Færsluflokkur: Löggæsla

Tímalína fyrir ríkissaksóknarann sem vill ekki rannsaka

ÉG er búinn að klóra mér aðeins í hausnum yfir þeim fréttum að ríkissaksónari hefði ekki sýnt alls engan áhuga á að rannsaka greiðlsur FL Group til Sjálfstæðisflokksins né talið það mútur. Hann virðist eingöngu láta sér nægja skýringar mútuþegans sjálfs sem segir að ekkert sé að, þetta sé eðilegur styrkur.

Mig langaði því að draga upp frá gamalli færslu tímalínu sem gæti þó kannski fengið hann til að fá áhuga á þessu máli og svo skemmtilega vill til að það tengist Hitaveitu Suðurnesja sem er einnig hitamál þessa daganna vegna Magma-samningsins. Ég tel nefnilega upphafið á styrk FL og áframhaldandi brötli Sjálfstæðisflokksins við að koma Hitaveitu Suðurnesja í hendur einka-aðila, vera þarna og rifja því upp þessa tímalínu ef honum skyldi hafa yfirsést þetta. Hún er reyndar aðeins viðbætt vegna eins atriðis á milli jóla og nýárs 2006 sem kemur fram í grein Péturs Blöndals um  REI-málið illræmda.

Skoðum smá tímalínu í tengslum við einkavæðingu HS og stofnun GGE.

  • 20. desember Árni Matthíasen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, fela einkavæðingarnefnd á fundi, að einkavæða hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Á sama fundi er bréf tekið fyrir þar sem Glitnir lýsir áhuga sínum á að kaupa HS.
  • Milli jóla og nýárs fer Ásgeir Margeirsson aðstoðarforstjóri OR í heimsókn til Guðlaugs Þ. stjórnarformanns OR, á spítala þar sem Gulli liggur og kynnir honum hugmyndir um stofnun Geysi Green Energy.
  • 29. desember Greiðsla FL Group, eins af eigendum Glitnis, upp á 30 milljónir berst inn á reikning Sjálfstæðisflokksins. Um svipað leyti eru greiddar 25 millur frá Landsbankanum.
  • 1. janúar Lög um styrki lögaðila taka gildi.
  • 7. janúar Glitnir og FL Group stofna fyrirtækið Geysir Green Energy ásamt  VGK-hönnun.
  • 2. febrúar Reykjanesbær kaupir 2,5% hlut í GGE fyrir 175 milljónir. 
  • 30. apríl GGE eignast hlut ríkisins, til viðbótar hlutnum í HS frá Reykjanesbæ. Samtals er GGE með 32% og reyndi síðar meir að eignast meir, bæði um sumarið og svo hefði REI-sameiningin skilað um 48% hlut í HS.
Hann getur svo skoðað færsluna alla hér, ef það skyldi kvikna í honum áhugi að rannsaka.

 


Vernd fyrir fé?

Þegar spilaborgir spillingar hrynja, brestir koma í þöginna og lokin fara af ormagryfjum, þá byrjar alltaf meiri og meiri óþverri að koma upp á yfirborðið og gamlar minnngar brjótast fram. Ekki er það bara minningin um að eiginkona Geirs H. Haarde gekk út úr stjórn FL Group á sínum tíma en þagði um ástæðuna, ekki er það bara minningar um orðróma um að eitthvað væri rotið í FL-veldi, heldur er það minning um bók.Minningin um atvik sem Jón Ólafsson lýsir í bók sinni og EInars Kárasonar.

Atvikið var á þá leið að tveir Sjálfstæðismenn úr fjáröflunarnefnd flokksins, gengu á fund Jóns sem var þá forstjóri Norðurljósa(eða hvað Stövar 2 fyrirtækið hét þá). Kokhraustir og uppfullir af hroka handrukkarans, lýstu þeir yfir við Jón, að samkvæmt þeirra tölum, þá væri fyrirtækið X stórt og miðað við staðla fjáröflunarnefndarinnar, þá ætti hann að greiða Sjálfstæðisflokknum X pening í styrk. Það var ekki beðið um styrk, heldur tilkynnt um hvað hann ætti að greiða. Jón nietaði að sjálsögðu þessari frekju en í framhaldi af því þá fór maskína flokksins af stað, hann hrópaður af köllurum flokksins sem glæpamðaur og steinar lagðir í götu hans.

Að sjálfsögðu þegar bókin kom út, þá mættu kallararnir aftur, reyndu að draga sem versta mynd af Jóni að sjálfsögðu til að gera þessi orð hans tortryggileg og hann ótrúverðugan. En maður heyrði fuglahvísl sem barst frá litlum söngfugli úr Valhöll. Sá fugl söng fyrir nákominn ættingja minn að því miður væri þetta satt, svona starfaði flokkurinn einfaldlega.

Þessa starfshætti hafði maður aðeins heyrt af og séð í glæpamyndum og óðum til mafíunnar. Glæpamenn gengu inn í verslanir eða búllur starfrækta af heiðarlegum sem óheiðarlegum borgurum, fengu greitt fé til að sjá til þess að ekkert henti fyrir þær og sáu um sína. En vei þeim, sem borguðu ekki, þá byrjuðu vörur að skemmast, gluggar að brotna, munum stolið, spillt lögregla skyndilega skoðaði skyndilega allt með nálarauga, og ef það dugði ekki til, þá var gengið frá viðkomandi, öðrum til viðvörunar.

Ef við leggjum saman tvo og tvo, sjáum hvað svikamyllur FL Group hélt áfram að starfrækja á þessum tíma óáreitt, olíusamráðsmenn sluppu og ósvífnir viðskiptahættir fengu að vera óáreittir hér á landi, meðan kótilettuþjófum var refsað sem stórþjóf væri um að ræða, þá fær maður út fjóra.

En það eru vangaveltur bara, horfum bara á staðreyndir:

FL GROUP GREIDDI 30 MILLJÓNIR KRÓNUR TIL SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS!


mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasöm afskrift skilanefndar Glitnis

Í öllum þeim hrunadansi sem hrunið er, þá hafa stundum litlar fréttir eða upplýsingar í tengslum við bankanna og annað vafasmt, flogið framhjá manni eða "off the radar" líkt og um flugvélar eiturlyfjasmyglara væri um að ræða. Sumu hefur maðru bara einfaldlega gleymt, athygli manns hefur legið annars staðar eða ekki náð að kanna betur hvort sé rétt, eins og t.d. það að Landsvirkjun hafi skúffufyrirtæki í karabíska hafinu. Skiljanlegt því hlutirnir hafa gerst hratt og út um allt.

Í gær var mér bent á frekar sakleysislega frétt sem birtist núna þann 7. febrúar hjá Fréttablðainu/visir.is , þegar augu landsmannna beindust annað.  Í henni stendur eftirfarandi og ætla ég að feitletra ákveðinn part:

" Glitni vantar 1.400 milljarða til að mæta skuldbindingum sínum.

Skilanefnd gamla Glitnis gerir ráð fyrir að 121,5 milljarðar króna séu glatað fé. Tapið er vegna afskrifta á lánum bankans til íslenskra eignarhaldsfélaga, sem flest eru skráð erlendis. Áætlað er að sex prósent útlána til eignarhaldsfélaganna fáist greidd til baka.

Þetta kemur fram í yfirliti skilanefndar bankans yfir eignir og skuldir gamla Glitnis, sem birt var kröfuhöfum í gær. Þar segir enn fremur að 1.400 milljarða króna vanti svo bankinn geti mætt skuldbindingum sínum.
„Þetta eru stórar tölur þótt þær líti sakleysislega út í yfirlitinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, um skuldastöðu bankans. - jab"

Takið eftir þessu, íslensk eignarhaldsfélög erlendis.

Sá sem benti mér á þessa frétt, bætti við nefnilega talsvert af upplýsingum um þetta. Þessi íslensku eignarhaldsfélög erlendis, standa á bak við nær því allri þessari tölu: 121,5 milljarðar. Til samanburðar má benda á að íslensk heimili skulda um 150 miilljarða samtals og heilbrigðiskerfið kostar örlítið minna í rekstri þetta árið eða 115 milljarða.

Annað sem mér var tjáð um þessi fyrirtæki og afskriftir á þeim, er það að þessi fyrirtæki sem eru víst örfá í reynd, voru öll skráð á Tortula-eyju. Þessari eyju sem er jafnfræg og vafasöm og Kaupþing í Lúxemburg þegar kemur að einstaklega vafasömum hlutum í tengslum við efnahagshrunið.

Þriðji hluturinn sem mér var tjáð í sambandi við þessar afskriftir, er að skilanefnd Glitnis neitar að gefa upp hvaða fyrirtæki þetta voru og þar með, hverjir stóðu á bak við þau.

Hversvegna er ekki látið reyna að ná þessum íslensku félögum á Tortula, ef fé skyldi leynast þar?Hvað varð um gagnsæi, öllum steinum velt við og ekkert dregið undan? Hversvegna er skilanefndin að breiða yfir þetta? Og ef þetta er svona hjá þeim, hvað með skilanefndi hinna bankanna? Hversvegna er reynt að draga leyndarhulu yfir afskriftir og hverjir fá þær?

Maður spyr sig.

 

 

 


Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband