Að vernda ósvífna viðskiptamenn

Ég varð aðeins hugsi eftir frétt RÚV í kvöld um byggingarverktakann ósvífna sem skilaði af sér annars vegar hrovðirknislega unnu verki í mörgum tilfellum og var þar að auki með skæting við þá sem keyptu og töldu sig hlunnfarna. Það var ekki endilega frétta-efnið sem slíkt þó ömurlegt og dæmigert sé fyrir margan verktakann, heldur framsetning fréttarinnar og umfjöllun eða þögn um svipað framferði og jafnvel verra.

 Svo maður útskýri nánar, þá tók ég eftir því í fréttinni um þetta mál, að ekki í eitt einasta sinn var minnst á hvaða verktaki/fyrirtæki þetta væri né hver væri forsvarsmaður fyrirtækisins. Eingöngu var sagt frá því að hann hefði fengið á sig dóm fyrir svipuð vinnubrögð áður en aftur á móti var ekkert dregið undan þegar kom að því að tala við íbúa og hvaða hús væri um að ræða. Þannig fengum við að vita það að varast að kaupa húsin sem þolendur höfðu asnast til að kaupa en ósvífni gerandinn var alveg stikkfrí.

Því miður er þetta ekki eina dæmið í fréttaflutningi af óheiðarlegum og ósvífnum viðskiptamönnum og athæfi þeirra. Fyrr í vikunni minntist Þráinn Bertelson á, í bakþönkum sínum á fasteignasala nokkurn sem stóð í kaupum á Hverfisgötunni. Í pistli Þráinns kemur fram að fasteignasalinn hafi veirð ansi ágengur við fjöslkyldu nokkra og þar sem þau voru treg til að selja, gerðist hann enn ósvífnari og óhuggulegri í vinnubrögðum sínum. Fjölskyldunni var hótað öllu illu, íbúðum í blokkinni sem fasteignasalinn hafði keypt breytt í drykkjubæli og dópgreni sem endaði náttúrulega með því að þau seldu íbúðina sína til hans. Þegar hann svo var búinn að kaupa allt upp sem til þurfti, þá kom í ljós að stórir viðskiptajöfrar voru búnir að eignast skyndilega allar íbúðirnar sem hann keypti og virkaði þetta eins og fasteignasalinn hefði veirð leppur fyrir þá.

Maður væri nú ekki að minnast á þennan pistil Þráinns, ef ekki væri fyrir það að einn kunnigi minn lenti í þessum fasteignasala og annar í svipuðum verktaka. Þar var svona mafíutaktíkum beitt, fólk hrætt, innbrot jukust skyndilega hjá þeim sem vildu ekki selja og á endanum gafst fólk upp. Fjölmiðlar sýndu þessu engan áhuga, enda líklegast um að ræða fjársterka menn með ítök í viðskiptalífinu og í tengslum við helstu peningaframleiðendur Íslands:bankana. 

Mörg fleiri dæmi væri hægt að nefna um fasteignasala, verktaka og fjárglæframenn sem valda saklausu fólki búsifjum vegna þess að græðgin og siðblinda ræður ríkjum í viðskiptaháttum þeirra. Alls staðar ber það þó að sama brunni. Fjölmiðlar vernda þá með því að fjalla ekkert um hlutina, passa sig á því að rugga ekki peningabátnum og jafnvel hylla þessa menn, vitandi að margt er rotið. Á sama tíma eru menn nafngreindir jafnvel nafngreindir fyrir smáþjófnað í samanburði við þessa menn.

Maður spyr sig eiginlega, hverjum er verið að þjóna með því að leyfa óprúttnum og siðblindum fjárglæframönnum að njóta nafnleyndar? Ekki er það fórnarlömbunum allavega né öðrum sem gætu átt grunlausir í viðskiptum við þá síðar meir. Er ekki kominn tími á að stinga á svona kýlum eða eru sumir einfaldlega ósnertanlegir í samfélaginu?


Nasismi busavígslunar

Í morgun sá maður frétt sem er árviss áminning um að skólar séu hafnir, þ.e. frétt um busavígslu. Hugur manns leitaði til sinnar eigin busavíglsu og vegna aldurs og þekkingar, þá rann upp fyrir manni smá ljós, hvað þetta væri óhugnanlega  nasískt allt saman, ferlið sem maður gekk í gegnum og meðferð á litlum hópi fólks sem skar sig út úr.

Mín busavígsla fór fram einn grámóskulegan dag í september fyrir nær því 20 árum. Maður mætti þarna um morgunin, aðeins kvíðinn  um að vera tekin illilega í gegn, eftir að hafa heyrt sögur um ansi misjafna meðferð á fólki, frá eldri vinum sínum. Þeir sögðu manni frá því að einhverjir hefðu verið lamdir um kvöldið á busaballinu vegna þess að einhver þótti þeir ekki nægilega busaðir. Önnur saga var um að einhverjir höfðu tekið einn samnemanda sinn, bundið hann, fleygt í skott og keyrt með hann út í sveit þar sem hann var skilinn eftir. 

Þegar maður hafi heyrt svona lýsingar, þá gerði það að sjálfsögðu að verkum, að maður læddist með fram veggjum eins og mús í þeirri von um að vera ekki tekinn og þegar í mannfjölda var komið reyndi maður að láta á ekkert bera, heldur gekk um eins og maður væri vanur nemandi. En allt kom þó fyrir ekki. Í öðrum frímínútum rakst maður á vin sem sveik mann í hendurnar á sérskipuðum fulltrúum valdsins sem kölluðust böðlar. Böðlarnir gripu mann og merktu mann svo að maður stæði út úr fjöldanum, væri öðruvísi og allt aðkast og niðurlægjandi meðferð leyfileg. Þó í stað gulrar stjörnu, þá var notðaur tússpenni, bæði bláiri og svartir og andlitið merkt.

Þetta hafði tilætluð áhrif. Eldri nemendur hlógu, gerðu grín og bættu við krotið. Sumir lentu í því að fá jafnvel meiri meðferð ef þeir börðust á móti með vatnsbaði og jafnvel mjólkurbaði ef mig minnir rétt. Þetta stigmagnaðist svo framyfir matartímann þar til "stóra stundin" rann upp, síðar um daginn, þegar busavígslan hófst.

Upphaf busavígslunnar hófst þannig að á ákveðnum tíma var öllum busum nema þeim sem höfðu komið sér undan því með flótta eða skrópi, smalað saman og ýtt áfram inn í félagsmiðstöð nemendafélagsins, með tilheyrandi öskrum, látum og jafnvel smáhrindingum. Þar voru busarnir látnir dúsa í dimmum og þröngum vistarverum við gæslu örfárra böðla, óvissir um hver örlög þeirra yrðu.

Skyndilega kom skipunin til böðlanna um að allt væri tilbúið og með tilheyrandi öskrum byrjuðu þeir að reka busana út um þröngar dyr þar sem lokameðferð busuninnar hófst .Fólk var rennbleytt, látið skríða og gera ýmislegt niðurlægjandi þar sem böðlar nutu valdsins í botn sér og áhorfendum til skemmtunar. Áhorfendahópurinn hafði raðað sér upp við þannig að það mynduðust þröng göng sem businn var látinn fara í gegnum og maður heyrði síðar að einhverjir áhorfendur hefði tekið þátt í fjörinu með því að útata einhvern busa í tómatsósu eða öðru, að sjálfsögðu með velþóknun böðlanna. Ekki tóku allir þessari meðferð vel og rámar mig í það að einn hafi náð að brjótast út í gegnum þvöguna og hlaupa í burtu með tvo böðla á efitr sér sem höfðu sérmeðferð í huga. Þegar þeir voru að ná honum, snér sá sér víst við og sló annan niður. Við það kom fát á boðlana og þeir snarhættu eftirförinni enda ekki búist við því að fórnarlömbin myndu svara fyrir sig.

Hvað mig varðar þá man ég ósköp lítið eftir þessum svipugöngum. Man þó að maður hlýddi aðeins í upphafi en þegar nálgaðist endann kom upp baráttuandinn gegn þessu niðurlægingarferli. Ein stelpa sem hafði verið skipaður böðull, fór að öskra á mann að ég ætti að ganga gæsagang sem ég þóttist ekkert kannast við hvað væri og spurði hvort hún gæti sýnt mér það. Við það trylltist  þessi handhafi valdsins og froðufellandi öskraði hún meir að ég ætti að hlýða og reyndi svo að fá annan böðul til að neyða mig til þess. Ekki varð úr því því öskrin gerðu það eitt að verkum ásamt hótunum um ofbeldi að ég var farinn að verða tilbúinn að svara fyrir mig. og fljótlega misstu þau áhuga þar sem önnur fórnarlömb voru í augsýn og manni var ýtt áfram að lokamarkinu þar sem busunin endaði. Ekki man ég hvernig það var í hvelli en man þó að maður tók strætó heim, hríðskjlafandi og hníptur vegna allra hornauganna sem maður fékk í strætó.

<>Manni varð nú ekki meint af samt, maður gleymdi hamagangum um kvöldið og slapp við aukabusanir á ballinu. Næstu vikur heyrði maður þó sögur af hinum og þessum sem lentu í misjöfnu. Sumum böðlum þótti drottnunarvaldið greinilega svo gott og tækifærin sem það gaf þeim til að sleppa hvötum sínum lausum í niðurlægingu og jafnvel kynferðislega áreitni gagnvart einstaka stelpu. Eftir áhggja þá upplifiði maður þarna sinn fyrsta múgæsing þar sem hópur fólks er tekið fyrir, niðurlægt og beitt ofbeldi fyrir það eitt að vera öðruvísi á einhvern hátt. Þarna tók risastórt hópur þátt í þessu sér til skemmtunar og stjórnað af leiðtögum sem höfðu útvalda sér til aðstoðar í ofsóknunum.  Hljómar kunnuglega, ekki satt?

Í framhaldi af þessu fór maður að hugleiða með böðlana, þetta venjulega fólk sem breyttist í óargadýr með kvalalosta á misháu stigi, hvort þetta hefði verið einstök atvik eða hvort böðlarnir hefðu hagað sér svona áfram í lífinu. Manni datt í hug að sumir væru yfirmenn eða forsvarmsenn fyrirtækja sem níddust á starfsmönnum sínum á Kárahnjúkum, siðblindir fasteignasalar eða verktakarsem hóta fólki öllu illu til að komast yfir íbúðir þeirra ivð Hverfisgötu fyrir bankamenn eða nytu þess valds e.t.v. sem þeir hefðu sem fjárfestar sem við geðþóttaákvarðanir leggðu efnahagslíf bæjarfélaga í rúst með nýjum hugötkum á borð við "arðsemi" og "hagræðingu" í stað "lokalausnar" og "brottflutnings".

Að lokum kom þó þessi spurning upp í hugleiðingum um þetta:

Ætli fangaverðirnir í Auschwitz hafi byrjað sem böðlar í busavígslum? 


Hugleiðingar út frá Gay Pride og Biblíunni. Ekki fyrir fordómafulla trúarofstækismenn!

Einhverra hluta vegna í dag þá kom upp smáhugdetta í hausinn á mér, svona Eureka varðandi smá sérkennilegt mál tengt Biblíu-fræðum. Gæti hafa verið innblásin út af Gay Pride-deginm. Ég ráðlegg strangtrúuðum, fordómafullum einstaklingum að lesa ekki meir og lifa lengur í fáfræði fordóma sinna í sæluþví þetta gæti eyðilagt sýn þeirra á Biblíunni og rústað fordómum þeirra gagnvart samkynhneigðum. Örugglega argasta guðlast þar að auki í augum sömu fordómafullru einstaklingana.

 Ok.

 

Getið enn hætt við

 

Jæja, best að segja hvað heilinn á mér var að komast að.  Þetta voru nokkrir hlutir sem byrjuðu að tengja sig og tengjast getnaði Jesús.

1. María mey var hrein mey þegar hún varð ófrísk, semsagt að hvorki hún né Jósef þrátt fyrir að vera gift, höfðu greinlega ekki átt mök.

2. Hún missti ekki meydóminn við það að Guð fór upp á hana.

3. Fyrir utan það að vera argasta framhjáhald, þá er það nú einstaklega skrítið að Jósef gerir eki neitt í málunum, heldur bekynnir þetta með bros á vör og lætur líta út eins og þetta sé sonur hans öll þessi ár. Ekki eignast þau fleiri börn heldur.....ef ég man Biblíufræðin rétt  

Þegar maður spáir í þessum hlutum, þá fer að hvarfla að manni þessar ályktanir.

1. Hjónaband Maríu og Jósefs var hentihjónaband. Þau voru bæði samkynhneigð og voru í skápnum eða ætti maður kannski að segja jötunni? Þess vegna hafa þau ekki haft mök því kynhvötin og ástríðurnar hefðu nú átt að brjótast út hjá þessu unga, gifta fólki í bólförum og það ansi oft.

2. Guð getur með henni barn án þess að rjúfa meydóminn. Þarna dettur manni helst til hugar að Guð sé lesbía og átt þarna vingott með Maríu í einhverju fjárhúsinu. Síðan hafi einhver fornaldarleg gervifrjóvgun með gjafasæði(ég vill ekki einu sinni vita hvernig það fór fram) átt sér stað án þess að rjúfa meyjarhaftið.

Svo ananrs staðar er þetta nú með það að Jesús hafi aldrei verið við kvenmann kenndur og alltaf í hóp með 12 "lærisveinum". DO I HEAR Y-M-C-A,anybody?

Þegar maður spáir í þessu, þá hefur þetta verið falið afhómóphóbiskum biskupum og páfum í gegnum tíðina. Á sama tíma eru þeir að prómóta ýmiskonar kynferðislega bælngu sem innan veggja klaustra, bæði muka og nunnu, hefur brotist út í allskonar kynferðislegum athöfnum sem fengju Larry Flynt til að roðna. Og hvað er þetta með að hafa karlmenn og konur í sitt hvoru klaustrinu, hmmm, say no more, say no more, nudge, nudge. Kannski fengu munkanrir og nunnurnar að vita sannleikann um þetta og voru þannig nálægri Guði en aðrir?

Til haimingju með daginn annars, ágæta samkynhneigða fólk, og vonandi iðrast krikjan og hættir að fylgja mannana ákvörðunum og fylgir frekar Guði og leyfir ykkur að giftast þar innan veggja. Ef ekki, þá er spurningin með hvort allir þeir sem tóku þátt´i göngu í dag, segi sig ekki úr kirkju og söfnuðum þar til allir eru orðnir jafnir innan kirkjunari. Allir eru nefnilega jafnir í augum Guðs svo það er engin ástæða til þess að markaðssérfræðingar hans hér á jörðinni séu að mismuna fólki vegna sinna mennsku skoðana.

 


Atvinnumótmælendurnir í SUS

Eitt af teiknum þess að verslunarmannahelgi nálgast eru hin hefðbundnu mótmæli atvinnumótmælandana í SUS niður á skattstofu og mótmæla fyrir hönd peningaaflanna. Í ár hafa þeir þó sýnt smá bragarbót og áttað sig á því að það er ekki sérlega vinsælt að veitast að gamalmennum með ofbeldi þó þeir haldi áfram að hindra lögbundið aðgengi fólks að álagningarseðlum og brjóti þar með á rétti fólks. Svo furðulega vill til að þótt þeir séu þarna með ólögleg mótmæli og dólgslæti, þá mætir lögreglan ekki á svæðið og handtekur þá líkt og meðlimi Saving Iceland, jafnvel þótt SUS-ararnir séu með ofbeldi og dólgslæti  gagnvart fólki líkt og önnur götugengi. 

Þegar maður fer svo að hugleiða mótmæli, baráttumál og yfirlýsingar SUS í gegnum tíðina þá man maður varla eftir öðru en að þeir séu fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni fyrirtækja, harðsvíraðra og miskunnarlausra peningamanna og  græðigisvæðingar í þjóðfélaginu. Ef eitthvað er þá er minnst hugsað um hag einstaklingsins hjá þeim og almennings og hræsnin verður augljós í orðagjálfri þeirra um "frelsi einstaklingsins" og öðrum hugtökum sem þeir lærðu eins og aðrir pólitískir páfagaukar. T.d. þetta með skattamálin, þá fara þeir yfirum á því að einhver skuli geta skoðað álagningu gjalda, tala um viðkvæmar persónuuplýinsgar en sjá svo ekkert að því og þegja þunnu hljóði þegar fyrirtækjum er gert kleift að safna persónulegum upplýsingum til notkunar gegn einstaklingum(heilsufars-upplýsingar, skoðanir o.fl.). Svo er nú andstaða þeirra við afnám launaleyndar frekar með fyrirtækjunum en einstaklingnum. Er ekki verið að skerða rétt einstaklinga og málfrelsi með að banna þeim að tjá sig um launin sín og réttindi einstaklingssins til að hafa sömu laun og sambærilegur starfskraftur á borðinu við hliðina? Er ekki málið að stuttbuxnaliðið telur að fyrirtækjafasismi eigi að ríkja þar sem fyrirtækin geta haft algjör völd en einstaklingurinn engin?

Svo eru nú málin sem tengjast hagsmunum almennings og SUS dælir út yfirlýsingum út af. Þeir vilja koma t.d. auðlindum landsins í hendur örfárra manna á fákeppnismarkaði sem hefur skilað sér vel eða hitt þó hingað til. Þar er ekki verið að hugsa um hag almennings eða heldur SUS virkilega að mönnum eins og Kristni Björnssyni og félögum sé treystandi fyrir sanngjarnri og heiðarlegri samkeppni á fákeppnismarkaði á t.d. orku, vatni og öðru? Nei, þarna eru þeir eingöngu að tísta fyrir hagsmuni peningamanna en ekki almennings og berjast í leið gegn samkeppniseftirliti því fyrirtæki eigi að vera hafinn yfir lög og geti séð sjálf um að vera heiðarleg.....yeah, right. Ef fyrirtækjum er ekki veitt aðhald, þá munu þau líkt og önnur rándýr notfæra sér tækifærið til að svindla, svína og vera óheiðarleg ef þau telja sig komast upp með það.

Svo eru það baráttumálin: bjór í verslanir og fela tekjur auðmanna. Hmmm, er ekki eitthvað skrítið við þetta? Eru þetta ekki einhver smámál miðað við margt annað sem mætti laga í þjóðfélaginu? Hvar er t.d. yfirlýsingar um að vernda þurfi einstaklinga frá persónunjósnum fyrirtækja? Hvenær skyldu þeir lýsa yfir að það að herða þurfi refsingar vegna brota á Samkeppnislögum og hvetja til eflingar þeirra svo fyrirtæki komist ekki upp með að okra í fákeppninni? Hvers vegna ætli þeir þegi svo þunnu hljóði þegar ráðherra þeirra brýtur á einstaklingi með ráðningu annars óhæfari í stöðu? Og hvað með mannréttindamál? Ekki heyrast píp í þeim yfirleitt t.d. þegar kemur að því að mótmæla Guantamano, ólöglegu fangaflugi CIA og pyntingum heldur verða þeir frekar vitlausir yfir því að álagningarseðlar séu lagðir fram og jafnvel hvetja til þess að börn verði lögð í einelti vegna fátæktar foreldra, fyrst þetta sé leyfilegt. Maður getur ekki annað en velt fyrir sér siðferðiskennd þessara "einstaklinga" sem allir hljóma eins og virkar eins og klónaher með sömu innantómu frasana og handahreyfingarnar. Sumir þeirra verða þar að auki alveg brjálaðir yfir mótmælum gegn fyrirtækjum sem menga og brjóta lög en sjá svo ekkert að því að fyrirtæki tengist grófum mannréttindabrotum og stríðsglæpum og tala jafnvel um að það sé alveg í góðu lagi á meðan viðkomandi fyrirtæki hagi sér ekki svona hér á landi.

Að lokum legg ég til að SUS breyti nafni sínu yfir í SAF sem útleggst þannig Samtök Atvinnumótmælanda Fyrirtækja, og að hver sá sem leggur leið sína niður á skattstofu, kíki á tekjur þeirra í SUS og birti opinberlega. Miðað við æsinginn í þeim á hverju ári, þá hljóta þeir að hafa eitthvað að fela. 


Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Ágúst 2007
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 123496

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband