11.5.2007 | 10:51
Atvinnuviðtöl frá helvíti
Síðustu vikur hefur fjöldinn allur af fólki keppst við það að sækja um vinnu og reynt að selja sig á sem bestan hátt, vitandi það að á morgun verður gengið frá ráðningu í 63 störf og nokkrar aukastöður aðeins seinna. Hæfni eða vanhfæni virðist ekki skipta suma máli heldur aðeins í hvaða klíku þeir eru eða hvernig þeir koma fram fyrir sjónir fyrst og fremst og jafnvel einn hefur verið ráðinn fyrir að vera hálfgerður trúður á vinnustaðnum. Líkt og annars staðar þá bíða sumir í von og óvon um að verða ráðnir, aðrir telja að þeir séu pottþétt komnir með vinnu næstu fjögur árin á meðan sumir eru úrkula vonar um það, sérstaklega eftir að atvinnurekandinn sem er að ráða, hefur lýst mikilli óánægju með þá og vinnubrögð síðustu árin.
En nóg um það, þetta leiðir hugann að eigin atvinnuviötðlum sem maður hefur lent í og ólíkt því sem gerist á morgun, þá er það nú þannig að atvinnurekandinn eða fulltrúi hans, er einnig að koma fram með fyrstu ímynd af fyrirtkinu sem launþeginn fær. Í flestum tilfellum þá eru viðtöl kurteisisleg og báðir aðilar reyna að sýna sitt besta en þó hefur maður lent í viðtölum sem eru furðuleg, pínleg og jafnvel hrikaleg fyrir launþegann.
Ég á mér nokkur slík í gegnum tíðina og langar að deila reynslunni með ykkur lesendum sjálfum mér til sáluhjálpar og öðrum til viðvörunar um hvað þeir geta lent í, þó þetta sé hollt og gott og að auki fær maður ekki vinnuna yfirleitt.
Fyrsta dæmið er frá stofnun þar sem ég var boðaður í viðtal sem fór fram síðla dags. Þegar ég mætti á svæðið og var vísað inn í lítinn fundarsal beið mín heill flokkur fólks sem taldi 5 eða 6 manns. Vanalega lendir maður á einum til tvemur en þarna virkaði þetta eins og yfirheyrslunefnd hjá bandaríska þinginu og þegar viðtalið var komið af stað, þá fékk ég þá tilfinnngu að bráðum kæmi spurningin:"Are you or have you ever been a memeber of the Communist Party?" a la McCarthy. Þessi heila móttókunefnd sem sá um viðtalið leystist svo upp í kjaftavaðal þar sem meirihlutinn fór að blaðra um vinnuslúður við hvort annað fyrir utan einn sem reyndi að fylgjast með og konu sem vildi þjarma að mér illilega með því að spyrja oft reiðilega hvað væri stærsti persónulegi gallinn í mínu fari.
Annað eftirminnanlegt sem innihélt fjölda fólks, er þegar ég sótti um aðstoðarlagerstjórastöðu hjá einu fyrirtæki. Þar var manni vísað inn í fundarsal og sátu þar fjórir menn, þrír við borð og maðurinn sem kom í ljós að maður ætti að e.t.v. að starfa með, hafður út í horni þar sem hann sagði ekki orð allan tímann. Viðtalið byrjaði ósköp eðlilega og manni boðið upp á Ópal með vatnsglasinu sem ég þáði með þökkum. Spurningarnar voru ósköp hefðbundnar nema það að mér var alltaf boðið upp á Ópal reglulega og var farið að líða meir eins og í neytendakönnun heldur en atvinnuviðtali. Loks þegar ég afþakkaði í eitt skipti, þá var sagt með ákafa:"Hva, viltu ekki meiri Ópal?". Mér var farið að líða þá eins og ég væri annað hvort í einhverri Pavlovískri tilraun og átti von á raflosti í gegnum sætið eða þá að markaðsfræðingarnir hefðu loks komist að niðurstöðu að menn borðuðu ekki nema visst mikið af Ópal á fundum. Ekki fékk ég þetta starf hvort sem það var út af of lítilli Ópal-neyslu eða ekki.
En þá að einu hrikalegu. Ættingi minn útvegaði mér viðtal á opinberri stofnun sem þykir ekki ein sú vinsælasta hér á landi. Þar var mér visað inn till starfsmannastjórans sem var frekar kuldalegur í viðmóti fannst mér og svo byrjaði ballið þar sem spurningar komu frá honum sem voru svona upp og ofan. Svo ákvað ég nú að koma á framfæri nokkru sem mér fannst mikilvægt að hann vissi, að ég væri ekki með bílpróf út af slæmri sjón, nokkuð sem hefur ekki að öðru leyti áhrif á vinnu mína og viðbrögðin við því voru svakaleg. Starfsmannstjórinn hellti sér yfir mig og hreytti skít út úr sér ásamt því að öskra á mig hvernig ég ætlaði að komast á milli staða ef með þess þyrfti(starfið innihélt að skjótast í eitt útibú ef það væru einhver stórvandræði en 90-95% innanhús starf að öðru leyti, tók ca. 10 mínútur með strætó og svo eru nú leigubílar til) og mátti helst skilja á honum að ég ætti ekkert að vera að sækja um störf því svona fólk eins og ég væri ekki æskilegt á vinnumarkaði. Ég var hreinlega í losti þegar ég gekk út og leið eins og skít, ekki beint gaman að heyra það að maður sé lægra en allt sem skríður á jórðinni fyrir það eitt að vera með smáfötlun sem maður lifir einfaldelga með. Reyndar prófaði ég svo samt síðar að hringja og tékka hvort ég hefði fengið starfið og kallhelvítið hnussaði bara, sagði nei og skellti á mig.
Svo að lokum kemur viðtal sem ég fór í nýverið. Það byrjaði alveg þokkalega, fulltrúi atvinnurekandans kom vel fyrir og spurningar hefðbundnar og leit út fyrir að vera á allan hátt týpískt viðtal þar til kom að Milljón Króna spurningu þessa aðila, sem getur vel verið að sé hreinlega ólögleg og hljomaði svona: Hvað heldurðu að þú sért mikið veikur á hverju ári? 'Eg svaraði henni án vitneskju um hvort þetta væri leyfileg spurning og svaraði því að líklegast væri það um tvær vikur. Það var eins og ég hefði varpað sprengju því maðurinn varð fyrir losti og byrjaði að tala um að það væri óeðlilegt að maður í yngri kantinum(er nú hálfnaður á ellihemilið) væri veikur 5% ársins og byrjaði svo að yfirheyra mig hvaða heilsubresti ég ætti eiginlega við að stríða því þetta væri svo óeðlilegt og virkaði eins og ég hefði tilkynnt um krabbamein, berkla eða AIDS. Eftir að hafa bent honum á að oftast nær væri þetta vegna ofkælingar í tengslum við núverandi starf, með tilheyrandi kvefi og hálsbólgu, þá hélt hann samt áfram, sannfærður greinielga um það að ég væri langlegusjúklingur á barmi dauðans og reyndi að veiða upp úr mér meir um heilsufarið.
Loks fór hann að tala um að ég væri búttaður og ég yrði að hugsa um skrokkinn á mér sem ég svaraði tl að ég væri nú í formi enda gengi ég mikið. Hann hélt þó áfram og ég var byrjaður að fá hugmynd að sketchu í hausinn þar sem hann færi nú að sýna mér vöðvana í Schwarzenegger pósu eftir að hafa rifið skyrtuna utan af sér, og talandi með austurískum hreim:"Ja, you feel my muscles!". Svo breyttist viðtalið aðeins í normal heit þar til í endann að það var komið aftur inn á heilsufarið sem viritst greinilega að manni fannst, vera helsta ráðningarskilyrði fyrirtækisins.
Fyrir utan staldraði ég við og spáði í því hovrt fyrirtækið væri annað hvort eins og spartnesk nýlenda þar sem menn kepptust við að vera með vöðvapósur alla daga og þeir starfsmenn sem hnerruðu væri hent til úlfana í kjallaranum. Að auki datt mér í hug hvort fyrirtækið væri að leita að fólki til að rækta ofurmenni úr sem yrði hluti af her ofur illmennis með heimsveldisplön. En ég ákvað að hvíla slíkar hugsanir og tók mér klukkutíma göngutúr í góðu veðri enda kannski sama eftir viðtalið og hvernig það fór, hvort ég fái vinnu þarna eður ei.
Góðar stundir!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 11. maí 2007
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar