13.10.2008 | 18:14
Að verðlauna hershöfðingja fyrir klúðrið en hengja hermennina
Þegar ég sá frétt Eyjunnar um að maðurinn sem bar ábyrgð á IceSave-klúðrinu, hafi verið gerður að yfirmanni innra eftirlits Landsbankans, þá blöskraði mér. IceSave er við það að fara að setja Ísland á hausinn og tengist einnig milliríkjadeilum okkar við Breta, og e.t.v. í framtíðinni gæti hann þurft að rannsaka sjálfan sig og hvort óeðlileg viðskipti hefðu átt sér stað með IceSave. Enga ábyrgð virðist maðurinn þurfa að axla þrátt fyrir ofurlaun í samræmi við "ábyrgð", nokkuð sem var klifað á aftur og aftur þegar bent var á laun yfirmanna bankanna.
Virðist það sjónarmið hafa ráðið nokkru við þetta nýja skipurit bankans því þegar rennt er neðar í athugasemdum við fréttina, má sjá að maðurinn sem ber ábyrgð á Eignastýringasviði og þar með Peningasjóðunum sem almenningur og lífeyrissjóðir hafa tapað stórfé á, fær einnig að halda sinni stöðu. Eigi veit ég um aðra þarna en hygg þó að flestir fái að halda áfram í sínum, mjúku, góðu stólum á meðan fjöldi fólks sem asnaðist til að hlýða fyrirskipunum þeirra, er látið taka poka sinn vegna ákvarðanna þessara sömu yfirmanna.
Ábyrgð þessara yfirmanna er mikil á því hvernig komið er. Margir þeirra tóku ákvarðanir, vitandi um stöðu bankans, um að láta þau boð ganga að ákveðnum fjárfestingum yrði otað að fólki, blekkingum og fölskum loforðum yrði beitt líkt og sjá má í mörgum sögum er hafa birst á bloggi Egils Helgasonar sjónvarpsmanns.Ekki mun þessi skipun á fólki sem bar ábyrgð á hvernig fór, vera til þess fallinn að vekja traust né virðingu fyrir hinum "nýja Landsbanka", sérstaklega þar sem þeir munu fá að sleppa við alla ábyrgð á gjörðum sínum.
Óhjákvæmilega flaug mér í hug myndin Paths of glory hans Stanley Kubricks þar sem fjórir hermenn voru tekniraf lífi fyrir allsherjarklúður hershöfðingja, sem olli dauða þúsundir manna. Gott ef hershöfðingjarnir fengu ekki orðu í lokin fyrir vasklega framgöng.
Maður hefði einhvern veginn haldið það að stjórnmálamennirnir sem gaspra um nýja tíma og breytingar hefðu lært af reynslunni, og byrjað á því að hreinsa burtu fólkið sem ber ábyrgðina á þessum ósköpum en nei, líkt og venjulega bitnar þetta á fótgönguliðunum eða almenningi. Það er því ekkert annað en óbragð sem kemur í munninn þegar maður heyri klisjusönginnum um "að leita ekki að sökudólgum heldur horfa fram á veginn", á meðan þeir sem bera ábyrgð sitja enn á sinum stað í bönkunum, verma sætin sín í Seðlabankanum og FME, eða blaðra af fullkomnu innihaldsleysi um mál sem skipta engu máli á þingi.
Ég er farinn að hallast að því meir og meir að við sem tilheyrum almenningi verðum hengd í skuldareipi framtíðarinnar og la´tinn deyja hægum, kvalafullum dauðdaga. Á meðan hersjöfðingjar vorir á þingi, bönkum og stofnunum munu sötra sitt kampavín í einhverri veislunni, ábyrgðar- og áhyggjulaus með úttroðinn maga af kavíar á okkar kostnað.
Ekkert mun breytast né verða breytt.
![]() |
Brynjólfur yfirmaður innri endurskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 13. október 2008
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar