10.9.2009 | 01:27
Tillögur "þingmanna-arms" séð með sjónarhóli fyrrum félagsmanns XO
Þegar ég gekk út úr Borgarahreyfingunni eftir hið illræmda bréf Margrét Tryggva, þá kvaddi ég með þeim orðum að byltingin hefði ekki étið börnin sín, börnin hefðu étið byltinguna. Þessi orð komu mér aftur upp í huga þegar ég las tillögur svokallaðs "þingmanna-arms" í hreyfingunni, um framtíðarskipulag Borgarahreyfingarinnar. Ég varð nefnilega undrandi á þeim og eiginlega fannst talsvert í þeim furðulegt og jafnvel ólýðræðislegt líkt og ég orðaði í athugasemd á síðu Gunnars Waage, eins af höfundum þessa plaggs. Reyndar fór það ekki vel í Gunnar því hann í snarhasti lokaði fyrir athugasemdir, sagði að þetta yrði rætt bara á laugardaginn og eyddi svo öllum framkomnum athugasemdum um þessar tillögur. Greinilega ekki mikið gefinn fyrir opnar umræður eða gagnrýni, nokkuð sem fær mig til að skrifa eftirfarandi athugasemdir hér á bloggið mitt.
Nú ætla ég ekki að neita því að það má finna ágæta punkta í þessum tillögum og held að reynsla manns af því hvernig farið hefur fyrir Borgarahreyfingunni að þegar á reyndi, að skipulagið vantaði og strúktur og valddreifing var ekki nákvæmlega útfærð auk þess sem þingmennirnir byrjuðu að haga sér eins og ríki í ríkinu að manni fannst, þ.e. hundsuðu félagsmenn og töldu að grasrótin væru þjónar sínar en ekki að þeir væru þjónar grasrótarinnar og fóru eftir samþykktum félagsfunds eftir hentisemi sv sem að stofna sérfélag um þingflokkinn í andstöðu við samþykkt félagsfunds. Þetta háttalag átti sinn þátt í erjum þeimsem geisað hafa en nóg um það enda tillögurnar aðalmálið.
Nú veit ég ekki hvernig þessar tillögur voru samsettar eða hvernig menn unnu þetta en þær finnst mér bera vott um að annarsvegar að þær séu settar fram ekki endilega í besta hug, þ.e. að reiðin yfir því að einhverjir aðrir hafi boðið sig fram eða komið með skipulag sem ekki er þóknanlegt þinghópnum, hafi látið fólk teyma sig út í fen þarna og ekki horft til aðvörunarorða sem beint var til Björgvins G. um daginn: Fólk á ekki að semja lög í reiði. Þo gæti verið asi þar á ferð því ég á erfitt með að trúa að vissir einstaklingar sem þarna eru, séu að gera þetta af slíkum hug.
En hvað með það, það sem ég sé stórlega að þessu er hvernig framsetningin er á öllum valdastrúktúr og valddreifingu. Fyrir það fyrsta þá er valdastrúkturinn þannig að þinghópurinn stendur einn og sér fyrir utan allt nema að hann á að fylgja eftir stefnunni og mæta á fund einu sinni í mánuði. Fyrir það fær hann fastafulltrúa í stjórninni hjá hreyfingunni sem virðist eiga fyrst og fremst að vera kaffidrykkjuklúbbur nema að þeir tveir vinsælustu fá að gera það í tvö ár samfleytt og tveir óvinsælli stjórnarmenn þurfa að rölta út og hleypa öðrum að, og með það eina hlutverk að ráða framkvæmdastjóra og tala um hvort hann sé að standa sig í vinnuni eða ekki. Þetta geldir eiginelga algjörlega tilgang þess að hafa stjórn því stjórn í öllum hreyfingum, félögum og flokkum hefur nefnilega ávallt þann tilgang að sjá um ákvarðanatökur í umboð félagsmana um hluti sem þarf ekki að boða til sérstakra félagsfunda um og er nokkurskonar framlenging á grasrót hreyfinga.
En það sem er einng athyglisvert og umhugsunarvert eru völd framkvæmdastjóra. Þau eru nefnilega gríðarleg völd fyrir eina manneskju og í raun virka eins og forstjóri fyrirtækis í besta falli eða eiginlega sem algjör einræðisherra yfir starfi hans. Hann hefur allan rekstur í höndum sér, hann þarf bara að skila tillögum að fjárhagsáætlun til stjórnar sem hún samþykkir og ber ábyrgð á EN stjórnin má samt ekki taka neinar fjárhagslegar ákvarðanir aðrar. Það er jú framkvæmdastjjórinn sem hefur allt það á sinni könnu. Hann ræður algjörlega yfir grasrótarstarfinu og hefur það í hendi sér hverjir fá framgengt að koma af stað vinnu í málum eða öðru og í raun er enginn hemill á honum þar sem ef stjórnin getur ekki komist að niðurstöðu um störf hans þá getur það dregist á langinn að sparka honum. Stjórnin þarf nefnilega að ræða sig á niðurstöðu og ef hún getur það ekki á einum fundi þá er ákvörðunartöku frestað þar til á næsta fundi.
Framkvæmdastjórinn er einnig talsmaður hreyfingarinnar út á við en það sem er einnig athyglisvert að samkvæmt þessu er framkvæmdastjórinn eini maðurinn sem má ekki greiða atkvæði um neitt innan hreyfingarinnar, ólíkt öðrum íbúum landsins sem virðast allir eiga geta tölt inn al landsfund og lagt jafnvel hreyfinguna niður ef þeim sýnist. Sé fyrir mér Framsóknarflokkinn smala 300 Pólverjum á landsfund og segja bara hreint út:"Njet XO"
En já landsfundurinn og allt það er líka skrítið allt. Þar virðist nefnilega vera eini vettvangur grasrótarinnar til að hafa áhrif á starf allt, stefnu og samþykktir. Jú, grasrótin má hitta þingmenn einu sinni í mánuði en þeir eru ekki bundnir því að hlusta á grasrótina, hvað þá að hitta hana meira en þörf krefur líkt og sumarið eftir kosningar og svo fundur sem ég kom sem gestur á nýverið eftir brotthvarf mitt úr hreyfingunni. Grasrótin getur svo sem unnið að ýmsu starfi, stundað kjaftagang og fengið að vera með en hún hefur bara þessi völd: mæta á landsfund, breyta samþykktum og leggja niður hreyfinguna. Að öðru leyti, ekkert, nada, nothing. Hún getur svo sem reynt að knýja fram auka-landsfund, þ.e.a.s. ef tveir í stjórninni meika ekki að taka ákvörðun um hvort framkvæmdastjórinn sé slæmur í starfi en nota bene, til þess þarf 7% af KJÓSENDUM hreyfingarinnar eða um 1000 manns miðað við kosningar. Það eru fleiri en skráðir eru í hreyfinguna sem eru víst um 600 sem leiðir mig að öðru atriði sem er fáránlegt í augum mínum.
Það á að hætta að halda félagatal sérstaklega....öhm, hætta að halda félagatal? Hvernig geta menn þekkt styrk hennar? Hvernig geta menn virkjað innra starf almennilega án vissu um fjölda félagsmanna? Hvernig geta menn fengið félagsmenn? Að kasta félagatalinu er glapræði þegar kemur að innra starfi grasrótar ef þú ætlar að reyna að virkja fólk því þá ertu bara með einvherja örfáa í kollinum en enga vissu um hverjir hafa áhuga á að starfa innan hreyfingarinnar. Það gæti þó verið skiljanlegt að það skipti engu máli svo sem lengur ef grasrót er hvort sem er ætlað að vera einhver klappkór fyrir þinghópinn sem er efst á valdapýramídanum en virðist ekki geta veitt honum aðhald á neinn hátt, hvað þá stjórninni sem þinghópurinn getur auðveldlega drottnað yfir ef þeirra fólk nær tökum þar.
Einhvernveginn finnst mér þegar litið er yfir þessar tillögur að þær skapi fleiri vandamál en þær eiga að leysa, búi til erfiðan grundvöll þegar kemur að því að hlúa að innra starfi og færir völdin yfir á hendur of fárra og jafnvel opnar fyrir hálfgert einræði eins manns sem hefur einnig peningamálin á sinni könnu. Ég get svo engan veginn séð að þetta leysi vandamál Borgarahreyfingarinnar sem eru ekki bara skipulagsmál og samstarfsörðugleikar milli þinghóps, stjórnar og grasrótar heldur muni eingöngu auka þau vandamál og gera allt starf verra þrátt fyrir að þarna megi finna ljósa punkta(renni e.t.v. síðar yfir þá) sem yfirskyggðir eru af þessum stóru göllum.
Ég held að þessi lagabreyting yrði hreyfingunni að aldurstilla og ég held að það sé betri grundvöllur til að skapa sterkari hreyfingu sé út frá tillögum þeim sem málefnahópur hefur verið að hnoða saman í allt sumar. Svo játa ég að það vekur eiginlega virkilega furðu að sjá sum nöfn á bak við þessa tillögu, þó sérstaklega Heimssýnar-hjónakornin Gunnar og Lísu sem hafa svoleiðsi djöflast á öllum þeim með allskonar aðfinnslum og skítkasti, þeim sem dirfast til að lýsa óánægju sinni með þinghópinn og sérstaklega gegn því fólki sem tilheyrir 12-menningunum sem ég hef haft reynslu af því að vinna með sumum hverjum. Sjálfur hef ég ekkert yfir þeim 12-menningum(eða þeim sem ég þekki þar) að kvarta og vona innilega að þau nái ásamt öðru ágætu fólki(allavega Baldvin þinghópsmegin og svo þeir sem eru á milli) að rífa hreyfinguna upp úr því að verða mestu stjórnmálamistök íslenskrar sögu(fyrir utan Davíð Oddson) og gera hana að því sem stefnt var að: heiðarlega hreyfingu sem ætlaði að breyta hlutunum. Stórt til orða tekið en því mður satt þar sem líklegt er að hryllingurinn sem gengið hefur yfir hreyfinguna með rýtingasetti Björns Inga, hefur líkklegast skilað því að lítil framboð munu eiga erfitt uppdráttar næstu 30-50 árin.
Hvað varðar þessar tillögur í heild sinni, þá lýsi ég frati á þær sem fyrrum Borgarahreyfingarmaður og tel þær einfaldlega stórgallaðar og jafnvel stórhættulegar lýðræði innan hreyfingarinar.
![]() |
Borgarahreyfingin sem grasrótarafl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (76)
7.9.2009 | 19:10
Til varnar nafnleysi í samfélagi ógnar
Ég hef verið aðeins hugsi yfir þessari nafnleysisumræðu því að mörgu leyti hefur hún verið á einn veg: þ.e. þar sem lítill minnihluti nafnleysingja eru sóðar og níðingar, þá skuli ganga í skrokk á þeim öllum. Því hef ég ákveðið að stíga fram og taka aðeins upp hanskann fyrir hinni nafnlausu umræðu á netinu, eitt af því sem er óvinsælt af hálfu þeirra sem vilja stýra öllum umræðum og yfir tjáningarfrelsi drottna.
Þegar ég byrjaði að blogga þá ákvað ég að byrja með dulnefnið AK-72, sem er samsett úr stöfum í nafni mínu og fæðingarári. Tvennt var það sem olli þessari ákvörðun og það var að ég var að færa mig hikandi inn á þennan ritvöll sem bloggið er og svo hinsvegar það sem var aðalástæðan: ég var ekki með skoðanir sem voru vinsælar, þ.e. ég gagnrýndi Sjálfstæðisflokk og Framsókn fyrir það fyrsta og svo hafði ég sterkar skoðanir gagnvart forarpytti íslensku þjóðarinnar: rasismanum, þjóðernishyggjunni og útlendingahatrinu sem einkennir umræðu þegar kemur að þessum minnihlutahópum. Enda fór sem fór, maður lenti í eldheitum umræðum og fékk á sig hatursfullar athugasemdir frá fólki sem skrifaði undir nafni og maður skildi alveg fullkomlega hversvegna nafnleysi getur verið gott i umræðu þar sem maður tekur upp hanskann fyrir minnihlutahóp.
Svo kom þó að ég fór að skrifa undir nafni eftir beiðni frá ritstjóra Mogga-bloggsins en hélt þó þessu heiti á yfirborðinu enda myndaði það smá buffer" að mér fannst. Og það kom líka í ljós að skrifa undir nafni hafði einmitt ákveðin áhrif því þegar leið á umræðu um múslima og fordóma gegn þeim sem ég tók þátt í, þá gerðist nokkuð sem vakti hroll hjá mér og ónot. Einn af verstu öfgamönnunum í þeirri umræðu sem ég tel að gangi ekki heill til skógar, tók sig til og gróf upp hvar ég vann, netfangið þar og byrjaði að senda mér óhugnanlega tölvupósta með hatursáróðri. Ég bað hann um að hætta þessu og sagði honum að ég hefði ekki beðið um að fá svona viðurstyggð senda. Svar hans var að hann teldi sig hafa fullkominn rétt á því, hann væri að fræða mig um hætturnar af múslimum og þverneitaði að taka mig af póstlista sínum heldur hélt áfram að senda póst.
Ógnin af þessu var einnig augljós, ofstækisfullur kynþáttahatari og kristinn öfgamaður taldi sig geta gert hvað sem er og óhugnaðurinn sem fylgdi þessu, lifið með manni í nokkra daga á eftir. Að lokum varð þó niðurstaðan sú hjá mér, að einfaldlega setja klikkhausinn í junk-mail filter", lét vini mína vita af þessu og sagði þeim að ef ég endaði lúbarinn eða með hníf í kviðnum, þá ætti að leita fyrst að grunuðum hjá íslenskum kynþáttahöturum sem fóru mikið um netheima. Ég ætlaði ekki að láta einhverja hálfslefandi, innræktaða amlóða hræða mig né hafa áhrif á mann.
Þó bliknar þessi saga mín miðað við íslenskt samfélag eins og það hefur verið síðustu ár undir stjórn náhirðar og sauðskinsskálka. Það var og er samfélag ógnar og ótta ,samfélag þar sem mönnum er hótað eða refsað fyrir að segja skoðanir sínar, tjá sig eða jafnvel upplýsa um glæpi líkt og litli Landsímamaðurinn gerði. Hann var rekinn fyrir að fara til lögreglunnar og láta vita um glæp uppáhaldsdrengja Bláu handarinnar sem kreistir og kremur alla þá sem henni líkar ekki við, og átti víst erfitt með að fá vinnu eftir á. Orðið um að hann væri uppljóstrari" var víst látið ganga meðal klíkubræðra sem seint fyrirgáfu að andlit frelsis markaðarins" skuli hafa verið gripið með kúkinn í brókunum og milljónir í vasanum. Ef hann hefði aftur á móti farið hefðbundna leið og látið yfirmann vita, þá hefði þetta bara verið kæft niður og hann færður á milli deilda, líkt og einhverjir bankamenn lentu í þegar þeir urðu varir við óeðlilega hluti innan bankakerfisins fyrir hrun.
Það sama hefur gerst fyrir suma þá sem skrifa á netinu undir nafni hafa upplifað, þeim er hótað, þeim er ógnað og sviptir atvinnu fyrir að tjá sig um málefni líðandi stundar, skoðanakúgun er liðin af hálfu þeirra sem völd hafa eða valdinu þjónka. Þetta varð sérstaklega áberandi í vetur þegar fólk sem tók þátt í mótmælum þurfti að þola allskonar svívirðingar, hótanir, ógnanir og jafnvel rúðubrot og ofbeldi, en nei, það var í lagi, þetta voru bara kommúnistadrullusokkar, þetta voru atvinnumótmælendur og þeir voru ekki eins réttháir í augum þeirra sem grenja nú. Þá mátti svívirða, níða, hrækja á, berja á og já, talsmenn frelsisins gengu fram með blóðþorstaglampa, heimtandi harðari aðgerðir gegn því fólki sem dirfðist að standa upp úr sófanum og láta skoðanir sínar í ljós. En var þetta fólk að væla? Nei, það tók mestum skítnum af æðruleysi því það ætlaði ekki að leyfa rökkum níðinga flokkakerfisins að brjóta sig niður og myndaði skel ólíkt þeim stjórnmálamönnum, flokksdindlum, fjölmiðlamönnum og vörgum viðskiptalífsins sem vilja stýra allri umræðu.
En það eru ekki bara þeir sem skrifa og tjá sig á netinu sem lenda í svona, það eru líka þeir sem tjá sig á vinnustöðum þar sem yfirmenn þola ekki rangar" skoðanir líkt og gerðist með einn ættingja minn sem vann hjá einu borgarbatteríinu. Hann lét gamminn geysa í einum kaffitímanum þar sem hann hraunaði aðeins yfir Framsóknarflokkinn, nokkuð sem nýja yfirmanninum með valdastandpínuna líkaði ekki við. Þegar verkstjóra-jæjað kom, þá var ættinginn dreginn inn á skrifstofu og honum tilkynnt það í ógnvekjandi tón að svona ætti hann ekki að tala og það yrði séð til þess að honum yrði sparkað ef hann talaði svona um Framsóknarflokkin aftur. Ættinginn gerði það eina rétta í stöðunni, sagði honum bara að eiga sínar hótanir, gekk út og fékk sér aðra vinnu, nokkuð sem var auðvelt fyrir mann með hans menntun og reynslu.
En í samfélagi ógnar og ótta sem hið Gamla Ísland" var og er, þá er ekki svo hægt um vik á mörgum stöðum að gera hið eina rétta í stöðunni og storka skoðanakúgaranum. Tökum sem dæmi, þá sem búa út á landi og í litlum bæjarfélögum eða þorpum. Þar er nefnilega mun erfiðara að vera með óvinsælar" skoðanir hvort sem það er að leggjast á móti álverum eða vera ekki með sömu skoðun og aðalatvinnurekandinn eða stjórnmála-aflið í þorpinu, það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, ekki bara fyrir hann heldur einnig fjölskylduna. Þar er nefnilega hægt að beita hóprefsingu og ég efast ekki um að þeir sem valdið hafa, þeir sem tala mest um frelsi einstaklingsins og markaðsins" og tjáningarfrelsið má ekki hindra" hafi refsað mönnum fyrir að tjá sig undir nafni enda hafa þeir sem kenndir eru við skrímsladeild og náhirð oftast verstir verið.
Þetta leiðir því að öðru, þetta tal um hræsnina sem felst í því að tala um frelsið" en þola ekki að aðrir hafi aðrar skoðanir. Hræsnin á bæ þeirra sem heimta að skrúfað sé fyrir skoðanir eða hvassa gagnrýni eða heimta að einhver yfirritskoðari taki á mönnum sem skrifa undir nafni, líkt og nýbakaður þingmaður nokkur sem aðhyllist frelsið", telur að eigi að gera við hvassan skrifara sem dirfist að urra í áttina að honum. Hvar er frelsið þá ef þingmaður getur látið þagga niðri í gagnrýnanda sínum?
Slepjan sem liggur svo í orðum margra þeirra sem stíga fram nú sem siðapostular og fulltrúar vandlætingar, er í senn hræsin og velgjuvaldandi. Aðilar sem allir eiga sök á því hruni sem hefur orðið hér, aðilar sem hafa ekkert lært af hruninu og dreymir um hið gamla Ísland" rísi upp á ný sem Fimmta ríkið. Og hverjir eru þeir þegar litið er yfir hringleikahús íslenskrar umræðu?
- Stjórnmálamenn sem væla hvað mest undan að landinn blaðri á netinu og nota yfirskin um netníð og nafnleynd". Sjálfir sjá þeir ekkert að notkun dulnefna ungliða sinna eða hópa sem birtu auglýsingar í þeirra þágu með lítt dulbúnum og jafnvel frekar árásargjörnum áróðri fyrir kosningar og nú í sumar. Nei, þá var það í lagi, því andstæðingurinn er skotmark sem í lagi er að beita nafnlausu níði gegn. Það er nefnilega munur á því að vera nafnlausi Jón eða Háaleitis-Jón þegar kemur að persónulegu skítkasti.
- Viðskiptamennirnir sem settu landið á hausinn grenja nú undan umræðunni, heimta lockdown" á slíkt því það á ekki að líðast að þeir sem borga skaðann eftir þá fái að tala um gjörðir þeirra. Við bætist að viðskiptamenn vilja að sjálfsögðu stjórna algjörlega umræðunni um sitt fyrirtæki eða útrásarvíkinganna sem eiga fyrirtækin en kveinka sér undan neikvæðri umræðu, umræðu sem þeir geta ekki stjórnað og tengist oft á tíðum hvernig þeir haga sér. Nei, hegðun þeirra er alltaf til fyrirmyndar enda eru það bara eðlileg viðskipti að ræna fólk ævisparnaðinum og setja heila þjóð á hausinn.
- Blessaðir fjölmiðlarnir sem þegja margir hverju þunnu hljóði yfir því að FME gangi harkalega fram til að þagga niðri í þeirra stétt fyrir að kjafta frá glæpum eigenda fjölmiðlanna. Nei, þá er betra að vera hlýðinn og þægur hvutti, styggja ekki eigendur og stjórnarmenn sem eiga fjárhagslega hagsmuni undir t.d. brunaútsölu á orkuveitum.
Þó er kannski hræsni fjölmiðlageirans mest pirrandi því þar stíga fram sjálfumglaðir fjölmiðlamenn sem riddarar réttlætisins gagnvart nafnlausum netverjum og setja sig á háan stall en gæta sín ekki að þeir standa á klettabrún tvískinnungsins. Tvískinnungsins sem felst í nafnlausum áróðurs og árásardálka sem kallast Staksteinar eða Fuglahvísl, nafnlausar ritstjórnagreinar og kjallaragreinar Svarthöfða og Velvakanda. Ekki sjá þeir neitt að allskonar slíkum meinfýsnum og jafnvel skítlegum dálkum því eins og fuglar AMX sem hvísla hvað meinfýsilegast, þá horfa þeir bara með augum ránfuglsins illa og hlæja illlýsislega líkt og hýenur viðskiptalífsins sem þeir þjóna.
Nei, það sem fer fyrir brjóstið á þessum þremur vandlætingarhópum er fyrst og fremst að allt sé ekki eins og það á að vera, að umræðan sé stjórnuð að hætti hins gamla Íslands þar sem stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn sitja eins og þægir seppar við matardallinn frá húsbændum sínum úr yfirstéttinni, í þeirri von um að fá að pissa á gullskreyttu klósetti húsbóndans einn daginn. Þeirra gremja er fyrst og fremst ein, að almenningur hafi skoðanir, að almenningur sé hættur að skilja að hans hlutverk sem hálfmenni þrælastéttar sé að halda kjafti, borga skuldir yfirstéttarinnar og vera niðurlægð fótþurrka valdsins um ókomna tíð.
Og hvað þá með bloggara marga sem koma fram undir nafni? Margir þeirra öskra og æpa um hryðjuverkamenn, asna, fávita geðveiki, föðurlandsvik og fleira í þeim dúr undir nafni, oft á tíðum með helbláan fálkann sitjandi á öxlinni, sama fálka og hefur rifið landið á hol og kjamsar nú á vænum kjötbita rifnum úr holdi almennings. Margir þeirra eru engu betri en verstu nafnleysingjarnir, flokksdindlar til hægri og vinstri sem jarma möntruna sem kokkuð er upp á flokkskrifstofum, en hneykslast nú á þeim sem skrifa nafnlaust, nafnleysingjum sem skrifa jafnvel mun betra og fágaðra en heimskuleg níðskrif margra nafngreindra fréttabloggara eru. Margir nafnleysingjana skrifa betri orðræðu, skila skýrari hugsunum og fallegra máli en fréttabloggarinn illræmdi, margir þeirra rökræða og það er aðeins háttur þess sem er komin í rökræðulegt gjaldþrot að byrja að tala um að fólk sé ekki marktækt í skrifum ef það sé nafnlaust.
Að lokum að þegar litið er yfir sviðið og nafnleysingjarnir eru skoðaðir í samanburði við þá nafngreindu, þá kemur oft í ljóst að fámennur hópur nafnleysingja er með níðið en þeir sem raunverulega eru verstir eru innantómir fréttabloggarar og heimskuleg skrif nafngreindra kjaftaska sem geysast fram með svívirðingum um allt og alla sem varla er samhengi í. Níðskrifin ógeðfelldu sem gagnrýnd eru nú blikna oft í samanburði við níðskrif hinna nafngreindu og nafnlausu sem þóttu flott og fín af þeim þríhöfða þurs valdsins áður á meðan það beindist gegn mótmælendum síðastliðinn vetur eða öðrum þeim sem "gamla Ísland" taldi óvin sinn.
Þó eru nafnleysingjarnir svínslegu eða orðljótustu nafngreindu netverjarnir ekki mesta hættan við lýðræðislega umræðu eða svartasti bletturinn á henni því þá er alltaf hægt að hundsa. Nei, þeir sem eru svarti bletturinn og ógn við málefnalegar umræður og lýðræðislegar rökræður, eru flokksdindlarnir og leiguþý auðmanna sem geysist um víðan völl í vernd fyrir húsbændur sína með heimtingum um ritskoðun og þöggun á þeim sem ekki hafa réttar" skoðanir.
Þeir eru nefnilega fulltrúar hins gamla, spillta Íslands sem vill ná völdum á ný.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
6.9.2009 | 15:45
Magmalof Moggans og útreikningar vegna Magma-samnings OR
Sumar fréttir fær mann til þess að klóra sér í hausnum og sumar þá sérstaklega, þ.e. "fréttir" sem eru í raun einhliða kranablaðamennska settar fram til að verja ákveðinn aðila. Um það má segja þegar litið er yfir þessa áróðursfrétt Morgunblaðsins sem síðustu daga hefur breytt haus sínum í Magma-blaðið þegar kemur að því einkafyrirtæki sem er að ná yfirráðum yfir auðlindum þjóðarinnar á Suðurnesjum. Í þessari grein er greinilega eingöngu notast við gögn OR sem er stjórnað af REI-flokkunum í borginni og viðmælandinn er aðeins einn: forstjóri OR sem var ansi nátengdur REI-málinu og reynt að fegra málið eða þæfa það líkt og tekst sumpart í þessari grein þar sem ekki er reynt að skýra hlutina þannig að almennur lesandi geti gert sér grein fyrir hlutunum. Nei, flækjustig viðskipta-orðtaka og annars slíks sem notað var til að rugla fólk í feluleik bankanna og engir upplýsandi útreikningar settir fram um hvort þetta sé gróði/tap fyrir Reykvíkinga, nokkuð sem ég birti hér síðar í þessari ádrepu allri.
Við vitum svo sem og höfum alltaf vitað að afstaða Morgunblaðsins ræðst fyrst og fremst af hagsmunum Sjálfstæðisflokksins og ákveðinna auðmanna sem þeim eru þóknanlegir, og slikt eins og venjulega virðist eiga við nú. Þetta hófst fyrir helgi með lofgjörð fyrir helgi um Magma sem var eins og klippt frá 2002 úr Morgunblaðinu nema búið að skipta út Samson í staðinn fyrir Magma og Ross Beatty í staðinn fyrir Björgólfs-feðga. Slík var slepjan og lofgjörðin frá almannatengsli þeirra sem skrifaði greinina og framkallaði fram kjánahroll dauðans þá.
Eitthvað impraði svo Jónína Ben á varnaðarorðum um Magma og HS Orku, manneskjan sem varaði mann og annan við Kaupþing og Baug og hvernig íslenskum bönkum var stjórnað, með harkalegum viðbrögðum ritstjórans en hvort það hafi verið réttmætt eða óréttmætt gagnrýni og svar, veit ég ekki enn þar sem ég hef ekki lesið greinina hennar.
En það sem einkennir grein Moggans þó er að reynt er mjög hlutdrægt að gera lítið úr allri gagnrýni og fegra hlutina sem felast í hinni "tæru snilld" samningsins. Þar er skautað framhjá mörgu eða jafnvel mishermt eða hálfsannleikar með engum gagnrýnum spurningum. T.d. er tekið fram að erlend lán OR séu með 1% vöxtum en er það svo? Hvar er yfirlitið sem sýnir það því það var sagt einhversstaðar annars staðar að lægsta lán OR hefði þessa vexti en lánasafnið væri með 1-9% vexti í heild sinni. Þess skal getið að Bandaríkin sem fær hæstu lánshæfiseinkunn fær víst best 3% vexti samkvæmt Bloomberg, þegar það tekur lán en ekkert er spurt út í slíkt.
Þó má finna athyglisverða punkta snemma í greininni sem ég vona að séu réttir svo sem:"Kveðið er á um það í samningnum að eigandinn megi ekki taka nein verðmæti út úr HS orku með eignasölu og jafnframt að arðgreiðslur fari inn á vörslureikning sem standi undir tryggingabréfinu. Þá verður árlega ráðist í virðisrýrnunarpróf og fari virði veðsins undir ákveðin viðmiðunarmörk í gefinn tíma, þá þarf kaupandinn að leggja fram auknar tryggingar eða greiða inn á lánið. Annars hefur OR heimild til gjaldfellingar og eignast þá selda hlutinn aftur, auk þess að halda eftir 3,5 milljarða staðgreiðslu."
Eins og venjulega þegar Morgunblaðið eða Magmablaðið, fer í vörn fyrir þá sem stjórna þar á bak við tjöldin, þá er auk þess skautað framhjá ýmsum hlutum svo sem að gagnrýnin beinist alveg sérstaklega að því að þarna er verið að afhenda einkafyrirtæki nýtingarréttinn í 65-130 ár og tryggir þeim algjört vald yfir atvinnu-uppbyggingu á svæðinu, nokkuð sem er einfaldlega dulbúin einkavæðing. Það má benda t.d. á að einmitt Bandaríkin sem forkólfar fasisma fyrirtækjaræðis og frjálshyggju, horfa oft aðdáunaraugum til, miðar við 10 ára nýtingarrétt. Má jafnvel gera að því skóna að þetta sé tilraun sem veirð sé að framkvæma til að athuga með næstu skref:einkavinavæðingu OR og svo Landsvirkjunar ef Sjálfstæðisflokkurin skyldi ná völdum á ný,þjóðinni til mikilla hörmunga og endaloka vonar hennar um upprisu frá blindri illsku græðgisvæðingar frjálshyggjunar sem kom okkur á kné.
Margt fleira má svo sem setja út á þessa áróðursblaðamennsku fyrir leikvöll REI-flokkana í OR óg þáttakanda þar sem enn á ný eru farnir á stjá en það sem er þó mjög umhugsanavert er eins og Borgarahreyfingin benti á, er sú staðreynd að þarna eru sveitarfélög að braska með eigur þjóðarinnar allar án þess að farið hafi fram umræða í samfélaginu eða þverpólitískt sátt mynduð um þetta. Þarna er verið að nýta tækifæri kreppunnar til að einkavæða til vafasamra aðila, kanadísks Gordon Gekkos, fyrirtækis sem ekki er vitað um hver á en gæti verið í eigu útrásarvíkinga eða Rio Tinto. Auk þess hefur engin heildstæð stefna verið mynduð í orkumálum og því virkar þetta sem að það sé verið að reyna að koma því í gang að auðlindir þjóðarinnar verði einkavæddar áður en menn vakni upp við þann vonda draum að þjóðin á ekki neitt, Sjálfstæðismenn hafi náð að selja allt frá sér í gegnum sveitarfélögin.
Að lokum þá langar mig til að taka mér smá bessaleyfi og birta hér sláandi útreikninga um hina "tæru snilld" samningsins sem OR hefur gert við Magma sem ég og fleiri hafa fengið sent. Tölurnar þar lýsa nefnilega tapi Reykvíkinga á þessum samningi, nokkuð sem mun skila sér í hærra orkuverði með versnandi lífsægðum og verri skuldastöðu fyrir OR sem í dag skuldar um 210 milljarða. Þetta er framkvæmt af manni sem er ekki flokkstengdur eða slíkt, svo sú vörn fer og hann biður líka um það að þetta verði hrakið með tölfræði, nokkuð sem sárlega vantar í allan málflutning þeirra sem ætla að lauma þessum samning í gegnum borg og býli. Hér er sá útreikningur allur:
"Ágæti lesandi,
Í ljósi þess að athugasemd sem ég skrifaði inn á bloggsíðu Láru Hönnu Eiríksdóttur varðandi sölu Orkuveitur Reykjavíkur á 31.23% hlut sínum í HS Orku til Magma Energy hefur verið notuð víða í skrifum annarra aðila um málið vil ég útskýra aðeins betur niðurstöðu mína í þessu máli.
Síðan ég skrifaði upphaflega athugasemd mína um samning OR við Magma Energy, hefur samningurinn verið birtur, sem eru mjög góðar fréttir. Það breytir smá útreikningum mínum en því miður ekki í aðalatriðum. Tap Orkuveitu Reykjavíkur á sölunni til Magma Energy eru tæpir 10 milljarðar króna án tillits til áhrifa verðbólgu og gengisbreytinga næstu 7 árin.
Lát mig reyna að útskýra hvernig ég reiknaði dæmið, og hvet svo alla sem geta hrakið útreikningana - með öðrum útreikningum - að gera það. Því ég vona fyrir hönd eigenda Orkuveitu Reykjavíkur og Íslendinga að þetta sé allt mikill miskilningur og að fjárhagslegur hagur þeirra hafi verið tryggður.
A. Beint bókfært tap
Beint bókfært tap af sölunni er ISK 3,695 milljónir og reiknast svo (allar tölur hér að neðan eru í milljónum króna, 1,000 milljónir = 1 milljarður):
ISK milljónir | Skýringar | Bókfært | Söluverð | Tap |
Keyptir hlutir af Hafnarfirði | 1 | 7,078 | 5,655 | -1,423 |
Hlutir í eigu OR | 2 | 8,675 | 6,402 | -2,273 |
Samtal | 15,752 | 12,057 | -3,695 |
Skýringar
1. Keyptir hlutir af Hafnarfirði
OR keypti 896.154.577 hluti af Hafnarfjarðarbæ, kaupverðið tæpir 7.90 kr á hlut, eða 7.078 milljónir
OR selur Magma 896.154.577 hluti á 6.31 kr per hlut, eða á 5.655 milljónir
Bókfært tap 1.423 milljónir
2. Hlutir í eigu OR
Bókfært verð hluta í eigu OR er 8.675, þetta gefur bókfært verð beggja hluta sem 15.752 milljónir
Söluverð Magma er önnur þekkt stærð, eða 12.057 milljónir
Þetta þýðir að eldri hlutir í eigu OR eru seldir með 2.273 milljóna tapi
Samanlagt bókfært tap er því 15.752 - 12.057 = 3.695 milljónir
B. Vaxtakostnaður
Flóknara, og umdeilanlegra, er hvernig ber að reikna vaxtahliðina en meðfylgjandi eru þær forsendur sem ég hef notað:
Söluverð til Magma | ISK milljónir | |
Staðgreitt | 30% | 3,617 |
7 ára kúlulán | 70% | 8,440 |
100% | 12,057 |
- OR lánar semsagt Magma 8.440 milljónir í 7 ár.
- OR er mjög skuldsett fyrirtæki og á þessa peninga ekki í sjóðum. OR þarf því í raun að taka lán fyrir þessari upphæð eða eins og má líka orða það OR getur ekki greitt niður sín lán í dag um 8.440 milljónir því ekki fengið söluandvirðið að fullu greitt frá Magma. Því er fullkomlega eðlilegt að reikna vexti af þessari upphæð. Bæði vexti sem OR fær borgað fyrir að lána Magma þessa upphæð en líka þá vexti sem OR þarf að borga af þessari upphæð (því getur ekki greitt upp önnur lán því ekki fengið neitt greitt).
- Magma borgar OR 1.5% óverðtryggða vexti af þessari upphæð, það er staðreynd.
- Skv. árshluta skýrslu OR (30.06.2009) bera vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins 0.1-9.325% vexti.
- Ólíklegt verður að teljast að OR fái vexti nálægt núllinu þessa dagana, ætli efri mörkin séu ekki líklegri.
- Hins vegar verður að teljast ljóst að ef OR fengi þessa 8.440 milljónir greiddar í dag þá myndi OR nota þá (vonandi) til að greiða fyrst upp óhagstæðustu lánin sín, þ.e. með 9.3% vöxtunum og því er sú vaxtaprósenta notuð hér
Lánsupphæð til Magma | 8,440 | |
1.5% Vextir inn (frá Magma) | 1.5% | -127 |
9.325% Vextir út (m.v. vaxtaberandi kostnað OR) | 9.325% | 787 |
Nettó vaxtagjöld umfram tekjur á ári | 660 | |
Samtals vaxtagjöld umfram tekjur í 7 ár | 4,623 |
Til viðbótar bætist að OR skuldar enn Hafnarfjarðarbæ fyrir hlutinn sem keyptur var af þeim.
Skv. samningum þá borgar OR Hafnarfjarðarbæ 50% strax, sem er álíka upphæð og 30% staðgreiðslan frá Magma.
Kaupverð á hlut Hfj | 7,078 | |
OR staðgreiðir Hafnarfjarðarbæ 50% |
| 3,539 |
Skuld OR við Hafnarfjarðarbæ til 7 ára | 3,539 |
Af skuld OR við Hafnafjarðarbæ þarf OR að borga 4.5% auk VERÐTRYGGINGAR, hér er ekki tekið tillit til hennar, en allir þekkja í dag hversu gríðarleg áhrif hún getur haft.
Vextir (greitt til Hafnarfjarðarbæjar) 4.5% á ári | 159 | |
Samtals vaxtakostnaður við Hfj.bæ á 7 árum án verðtryggingar | 1,115 |
Út frá þessum forsendum er vaxtakostnaður OR ISK 5.738 milljónir á 7 árum
Vaxtagjöld umfram tekjur í 7 ár | 4,623 | |
Vaxtagjöld til Hafnarfjarðarbæjar í 7 ár |
| 1,115 |
Samtals vaxtarkostnaður OR í 7 ár | 5,738 |
C. Samanlagt áætlað heildartap
Heildartap OR af samningnum er því áætlað ISK 9.433 milljónir án þess að tekið sé tillit til gengisáhættu (né verðtryggingarnar af láninu við Hafnarfjarðarbæ).
Beint bókfært tap | 3,695 | |
Nettó vaxtabirgði OR í 7 ár |
| 5,738 |
Heildartap OR vegna sölunnar | 9,433 |
Ef rétt þá reynist ekki "dýr Hafliði allur"
Almennt um gengisáhættu
Til viðbótar kemur gengisáhætta, en lánasafnsfléttugjaldeyrisstýringuskýringin hjá Guðlaugi G Sverrissyni, stjórnarformanni OR, í Kastljósi 1sta September 2009 var ansi loðin. OR hefur vissulega beitt almennri gjaldeyrisáhættustýringu í gegnum tíðina, en því miður ekki tekist neitt sérstaklega vel til eins og ársreikningar þeirra sanna. Því hef ég áfram mínar efasemdir um gengisvörn samningsins (sem verður auk þess að vera ansi öflug til að bæta upp tapið því eftir stendur ofangreint tap af samningnum, með eða án gjaldeyrisvarna).
Góð vaxtakjör?
Guðlaugur, stjórnarformaður OR, hélt því líka fram í Kastljósi 1 September 2009 að 1.5% vextir af skuldbréfinu til Magma væru góðir vextir þar sem stýrivextir í US væru nánast 0%. Svona málflutningur er stórlega misvísandi. Það fær enginn lán á stýrivöxtum, ekki einu sinni bandaríska ríkið (sem er með AAA credit rating) það þarf að greiða 3% vexti af sínum 7 ára lánum (www.bloomberg.com). Þetta eiga allir stjórnarmenn í öllum fyrirtækjum að vita. Magma er nýstofnað fyrirtæki sem hefur verið rekið með tapi hingað til. Er það betri skuldunautur heldur en bandaríska ríkið að mati Guðlaugs? Reyndar er það ekki móðurfélagið Magma sem er að kaupa hlutinn í OR, heldur sænskt eignarhaldsfélag í eigu Magma!
Óbeint eignahald OR - Samræmist það úrskurði Samkeppnisráðs?
Eftir stendur að OR er með óbeina eingaraðild að HS Orku. Þetta er vegna þess veðs sem tekið var í hlutabréfum Magma í HS Orku. Þessi óbeina eignaraðild nemur 21.86% af heildarhlutafé HS Orku, sem er vel yfir þeim 10% sem OR mátti eiga í HS Orku. Er samningurinn við Magma því í raun ekki ógildur? OR ber skylda gagnvart eigendum sínum að tryggja að virði þessa hlutar skerðist ekki. Hvernig hyggst OR að gera það ef félagið má ekki koma nálægt rekstri HS Orku?
Að lokum má benda á að það hefði mátt draga úr tapi OR af þessum samning með því að selja ekki öll bréfin (31,23%) í félaginu. En samkvæmt síðasta úrskurði Samkeppnisstofnunar er OR heimilt að eiga áfram 10% hlut. En auðvitað hefði OR ekki átt að taka tilboði Magma nema gegn 100% staðgreiðslu (fyrst Magma er svona góður skuldunautur þá hefði þeim ekki átt að vera skotaskuld úr því að fá lán erlendis).
Ef útreikningar mínir eru réttir þá vona ég svo innilega að þessum samningi verði hafnað. Það er ekki hægt að bjóða íslenskri þjóð lengur upp á svona vinnubrögð og svona viðskiptahætti.
Með kveðju,
Birgir Gíslason"
Ég vona svo að fólk sem ætlar að gagnrýna útreikningana sýni fram á það með tölfræði en ekki innantómum orðum flokksmataðs áróðurs um að allt sé rangt því flokkurinn segir að það sé rangt.
Fjölmennum svo á fimmtudag í ráðhúsið, mætum á pallana og látum óánægju okkar í ljós með veru okkar þar og sýnum jafnvel í verki.
![]() |
Epli og appelsínur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2009 | 19:35
Tímalína fyrir ríkissaksóknarann sem vill ekki rannsaka
ÉG er búinn að klóra mér aðeins í hausnum yfir þeim fréttum að ríkissaksónari hefði ekki sýnt alls engan áhuga á að rannsaka greiðlsur FL Group til Sjálfstæðisflokksins né talið það mútur. Hann virðist eingöngu láta sér nægja skýringar mútuþegans sjálfs sem segir að ekkert sé að, þetta sé eðilegur styrkur.
Mig langaði því að draga upp frá gamalli færslu tímalínu sem gæti þó kannski fengið hann til að fá áhuga á þessu máli og svo skemmtilega vill til að það tengist Hitaveitu Suðurnesja sem er einnig hitamál þessa daganna vegna Magma-samningsins. Ég tel nefnilega upphafið á styrk FL og áframhaldandi brötli Sjálfstæðisflokksins við að koma Hitaveitu Suðurnesja í hendur einka-aðila, vera þarna og rifja því upp þessa tímalínu ef honum skyldi hafa yfirsést þetta. Hún er reyndar aðeins viðbætt vegna eins atriðis á milli jóla og nýárs 2006 sem kemur fram í grein Péturs Blöndals um REI-málið illræmda.
Skoðum smá tímalínu í tengslum við einkavæðingu HS og stofnun GGE.
- 20. desember Árni Matthíasen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, fela einkavæðingarnefnd á fundi, að einkavæða hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Á sama fundi er bréf tekið fyrir þar sem Glitnir lýsir áhuga sínum á að kaupa HS.
- Milli jóla og nýárs fer Ásgeir Margeirsson aðstoðarforstjóri OR í heimsókn til Guðlaugs Þ. stjórnarformanns OR, á spítala þar sem Gulli liggur og kynnir honum hugmyndir um stofnun Geysi Green Energy.
- 29. desember Greiðsla FL Group, eins af eigendum Glitnis, upp á 30 milljónir berst inn á reikning Sjálfstæðisflokksins. Um svipað leyti eru greiddar 25 millur frá Landsbankanum.
- 1. janúar Lög um styrki lögaðila taka gildi.
- 7. janúar Glitnir og FL Group stofna fyrirtækið Geysir Green Energy ásamt VGK-hönnun.
- 2. febrúar Reykjanesbær kaupir 2,5% hlut í GGE fyrir 175 milljónir.
- 30. apríl GGE eignast hlut ríkisins, til viðbótar hlutnum í HS frá Reykjanesbæ. Samtals er GGE með 32% og reyndi síðar meir að eignast meir, bæði um sumarið og svo hefði REI-sameiningin skilað um 48% hlut í HS.
Bloggar | Breytt 4.9.2009 kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
2.9.2009 | 09:44
REI II: Hin "tæra snilld" Magma-samningsins
Það var einstaklega nöturleg, súrrealísk og grátbrosleg sýn sem beið kjarnakvendis ágæts sem ekki er sama um hagsmuni almennings og framtíð þjóðarinnar, þegar hún skundaði niður í ráðhús til að fylgjast með umræðum um einstaklega mikilvægt mál: brunaútsölu á hlut borgainnar í HS Orku, til erlends skuggafyrirtækis á i. Skvaldrandi áhugalausir borgarfulltrúar sem báru greinilega meiri umhyggju fyrir nýjum Fésbókar-vinum heldur en samstarfsmönnum sínum sem voru að halda ræðu, hvað þá hagsmunum Reykvíkinga og framtíðar þeirra, nokkuð sem truflaði "status"-breytingar á borð við:"Ég á ógisslega krúttlega tölvu" eða "Þorleifur í vinstri grænum fær ekki að fljúga á milli landa eins og ég, ligga ligga lá".
Nokkuð sem kemur ekki á óvart þegar maður horfir á hið nýja REI-mál og þess hryllings sem felst í því: að við séum að glata yfirráðum yfir auðlindum okkar í allt að 130 ár, enda stóð viðkomandi upp og ákvað að trufla fundinn með ósk um að borgarfulltrúar einbeittu sér að þessu mikilvæga máli, nokkuð sem skilaði illum augngotum og vanþóknun um að pöpullinn væri að hafa skoðun á þeim störfum sem yfirstéttin innti af hendi inn á Fésbók.
En þetta vekur hjá manni upp hræðilegar tillfinningar og ugg um enga framtíð hér í landi þar sem fólk sem lætur sig engu máli skipta um framtíð þjóðarinnar og hvort almenningur muni bera skertan hlut frá afdrífaríkum ákvörðunum þeirra. Nei, þeim þykir meira gaman að velta fyrir sér niðurstöðum Fésbókar-prófsins "Hvaða spillta aðalsmaður ertu?" eða "Hvaða útrásarvíkingi hentar mér best að þóknast?" og flissa í metingi yfir því hversu lík þau eru Lúlla kóng og konu hans Marie Antoinette.
En þetta vekur upp einnig bræði, mjög mikla bræði yfir því sinnuleysi, vanhæfni og spillingu hinnar "tæru snilldar" sem felst í Magma-samningnum sem meir og meir er að koma upp á yfirborðið að sé viðurstyggilegur samningur fyrir alla aðra en þá sem hagnast einir: stjórnmálamenn og fyrirtækin sem hafa þá í vasanum. Lítum á nokkur atriði sem hafa verið upplýst um þennan samning og gera hann einstaklega óhagstæðan:
- Við missum öll yfirráð yfir auðlindum þjóðarinnar á Reykjanesinu í allt að 130 ár.
- Orkuveita Reykjavíkur er notuð sem lánastofnun til handa erlendu fyrirtæki sem getur ekki fengið fjármagn erlendis.
- Fjármálastjórn Reykjavíkurborgar hefur reiknað það út að tap Reykvíkinga á þessu verði um 5-6 milljarðar. Þetta er svipað og kostar að reka leikskólakerfið í dag, í ca hálft ár.
- Samningurinn felur í sér smágreiðslu nú upp á 4 milljarða sem er ca. eitt stk. Mogga-skuldir afskrifaðar og svo kúlulán til 7 ára með veð í hlutabréfunum einum en engum alvöru eignum. Þetta býður upp á að Magma getur mergsogið HS Orku og skuldsett það alla leið til Katmandu, hent svo hlutabréfunum til baka og sagt "Æi, við þurfum þetta ekki lengur"
- Kúlulánið er ekki bara með veð í pappír sem við notum vanalega við þörfum okkur, heldur ber aðeins 1,5% vexti og það óverðtryggt lán sem miðar við álverð að hluta til. Til glöggvunar má benda á að Bandaríkin sem fá AAA í lánshæfni, fengu aðeins 3,5% vexti.
- Á sama tíma eru Reykvíkingar að borga fyrir hlut Hafnarfjarðarbæjar með 4,5% verðtryggðum vöxtum, sem hinir "tæru snillingar" REI-flokkana keyptu í fyrra ævintýri sínu sem til allrar hamingju tókst að stöðva þá.
- Kúlulánið sem slíkt er ekki bara með fyrrgreinda ókosti því það á að endurgreiðast í dollurum en í blekkingarleiknum sem nú er stundaður, er upphæðin sett fram í krónum miðað við núverandi verðlag. Þetta þýðir það að ef krónan hækkar, þá fá Reykvíkingar, Akurnesingar og Borgnesingar enn minna í sinn vasa.
- Við það að HS Orka endar í höndum einkafyrirtækis, þá mun hagnaður af orkusölu ekki lenda í vasa borgarinnar og sveitarfélaga viðkomandi, heldur í höndum samviskulausra viðskiptamanna.
- Einnig er öruggt að öll orkusala til álvers og gagnavers mun verða algjörlega úr höndunum á sveitarfélögunum sem missir þar stóran spón úr aski sínum.
- Eigendur HS Orku sem ekki er vitað hverjir eru en miðað við orðróma séu líklegast Rio Tinto, einhverjir útrásarvíkingar og slík óbermi, munu geta stjórnað og ákvarðað algjörlega um hvernig atvinnu-uppbygging verður á svæðinu. Fyrirtækið mun geta og mun örugglega kúga aðila sem mótmæla þeim og gera sveitarstjórnum erfitt fyrir sem malda í móinn.
- Orkuverð til almennings mun hækka gífurlega, versnandi þjónusta og annað sem mun skerða gífurlega lífskjör fólks, verður að raunveruleika.
Þegar maður lítur á þetta og orðaskak við fótgönguliða REI-flokkana sem standa að þessu ásamt mörgum ósvöruðum spurningum úr fyrir pistli, þá verður manni ljóst að það er eitthvað rotið í Danmörku og það er ekki líkið af föður Hamlets né hákarli útrásarvíkinga. Nei, það er eitthvað meira á bak við þetta, eitthvað ljótt, eitthvað illt og spilt sem hefur oft komð við sögu áður þegar þessir tveir flokkar koma saman og fara að skipta á milli sín eigum almennings.
Og hverjir væru það? Jú, það væru útrásarvíkingarnir og gamlir klíkubræður sem stjórnað hafa á bak við tjöldin í REI-flokkunum og mín ágiskun er: S-hópurinn og svo einhverjir úr Landsbankanum, kannski Bjöggi Thor, kannski Halldór J. Kristjánsson sem einmitt er farinn til Kanada til að taka við nýju starfi tengt fjárfestingum í orkugeiranum eða einhverjir slíkir. Hver veit en fullviss er ég innra með mér að einhverjir af þessum koma nálægt þessari "tæru snilld" sem matreidd er hér í annari útgáfu af REI-málinu sem hér birtist.Já,REI-mál taka tvö, sömu leikmenn, sama offors, sama auðlind á ný en nú bara með nýju nafni kennt við Magma.
Kannski er ég ofsóknaróður líkt og einn af varðhundum REI-flokkana kallaði mig í gær en líklegast er maður búinn að sjá of oft hvernig hin íslenska spilling virkar, hvernig flokkarnir starfa, hvaða afleðingar það hefur fyrir íslenskan almenning og hvað íslenskir stjórnmálamenn dansa í kringum klíkufélaga og auðmenn á kostnað almennings, sem fær mann til að telja þetta vera drifkraftinn á bak við ofsa REI-flokkana við að selja þessu erlenda skuggafyrirtæki sem getur ekki einu sinni fjármagnað kaupin sjálft erlendis. Þó gæti þetta verið vitleysa hjá mér og þessir flokkar eru eingöngu að taka hið sárasaklausa inngöngupróf í Hell's Angels og sáu að þarna væri hægt að "nýta tækifæri kreppunar" eins og varaformaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það svo einhvern tímann til að fá að klæðast leðrinu undir merkjum vítisengla.
Gerið eitt ef ykkur er ekki sama um auðlinda þjóðarinnar, eyðið örfáum mínútum af tíma ykkar til að gera eitthvað í málunum, sendið bréf, faxið á borgarfulltrúa eða REI-flokkana, skrifið greinar, rísið upp úr sófanum og mótmælið eða hvað sem er, en umfram allt gerið þetta ekki bara fyrir ykkur, heldur börnin ykkar og barnabörn sem eiga rétt á því að fá að njóta auðlinda í eigu þjóðarinnar en ekki í umsjá innlendra og erlendra braskara sem horfa ekki á hægri eða vinstri þegar kemur að því hámarka eigin gróða þegar kemur að þeim sem verið er að mergsjúga hvern einasta aur úr.
Hér á eftir fylgja netföng allra borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa ásamt stöðluðu bréfi tekið annars staðar frá, fyrir þá sem vilja slíkt en umfram allt, stöðvum græðgivæðingu auðlindanna, græðgivæðingu sem minnir mann strax á hvert síðasta tilraun REI-flokkana á slíku endaði og við erum nú að súpa seyðið af, í skelfilegu hamförum bankahrunsins.
Hér eru svo textinn og netföngin:
"
Netföng borgarfulltrúa sem hægt er að afrita beint í póstforrit:
vilhjalmurth@reykjavik.is,bjork.vilhelmsdottir@reykjavik.is, dagur.b.eggertsson@reykjavik.is,gisli.marteinn.baldursson@reykjavik.is, borgarstjori@reykjavik.is,jorunn.frimannsdottir@reykjavik.is, jvi@reykjavik.is,kjartan.magnusson@reykjavik.is,oddny@reykjavik.is, olafur.f.magnusson@reykjavik.is,oskar.bergsson@reykjavik.is, sigrun.elsa.smaradottir@reykjavik.is,soley.tomasdottir@reykjavik.is, thorbjorghelga@reykjavik.is,thorleifur.gunnlaugsson@reykjavik.is
Netföng varaborgarfulltrúa sem hægt er að afrita beint í póstforrit:
marsibil@reykjavik.is,sif.sigfusdottir@reykjavik.is, bolli@hi.is,marta.gudjonsdottir@reykjavik.is, ragnar.s@simnet.is,kristjan.gudmundsson@or.is, bjorn.gislason@shs.is, aslaug@sja.is,margret.kristjana.sverrisdottir@reykjavik.is,dofri.hermannsson@reykjavik.is, stefan.johann@islandia.is,steben@internet.is, gerlag@internet.is, hermannv@nordlingaskoli.is
Hugmynd að texta, ef vill:
Kæri borgarfulltrúi
Ég hvet þig eindregið til að samþykkja EKKI söluna á HS Orku. Ísland þarf á öllum sínum auðlindum að halda í komandi kreppu og þessi orka verður bara verðmætari eftir því sem á líður. Ég minni á að það styttist í sveitarstjórnarkosningar og það verður örugglega minnt á þetta mál þegar nær dregur, hvernig sem það fer. Mér finnst að hagsmunum Orkuveitunnar og borgarbúa sé illa sinnt með því að selja hlutinn á undirverði.
Virðingarfyllst"
![]() |
Segir samninga við HS Orku í samræmi við orkulög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 123493
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar