7.10.2007 | 14:14
Er verið að einkavæða OR í gegnum skuggasund?
Því meir sem maður fer að kynna sér þessi OR-mál, því meiri skítalykt verður af þessu og sérstaklega frá þeim sem að koma. Ekki er nóg með það að þetta var drifið skyndilega í gegn og það á ólöglegan hátt heldur virðast tveir viðskiptamenn græða á þessu mörg hundruð milljónir. Var ekki boðað til fundarins ólöglega? Eru þá ekki samþykktir fundarins þ.á.m. kaupsamningar þeirra ólöglegir?
Svo bætist við að skítalykt finnst af upphlaupi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins því samkvæmt DV.is þá er aðalmálið hjá þeim að Baugur eignist hlut, ekki að það sé eitthvað rangt við þetta. Þekkjandi hvernig Sjálfstæðismenn hafa hagað sér í gegnum tíðina þá má alveg búast við að maður heffði heyrt orð eins og "glæsilegt framtak sem mun skila Reykvíkingum gnægð fjárs í framtíðinni", "stórkostleg útrás" og fleiri innantóma frasa, ef þetta hefðu verið réttir menn t.d. þeir sömu og fengu bankana og Símann. En nei, þetta er greinilega ekki í lagi þar sem þetta er Baugur. Að mínu mati skiptir engu máli hver það er, þetta er siðlaus gjörningur.
En svo komum við að því sem er yfirskrift þessa bloggs. Ég rak augun í annað blogg hér þar sem því var haldið fram að REI sé með allar virkjanir á sinni könnu. Ég fór og skoðaði heimasíðu REI og eftir að hafa skoðað síðuna er maður ekki viss. Þarna eru virkjanir taldar upp sem eignir Reykjavík Energy og einhvern veginn fer þetta allt saman í belg og biðu hvað sé í gangi. Mjög auðvelt að misskilja eða er maður ekki að misskilja þetta? Er ætlunin að láta viðskiptavini REI halda eða kannski í raun vita, að REI eigi þessar virkjanir? Nú er sagt að verðmæti hins nýja fyrirtækis séu 65 milljarðar og þar af 10 milljarðar vegna starfsfólks OR. Hvað með hina 55 milljarða? Nota bene, Landsvikrjun er metin á 60. Er verið e.t.v. að framselja virkjanir til REI því ekki getur verðmætahlutrinn í HS og öðru veirð svona hár?
Maður getur ekki annað en spurt sig um svona hluti, miðað við hvernig einkavinavæðingin hefur verið gróf hér á landi og má e.t.v. segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú tekið þá félaga Jeltsín og Pútín til fyrirmyndar þegar kemur að því að deila auðæfum þjóðarinnar til íslenskra oligarka. Tilfinningin sem maður fær allavega er það, að ætlunin sé að einkavæða OR í gegnum bakdyr sem leiða út í skuggasund íslenskra viðskiptajöfra með því að færa eigur til REI. Svo er krafan komin fram um að REI verði einkavætt, bingó, valdir réttir kjöflestufjárfestar "sem hafa sýn og reynslu til að takast á við svona stórt verkefni", og þannig veðrur "sáttum" náð hjá Sjálfstæðismönnum. Og hverjir borga brúsann fyrir þetta hugsanlega leikriit á bak við einkavinavæðingu? Jú, almenningur líkt og áður í formi hærri rafmagns- og hitareikninga.
Er ekki komið nóg af Gordon Gekko þessum lands og þeirra aðdáendum? Eða er allt í lagi þar sem græðgi er góð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 7. október 2007
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar