Dýrkeyptur Davíð

Þegar maður skoðar fréttir dagsins, setur hlutina í samhengi um stýrivaxtahækkunina, þá verður að segjast að Davíð Odsson er snillingur. Hann er snillingur í að drepa von fólks, þennan litla vonarneista sem kom í brjóst manns í gær á borgarafundinum og ég er farinn að halda að hann sé einn við stjórn þarna því ekki sjást hinir bankastjórnendurnir né ríkistjórnin þar sem Sjálfstæðismenn þora ekki að hrófla við þessum stjórnlausa Fenrisúlfi.

Skoðum nokkra hluti:

  1.  Davíð Oddson hefur verið sagður vera ósáttur við aðkomu IMF.
  2. Hann tilkynnir að þessi skyndilega stýrivaxtahækkun sé vegna IMF.
  3. Ekki er enn búið að skrifa undir eða samþykkja samkomulag IMF.
  4. Ásmundur Stefánsson og Friðrik Már Baldvinsson sögðu fyrir framan þingnefnd í gær, að stýrivaxtahækkun væri EKKI SKILYRÐI AF HÁLFU IMF.
  5. Þetta er gert á þeim tíma þegar forkólfar ríkistjórnarinnar eru staddir annars staðar, ekki virðist vera samráð eða kynning til handa ríkistjórninni.

Ég játa að þegar maður hefur þessa hluti í huga, þá er það fyrst og fremst um að þarna sé einhver einleikur Davíðs og smjörklípa á ferð til að koma beina athyglinni frá einhverju. En hverju? Var einhver sannleikur á ferð í Kompás í gær? 'Maður veit ekki, þar sem mikið er logði en það breytir ekki um eitt: Davíð þarf að kveða niður líkt og drauginn Glám forðum.

 Hvar er Grettir þegar við þurfum hann í Seðlabankann?


Bloggfærslur 28. október 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband