyrir neyslu á vegamorðingjum eða rolluketi eins og það kallast í daglegu máli.
Það fyrra sem hann hafði fram að færa um íslenska lambakjötið, var það að nú nýverið hafði hann rekið augun í frétt sem ekki fór mikið fyrir. Þar voru bændur að kvarta undan mikilli flúormengun út frá verksmiðju Norðuráls á Grundartanga sem hefur verið að losa mengun umfram leyfileg mörk að manni sýnist og að rannsóknir sýndu að mengunin væri komin yfir hættumörk og byrjað að valda tannlosi hjá búfenaði . .Ekki virtist þó mikið fara fyrir áhuga á að kanna þetta betur hjá fréttamanninum því hann lét sér nægja svar Norðuráls um að allt væri í lagi, í stað eþss að hafa samband við óháða eftirlitsaðila og athuga hvort þeir hefðu kannað þetta betur.
Fólki til fróðleiks má benda á að áhrif of mikils flúorsmagns á menn og dýr, geta verið hættuleg. Samkvæmt doktor.is eru áhrifin m.a. þessi:
"Flúoreitrun (fluorosis) í mönnum og dýrum, það er þegar flúorupptaka er meiri en hæfilegt er í lengri eða skemmri tíma, kemur fyrst fram í bein- og tannvef. Í mönnum kemur þetta fyrst fram í blettum á glerungi og í kjölfarið fylgja skemmdir á tönnum. Í kindum getur komið fram svokallaður gaddur, sem er ofvöxtur í vissum tönnum. Önnur áhrif í mönnum eru liðverkir og aukin beinmyndun og áhrif á hjarta og æðakerfi.
Langtíma ofneysla getur jafnvel leitt til vansköpunar og má sjá slík áhrif á einstöku stöðum í heiminum þar sem neysluvatn er of flúorríkt."
Seinna atriðið sem hann sagði okkur var þó ekki staðfest en samt umhugsunarvert ef rétt reynist. Einhverra hluta vegna hafði vinnufélagi hans látið efnagreina lambalæri sem hann hafði tekið með sér til heimkynna sinna erlendis. Niðurstöðurnar voru ekki beint fallinn til þess að viðhalda ímynd hins hreina og náttúrulega lambakets frekar en álverketið frá Grundartanga. Í lærinu hafði greinst nefnilega óvenjulega mikið magn geislavirkra efna en það skal tekið fram að það þarf alls ekki að vera hættulegt. Rannsóknarstofan sem hafði enga vitneskju um uppruna kjötsins, hafði hugsanlegt að miðað við magnið, þá gæti lærið góða e.t.v. verið af frægu svæði sem kallast Chernobyl eða þar í kring. Vinnufélaginn kvaðst hafa sent niðurstöðurnar til Geislavarna ríksins með ábendingu um þetta, en hafði ekki fengið svar um hvort þetta væri innan marka og einnig hvort þetta teldist eðlilegt her á landi.
Maður veltir því fyrir sér að lokum, hvort það sé ekki kominn tími á öflugra eftirlit og að tekið sé á svona mengunarmálum. Íslenska lambakjötið skiptir marga Íslendinga máli, bæði sem neyslu-afurð og svo sem atvinnuvegur sumra. Að sama skapi, þá er það ekki ásættanlegt að svona sé ekki rannsakað af eftirlitsaðilum, heldur virðist hagsmuna-aðila látið það eftir að sjá um þetta.
Fyrir flesta skiptir þetta einnig máli þegar kemur að heilsu til frambúðar og einnig heilbrigðiskerfið sem slíkt því ef Íslendingar fara að breyats í tannlausa, liðaverkjand þjóð út af menguðu lambakjöti þá má búast við álagi á kerfið.
AÐ lokum þá hafa Íslendingar verið að gorta sig af og auglýsa lambakjötið sem hreina náttúruafurð og að það sé best í heimi og alt eftir því. Ef ekki er reynt að standa undir því, heldur látið eftir hagsmunum mengandi stórfyrirtæki sem skaða þessar neysluvörur, þá legg ég til að hætt verði að nota þessi hástemmdu lýsingarorð um íslensku kindina á borð við hreinasta kjötið. Í staðinn sting ég upp á að skipt verði um slagorð og þetta tekið upp í staðinn:
Cherno lamb- Fyrir þá sem vilja glóa í myrkri!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.7.2008 | 15:58
Veikleiki óvinarins
Ég hef verið að mjatla í gegnum heimildarþættina The world at war frá árinu 1973, sem er alveg til prýði í alla staði hvort sem það er myndefni, viðtöl eða meistaralegur þulurinn, sjálfur Laurence Olivier. Nú síðast þá kláraði ég lokaþátt seríunnar þar sem fjallað var um minningar fólks af styrjöoldinni. Minningar hermanna sjálfra virtust margar hverjar þó að muna og tala um þá hluti sem voru grátbroslegir líkt og eftirfarandi saga í þessum þætti, sögð af breskum hermanni.
Eftir innrásina í Normandy þá hófst sóknin inn í Frakkland og voru þeir komnir í Burgundy-hérað þar sem sóknin stöðvaðist. Þessi breski hermaður var staddur nálægt herforingjunum og heyrði hann á tal þeirra. Herforingjarnirvoru þar að ráðgast um þá klemmu sem eþir voru komnir í. Fyrir framan þá lágu helstu vínekrur Frakklands sem nasistar réðu yfir og foringjarnir vissu það að ef þeir myndu leggja til orustu á vínekrunum, þá myndu Frakkar aldrei fyrirgefa þeim það.
Skyndilega heyrðist frá einum þar fagnaðarhljóð og þegar hinir spurðu hvað kætti hann svo, svaraði hann að bragði:"Ég er búinn að finna veikleika Þjóðverja."
"Nú, hver er hann:": spurðu herforingjarnir.
"Þeir hafa hreiðrað um sig eingöngu á lélegum vínekrum!".
Þremur dögum síðar var búið að hrekja Þjóðverja frá Burgundy.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2008 | 20:14
Smáhugleiðingar í tengslum við Ramses-mál og verjendur kerfisins
Oft á tíðum þegar maður lætur hugann reika, hvort sem það er í góðri göngu eða á náðhúsinu, þá stundum leita hugsanrinar að nýjum sem og gömlum hitamálum. Í dag staldraði kollurinn aðeins við Ramses-málið og annað hitamál frá því í fyrra, hið svokallaða Jónínu-mál eða tengdadótturmál ásamt vægast sagt vafasamri dómaraskipun Árna Matt.
Bæði Ramses-málið og hin málin tvö eiga ýmsilegt sameiginlegt. Fyrir það fyrsta þá er málsmeðferðin og óréttlætið sem fólst í henni aðaldeilumálið og kjarni málsins. Í annan stað þá er reynt að réttlæta gerðirnar með tilvísanir til að farið hafi veirð að lögum og hanga verjendur á því og þylja aftur og aftur eins og það afsaki allt ranglæti, sama hversu siðlaust og svívirðilegur verknaðurinn er.
En svo er það eitt sem aðgreinir umræður um þessi mál. Í málum tengdadóttur og Davíðssonar þá var ein vörnin sú að verið væri að ráðast á persónur þeirra. Þetta var þó ekkert annað en smjörklípa af hálfu verjenda kerfisins, þar sem persónur þeirra sem slíkar voru lítið til umræðu. Reyndar reyndu verjendurnir að tefla fram tengdadótturinni sem peði til varnar spilloingunni af spunadoktor flokksmaskínu á Stöð 2, en höfðu þó ekki erindi sem erfiði.
En svo hveður við annan tón í Ramses-máli. Nú hafa verjendur kerfisins hjólað til atlögu gegn persónu Ramses og reynt er að draga upp sem versta mynd af honum.
Hvað ætli hafi breyst svo í hugum manna sem áður töluðu um persónuárásir, að þeir séu tilbúnir að beita persónuárásum til varnar? Helgar ekk einfaldlega tilgangurinn meðölin hjá þeim?
Bloggar | Breytt 15.7.2008 kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.7.2008 | 20:24
Illska kerfiskalla
Ein mesta skömm okkar Íslendinga var þegar íslenskir stjórnmálamenn og kerfiskallar ákváðu að senda gyðinga aftur til Þyskalands þar sem þeirra beið ill meðferð og síðar meir dauðabúðir nasista. Eftir að örlög gyðinga urðu ljós eftir stríð, þóttust sömu menn lítið kannast við framferði sitt og að þeir hefðu ekki vitað að það yrði farið illa með gyðinga í Þýskalandi nasimans, jafnvel þótt það hafi frést af meðferðinni í Dachau og Buchenwald hingað til lands fyrir stríð og Kristalsnótt gerði heimsbyggðinni ljóst hvað var í gangi.
Þetta ofangreinda getur ekki annað en skotið upp í kollinn þegar kemur að máli Paul Ramses og fjölskyldu og framferði íslenskra stjórnvalda. Í stað þess að úrskurða um málið ákváðu kerfiskallar og lítlmenni, að betra væri að splundra upp fjölskyldunni og senda Paul til Ítalíu þar sem hann fer aftast í langa, langa, langa röð í fjansamlegu landi, þ.e.a.s. ef ítölsk stjórnvöld sem þykja ansi fjandsamleg innflytjendum, flóttamönnum og múslimum í dag, senda hann ekki beint til Kenýa þar sem hann verður líklegast færður upp að veggnum og hnakkaður. Við bætist svo að næsta skref er að senda konu hans til Svíþjóðar með sex vikna gamalt barn og allslausa og án eiginmannsins, þá get ég ekki annað en spurt hverskonar illmenni fara með völd á Útlendingastofnun? Eru menn gersamelga sneyddir öllu sem heitir mennska og mannúð þarna? Eru menn búnir að gleyma að það er til nokkuð sem heitir mannréttind, nokkuð sem ríkistjórnin ætlaði sér að vera meðal fremstu þjóða í framkvæmd á?
En svo veltir maður fyrir sér spurningunni með málsmeðferðina, ástæður og hvernig var staðið að henni. Paul kemur hér í desember og sækir um hæli. Kerfið dregur lappirnar og svarar honum ekki þrátt fyrir fjórar yfirheyrslur 'utlendingastofnunar yfir honum og óstaðfestar fréttir hér á blogginu segja að málið hafi veirð komið inn á borð utanríkisráðuneytis í mars. Skyndilega er svo ákveðið að taka ekki mál hans fyrir og hann sendur með hraði út úr landi og yfirklór byrjað til að reyna að breiða yfir ástæðurnar. Falið er á bak við að þetta sé lögmætt sem er klassík þegar kemur að réttætingu illverks kerfiskalla og vísað til Dyflinnarsamkomulags sem réttlætingu, samkomulags sem segir að ríki þurfi ekki að gera það sem var framkvæmt í morgun og nú að ekki væri hægt að fara yfir mál Pauls þar sem kona hans var ólöglegí landinu.....hvernig komst hún inn í landið ólöglega? Rann út dvalarleyfi hennar vegna seinagangs sálarlausra kerfiskalla? Ef svo er, hvers vegna á þá að refsa henni og Paul fyrir það?
Þetta er sú ástæða sem mér dettur til hugar, að Haukur Guðmundsson og aðrir starfsmenn 'utlenidngastofnunar hafi einfaldlega ákveðið að losa sig við Paul og fjölskyldu til að þurfa ekki að vinna vinnuna sína og biðjast afsökunar á seinaganginum, seinagangi sem virðist ekki vera til þegar kemur að því að redda ríkisborgararétt handa tengdadóttur ráðherra svo hún geti komist á námslán. Maður er nokkuð sannfærður um það að ef Paul hefði verið tengdasonur einvhvers ráðherrans, kannski Björns Bjarna sjálfs, þá væri hann kominn með dvalarleyfi, ríkisborgararétt og prófessorstöðu í Háskólanum við hliðina á Hannes Hólmsteini og það allt saman fyrir síðustu áramót.
Svo skjóta þó aðrar grunsemdir upp í kollinn á manni einnig þegar sést að Útlendingastofnun hefur stundað þetta grimmt á síðasta ári að senda fólk til annars lands og láta úrskurða um hælisleit þar, hvort þetta sé leynileg stefna Björns Bjarnasonar í innflytjendamálum þar sem notað eru brögð kerfisins sem fáir frétta af, til að hindra að flóttamenn komi til landsins. Eini munurinn kannski á þeim málum og nú, að þettta rataði í fréttirna.
Svo er líka þriðji möguleikinn, að Haukur GUðmundsson og Björn Bjarnason hafi einfaldlega fundið gamalt skilti sem nasistar gáfu íslenskum ráðamönnum til að hafa við vegabréfshliðið, í heimsókn sinni hingað. Þeir hafi ekki viljað henda því en ákveðið að breyta áletrunni og það sett upp á vegg í mötuneyti Útlendingastofnunnar með þessari áletrun:
SCHWARZE VERBOTEN!
![]() |
Eiginkona Ramses ólöglega í landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar