Færsluflokkur: Umhverfismál
2.9.2009 | 09:44
REI II: Hin "tæra snilld" Magma-samningsins
Það var einstaklega nöturleg, súrrealísk og grátbrosleg sýn sem beið kjarnakvendis ágæts sem ekki er sama um hagsmuni almennings og framtíð þjóðarinnar, þegar hún skundaði niður í ráðhús til að fylgjast með umræðum um einstaklega mikilvægt mál: brunaútsölu á hlut borgainnar í HS Orku, til erlends skuggafyrirtækis á i. Skvaldrandi áhugalausir borgarfulltrúar sem báru greinilega meiri umhyggju fyrir nýjum Fésbókar-vinum heldur en samstarfsmönnum sínum sem voru að halda ræðu, hvað þá hagsmunum Reykvíkinga og framtíðar þeirra, nokkuð sem truflaði "status"-breytingar á borð við:"Ég á ógisslega krúttlega tölvu" eða "Þorleifur í vinstri grænum fær ekki að fljúga á milli landa eins og ég, ligga ligga lá".
Nokkuð sem kemur ekki á óvart þegar maður horfir á hið nýja REI-mál og þess hryllings sem felst í því: að við séum að glata yfirráðum yfir auðlindum okkar í allt að 130 ár, enda stóð viðkomandi upp og ákvað að trufla fundinn með ósk um að borgarfulltrúar einbeittu sér að þessu mikilvæga máli, nokkuð sem skilaði illum augngotum og vanþóknun um að pöpullinn væri að hafa skoðun á þeim störfum sem yfirstéttin innti af hendi inn á Fésbók.
En þetta vekur hjá manni upp hræðilegar tillfinningar og ugg um enga framtíð hér í landi þar sem fólk sem lætur sig engu máli skipta um framtíð þjóðarinnar og hvort almenningur muni bera skertan hlut frá afdrífaríkum ákvörðunum þeirra. Nei, þeim þykir meira gaman að velta fyrir sér niðurstöðum Fésbókar-prófsins "Hvaða spillta aðalsmaður ertu?" eða "Hvaða útrásarvíkingi hentar mér best að þóknast?" og flissa í metingi yfir því hversu lík þau eru Lúlla kóng og konu hans Marie Antoinette.
En þetta vekur upp einnig bræði, mjög mikla bræði yfir því sinnuleysi, vanhæfni og spillingu hinnar "tæru snilldar" sem felst í Magma-samningnum sem meir og meir er að koma upp á yfirborðið að sé viðurstyggilegur samningur fyrir alla aðra en þá sem hagnast einir: stjórnmálamenn og fyrirtækin sem hafa þá í vasanum. Lítum á nokkur atriði sem hafa verið upplýst um þennan samning og gera hann einstaklega óhagstæðan:
- Við missum öll yfirráð yfir auðlindum þjóðarinnar á Reykjanesinu í allt að 130 ár.
- Orkuveita Reykjavíkur er notuð sem lánastofnun til handa erlendu fyrirtæki sem getur ekki fengið fjármagn erlendis.
- Fjármálastjórn Reykjavíkurborgar hefur reiknað það út að tap Reykvíkinga á þessu verði um 5-6 milljarðar. Þetta er svipað og kostar að reka leikskólakerfið í dag, í ca hálft ár.
- Samningurinn felur í sér smágreiðslu nú upp á 4 milljarða sem er ca. eitt stk. Mogga-skuldir afskrifaðar og svo kúlulán til 7 ára með veð í hlutabréfunum einum en engum alvöru eignum. Þetta býður upp á að Magma getur mergsogið HS Orku og skuldsett það alla leið til Katmandu, hent svo hlutabréfunum til baka og sagt "Æi, við þurfum þetta ekki lengur"
- Kúlulánið er ekki bara með veð í pappír sem við notum vanalega við þörfum okkur, heldur ber aðeins 1,5% vexti og það óverðtryggt lán sem miðar við álverð að hluta til. Til glöggvunar má benda á að Bandaríkin sem fá AAA í lánshæfni, fengu aðeins 3,5% vexti.
- Á sama tíma eru Reykvíkingar að borga fyrir hlut Hafnarfjarðarbæjar með 4,5% verðtryggðum vöxtum, sem hinir "tæru snillingar" REI-flokkana keyptu í fyrra ævintýri sínu sem til allrar hamingju tókst að stöðva þá.
- Kúlulánið sem slíkt er ekki bara með fyrrgreinda ókosti því það á að endurgreiðast í dollurum en í blekkingarleiknum sem nú er stundaður, er upphæðin sett fram í krónum miðað við núverandi verðlag. Þetta þýðir það að ef krónan hækkar, þá fá Reykvíkingar, Akurnesingar og Borgnesingar enn minna í sinn vasa.
- Við það að HS Orka endar í höndum einkafyrirtækis, þá mun hagnaður af orkusölu ekki lenda í vasa borgarinnar og sveitarfélaga viðkomandi, heldur í höndum samviskulausra viðskiptamanna.
- Einnig er öruggt að öll orkusala til álvers og gagnavers mun verða algjörlega úr höndunum á sveitarfélögunum sem missir þar stóran spón úr aski sínum.
- Eigendur HS Orku sem ekki er vitað hverjir eru en miðað við orðróma séu líklegast Rio Tinto, einhverjir útrásarvíkingar og slík óbermi, munu geta stjórnað og ákvarðað algjörlega um hvernig atvinnu-uppbygging verður á svæðinu. Fyrirtækið mun geta og mun örugglega kúga aðila sem mótmæla þeim og gera sveitarstjórnum erfitt fyrir sem malda í móinn.
- Orkuverð til almennings mun hækka gífurlega, versnandi þjónusta og annað sem mun skerða gífurlega lífskjör fólks, verður að raunveruleika.
Þegar maður lítur á þetta og orðaskak við fótgönguliða REI-flokkana sem standa að þessu ásamt mörgum ósvöruðum spurningum úr fyrir pistli, þá verður manni ljóst að það er eitthvað rotið í Danmörku og það er ekki líkið af föður Hamlets né hákarli útrásarvíkinga. Nei, það er eitthvað meira á bak við þetta, eitthvað ljótt, eitthvað illt og spilt sem hefur oft komð við sögu áður þegar þessir tveir flokkar koma saman og fara að skipta á milli sín eigum almennings.
Og hverjir væru það? Jú, það væru útrásarvíkingarnir og gamlir klíkubræður sem stjórnað hafa á bak við tjöldin í REI-flokkunum og mín ágiskun er: S-hópurinn og svo einhverjir úr Landsbankanum, kannski Bjöggi Thor, kannski Halldór J. Kristjánsson sem einmitt er farinn til Kanada til að taka við nýju starfi tengt fjárfestingum í orkugeiranum eða einhverjir slíkir. Hver veit en fullviss er ég innra með mér að einhverjir af þessum koma nálægt þessari "tæru snilld" sem matreidd er hér í annari útgáfu af REI-málinu sem hér birtist.Já,REI-mál taka tvö, sömu leikmenn, sama offors, sama auðlind á ný en nú bara með nýju nafni kennt við Magma.
Kannski er ég ofsóknaróður líkt og einn af varðhundum REI-flokkana kallaði mig í gær en líklegast er maður búinn að sjá of oft hvernig hin íslenska spilling virkar, hvernig flokkarnir starfa, hvaða afleðingar það hefur fyrir íslenskan almenning og hvað íslenskir stjórnmálamenn dansa í kringum klíkufélaga og auðmenn á kostnað almennings, sem fær mann til að telja þetta vera drifkraftinn á bak við ofsa REI-flokkana við að selja þessu erlenda skuggafyrirtæki sem getur ekki einu sinni fjármagnað kaupin sjálft erlendis. Þó gæti þetta verið vitleysa hjá mér og þessir flokkar eru eingöngu að taka hið sárasaklausa inngöngupróf í Hell's Angels og sáu að þarna væri hægt að "nýta tækifæri kreppunar" eins og varaformaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það svo einhvern tímann til að fá að klæðast leðrinu undir merkjum vítisengla.
Gerið eitt ef ykkur er ekki sama um auðlinda þjóðarinnar, eyðið örfáum mínútum af tíma ykkar til að gera eitthvað í málunum, sendið bréf, faxið á borgarfulltrúa eða REI-flokkana, skrifið greinar, rísið upp úr sófanum og mótmælið eða hvað sem er, en umfram allt gerið þetta ekki bara fyrir ykkur, heldur börnin ykkar og barnabörn sem eiga rétt á því að fá að njóta auðlinda í eigu þjóðarinnar en ekki í umsjá innlendra og erlendra braskara sem horfa ekki á hægri eða vinstri þegar kemur að því hámarka eigin gróða þegar kemur að þeim sem verið er að mergsjúga hvern einasta aur úr.
Hér á eftir fylgja netföng allra borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa ásamt stöðluðu bréfi tekið annars staðar frá, fyrir þá sem vilja slíkt en umfram allt, stöðvum græðgivæðingu auðlindanna, græðgivæðingu sem minnir mann strax á hvert síðasta tilraun REI-flokkana á slíku endaði og við erum nú að súpa seyðið af, í skelfilegu hamförum bankahrunsins.
Hér eru svo textinn og netföngin:
"
Netföng borgarfulltrúa sem hægt er að afrita beint í póstforrit:
vilhjalmurth@reykjavik.is,bjork.vilhelmsdottir@reykjavik.is, dagur.b.eggertsson@reykjavik.is,gisli.marteinn.baldursson@reykjavik.is, borgarstjori@reykjavik.is,jorunn.frimannsdottir@reykjavik.is, jvi@reykjavik.is,kjartan.magnusson@reykjavik.is,oddny@reykjavik.is, olafur.f.magnusson@reykjavik.is,oskar.bergsson@reykjavik.is, sigrun.elsa.smaradottir@reykjavik.is,soley.tomasdottir@reykjavik.is, thorbjorghelga@reykjavik.is,thorleifur.gunnlaugsson@reykjavik.is
Netföng varaborgarfulltrúa sem hægt er að afrita beint í póstforrit:
marsibil@reykjavik.is,sif.sigfusdottir@reykjavik.is, bolli@hi.is,marta.gudjonsdottir@reykjavik.is, ragnar.s@simnet.is,kristjan.gudmundsson@or.is, bjorn.gislason@shs.is, aslaug@sja.is,margret.kristjana.sverrisdottir@reykjavik.is,dofri.hermannsson@reykjavik.is, stefan.johann@islandia.is,steben@internet.is, gerlag@internet.is, hermannv@nordlingaskoli.is
Hugmynd að texta, ef vill:
Kæri borgarfulltrúi
Ég hvet þig eindregið til að samþykkja EKKI söluna á HS Orku. Ísland þarf á öllum sínum auðlindum að halda í komandi kreppu og þessi orka verður bara verðmætari eftir því sem á líður. Ég minni á að það styttist í sveitarstjórnarkosningar og það verður örugglega minnt á þetta mál þegar nær dregur, hvernig sem það fer. Mér finnst að hagsmunum Orkuveitunnar og borgarbúa sé illa sinnt með því að selja hlutinn á undirverði.
Virðingarfyllst"
Segir samninga við HS Orku í samræmi við orkulög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar