Illa unnin frétt, skjaldborgin um Davíð og umhugsanarverð blaðamennska

Það er ekki svo langt síðan að Pétur Gunnarson fyrrum Eyjumaður, gagnrýndi fjölmiðla fyrir tilkynninga-blaðamennsku og er þessi frétt um mótmælin á Austurvelli gott dæmi um slíkt. Hún er byggð upp á tveimur tilkynningum og ber þessi greinilega merki að viðkomandi hafi ekki veirð á svæðinu, ólíkt mér.

Fyrir það fyrsta þá sýndist mér vera e.t.v. um 2 þúsund manns þarna , frekar en fimm hundruð og gætu verið talsvert fleiri. Mikið af fólki bættist í hópinn eftir að mótmælafundurinn hófst og gæti jafnvel verið mun meiri fjöldi hafa verið þarna.

Svo er það þetta með að verið sé að leggja Davíð í einelti og hann einn eigi að axla ábyrgð. Það er engan veginn ekki rétt enda voru ég sem og mitt fólk þarna undir þeim formerkjum, að það yrði að skipta um stjórn og stjórnendur Seðlabankans 1,2 og 3. Ekki vorum við þau einu, heldur einnig allir þeir sem tóku til máls ásamt því að fleiri yrði að draga til ábyrgðar. Hörður Torfason orðaði það mjög snyrtilega að tll þess að draga mennina sem hafa leitt okkur til glötunar, yrði að taka tappan úr baðkarinu fyrst til að baðkarið tæmdist, og Davíð er sá tappi. Ef hann fer, þá fylgja þeir á eftir sem bera ábyrgð á þessu öllu.

Annars velti ég nú þessu fyrir mér með hversu mikil skjaldborg er slegið utan um einn mann. Það virðist vera minni áhugi hjá Sjálfstæðismönnum að taka á málunum heldur en að bjarga þessum fallna foringja sínum frá því að þurfa gjalda gjörða sinna. Frekar á þjóðarskútan að farast heldur en að sól hans hverfi í myrkur sögunnar ásamt græðgisvæðingunni sem hann á sinn þátt í. Maður veltur því einnig fyrir sér hvort menn séu bara hreinlega í svona mikilli afneitun um þátt hans í glötun okkar eða hvað það sé. Hann er ekki eini aðilinn sem er ábyrgur heldur einn af tugum, ef ekki hundruði, og allir verða þeir að þeir að víkja frá völdum.

Því miður verður örugglega þannig að á meðan Björn Bjarnason og Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar rannsókn mála, þá verður hvítbókin hvítþvottur á þeirra innvígðu og innmúruðu flokksmönnum og ræstingakonunni kennt um. Ekki get ég allavega séð að byrjunin hafi verið beysin,fólkið sem bar ábyrgð á sjóðunum og IceSave situr sem fastast í Landsbankanum sem er skipaður pólitískr sjtórn, og Illugi Gunnarsson ekki einu sinni spurður af fjölmiðlum um ábyrgð sína sem stjórnarmanns í Glitnis-sjóðum.

Svo má velta því fyrir sér að lokum hvort það hafi ekki áhrif á dómgreind blaðamanna Morgunblaðsins að vera fyrst og fremst flokksmálgagn en ekki fjölmiðll. Allavega virðist ekki fara mikið fyrir blaðamennsku þegar kemur að þætti Sjáflstæðsiflokksins og Davíðs í þessum málum, heldur er forðast að ræða þau mál. Allavega hefðu flestir fjölmiðlarslegið því upp á forsíðu að Seðlabankasjtóri væri að hringja í forstjóra N1 til að segja honum að fyrirtækið fengi gjaldeyri, og hjólað í Seðlabankastjórann og samflokksmann hans á Alþingi, sem er stjórnarformaður sama fyrirtækis. Er ekki hlutverk fjölmiðla einmitt að vera ekki að fela sovna hluti heldur draga þá fram? Er ekki hlutverk fjölmiðla að veita aðhald í stað þess að sitja eins og þægir rakkar í bið eftir frétt matreidda af valdamönnum, ef þeim það þóknast. 

En svona er það, það mun ekkert breyast hér heldur ræður hið gamla Ísland ríkjum enn með þægum fjölmiðlum, spilltum stjórnmálamönnum og gráðugum hýenum i teinóttum jakkafötum.


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband