Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Sögur að handan-með Agli Helga

Þegar ég kveikti á sjónvarpinu í dag, með kaffið í bollanum og áhugasaman páfagaukinn á öxlinni, þá blasti við mér næstu 80 mínúturnar, nokkuð sem ég átti ekki von á. Egill Helgason hafði ákveðið að bregða sér aftur til fortíðar, til þess tíma þegar yfirborðskenndir fjölmiðlamenn göspruðu eftir línum sem spunameistarar flokkana höfðu lagt þeim og stjórnmálamenn reittu af sér hvern lærða frasann úr stjórnmálaskólum flokksmaskínunar eins og páfagaukar. Enda fór sem fór, páfagaukurinn stakk af frekar snemma, sármóðgaðuir yfir því að það skyldu einhverjir skyldu vera að troða sér inn á hans starfssvið.

Þetta afturhvarf til fortíðar hans Egils fór þó brátt að minna mann á annan óhuggulegri þátt: Sögur að handan(Tales from the Crypt), þar sem Vörður Grafhýsins, sýndi okkur hryllingssögur með reglulegu millibili úr grafhýsi fortíðar. Fyrsti parturinn með fjölmðlamönnunum yfirborðskenndu dró fram myndina af því þegar prófkjör voru stórasta mál í heimi í augum þeirra og hver væri mestur og bestur þar, á meðan fjölmiðlarnir litu undan hvísli um að ýmislegt óhugnanlegt leyndist í myrkviðum bankahvelfinga sem þyrfti að bjarga almenningi frá. Ekki nægði það þó heldur voru þeir svo þekkingarlitlir eða fastir í fortíð sem endurtók sig, að þeir höfðu ekki hugmynd um að ný framboð hefðu komið fram né að sá fimmti var einnig með þing um helgina, heldur töldu að aðeins væru fjórir flokkar í boði fyrir kosningar.

Að lokum tók þó þessum hluta hryllingsþáttarins enda, þar sem svipmyndir af Draumalandi birtust, Draumalndinu sem breyst hefur í Martraðarland byggt á lygum, með dyggri aðstoð fjölmiðlamanna, sem matreiddu áróður stjórnmálamanna og fyrirtækja gagnrýnislaust ofan í almenning, og hundsuðu hrópendurnir í eyðimörkinni og hæddust að þeim. Sýnishornið rifjaði upp margar minningar af loforðum sem stóðust ekki, lygum sem stóðust ekki, taumlausri græðgi sem réð ríkjum og tíma þar sem stórfyrirtækin voru rétthærri en almenningur landsins.  Allt þetta var með dyggri aðstoð fjölmiðlastéttarinnar og skyndilega urðu fjölmiðlamennirnir á undan, naktir í yfirborðskennd sinni og úr tengslum við raunveruleikann.

Eftir stutt auglýsingahlé kynnti Vörður Grafhýsins nýja en mun lengri fortíðar-svipmyndir hryllings. Umhverfis hann sátu fulltrúar fjórflokkana, fastir í árinu 2007, og með kunnuglega takta þó ný andlit hefðu tekið við argaþrasinu að litlum hluta. Þreyttar og frasakenndarsetningar, einstrengislegar og ofstækisfullar trúarbragðajátningar voru kyrjaðar, innantóm skoðanaskipti spiluð af vel rispaðri plötu og firring réð ríkjum þar sem Verði Grafhýsins var jafnvel bannað að tala um mál, af vel greiddum erfðaprinsi sem almenningi hafði verið sagt að flokkinn myndi erfa, allt frá fæðingu hans í konungsveldi Engeyjar.

Hryllingurinn var svo yfirgengilegur á köflum að stundum þurfti maður að standa upp og ganga í burt frá sjónvarpinu til að ná óhugnaðinum niður, sérstaklega eftir að eini kvenkyns fulltrúi fjórflokkana og líklegast sá eini með snefil af samvisku, datt til hugar að ympra á máli sem almenningur er heitur fyrir: frystun eigna glæpamanna og eigum náð til baka úr skálkaskjólum uppvakningsvæddra eyðieyja í Karabíska hafinu þar sem smáhýsi tekst á dularfullan hátt að hýsa þúsundir fyrirtækja. Viðbrögði hinna handhafa myrkravalds fjórflokkakerfisins voru líka eftir því: hvað er þessi kvensa að þvæla um eitthvað sem íslenskur almenningur getur borgað fyrir vini okkar?

Þegar hryllingurinn var kominn í hámark og áhorfendanum mér var farið að líða iens og fórnarlambi í Hostel 3:Icelandic banking paradise, þá kom Vörðurinn á ný með vel tímasett endalok hryllingsins, þar sem fögur og vel sminkuð ásýnd íslenskra stjórnmálamanna, var afhjúpuð, í viðtali er fór fram hjá frændum vorum Norðmönnunum. Þar tjáði sig kona sem barist hafði við blóðsugur fjármálalífsins og spillta seiðkarla stjórnmálalífsins, með öllum þeim vopnum sem tiltæk voru. Í orðum hennar kom fram að handbendi myrkravalds fjórflokkakerfisins, höfðu ákveðið að sjúga allt blóð úr íslenskum almenningi, börnum þeirra og barnabörnum með reikningi upp á 400.000 dollara á hvert lifandi mannsbarn hér á landi. Að sama skapi sagði þessi blóðsugnabani frá því að ekki væri nóg um það heldur væru þjónar blóðsugnanna innan raða þeirra sem áttu að vernda landið fyrir þeim ófögnuði, að reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að finna forðabúr blóðsugnanna og ná að reka þannig stjaka í gegnum hjarta þeirra, svo réttlætið næði fram að ganga og von myndi fæðast í hjörtu hinna lifandi hér á landi.

Lömunin sem fylgdi eftir þennan hriklaega seinni hluta Sagna að handan, skildi eftir í manni óhugnað og vonleysi, nokkuð sem hefur verið e.t.v. ætlun Vörðs Grafhýsins: Egils Helgasonar, sem kvaddi með þeim orðum að grafhýsinu væri lokað í bili en fyrirheit um fleiri hryllingssögur biðu okkar í næstu viku.

Vonandi verður þetta Grafhýsi fortíðar aldrei opnað aftur.


Ógeðfelld "frétt" eða fréttafölsun Stöðvar2, Ari Edwalds og gengisfelling nauðgana

Af gefnu tilefni, hefur eftirfarandi mótsvar við fréttafluntingi Stöðvar 2, verið send til fjölmiðla:

Þegar við þrjú sem rituðum andsvar vegna mótmælanna við Hótel Borg á gamlárskvöld, þá datt okkur aldrei til hugar, að Ari Edwald og Stöð 2 myndu bregðast við með svo ógeðfelldum hætti og varð raun. Til að útskýra með andsvarið, þá vorum við þrjú stödd við mótmælin við Borgina inn í portinu, og mótmæltum friðsamlega. Atgangurinn þar endaði eins og fólk þekkir með sprautun piparúða yfir hóp fólks, sem sumt hvert var að halda á brott. Flest okkar sem voru þar á svæðinu höfðu hvorki hugmynd um átök við starfsfólk Stöðvar 2 og flestir ekki heldur hugmynd um að að kapalsgrey hafði verið brennt í sundur né að svo ömurlega skyldi fara að meiðsl yrðu í átökum.

Í framhaldi þá hófst við mikill darraðardans þar sem allir sem voru við mótmælin, voru stimplaðir skemmdarvargar, skríll, hryðjuverkamenn og svo uppáhald okkar:“kommúnistadrullusokkur“ sem svartstakkur nokkur hefur gert að góðu grínslanguryrði.  Ekki voru það bara misvitrir bloggarar og aðrir sem ekki höfðu verið á staðnum, heldur einnig „fréttastofa“ Stöðvar 2, sem hafði ákveðið að notfæra sér mótmælin til að krydda Síldina sem var þegar orðin ónýt vegna ýldubragðs efnahagsástandsins,  í von um að það yrði metáhorf. Eftir að þeim varð ljóst að ýldulyktin hafði aðeins farið á þá eftir þessa misheppnuðu markaðstilraun, þá sigu þeir fljótt í þann ham að hefja aftur þá djöfulgeringu og einstaklega hlutdræga fréttaflutning, sem þeir hafa reynt að draga upp af mótmæla-Jóni  fyrir eiganda sinn, séra Jón Ásgeir.  Ekki nægði þeim það, heldur mætti rauðþrútinn af reiði eða þynnku, forstjóri fyrirtækisins í viðtal hjá „fréttastofunni“ á Nýársdag og krafðist í hroka valdsins, harðari aðgerðir en piparúðun á mótmælendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá þýðir það barsmiðar með kylfum, sem myndi hafa þær afleiðingar, að mótmæli og annað, myndu færast yfir á mun harðara stig með jafnvel skelfilegum afleiðingum og nokkuð sem á að forðast.

Okkur ofbauð þessi orð Ara en vorum einnig reið og sár yfir þessum alhæfingum um þau mörg hundruð manns sem mótmæltu við Borgina. Í framhaldi af því kom upp þessi hugmynd að bjóðast til að standa að söfnun fyrir tækjabúnaði Stöðvar 2, en sú upphæð og hvað átti að hafa eyðilagst hafði verið mikið á reiki frá degi til dags. Töldum við því að best væri að fá óháðan aðila til að segja til um skaðann, enda ætti það að vera í samræmi við þá skoðun okkar að algjörlega óháður aðili myndi rannsaka bankahrunið. Um leið ákváðum við að koma gagnrýni okkar á framfæri og þeim skilaboðum að við hefðum komið í friðsamlegum tilgangi til mótmæla, ekki til að valda skaða á neinn hátt né gerðum við slíkt á nokkurn hátt.

Yfirlýsingin birtist svo hjá flestum fréttamiðlum, og í framhaldi þá hafði „fréttastofa“ Stöðvar 2 samband við einn úr hópnum og tók viðtal þar sem spurðar voru nokkrar spurningar um atriði sem komu fram í yfirlýsingunni. Einnig var spurt varðandi óþægindi starfsmanna Stöðvar 2, sem hópurinn hafði samúð og skilning með og var sagt svo. Svaramaður þessi taldi að enn væri von um að „fréttastofan“ notaði gamlar kennslubækur um heiðarlega fréttamennsku en svo var ekki raunin. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom berlega í ljós, lyga- og áróðursblaðamennska að hætti FOX NEWS og TASS-fréttastofunnar gilda á fullu, þegar kom að óvinum valdsins sem slíkir áróðursmiðlar studdu og/eða styðja. Einnig getur hafa spilað inn í, viðkvæmt egó prímadonnu Kryddsíldar og gagnrýnisóþolinn sál forstjórans hafi orði eitthvað viðkvæm. Í hádegisfréttum  Bylgjunnar miðvikudaginn 14. Janúar stundi fréttaþulurinn af áfergju því upp úr sér að mótmælendurnir(þ.e. við) sem eyðilögðu tæki Stöðvar 2, ætluðu að safna fé til að borga skemmdirnar. Örfá valin orð svaramanns voru nýtt, og lyginni klykkt út með forstjóranum Ara Edwald, nær því grátandi krókódílatárum yfir vonsku mótmælanda og endað á yfirgengilega melódramatískri lýsingu á ástandi starfsmanna þar sem hann líkti þeim við fórnarlömb nauðgunar.

Ekki ætlum við að rengja það að starfsmenn sem tuskuðust á við mótmælendur(eða nauðgarana í huga Ara) hafi orðið orðið skelkað og ómótt og eiga samúð og fullan stuðning skilið. Þó má ekki gleyma því að þeir sem stóðu fyrir utan og mótmæltu, urðu einnig margir hverjir fyrir áfalli þegar beitt var piparúða, og hina friðsömu sem urðu skelkaðir þegar hræddir lögreglumenn spreyjuðu af handahófi í hóp fólks og þótti sumum sem að verið væri að ýta saklausum inn í bununa um tíma. Má því fyrir það fyrsta benda „fréttamönnum“ Stöðvar 2, að það eru fleiri hliðar á atburðum en skoðun eiganda eða forstjóra. Einnig má benda þeim á að þegar aðili segist ekki hafa skaðað né ollið skaða, þá er það ekki í valdi „fréttastofu“ að fullyrða annað, án sannana og gæti það flokkast undir gróf meiðyrði.

En ummæli Ara er ei létt að svara, því þessi líkingarmynd hans um fórnarlömb nauðgunar er alveg forkastanleg. Nauðgun er einn af verstu og viðbjóðslegustu glæpum sem til er, og eru ummæli Ara ekkert annað en gengisfelling á því sálarmorði sem framið er, og einnig er einstaklega ógeðfelld athæfi það, að reyna að gera nauðgara, samnefnara við mótmælendur. Erum við alveg fokill yfir því, að vera dregin í sama dilka og slík ómenni, og ætti Ari því að sýna manndóm og biðja fórnarlömb nauðganna afsökunar sem og þá sem hann líkir við nauðgara, og segja upp starfi sínu í iðrunarskyni.

Ef ekki kemur neitt fram í átt til iðrunar af hálfu Ara eða Stöðvar 2, þá teljum við réttast, að taka upp hugmynd Ara og benda fólki á að styrkja Stigamót, Mæðrastyrksnefnd eða öðrum sem munu þurfa aðstoð í því ástandi sem hann hefur átt sinn þátt í að skapa sem „lobby-isti“ atvinnulífsins í SA og Viðskiptaráði Íslands. Eru því mótmælendur við Borgina og mótmælendur almennt auk andstæðinga nauðgana, hvattir til þess að segja upp Stöð 2 og leggja hlut ef ekki heila mánaðaráskrift í sjóð til styrktar þessum aðilum.  

En við megum ekki gleyma „fréttastofu“ Stöðvar 2 og sjáum við nú greinilega að okkar synd, var fyrst og fremst að ónáða hana frá meir spennandi hlutum heldur en mótmælendum sem eru fyrir neðan þeirra virðingu og eiga lygar og allt vont skilið. Við skulum því sjálf taka það til okkar og hætta samskiptum við þá, hvetja aðra mótmælendur og mótmælahópa sem „fréttastofan“ fyrirlítur vegna andstöðu þeirra við valdið, aðra meðmælendur andófs og andstæðinga valdsins í orði og riti til að einfaldlega að hundsa frekjulegan fréttamanninn með hrokafullar spurningar þess sem ætlar sér að niðurlægja mótmælandann. Einnig skulum við mótmælendur hætta að senda þeim fréttatilkynningar og sleppa mætingu í innantómt sófaspjall til uppfyllingar um hluti sem „fréttamennirnir“ skilja hvorteð er ekki eða telja yfir sig hafna.

Við slíkt þá myndi „fréttastofa“ Stöðvar 2 gefast meiri tími, til að sinna því sem þeir telja mun fréttnæmara í samfélaginu: líkamsrækt, lýtalækningar og auglýsingagerð fyrir önnur Baugs-fyrirtæki. Ef það gerist of leiðigjarnt og metnaður og heilindi skyldu fyrirhitta „fréttamennina“, þá bendum við þeim á að kynna sér hvernig alvöru blaðamenn starfa í öðrum löndum.

Látum við því þessu mótsvari okkar lokið við lygum og fyrirlitlegum málflutningi þar sem sálarmorð er gengisfellt. Vonandi þurfum við aldrei að ræðast við aftur og getum við ekki sagt að við séum sérlega döpur yfir því. Þau óheilindi að ljúga upp á fólk skemmdarverkum og öðru sem það hefur ekki framið, í ljósi þess að við tókum fram að við ollum engu slíku, hafa skilað því.


« Fyrri síða

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband